Héraðsdómur fer langleiðina með að klára handritið að Stím-bíómyndinni

Stím-málið er eitt þekktasta hrunmálið og saga þess er prýðilegur efniviður í þrælspennandi bíómynd. Í dag voru þrír menn dæmdir til fangelsisvistar vegna sinnar aðkomu að því.

Lárus Welding
Auglýsing

Þrír menn voru í dag ­dæmdir til þungrar fang­els­is­vistar vegna aðkomu þeirra að hinu svo­kall­aða S­tím-­máli í hér­aði. Lárus Weld­ing, fyrrum for­stjóri Glitn­is, hlaut þyngstan ­dóm, fimm ára fang­els­is­vist. Verði dóm­ur­inn stað­festur í Hæsta­rétti, en hon­um verður án vafa áfrýjað þang­að, munu allir þrír for­stjórar stærstu banka Íslands­ ­fyrir hrun sitja í fang­elsi á sama tíma. Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum ­for­stjóri Kaup­þings, hefur þegar hlotið nokkra dóma og afplánar sem stendur á Kvía­bryggju. Sig­ur­jón Árna­son, fyrrum banka­stjóri Lands­banka Íslands, var ­dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti vegna aðkomu sinnar að Ím­on-­mál­inu svo­kall­aða.

Auk Lárusar hlutu þeir Jó­hannes Bald­urs­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri ­mark­aðsvið­skipta hjá Glitni, tveggja ára fang­elsi og Þor­valdur Lúð­vík­ ­Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, átján mán­aða fang­els­is­dóm í Stím-­mál­inu. Jóhann­es hafði áður hlotið þriggja ára fang­els­is­dóm í Hæsta­rétti fyrr í þessum mán­uði í svoköll­uðu BK-47 máli.

Þetta mál er fyr­ir­ margar sakir mjög áhuga­vert. Stím-­mál­ið var eitt af fyrstu mál­unum tengdum banka­hrun­inu sem rataði í fjöl­miðla í kjöl­far þess. Að mál­inu koma margir af umsvifa­mestu við­skipta- og banka­mönn­um ­þjóð­ar­innar á fyr­ir­hrunsár­un­um. Í raun væri hægt að gera fanta­góða bíó­mynd ­byggða á sögu Stím.  

Auglýsing

Saga Stím er því reyfara­kennd og til­urð og til­gangur félags­ins er að mörgu leyti lýsandi fyrir það ástand sem ­ríkti í íslensku við­skipta­lífi mán­uð­ina fyrir banka­hrun­ið.

Stím verður til í Rúss­landi

Byrjum á byrj­un­inni. Þann 14. nóv­em­ber 2007 var til­kynnt um að félag sem hét FS37 ehf. hefði keypt bréf í fjár­fest­inga­fé­lag­inu FL Group og Glitni, banka sem FL Group og tengd félög átt­u ­stærstan hluta í, fyrir sam­tals 24,8 millj­arða króna. Við kaupin eign­að­ist FS37, sem nokkrum dögum síðar breytti nafni sínu í Stím, 4,3 pró­sent hlut í Glitni og 4,1 pró­sent hlut í FL Group. Í dómi hér­aðs­dóms, sem birtur var í dag, kemur fram að Stím-hug­myndin hafi verið rædd og skipu­lögð í ferð yfir­manna Glitnis til Rúss­lands síðla árs 2007.

Lítið sem ekk­ert var vitað um Stím til að byrja með, hverjir stóðu að baki félag­inu eða hvernig það var fjár­magn­að. Félagið rataði fyrst í fjöl­miðla á aðfanga­dag 2007 þeg­ar Morg­un­blaðið greindi frá því að yfir­töku­nefnd hefði ákveðið að skoða eign­ar­hald FL Group, sem þá var skráð félag á mark­aði, að lok­inni upp­stokkun og hluta­fjár­hækkun sem þá var nýyf­ir­stað­in. Ástæðan var sú að mikil tengsl virtu­st vera á milli stærstu hlut­hafanna, Baugs-veldis Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, ­fé­lags Hann­esar Smára­son­ar, Fons Pálma Har­alds­sonar og ann­arra félaga sem átt­u minni hluti. Á meðal þeirra sem talin voru upp í frétt­inni var Stím, sem á þessum tíma var svart­hol í augum almenn­ings. Engin vissi hver átti félag­ið.

