Hagur útgerðarinnar vænkast um 10 milljarða vegna lækkunar olíuverðs

Friðrik Indriðason skoðaði hvernig verðhrun á olíu hefur komið við rekstur útgerðarinnar í landinu. Því minna sem útgerðin þarf að borga fyrir olíuna, því betra fyrir reksturinn.

Olían
Auglýsing

Hrun á heims­mark­aðs­verði olíu hefur ver­ið ­mikil búbót fyrir útgerð­ina á þessu ári miðað við árið í fyrra. Gróf­lega ­reiknað þarf útgerðin í dag að borga rúm­lega 10 millj­örðum kr. minna fyr­ir­ ol­í­una á árs­grund­velli miðað við árið í fyrra. Og þessi búbót mun halda áfram, alla­vega vel fram á næsta ár og jafn­vel lengur að mati sér­fræð­inga á ol­íu­mark­að­in­um.

Olíu­notkun íslenska fiski­skipa­flot­ans er í kringum 164 kílótonn eða rúm­lega 184 millj­ónir lítra á ári. Þetta magn af olíu kost­aði útgerð­ina 17,1 millj­arð kr., á árs­grund­velli,  miðað við verðið á Brent-ol­í­unni og geng­i dollar­ans í fyrra­sum­ar. Í dag þarf útgerð­ina hins­vegar aðeins að borga 6,8 millj­arða kr. fyrir sama magn af olíu m.v. sömu for­send­ur. Hér er gengið út frá að verð­ið á tunn­unni af Brent-ol­í­unni var 110 doll­arar í fyrra­sumar en er komið niður í 45 doll­ara í dag. Verðið var raunar komið niður í 45 doll­ara í ágúst s.l. Geng­i dollar­ans stóð í 135 kr. í fyrra­sumar en er 132 kr. í dag.

Svip­aður hagn­aður

HB Grandi birti upp­gjör sitt fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins í vik­unni. Þar kemur fram að það sem ef er árinu nem­ur hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins 4,5 millj­örðum kr. Á sama tíma­bili í fyrra nam hagn­að­ur­inn 4,7 millj­örðum kr. Hagn­aður er sum sé svip­aður milli ára þrátt ­fyrir mak­ríl­bann Rússa og á lækk­andi olíu­verð þar eflaust stóran hlut að máli. Fram kemur í yfir­liti yfir afkomu HB Granda á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins að ­tekju­tap vegna mak­ríl­banns­ins sé áætlað á bil­inu 1,4 til rúm­lega 2 millj­arða kr. Tekið er fram að erfitt sé að áætla þetta tap. Það er hins­vegar ljóst að ­lækk­andi olíu­verð m.a. bætir þetta tap að stórum hluta eins og sést á hagn­að­ar­töl­un­um.

Auglýsing

Hér má sjá hvernig rekstur sjávarútvegsfyrirtkja hefur þróast.

Óeðli­lega eðli­legur mark­aður

„Óeðli­lega eðli­legur mark­að­ur“ var ­fyr­ir­sögnin á nýlegri úttekt tíma­rits­ins The Economist á olíu­mark­að­in­um. Þar kemur fram að allt frá tímum John Roc­ker­feller og fyr­ir­tækis hans, Stand­ard Oil, undir lok þar­síð­ustu aldar hafi ­mark­að­ur­inn verið allt annað en eðli­leg­ur. Menn hafi ætíð reynt að hafa áhrif á hann sér til hags­bóta. Sér­stak­lega eftir að OPEC ríkin fóru að möndla sín í millum upp úr 1960 hvernig best væri að halda olíu­verð­inu sem hæstu. Þetta var m.a. ­gert með kvótum og sam­drætti í fram­leiðsl­unni ef olíu­verðið gaf eitt­hvað eft­ir.

