Héraðsdómur fer langleiðina með að klára handritið að Stím-bíómyndinni

Stím-málið er eitt þekktasta hrunmálið og saga þess er prýðilegur efniviður í þrælspennandi bíómynd. Í dag voru þrír menn dæmdir til fangelsisvistar vegna sinnar aðkomu að því.

Lárus Welding
Auglýsing

Þrír menn voru í dag ­dæmdir til þungrar fang­els­is­vistar vegna aðkomu þeirra að hinu svo­kall­aða S­tím-­máli í hér­aði. Lárus Weld­ing, fyrrum for­stjóri Glitn­is, hlaut þyngstan ­dóm, fimm ára fang­els­is­vist. Verði dóm­ur­inn stað­festur í Hæsta­rétti, en hon­um verður án vafa áfrýjað þang­að, munu allir þrír for­stjórar stærstu banka Íslands­ ­fyrir hrun sitja í fang­elsi á sama tíma. Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum ­for­stjóri Kaup­þings, hefur þegar hlotið nokkra dóma og afplánar sem stendur á Kvía­bryggju. Sig­ur­jón Árna­son, fyrrum banka­stjóri Lands­banka Íslands, var ­dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti vegna aðkomu sinnar að Ím­on-­mál­inu svo­kall­aða.

Auk Lárusar hlutu þeir Jó­hannes Bald­urs­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri ­mark­aðsvið­skipta hjá Glitni, tveggja ára fang­elsi og Þor­valdur Lúð­vík­ ­Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, átján mán­aða fang­els­is­dóm í Stím-­mál­inu. Jóhann­es hafði áður hlotið þriggja ára fang­els­is­dóm í Hæsta­rétti fyrr í þessum mán­uði í svoköll­uðu BK-47 máli.

Þetta mál er fyr­ir­ margar sakir mjög áhuga­vert. Stím-­mál­ið var eitt af fyrstu mál­unum tengdum banka­hrun­inu sem rataði í fjöl­miðla í kjöl­far þess. Að mál­inu koma margir af umsvifa­mestu við­skipta- og banka­mönn­um ­þjóð­ar­innar á fyr­ir­hrunsár­un­um. Í raun væri hægt að gera fanta­góða bíó­mynd ­byggða á sögu Stím.  

Auglýsing

Saga Stím er því reyfara­kennd og til­urð og til­gangur félags­ins er að mörgu leyti lýsandi fyrir það ástand sem ­ríkti í íslensku við­skipta­lífi mán­uð­ina fyrir banka­hrun­ið.

Stím verður til í Rúss­landi

Byrjum á byrj­un­inni. Þann 14. nóv­em­ber 2007 var til­kynnt um að félag sem hét FS37 ehf. hefði keypt bréf í fjár­fest­inga­fé­lag­inu FL Group og Glitni, banka sem FL Group og tengd félög átt­u ­stærstan hluta í, fyrir sam­tals 24,8 millj­arða króna. Við kaupin eign­að­ist FS37, sem nokkrum dögum síðar breytti nafni sínu í Stím, 4,3 pró­sent hlut í Glitni og 4,1 pró­sent hlut í FL Group. Í dómi hér­aðs­dóms, sem birtur var í dag, kemur fram að Stím-hug­myndin hafi verið rædd og skipu­lögð í ferð yfir­manna Glitnis til Rúss­lands síðla árs 2007.

Lítið sem ekk­ert var vitað um Stím til að byrja með, hverjir stóðu að baki félag­inu eða hvernig það var fjár­magn­að. Félagið rataði fyrst í fjöl­miðla á aðfanga­dag 2007 þeg­ar Morg­un­blaðið greindi frá því að yfir­töku­nefnd hefði ákveðið að skoða eign­ar­hald FL Group, sem þá var skráð félag á mark­aði, að lok­inni upp­stokkun og hluta­fjár­hækkun sem þá var nýyf­ir­stað­in. Ástæðan var sú að mikil tengsl virtu­st vera á milli stærstu hlut­hafanna, Baugs-veldis Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, ­fé­lags Hann­esar Smára­son­ar, Fons Pálma Har­alds­sonar og ann­arra félaga sem átt­u minni hluti. Á meðal þeirra sem talin voru upp í frétt­inni var Stím, sem á þessum tíma var svart­hol í augum almenn­ings. Engin vissi hver átti félag­ið.