Þó höfðu flest­ir ­blaða- og frétta­menn sem störf­uðu við við­skiptaum­fjöllun heyrt sögur af Stím­i ­fyrir banka­hrun. Að það hefði verið búið til í kringum snún­ing sem átti að ­skera FL Group og Glitni niður úr snöru. Bréfin sem Stím keypti hefðu ver­ið keypt af Glitni og bank­inn sat uppi með þau á veltu­bók sinni. Eng­inn mark­að­ur­ hafði verið fyrir bréfin á því verði sem Stím greiddi fyrir þau og til­gang­ur­inn var alltaf sagður sá að „hífa upp“ verðið á Glitni og stærsta eig­anda bank­ans, FL Group. Ef það tæk­ist ekki myndi fara illa fyrir báð­um. Sem á end­anum varð raun­in.

Afar illa gekk hins ­vegar að fá nokk­urt stað­fest um mál­ið. Það var fyrst í Silfri Egils 21. sept­em­ber 2008, þegar Lárus Weld­ing var gestur þátt­ar­ins að efn­is­lega var rætt um Stím á opin­berum vett­vangi. Þá spurði þátta­stjórn­and­inn Egill Helga­son Lárus um orðróm um lán Glitnis til Stím. Lárus svar­aði því til að Stím væri „ef­laust einn af okkar við­skipta­vin­um“.

Átta dögum eft­ir við­talið féll Glitnir og íslenska banka­hrunið hófst form­lega.

Nennti ekki að tala um Stím

Einu upp­lýs­ing­arn­ar ­sem hægt var að nálg­ast um Stím voru þær að stjórn­ar­for­maður félags­ins væri ­skráður útgerð­ar­mað­ur­inn Jakob Val­geir Flosa­son frá Bol­ung­ar­vík, og að félag­ið væri skráð á sama heim­il­is­fang og fjár­fest­inga­bank­inn Saga Capi­tal á Akur­eyri.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið 20. nóv­em­ber 2008 sagði Jakob Val­geir að hann vildi ekk­ert segja um mál­ið. „Ég er búinn að taka ákvörðun um að tjá mig ekk­ert um þetta félag. Ég nenni ekk­ert að segja já eða nei. Ég sé engan hag í að tjá mig um þetta félag“. Í sömu frétta­skýr­ingu var greint frá því að Saga Capi­tal veitti heldur eng­ar ­upp­lýs­ingar um félag­ið.

Þremur dögum síð­ar­ ­skrif­aði Agnes Braga­dóttir frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðið þar sem ýms­ar ít­ar­legar upp­lýs­ingar um lán­veit­ingar Glitnis til Stím voru opin­ber­aðar og tor­tryggð­ar.

