Brasilía í öldudal

Stærsta hagkerfi Suður-Ameríku gengur nú í gegnum mikla erfiðleika. Þessi 200 milljóna þjóð hyggst halda Ólympíuleika á næsta ári, mitt í verstu efnahagskreppu í landinu í 20 ár.

Brasilía
Auglýsing

Brasilía gengur nú í gegnum mik­inn öldu­dal í efna­hags­líf­inu, eftir upp­gangs­tíma síð­ustu árin. Verð­fall á mik­il­vægum útflutn­ings­vörum, olíu þar hel­st, hefur leitt til þess að sam­dráttur er í hag­kerf­inu og erf­ið­leikar eru orðnir aug­ljósir í fleiri geir­um. Nýj­ustu tölur sýna 4,5 pró­sent sam­drátt í hag­kerf­inu frá sama tíma­bili í fyrra, og það versta er, að óveð­ur­skýin halda áfram að hrann­ast upp. Í skýrslu sem Wall Street Journal vitnar til í umfjöllun sinni kemur fram að botn­inum hafi ekki verið náð enn­þá. André Per­feito, aðal­hag­fræð­ingur Gradual Investi­mentos, fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tækis í Bras­il­íu, segir að áhyggju­efnið sé ekki endi­lega þessi mikli sam­dráttur nú, heldur að hann geti haldið áfram í nokkuð langan tíma í við­bót. 

Upp­gang­ur, HM og Ólymp­íu­leikar

Í eitt og hálft ár hefur hag­kerfið verið í sam­drætti, en í rúm­lega ára­tug þar á und­an, fyrir utan þrjá árs­fjórð­unga, á árunum 2008 og 2009, þá hefur mik­ill hag­vöxtur ein­kennt þetta risa­vaxna hag­kerfi sem er það sjö­unda stærsta í heimi og það langstærsta í Suð­ur­-Am­er­ík­u. 

Í fyrra fór Heims­meist­ara­mótið í fót­bolta fram í Bras­il­íu, og á næsta ári fara Ólymp­íu­leik­arnir fram í Ríó. Kostn­aður við þá er þegar kom­inn um 520 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða um 67,6 millj­örð­um, fram úr áætl­un­um, sam­kvæmt fréttum Bloomberg í dag, og eru stjórn­völd þegar farin að huga að leiðum til að hag­ræða. 

Auglýsing

Bras­il­íu­menn féllu úr keppni á HM eftir dramat­ískt stór­tap gegn Þjóð­verj­um, 1-7, og má segja að það hafi verið ein­kenn­andi fyrir það sem á eftir fylgd­i. 

Olía hóf síð sum­ars í fyrra að lækka hratt, eftir að hafa farið hæst í 115 Banda­ríkja­dali á tunn­una, sé miðað við hrá­ol­íu. Nú stendur verðið í 40 Banda­ríkja­döl­um. Fyrir vax­andi olíu­út­flutn­ings­ríki eins og Bras­ilíu þýðir þetta að erf­iðar tímar bíða lands­manna. En þetta er ekki það eina, því verð á mörgum öðrum hrá­vörum hefur lækkað vegna þess að eft­ir­spurn hefur minnk­að. Þetta á ekki síst við um vörur sem seldar eru til Kína, en þar hefur minnk­andi eft­ir­spurn gert Bras­ilíu lífið leitt. 

Fjár­magns­kostn­aður gæti hækkað

Annað áhyggju­efni fyrir Bras­ilíu eru skrefin sem Seðla­banki Banda­ríkj­anna hyggst stíga á næst­unni með hækkun stýri­vaxta. Búist er við því að bank­inn hækki vexti á næsta vaxta­á­kvörð­un­ar­fundi sem fer fram dag­ana 15. til 16. des­em­ber. Seðla­banki Banda­ríkj­anna hefur haldið vöxtum í 0,25 pró­sentum í meira en sjö ár, og næstum við núllið í tæpan ára­tug. Þetta hefur þýtt að hag­stætt hefur verið fyrir þjóðir eins og Bras­ilíu að taka lán í Banda­ríkja­dal. Með hækkun vaxta eykst fjár­magns­kostn­að­ur­inn, og óbeinu áhrifin geta einnig verið þau að aðgangur banka­kerf­is­ins að ódýru lánsfé verður enn erf­ið­ari, sem síðan dregur enn úr slag­kraft­inum í hag­kerf­in­u. 

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans á dög­un­um, þá nefndi einn virt­asti þjóð­hag­fræð­ingur heims­ins, Argent­ínu­mað­ur­inn Dr. Guill­ermo Cal­vo, í erindi á fundi Col­umbia háskóla um stöðu efna­hags­mála í heim­in­um, að Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn gæti bankað upp í Bras­ilíu á næst­unni ákveði Seðla­banki Banda­ríkj­anna að hækka vexti á næst­unn­i. Áskor­anir fyrir stór olíu­ríki

Í Bras­ilíu búa um 200 millj­ónir manna. Til sam­an­burðar er það mun meiri fjöldi en býr í Suð­ur­-­Evr­ópu. Þar búa um 153 millj­ónir manna, og eru fjöl­menn­ustu ríkin Spánn með 47 millj­ónir íbúa, og Ítalía en þar búa rúm­lega 60 millj­ónir manna. 

Ljóst er að fari svo að olíu­verð hald­ist áfram lágt, má búast við að frek­ari erf­ið­leikar geri vart við sig hjá stórum olíu­ríkj­um. Nú þegar hafa Rúss­land og Níger­ía, sem bæði eru stórar olíu­út­flutn­ings­þjóð­ir, gengið í gegnum mikla erf­ið­leika vegna verð­falls á olíu og minnk­andi eft­ir­spurn­ar. Eftir því sem staðan dregst á lang­inn, því erf­ið­ari verður fyrir þessu stóru hag­kerfi að laga sig að breyttum veru­leika. 

Ofan á efna­hags­lega erf­ið­leika í Bras­il­íu, glímir landið við mik­inn óró­leika í stjórn­mál­um. Ekki aðeins á lands­mála­stig­inu, þar sem Dilma Rous­eff for­seti berst nú fyrir póli­tísku lífi sínu, heldur einnig í ein­stökum borgum og héröð­um. Efna­hags­erf­ið­leik­arnir hafa komið hratt að Bras­ilíu og svo virð­ist sem stjórn­völd hafi ekki verið undir þessa miklu sveiflu búin. Þegar fjár­málakreppan var sem dýp­st, á árunum 2007 til 2009, var brasil­íska hag­kerfið fljótt að ná sér á strik, einkum vegna vax­andi við­skipta við Kína og hækk­andi olíu­verðs. En nú er öldin önn­ur, og óvissan er næstum áþreif­an­leg í þessum mesta efna­hags­lega öldu­dal sem Brasilía hefur gengið í gegnum á und­an­förnum 20 árum.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None