Hagur útgerðarinnar vænkast um 10 milljarða vegna lækkunar olíuverðs

Friðrik Indriðason skoðaði hvernig verðhrun á olíu hefur komið við rekstur útgerðarinnar í landinu. Því minna sem útgerðin þarf að borga fyrir olíuna, því betra fyrir reksturinn.

Olían
Auglýsing

Hrun á heims­mark­aðs­verði olíu hefur ver­ið ­mikil búbót fyrir útgerð­ina á þessu ári miðað við árið í fyrra. Gróf­lega ­reiknað þarf útgerðin í dag að borga rúm­lega 10 millj­örðum kr. minna fyr­ir­ ol­í­una á árs­grund­velli miðað við árið í fyrra. Og þessi búbót mun halda áfram, alla­vega vel fram á næsta ár og jafn­vel lengur að mati sér­fræð­inga á ol­íu­mark­að­in­um.

Olíu­notkun íslenska fiski­skipa­flot­ans er í kringum 164 kílótonn eða rúm­lega 184 millj­ónir lítra á ári. Þetta magn af olíu kost­aði útgerð­ina 17,1 millj­arð kr., á árs­grund­velli,  miðað við verðið á Brent-ol­í­unni og geng­i dollar­ans í fyrra­sum­ar. Í dag þarf útgerð­ina hins­vegar aðeins að borga 6,8 millj­arða kr. fyrir sama magn af olíu m.v. sömu for­send­ur. Hér er gengið út frá að verð­ið á tunn­unni af Brent-ol­í­unni var 110 doll­arar í fyrra­sumar en er komið niður í 45 doll­ara í dag. Verðið var raunar komið niður í 45 doll­ara í ágúst s.l. Geng­i dollar­ans stóð í 135 kr. í fyrra­sumar en er 132 kr. í dag.

Svip­aður hagn­aður

HB Grandi birti upp­gjör sitt fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins í vik­unni. Þar kemur fram að það sem ef er árinu nem­ur hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins 4,5 millj­örðum kr. Á sama tíma­bili í fyrra nam hagn­að­ur­inn 4,7 millj­örðum kr. Hagn­aður er sum sé svip­aður milli ára þrátt ­fyrir mak­ríl­bann Rússa og á lækk­andi olíu­verð þar eflaust stóran hlut að máli. Fram kemur í yfir­liti yfir afkomu HB Granda á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins að ­tekju­tap vegna mak­ríl­banns­ins sé áætlað á bil­inu 1,4 til rúm­lega 2 millj­arða kr. Tekið er fram að erfitt sé að áætla þetta tap. Það er hins­vegar ljóst að ­lækk­andi olíu­verð m.a. bætir þetta tap að stórum hluta eins og sést á hagn­að­ar­töl­un­um.

Auglýsing

Hér má sjá hvernig rekstur sjávarútvegsfyrirtkja hefur þróast.

Óeðli­lega eðli­legur mark­aður

„Óeðli­lega eðli­legur mark­að­ur“ var ­fyr­ir­sögnin á nýlegri úttekt tíma­rits­ins The Economist á olíu­mark­að­in­um. Þar kemur fram að allt frá tímum John Roc­ker­feller og fyr­ir­tækis hans, Stand­ard Oil, undir lok þar­síð­ustu aldar hafi ­mark­að­ur­inn verið allt annað en eðli­leg­ur. Menn hafi ætíð reynt að hafa áhrif á hann sér til hags­bóta. Sér­stak­lega eftir að OPEC ríkin fóru að möndla sín í millum upp úr 1960 hvernig best væri að halda olíu­verð­inu sem hæstu. Þetta var m.a. ­gert með kvótum og sam­drætti í fram­leiðsl­unni ef olíu­verðið gaf eitt­hvað eft­ir.