Þar sagði með­al­ ann­ars: „Það voru nokkrir „stór­lax­ar“ úr hópi stærstu hlut­hafa í FL Group, þeir Jón Ásgeir Jóhann­es­son fyrir Baug, Hannes Smára­son fyrir Odda­flug og einn eða t­veir aðr­ir, sem ákváðu á leyni­fundi í októ­ber í fyrra­haust, að nú þyrftu þeir að taka höndum sam­an, stofna félag, kaupa upp þau fáu bréf í FL sem vor­u raun­veru­lega á mark­aði og ná þannig að halda uppi gengi bréfa FL sem hafði ekki ­gert neitt annað en að hríð­falla[...]FS 37 ehf var stofnað „í sam­vinn­u við" Jakob Val­geir Flosa­son. Glitnir lán­aði tæpa 20 millj­arða til­ ­fé­lags­ins, sem not­aði rúma 8 millj­arða til þess að kaupa upp hið litla bréfa­magn í FL sem var í umferð og um leið var keyptur hluti í Glitni, í sama til­gangi, þ.e. að halda uppi gengi á fallandi bréfum í Glitni. Við þessa af­greiðslu Glitnis á láni til leyni­fé­lags­ins FS37 ehf., sem skömmu síðar var breytt í Stím ehf., fór allt á fleygi­ferð meðal starfs­manna Glitn­is, sem höfð­u ein­hverjar hug­myndir um lán­veit­ing­una. Það átti jafnt við um yfir­menn sem al­menna starfs­menn. Þeir telja alveg ljóst að aldrei hafi nokkrar ábyrgð­ir verið lagðar fram vegna þess­arar lán­veit­ing­ar, ekk­ert áhættu­mat hafi farið fram og í lána­bókum bank­ans sé ekki að finna nokk­urt nafn sem sé ábyrgt fyr­ir­ lán­veit­ing­unn­i“.

Jón Ásgeir hvatt­ur til að fara í meið­yrða­mál

Jón Ásgeir brást ókvæða við þessum ávirð­ing­um. Í grein eft­ir hann sem birt­ist í Frétta­blað­inu strax í kjöl­far­ið, sem bar heitið „Órök­studd­ar dylgj­ur“, sagði Jón Ásgeir að það hafi verið „tóm þvæla“ að hann hafi stofn­að til Stíms ehf. „Það stendur ekki steinn yfir steini í svika­brigslum Agn­es­ar. Það er lík­lega vegna þess að hún hefur ákveðið fyr­ir­fram, eins og hirðin sem hún­ til­heyr­ir, að allt sem teng­ist mér og mínum félögum sé tóm spill­ing og svika­mylla. Hugs­an­lega veit Agnes bet­ur, en til­gang­ur­inn helgar með­al­ið“.

Í sam­tali við Frétta­blaðið mánu­dag­inn 24. nóv­em­ber 2008 ít­rek­aði Jón Ásgeir afstöðu sína gagn­vart Stími. „Ég teng­ist því á engan hátt, hef ekki sett krónu í það félag,“ sagði Jón Ásgeir við Frétta­blað­ið, sem á þeim ­tíma var í eigu hans, en er nú í aðal­eigu eig­in­konu hans. Jón Ásgeir sagð­ist einnig hafa íhugað að fara í mál við Agn­esi Braga­dóttur vegna frétta­flutn­ings­ins. „Lög­fræð­ingar hafa haft sam­band við mig í dag og sagt að ég eigi mik­inn rétt í þessu máli“.Jón Ásgeir Jóhannesson var ekki ánægður með skrif Morgunblaðsins um sig og Stím.

Ekki leyni­fé­lag, en samt leyni­fé­lag

Þann 29. nóv­em­ber 2008 sendi Jakob Val­geir, skráð­ur­ ­stjórn­ar­for­maður Stím, síðan frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem hann hann ­upp­lýsti um hverjir það voru sem stóðu að Stími, hvernig félagið var fjár­magn­að og hvað það gerði. „Stím ehf. er ekki leyn­i­­fé­lag. ­Fé­lagið var myndað af hópi fjár­­­festa og í einu og öllu var stofnað til þess ­sam­­kvæmt ís­­lensk­um lög­­­um. Því hef­ur verið haldið fram að ég hafi fengið greitt ­fyr­ir að ljá fé­lag­inu nafn mitt. Þetta er al­farið rangt og ég setti eig­in fjár­­muni í Stím ehf.[...] Ég hefði viljað kom­­ast hjá því að tjá mig op­in­ber­­lega um mín per­­són­u­­legu fjár­­­mál en tel mig til­­­neydd­an til þess eft­ir þær rang­­færsl­­ur ­sem ít­rekað hafa verið sett­ar fram. Ég óska jafn­­framt eft­ir því að einka­líf mitt og minn­ar fjöl­­skyldu njóti þeirr­ar frið­helgi sem al­­mennt er talið eðli­­leg­t,“ ­sagði meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Það sem vakti mikla athygl­i í til­kynn­ingu Jak­obs Val­geirs var að þar kom fram að félag í eigu Glitnis ætt­i ­þriðj­ung í Stími. Glitnir hafði því stofnað félag, haft frum­kvæði að því að fá fjár­festa inn í það, lánað því á þriðja tug millj­arða króna til að kaupa hluta­bréf í sjálfum sér og stærsta eig­anda sín­um, tók ein­ungis veð í bréf­un­um ­sjálfum og átti áfram stóran hlut í félag­inu.

