Brasilía í öldudal

Stærsta hagkerfi Suður-Ameríku gengur nú í gegnum mikla erfiðleika. Þessi 200 milljóna þjóð hyggst halda Ólympíuleika á næsta ári, mitt í verstu efnahagskreppu í landinu í 20 ár.

Brasilía
Auglýsing

Brasilía gengur nú í gegnum mik­inn öldu­dal í efna­hags­líf­inu, eftir upp­gangs­tíma síð­ustu árin. Verð­fall á mik­il­vægum útflutn­ings­vörum, olíu þar hel­st, hefur leitt til þess að sam­dráttur er í hag­kerf­inu og erf­ið­leikar eru orðnir aug­ljósir í fleiri geir­um. Nýj­ustu tölur sýna 4,5 pró­sent sam­drátt í hag­kerf­inu frá sama tíma­bili í fyrra, og það versta er, að óveð­ur­skýin halda áfram að hrann­ast upp. Í skýrslu sem Wall Street Journal vitnar til í umfjöllun sinni kemur fram að botn­inum hafi ekki verið náð enn­þá. André Per­feito, aðal­hag­fræð­ingur Gradual Investi­mentos, fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tækis í Bras­il­íu, segir að áhyggju­efnið sé ekki endi­lega þessi mikli sam­dráttur nú, heldur að hann geti haldið áfram í nokkuð langan tíma í við­bót. 

Upp­gang­ur, HM og Ólymp­íu­leikar

Í eitt og hálft ár hefur hag­kerfið verið í sam­drætti, en í rúm­lega ára­tug þar á und­an, fyrir utan þrjá árs­fjórð­unga, á árunum 2008 og 2009, þá hefur mik­ill hag­vöxtur ein­kennt þetta risa­vaxna hag­kerfi sem er það sjö­unda stærsta í heimi og það langstærsta í Suð­ur­-Am­er­ík­u. 

Í fyrra fór Heims­meist­ara­mótið í fót­bolta fram í Bras­il­íu, og á næsta ári fara Ólymp­íu­leik­arnir fram í Ríó. Kostn­aður við þá er þegar kom­inn um 520 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða um 67,6 millj­örð­um, fram úr áætl­un­um, sam­kvæmt fréttum Bloomberg í dag, og eru stjórn­völd þegar farin að huga að leiðum til að hag­ræða. 

Auglýsing

Bras­il­íu­menn féllu úr keppni á HM eftir dramat­ískt stór­tap gegn Þjóð­verj­um, 1-7, og má segja að það hafi verið ein­kenn­andi fyrir það sem á eftir fylgd­i. 

Olía hóf síð sum­ars í fyrra að lækka hratt, eftir að hafa farið hæst í 115 Banda­ríkja­dali á tunn­una, sé miðað við hrá­ol­íu. Nú stendur verðið í 40 Banda­ríkja­döl­um. Fyrir vax­andi olíu­út­flutn­ings­ríki eins og Bras­ilíu þýðir þetta að erf­iðar tímar bíða lands­manna. En þetta er ekki það eina, því verð á mörgum öðrum hrá­vörum hefur lækkað vegna þess að eft­ir­spurn hefur minnk­að. Þetta á ekki síst við um vörur sem seldar eru til Kína, en þar hefur minnk­andi eft­ir­spurn gert Bras­ilíu lífið leitt. 

Fjár­magns­kostn­aður gæti hækkað

Annað áhyggju­efni fyrir Bras­ilíu eru skrefin sem Seðla­banki Banda­ríkj­anna hyggst stíga á næst­unni með hækkun stýri­vaxta. Búist er við því að bank­inn hækki vexti á næsta vaxta­á­kvörð­un­ar­fundi sem fer fram dag­ana 15. til 16. des­em­ber. Seðla­banki Banda­ríkj­anna hefur haldið vöxtum í 0,25 pró­sentum í meira en sjö ár, og næstum við núllið í tæpan ára­tug. Þetta hefur þýtt að hag­stætt hefur verið fyrir þjóðir eins og Bras­ilíu að taka lán í Banda­ríkja­dal. Með hækkun vaxta eykst fjár­magns­kostn­að­ur­inn, og óbeinu áhrifin geta einnig verið þau að aðgangur banka­kerf­is­ins að ódýru lánsfé verður enn erf­ið­ari, sem síðan dregur enn úr slag­kraft­inum í hag­kerf­in­u. 

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans á dög­un­um, þá nefndi einn virt­asti þjóð­hag­fræð­ingur heims­ins, Argent­ínu­mað­ur­inn Dr. Guill­ermo Cal­vo, í erindi á fundi Col­umbia háskóla um stöðu efna­hags­mála í heim­in­um, að Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn gæti bankað upp í Bras­ilíu á næst­unni ákveði Seðla­banki Banda­ríkj­anna að hækka vexti á næst­unn­i. Áskor­anir fyrir stór olíu­ríki

Í Bras­ilíu búa um 200 millj­ónir manna. Til sam­an­burðar er það mun meiri fjöldi en býr í Suð­ur­-­Evr­ópu. Þar búa um 153 millj­ónir manna, og eru fjöl­menn­ustu ríkin Spánn með 47 millj­ónir íbúa, og Ítalía en þar búa rúm­lega 60 millj­ónir manna. 

Ljóst er að fari svo að olíu­verð hald­ist áfram lágt, má búast við að frek­ari erf­ið­leikar geri vart við sig hjá stórum olíu­ríkj­um. Nú þegar hafa Rúss­land og Níger­ía, sem bæði eru stórar olíu­út­flutn­ings­þjóð­ir, gengið í gegnum mikla erf­ið­leika vegna verð­falls á olíu og minnk­andi eft­ir­spurn­ar. Eftir því sem staðan dregst á lang­inn, því erf­ið­ari verður fyrir þessu stóru hag­kerfi að laga sig að breyttum veru­leika. 

Ofan á efna­hags­lega erf­ið­leika í Bras­il­íu, glímir landið við mik­inn óró­leika í stjórn­mál­um. Ekki aðeins á lands­mála­stig­inu, þar sem Dilma Rous­eff for­seti berst nú fyrir póli­tísku lífi sínu, heldur einnig í ein­stökum borgum og héröð­um. Efna­hags­erf­ið­leik­arnir hafa komið hratt að Bras­ilíu og svo virð­ist sem stjórn­völd hafi ekki verið undir þessa miklu sveiflu búin. Þegar fjár­málakreppan var sem dýp­st, á árunum 2007 til 2009, var brasil­íska hag­kerfið fljótt að ná sér á strik, einkum vegna vax­andi við­skipta við Kína og hækk­andi olíu­verðs. En nú er öldin önn­ur, og óvissan er næstum áþreif­an­leg í þessum mesta efna­hags­lega öldu­dal sem Brasilía hefur gengið í gegnum á und­an­förnum 20 árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None