Eftir að Banda­ríkja­menn hófu fram­leiðslu á leirgasi (frack­ing) í miklum mæli ­fyrir tæpum tveimur árum hefur olíu­mark­að­ur­inn verið rek­inn meira og minna á lög­málum fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Og fram­boðið er ærið þar sem Saudi Arabar hafa síðan hafnað öllum óskum ann­arra OPEC ríkja um að draga úr fram­leiðslu sinn­i til að hækka verð­ið. Raunar hafa þeir bætt í ef eitt­hvað er. Mark­mið Saudi ­Araba er að ganga af leirgas­iðn­að­inum dauðum í Banda­ríkj­unum og víð­ar. En fram kemur í The Economist að banda­rísku fram­leið­end­urnir hafi reynst útsjón­ar­samri en gert var ráð fyrir þannig að engan veg­inn sé hægt að sjá fyrir end­ann á þessu stríði.

Gera ráð fyrir lágu olíu­verði áfram

Í dag er ekki hægt að finna neina ­sér­fræð­inga sem spá því að olíu­verðið nái þeim hæðum sem það var í s.l. sumar á næstu árum. Alla­vega ekki fram yfir árið 2020. Bjart­sýn­asta spá Al­þjóða­orku­mála­stofn­un­ar­innar (IEA) segir að olíu­verðið muni hækka stöðugt fram til 2020 þegar það nái 80 doll­urum á tunn­una. Hins­vegar fylgir með hlið­ar­spá um að allt eins gæti olíu­verðið hald­ist um eða  50 doll­urum á tunn­una fram yfir 2020.

Hægt er að finna aðra sér­fræð­inga sem ­segja þessar spár IEA allt of bjart­sýnar og segja að allt eins gæti olíu­verð­ið hrapað niður í 25 doll­ara á tunn­una strax á næsta ári.  Spár sem þessar ætt­u að hljóma sem ljúf tón­list í eyrum íslenskra útgerð­ar­manna.

Ástæðan fyrir lágu olíu­verði þessa ­stund­ina og næstu árin er mikið offram­boð sam­fara minnk­andi notk­un. Fram­boð­ið mun senni­lega aukast eitt­hvað á næst­unni þegar Íran fær aftur aðgang að al­þjóð­legum olíu­mörk­uð­um. Hvað minnk­andi notkun varðar eru helstu þættir m.a. ­sam­dráttur í kín­verska efna­hags­kerf­inu og víð­ar, aukin áhersla margra ríkja á notkun sjálf­bærra orku­gjafa og véla­hönnun í bílum og öðrum far­ar­tækjum sem miðar að því að draga úr elds­neyt­is­notkun þeirra.

Sádí-­Ara­bar reyna að klóra í bakk­ann

Framundan er des­em­berfundur OPEC ríkj­anna og ljóst er að þar munu koma fram miklar kröfur um að ríkin reyni hvað þau get­i til að hífa olíu­verðið upp. Á vef­síð­unni Invest­ing.com kemur fram að Saudi ­Ara­bar hafi aðeins reynt að klóra í bakk­ann eftir síð­ustu helgi en ekki haft er­indi sem erf­iði. Yfir­völd í þessu olíu­ríki gáfu út þá yfir­lýs­ingu s.l. mánu­dag að þau væru nú viljug til þess að vinna með OPEC og olíu­ríkjum utan­ ­sam­tak­anna um að draga úr fram­leiðslu til að hækka verð­ið.  Þetta hafði þau áhrif að tunnan af Brent-ol­í­unn­i hækk­aði um dollar í stuttan tíma.  En verðið féll strax aftur niður í 45 doll­ara á tunn­una, eða um tveim­ur ­klukku­tímum síð­ar, vegna þess að fjár­festar hafa áhyggjur af hinum miklu ol­íu­birgðum sem safn­ast hafa upp á síð­ustu mán­uðum vegna offram­boðs á mark­að­inum – birgða­söfnun sem eng­inn sér fyrir end­ann á í augna­blik­in­u. ­Út­gerð­in, og raunar allir sem nota bensín og olíu á Íslandi, munu því njóta hins lága olíu­verð áfram á næstu árum eins og staðan er í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None