Eftir að Banda­ríkja­menn hófu fram­leiðslu á leirgasi (frack­ing) í miklum mæli ­fyrir tæpum tveimur árum hefur olíu­mark­að­ur­inn verið rek­inn meira og minna á lög­málum fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Og fram­boðið er ærið þar sem Saudi Arabar hafa síðan hafnað öllum óskum ann­arra OPEC ríkja um að draga úr fram­leiðslu sinn­i til að hækka verð­ið. Raunar hafa þeir bætt í ef eitt­hvað er. Mark­mið Saudi ­Araba er að ganga af leirgas­iðn­að­inum dauðum í Banda­ríkj­unum og víð­ar. En fram kemur í The Economist að banda­rísku fram­leið­end­urnir hafi reynst útsjón­ar­samri en gert var ráð fyrir þannig að engan veg­inn sé hægt að sjá fyrir end­ann á þessu stríði.

Gera ráð fyrir lágu olíu­verði áfram

Í dag er ekki hægt að finna neina ­sér­fræð­inga sem spá því að olíu­verðið nái þeim hæðum sem það var í s.l. sumar á næstu árum. Alla­vega ekki fram yfir árið 2020. Bjart­sýn­asta spá Al­þjóða­orku­mála­stofn­un­ar­innar (IEA) segir að olíu­verðið muni hækka stöðugt fram til 2020 þegar það nái 80 doll­urum á tunn­una. Hins­vegar fylgir með hlið­ar­spá um að allt eins gæti olíu­verðið hald­ist um eða  50 doll­urum á tunn­una fram yfir 2020.

Hægt er að finna aðra sér­fræð­inga sem ­segja þessar spár IEA allt of bjart­sýnar og segja að allt eins gæti olíu­verð­ið hrapað niður í 25 doll­ara á tunn­una strax á næsta ári.  Spár sem þessar ætt­u að hljóma sem ljúf tón­list í eyrum íslenskra útgerð­ar­manna.

Ástæðan fyrir lágu olíu­verði þessa ­stund­ina og næstu árin er mikið offram­boð sam­fara minnk­andi notk­un. Fram­boð­ið mun senni­lega aukast eitt­hvað á næst­unni þegar Íran fær aftur aðgang að al­þjóð­legum olíu­mörk­uð­um. Hvað minnk­andi notkun varðar eru helstu þættir m.a. ­sam­dráttur í kín­verska efna­hags­kerf­inu og víð­ar, aukin áhersla margra ríkja á notkun sjálf­bærra orku­gjafa og véla­hönnun í bílum og öðrum far­ar­tækjum sem miðar að því að draga úr elds­neyt­is­notkun þeirra.

Sádí-­Ara­bar reyna að klóra í bakk­ann

Framundan er des­em­berfundur OPEC ríkj­anna og ljóst er að þar munu koma fram miklar kröfur um að ríkin reyni hvað þau get­i til að hífa olíu­verðið upp. Á vef­síð­unni Invest­ing.com kemur fram að Saudi ­Ara­bar hafi aðeins reynt að klóra í bakk­ann eftir síð­ustu helgi en ekki haft er­indi sem erf­iði. Yfir­völd í þessu olíu­ríki gáfu út þá yfir­lýs­ingu s.l. mánu­dag að þau væru nú viljug til þess að vinna með OPEC og olíu­ríkjum utan­ ­sam­tak­anna um að draga úr fram­leiðslu til að hækka verð­ið.  Þetta hafði þau áhrif að tunnan af Brent-ol­í­unn­i hækk­aði um dollar í stuttan tíma.  En verðið féll strax aftur niður í 45 doll­ara á tunn­una, eða um tveim­ur ­klukku­tímum síð­ar, vegna þess að fjár­festar hafa áhyggjur af hinum miklu ol­íu­birgðum sem safn­ast hafa upp á síð­ustu mán­uðum vegna offram­boðs á mark­að­inum – birgða­söfnun sem eng­inn sér fyrir end­ann á í augna­blik­in­u. ­Út­gerð­in, og raunar allir sem nota bensín og olíu á Íslandi, munu því njóta hins lága olíu­verð áfram á næstu árum eins og staðan er í dag.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None