Mikill titringur í skólakerfinu - Niðurskurður í borginni gæti bitnað beint á faglegu starfi

Niðurskurðarkrafan í skóla- og frístundarstarfi Reykjavíkurborgar hefur leitt til mikils titrings innan skólakerfis borgarinnar. Sérkennsla gæti skorist verulega niður, skólastarf orðið einhæfara.

ráðhús reykjavík
Auglýsing

Áform Reykja­vík­ur­borg­ar, um að ná fram 670 millj­óna hag­ræð­ingu í skóla- og frí­stund­ar­starfi, hefur leitt til mik­ils titr­ings og óánægju inn í skóla­kerfi borg­ar­inn­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Skóla­stjórn­endur ótt­ast að þessi mikla hag­ræð­ing­ar­krafa muni höggva beint í fag­legt starf, og bitna þannig á börnum í skólum beint. Sér­stak­lega ótt­ast skóla­stjórn­endur að sér­kennsla geti skorist veru­lega nið­ur. 

Ber hratt að

Fjár­hags­á­ætl­anir skól­anna, sem þar sem skóla­starf­inu eru settar fjár­hags­legar skorð­ur, hafa ekki verið upp­færðar í sam­ræmi við hraða hækkun launa kenn­ara en á næstu þremur árum munu þau hækka um á bil­inu 20 til 30 pró­sent, sé miðað við samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru í fyrra og á þessu ári. Í ljósi þess að launa­kostn­aður er lang­sam­lega stærsti kostn­að­ar­lið­ur­inn í rekstri skóla­starfs­ins, þá kemur hækk­unin hratt inn í grunn­rekst­ur, sem setur fjár­hags­á­ætl­anir úr skorð­um, nema að gripið verði til nið­ur­skurð­ar. Þar koma helst til greina upp­sagnir á starfs­fólki, og fjölgun nem­enda í bekki, en slíkt vilja skóla­stjórn­endur forð­ast enda víða full­skipað í skóla, sé mið tekið af almennum við­miðum um fjölda á hvern kenn­arra. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

Auglýsing

Krafa um 1,8 millj­arða hag­ræð­ingu

Stefnt er á að afgreiða fjár­hags­á­ætlun fyrir næsta ár í dag, en fram hefur komið í máli Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra að gerð sé krafa um 1,8 millj­arða hag­ræð­ingu í rekstri, til þess að ná endum saman í grunn­rekstr­in­um. Miklar launa­hækk­anir hjá starfs­fólki borg­ar­inn­ar, sem samið hefur verið um, munu hafa mikil áhrif á grunn­rekstur borg­ar­inn­ar, og fyr­ir­séð að verð­skrár borg­ar­inn­ar, þegar kemur að ýmissi þjón­ustu, munu vafa­lítið end­ur­skoð­ast upp á við.

8,7 millj­arða skekkja

Sam­kvæmt rekstr­ar­nið­ur­stöðu Reykja­vík­ur­borgar á fyrstu níu mán­uðum árs­ins þá var 2,4 millj­arða króna tap af rekstr­in­um, en í áætl­unum hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri nið­ur­stöðu upp á 6,3 millj­arða króna.

Rekstr­­ar­nið­ur­staða A-hluta starf­sem­inn­ar, þar sem grunn­rekst­ur­inn er, var nei­­kvæð um 8,5 millj­­arða króna en áætl­­un gerði ráð fyr­ir að hún yrði já­­kvæð um 287 millj­­ón­ir á tíma­bil­inu. Lak­­ari af­koma skýrist að lang­­stærst­um hluta af gjald­­færslu líf­eyr­is­skuld­bind­inga upp á tíu millj­­arða króna, eða um 8,3 millj­­örðum króna um­fram áætl­­­um.

Grunn­rekst­ur­inn samt þungur

Rekstr­­ar­nið­ur­staða án gjald­­færslu líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar var já­­kvæð um 1,5 millj­­arða, sem er 503 millj­­ón­um króna lak­­ari nið­ur­staða en áætl­­un gerði ráð fyr­­ir. Launa­hækk­an­ir, sem nú hefur verið samið um, munu síðan stöð­una enn erf­ið­ari, og þrýsta á um hag­ræð­ingu í rekstri.

Gjald­­færsla líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar bygg­ist á upp­­­færðu mati á gjald­­færslu fyr­ir árið 2015. Þar er lagt mat á áhrif launa-, verð­lags- og vaxta­þátta og að auki er gert ráð fyr­ir að við upp­­­gjör líf­eyr­is­­sjóða fyr­ir árið 2015 verði not­aðar breytt­ar for­­send­ur um lífs­lík­­ur sem leiða til hækk­­un­ar gjald­­færslu.

Fram hefur komið í máli Dags B. Egg­erts­son­ar, að hann von­ist eftir því að það tak­ist að koma rekstr­inum á réttan kjöl, en ljóst sé að það sé krefj­andi verk­efni, meðal ann­ars vegna þess að stórir liðir í kostn­aði, eins og laun, séu að hækka skarpt á skömmum tíma.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None