Allir töp­uðu nema Saga Capi­tal

Inni­hald Stím-við­skipt­anna var síðan rakið ítar­lega í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis sem kom út í a­príl 2010. Þar kom fram, án nokk­urs vafa, að til­bún­ingur Stím og fjár­mögnun var til umfjöll­unar á áhættu­nefnd­ar­fundum hjá Glitni síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­að­ar­ 2007, skömmu eftir Rúss­lands­ferð yfir­manna bank­ans.

Við­skipta­blaðið greindi frá­ því í nóv­em­ber 2010 að Saga Capital, sem var einn fjár­fest­anna í Stími, hafi ­fengið þau lán sem bank­inn setti inn í Stím greidd að fullu til baka. Það ­gerð­ist með því að fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn GLB FX, sem var í vörslu Glitn­is, keypti skulda­bréf af Saga Capi­tal sem útgefið var af Stími, í ágúst 2008.

Stím varð gjald­þrota og ­skiptum á búi þess lauk í sept­em­ber 2014. Lýstar kröfur í bú félags­ins vor­u ­rúm­lega 24 millj­arðar króna. 0,06 ­pró­sent fékkst upp í kröf­urn­ar. Slita­stjórn Glitnis átti nær allar kröf­urn­ar, og þar af leið­andi tap­ið.

Sjóður lát­inn kaupa verð­laust bréf

Í febr­úar 2014 dúkk­aði Stím aftur upp í íslenskri umræðu, nú vegna þess að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafði birt þremur mönn­um: Lárusi Weld­ing, Jóhann­esi Bald­urs­syni og Þor­valdi Lúð­vík Sig­ur­jóns­syni, ákæru vegna við­skipta félags­ins.

Lárus Weld­ing var á­kærður fyrir umboðs­svik í tveimur liðum vegna lán­veit­inga Glitnis til Stím sem áttu sér stað í nóv­em­ber 2007 og í jan­úar 2008, en hann var for­stjóri Glitnis á þeim tíma.

Jóhannes og Þor­valdur Lúð­vík, sem hafa verið vinir frá því að þeir voru ungir menn, voru ákærð­ir ­vegna kaupa fag­fjár­festa­sjóðs­ins GLB FX á víkj­andi skulda­bréfi af Saga Capi­tal í ágúst 2008. Saga hafði lán­að S­tím millj­arð króna en þegar ljóst varð að Stím var komið með nei­kvætt eigið fé ­setti Þor­valdur Lúð­vík mik­inn þrýst­ing á Glitni að kaupa af sér skulda­bréf­ið.