Þó höfðu flest­ir ­blaða- og frétta­menn sem störf­uðu við við­skiptaum­fjöllun heyrt sögur af Stím­i ­fyrir banka­hrun. Að það hefði verið búið til í kringum snún­ing sem átti að ­skera FL Group og Glitni niður úr snöru. Bréfin sem Stím keypti hefðu ver­ið keypt af Glitni og bank­inn sat uppi með þau á veltu­bók sinni. Eng­inn mark­að­ur­ hafði verið fyrir bréfin á því verði sem Stím greiddi fyrir þau og til­gang­ur­inn var alltaf sagður sá að „hífa upp“ verðið á Glitni og stærsta eig­anda bank­ans, FL Group. Ef það tæk­ist ekki myndi fara illa fyrir báð­um. Sem á end­anum varð raun­in.

Afar illa gekk hins ­vegar að fá nokk­urt stað­fest um mál­ið. Það var fyrst í Silfri Egils 21. sept­em­ber 2008, þegar Lárus Weld­ing var gestur þátt­ar­ins að efn­is­lega var rætt um Stím á opin­berum vett­vangi. Þá spurði þátta­stjórn­and­inn Egill Helga­son Lárus um orðróm um lán Glitnis til Stím. Lárus svar­aði því til að Stím væri „ef­laust einn af okkar við­skipta­vin­um“.

Átta dögum eft­ir við­talið féll Glitnir og íslenska banka­hrunið hófst form­lega.

Nennti ekki að tala um Stím

Einu upp­lýs­ing­arn­ar ­sem hægt var að nálg­ast um Stím voru þær að stjórn­ar­for­maður félags­ins væri ­skráður útgerð­ar­mað­ur­inn Jakob Val­geir Flosa­son frá Bol­ung­ar­vík, og að félag­ið væri skráð á sama heim­il­is­fang og fjár­fest­inga­bank­inn Saga Capi­tal á Akur­eyri.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið 20. nóv­em­ber 2008 sagði Jakob Val­geir að hann vildi ekk­ert segja um mál­ið. „Ég er búinn að taka ákvörðun um að tjá mig ekk­ert um þetta félag. Ég nenni ekk­ert að segja já eða nei. Ég sé engan hag í að tjá mig um þetta félag“. Í sömu frétta­skýr­ingu var greint frá því að Saga Capi­tal veitti heldur eng­ar ­upp­lýs­ingar um félag­ið.

Þremur dögum síð­ar­ ­skrif­aði Agnes Braga­dóttir frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðið þar sem ýms­ar ít­ar­legar upp­lýs­ingar um lán­veit­ingar Glitnis til Stím voru opin­ber­aðar og tor­tryggð­ar.

Þar sagði með­al­ ann­ars: „Það voru nokkrir „stór­lax­ar“ úr hópi stærstu hlut­hafa í FL Group, þeir Jón Ásgeir Jóhann­es­son fyrir Baug, Hannes Smára­son fyrir Odda­flug og einn eða t­veir aðr­ir, sem ákváðu á leyni­fundi í októ­ber í fyrra­haust, að nú þyrftu þeir að taka höndum sam­an, stofna félag, kaupa upp þau fáu bréf í FL sem vor­u raun­veru­lega á mark­aði og ná þannig að halda uppi gengi bréfa FL sem hafði ekki ­gert neitt annað en að hríð­falla[...]FS 37 ehf var stofnað „í sam­vinn­u við" Jakob Val­geir Flosa­son. Glitnir lán­aði tæpa 20 millj­arða til­ ­fé­lags­ins, sem not­aði rúma 8 millj­arða til þess að kaupa upp hið litla bréfa­magn í FL sem var í umferð og um leið var keyptur hluti í Glitni, í sama til­gangi, þ.e. að halda uppi gengi á fallandi bréfum í Glitni. Við þessa af­greiðslu Glitnis á láni til leyni­fé­lags­ins FS37 ehf., sem skömmu síðar var breytt í Stím ehf., fór allt á fleygi­ferð meðal starfs­manna Glitn­is, sem höfð­u ein­hverjar hug­myndir um lán­veit­ing­una. Það átti jafnt við um yfir­menn sem al­menna starfs­menn. Þeir telja alveg ljóst að aldrei hafi nokkrar ábyrgð­ir verið lagðar fram vegna þess­arar lán­veit­ing­ar, ekk­ert áhættu­mat hafi farið fram og í lána­bókum bank­ans sé ekki að finna nokk­urt nafn sem sé ábyrgt fyr­ir­ lán­veit­ing­unn­i“.