Það var loks gert í ágúst 2008, skömmu fyrir banka­hrun, og öll upp­hæðin auk vaxta end­ur­greidd til Sögu Capi­tal. Hún nam um 1,2 millj­arði króna. Í ákæru ­máls­ins segir að með­ því hafi tap vegna Stím verið fært af Sögu Capi­tal yfir á þá sem áttu hlut­deild í sjóðn­um. Þar á meðal voru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Í dómi hér­aðs­dóms í dag segir að ­dóm­ur­inn telji ein­sýnt að „ákærðu Jóhannes og Þor­valdur hafi í sam­ein­ingu unn­ið að því að Saga Capi­tal fjár­fest­ing­ar­banki hf. yrði ekki fyrir fjár­hags­leg­u tjóni vegna lán­veit­ingar sinnar til Stíms ehf.[...] . Í þeim ráða­gerðum hafi komið upp sú hug­mynd að GLB FX fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn, sem vistaður var hjá Glitni banka hf. sam­kvæmt sér­stökum samn­ingi og starfs­menn mark­aðsvið­skipta önn­uð­ust fjár­fest­ingar fyr­ir, yrði kaup­andi að skulda­bréf­inu. Þegar þeim hug­myndum var hrint í fram­kvæmd hafði bréfið tak­markað ef nokkuð verð­gildi, svo ­sem end­ur­skoð­endur Sögu Capi­tal fjár­fest­ing­ar­banka hf. höfðu fært í vinnu­bæk­ur sín­ar. Það var einnig við­horf ákærða Þor­valdar sam­kvæmt því er hann rit­aði í vinnu­dag­bók sína 11. des­em­ber 2007.[...] [Magnús Pálmi] hefur lýst því að á­kærði Jóhannes hafi þrýst mjög á sig um að GLB FX fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn ­myndi kaupa umrætt skulda­bréf. Hafi ákærði Jóhannes verið búinn að lofa Sög­u Capital fjár­fest­ing­ar­banka því“.

Þar segir einnig að mönn­unum tveim­ur, Jóhann­esi og Þor­valdi Lúð­vík, hafi verið full­ljóst að bréfið var verð­lítið eða verð­laust þegar það var keypt á fullu verði af Saga Capi­tal af sjóði sem átti aldrei að kaupa slík bréf.

Neit­uð­u allir sök

Mála­rekstur í Stím-­mál­inu fór síðan fram í nóv­em­ber síð­ast­liðnum fyr­ir­ hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Kjarn­inn birti þá grein­ar­gerð Lárusar Weld­ing í mál­in­u, þar sem hann hafnar því að hafa brotið lög í mál­inu og lög­maður hans gagn­rýn­ir ­mála­til­búnað sér­staks sak­sókn­ara harka­lega.

„Sam­an­tekið þá er rangt að ákærði hafi staðið að þeirri lán­veit­ingu sem ákært er ­vegna á allt öðrum for­sendum en sam­þykkt hafi verið í áhættu­nefnd bank­ans. Í á­kæru er bein­línis lagt til grund­vallar að áhættu­nefnd bank­ans hafi tek­ið á­kvörð­un um að veita lán­ið. Ekki hefur verið gert lík­legt að lán­veit­ing­in hafi falið í sér brot ­gegn ákvæðum í lána­reglum Glitnis um trygg­ing­ar. ­Nettó fjár­streymi til Glitn­is ­vegna Stím-við­skipt­anna var jákvætt um a,m,k. 2.350 millj­ónir króna. Ákvörð­un um að lána Stím var ótví­rætt til­ þess fallin að draga úr fjár­hags­legri áhætt­u ­bank­ans og bæta eig­in­fjár­stöðu hans. Ákæru­valdið hefur ekki með neinu móti gert ­senni­leg­t að ákvörð­un­in, sem háð var við­skipta­legu mati ákærða og ann­arra ­nefnd­ar­manna í áhættu­nefnd, hafi verið ófor­svar­an­leg,“ segir með­al­ ann­ars í sam­an­tekt­ar­orðum í grein­ar­gerð­inn­i. 

Jóhannes og Þor­valdur Lúð­vík neit­uðu einnig báðir sök.

Lyk­il­vitn­i ­samdi sig frá ákæru

Rétt­ar­höldin vor­u að mörgu leyti ótrú­leg, og for­dæma­laus. Reimar Pét­urs­son, verj­andi Jóhann­es­ar, s­tal að öðrum ólöst­uðum sen­unni með sókn sinni að lyk­il­vitni í mál­inu, Magn­ús­i Pálma Örn­ólfs­syni.

Magnús Pálmi var ­yf­ir­maður eigin við­skipta hjá Glitni og und­ir­maður Jóhann­es­ar. Hann er líka einn tveggja manna sem hafa fengið rétt­ar­vernd gegn ákæru í hrun­málum þar sem ­fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar benda til þess að þeir hafi brotið af sér, gegn því að veita sak­sókn­ara upp­lýs­ingar sem styrki mála­til­búnað hans.

Rétt­ar­vernd­in ­byggir á lögum um emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara frá árinu 2008 þar sem er að f­inna svo­kallað upp­ljóstr­ar­a­á­kvæði. Þar segir að skil­yrði fyrir veit­ing­u rétt­ar­verndar séu að „talið sé lík­legt að þessar upp­lýs­ingar eða gögn get­i ­leitt til rann­sóknar eða sönn­unar á broti eða séu mik­il­væg við­bót við ­fyr­ir­liggj­andi sönn­un­ar­gögn. Þá er það skil­yrði fyrir beit­ingu þess­ar­ar heim­ildar að rök­studdur grunur sé um að upp­lýs­ingar eða gögn teng­ist alvar­leg­u broti, fyr­ir­séð sé að sök þess sem lætur slíkt í té sé mun minni en sök þess eða þeirra sem gögnin eða upp­lýs­ing­arnar bein­ast gegn og ástæða sé til að ætl­a að án þeirra muni reyn­ast tor­velt að færa fram full­nægj­andi sönnur fyr­ir­ brot­i“.Sérstakur saksóknari samdi við lykilvitnið Magnús Pálma um að hann yrði ekki ákærður.

Orðnir hræddir í des­em­ber 2009

Ljóst var strax á ár­inu 2009 að menn­irnir sem tengd­ust mál­inu voru orðnir hræddir um að það gæt­i haft afleið­ingar fyrir þá. Magnús Pálmi fór til að mynda og hitti Jóhannes í des­em­ber á því ári. Í dómi hér­aðs­dóms seg­ir: „Hafi vitnið grunað að þessi við­skipti yrðu til rann­sóknar og ­spurt ákærða hvernig hann ætl­aði að bregð­ast við mál­inu. Hafi þeir rætt sam­an­ um að reyna að verja málið og hvernig púsla mætti því sam­an. Vitnið hafi í tvígang farið í skýrslu­tökur hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Í þeim ­yf­ir­heyrslum hafi vitnið hengt sig á að ekk­ert tjón hefði orðið af við­skipt­un­um. Í seinni yfir­heyrsl­unni, sem verið hafi í des­em­ber 2011, hafi vitnið fundið að það hefði ,,tap­að“ mál­inu. Ekki hafi verið hægt að verja ­kaupin á skulda­bréf­inu. Eftir yfir­heyrsl­una hafi vitnið hitt ákærða Jóhannes og ­sagt honum að því lit­ist ekki á mál­ið. Hafi vitnið eftir þennan fund velt fyr­ir­ ­sér hvort það ætti að breyta fram­burði sín­um. Eftir umhugsun hafi vitn­ið á­kveðið að segja eins og var. Hafi það, ásamt verj­anda sín­um, óskað eftir fund­i ­með emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara þar sem vitnið hafi sagt að það ætl­aði að segja alla sög­una. Hafi vitnið um leið óskað eftir því að fá að njóta vernd­ar ­sam­kvæmt 5. gr. laga um emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Í fram­haldi hafi vitn­ið ­gefið skýrslu 23. nóv­em­ber 2011 þar sem það hafi breytt fyrri fram­burði sín­um og sagt eins og var“.

Í dómi hér­aðs­dóms ­segir reyndar að Magnús Pálmi hafi ekki þótt neitt sér­stak­lega gott vitni. Í t­veimur fyrstu yfir­heyrslum sem haldnar voru yfir honum sagði Magnús Pálmi að hann hefði einn tekið þá ákvörðun að kaupa skulda­bréf í eigu Sögu Capi­tal. Hann breytti þeim fram­burði við þriðju yfir­heyrslu og sagði þá að Jóhannes hefð­i ­þrýst á sig að kaupa hið verð­lausa bréf. Í dómnum seg­ir: „Líta verður til þess að á því stigi hafð­i lög­regla kynnt honum gögn sem þóttu leiða í ljós sekt [Magn­úsar Pálma]. Á því ­stigi hafði lög­regla jafn­framt kynnt honum þá til­gátu að til hafi kom­ið ­þrýst­ingur frá yfir­manni hans um að sam­þykkja kaup­in. Svo sem hér greinir hefur [Magnús Pálmi] orðið missaga undir með­förum máls­ins. Dóm­ur­inn telur að skoða verði fram­burð [­Magn­úsar Pálma] í þessu ljósi sem og sönn­un­ar­gildi fram­burðar hans“.

Ásak­aður um „furðu­við­skipti“

Sak­born­ingar í mál­inu eru samt sem áður ekki að fara að gefa Magn­úsi Pálma neinar jóla­gjafir í ár og heiftin sem ríkir í garð hans kom ber­sýni­lega í ljós í rétt­ar­höld­unum í mál­inu. Í end­ur­sögn mbl.is, sem sat allt rétt­ar­hald­ið, kom fram að Reimar Pét­urs­son, verj­andi Jóhann­es­ar, hafi ít­rekað spurt Magnús Pálma hvort Stím hafi verið notað til að geyma samn­inga ­sem aðrir áttu að hagn­ast á, eða til að færa yfir tap vild­ar­við­skipta­vina ­Magn­úsar í bank­an­um.

Þessir aðrir sem Magn­ús Pálmi átti að láta hafa hagn­ast voru vinir hans frá Ísa­firði og Bol­ung­ar­vík­, þeir Ást­mar Ingv­ar­s­­son, Jakob Val­­geir Flosa­­son og Gunn­ar Torfa­­son. Í rétt­ar­höld­unum kom einnig fram að þessi hóp­ur, ásamt Magn­úsi Pálma, hafi hald­ið á­fram að starfa saman eftir banka­hrun.

Sam­kvæmt mbl.is sagði Reimar að Magnús Pálmi hefð­i ­gert gjald­miðla­samn­inga upp á marga millj­arða króna þegar hann fékk Stím til­ skulda­stýr­ingar og gaf sterk­lega í skyn að Magnús Pálmi hefði flutt mik­inn hagnað sem skap­ast hefði hjá Stím vegna stöðu­töku gegn krón­unni yfir á of­an­greinda vini sína og að í stað­inn hafi hann fengið lána­fyr­ir­greiðslu sem ekki hafi verið ætl­unin að greiða til baka. Reimar sagði að samn­ing­arnir sem ­Magnús Pálmi gerði hefðu verið  „f­urðu­samn­ing­ar“. Vegna þess að Magnús Pálmi hefði deilt þessum hagn­aði á valda við­skipta­vini hefði Stím farið á mis við 9,7 millj­arða króna inn­eign. „Varstu að ­kaupa [Stím] skulda­bréfið til að styðja við þessa menn,“ spurði Reim­ar Magn­ús Pálma sem svar­aði neit­andi.

Hæsti­réttur sýknar sjaldn­ast

Nið­ur­staða hér­aðs­dóms var samt sem áður afdrátt­ar­laus: menn­irnir þrír eru sekir um það sem þeim var ­gefið að sök í Stím-­mál­inu. Allir þrír dóm­arar máls­ins vor­u ­sam­mála um það.

Þeirri nið­ur­stöð­u verður án nokk­urs vafa áfrýjað til Hæsta­réttar líkt og siður er fyrir í mál­u­m ­sem þessum en þar hefur ekki verið mikla mis­kunn að finna í þeim hrun­málum sem hingað til hafa ratað þang­að. Í þeim sjö stóru hrun­málum sem lokið hefur með­ ­dómi Hæsta­réttar hefur ein­ungis verið sýknað í einu, hinu svo­kall­aða Vafn­ings­máli. 

Það verður því athygl­is­vert hvernig Hæsti­réttur mun taka á Stím þegar málið ratar þangað og hvort nýr endir verði sam­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None