Jón Ásgeir hvatt­ur til að fara í meið­yrða­mál

Jón Ásgeir brást ókvæða við þessum ávirð­ing­um. Í grein eft­ir hann sem birt­ist í Frétta­blað­inu strax í kjöl­far­ið, sem bar heitið „Órök­studd­ar dylgj­ur“, sagði Jón Ásgeir að það hafi verið „tóm þvæla“ að hann hafi stofn­að til Stíms ehf. „Það stendur ekki steinn yfir steini í svika­brigslum Agn­es­ar. Það er lík­lega vegna þess að hún hefur ákveðið fyr­ir­fram, eins og hirðin sem hún­ til­heyr­ir, að allt sem teng­ist mér og mínum félögum sé tóm spill­ing og svika­mylla. Hugs­an­lega veit Agnes bet­ur, en til­gang­ur­inn helgar með­al­ið“.

Í sam­tali við Frétta­blaðið mánu­dag­inn 24. nóv­em­ber 2008 ít­rek­aði Jón Ásgeir afstöðu sína gagn­vart Stími. „Ég teng­ist því á engan hátt, hef ekki sett krónu í það félag,“ sagði Jón Ásgeir við Frétta­blað­ið, sem á þeim ­tíma var í eigu hans, en er nú í aðal­eigu eig­in­konu hans. Jón Ásgeir sagð­ist einnig hafa íhugað að fara í mál við Agn­esi Braga­dóttur vegna frétta­flutn­ings­ins. „Lög­fræð­ingar hafa haft sam­band við mig í dag og sagt að ég eigi mik­inn rétt í þessu máli“.Jón Ásgeir Jóhannesson var ekki ánægður með skrif Morgunblaðsins um sig og Stím.

Ekki leyni­fé­lag, en samt leyni­fé­lag

Þann 29. nóv­em­ber 2008 sendi Jakob Val­geir, skráð­ur­ ­stjórn­ar­for­maður Stím, síðan frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem hann hann ­upp­lýsti um hverjir það voru sem stóðu að Stími, hvernig félagið var fjár­magn­að og hvað það gerði. „Stím ehf. er ekki leyn­i­­fé­lag. ­Fé­lagið var myndað af hópi fjár­­­festa og í einu og öllu var stofnað til þess ­sam­­kvæmt ís­­lensk­um lög­­­um. Því hef­ur verið haldið fram að ég hafi fengið greitt ­fyr­ir að ljá fé­lag­inu nafn mitt. Þetta er al­farið rangt og ég setti eig­in fjár­­muni í Stím ehf.[...] Ég hefði viljað kom­­ast hjá því að tjá mig op­in­ber­­lega um mín per­­són­u­­legu fjár­­­mál en tel mig til­­­neydd­an til þess eft­ir þær rang­­færsl­­ur ­sem ít­rekað hafa verið sett­ar fram. Ég óska jafn­­framt eft­ir því að einka­líf mitt og minn­ar fjöl­­skyldu njóti þeirr­ar frið­helgi sem al­­mennt er talið eðli­­leg­t,“ ­sagði meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Það sem vakti mikla athygl­i í til­kynn­ingu Jak­obs Val­geirs var að þar kom fram að félag í eigu Glitnis ætt­i ­þriðj­ung í Stími. Glitnir hafði því stofnað félag, haft frum­kvæði að því að fá fjár­festa inn í það, lánað því á þriðja tug millj­arða króna til að kaupa hluta­bréf í sjálfum sér og stærsta eig­anda sín­um, tók ein­ungis veð í bréf­un­um ­sjálfum og átti áfram stóran hlut í félag­inu.

Allir töp­uðu nema Saga Capi­tal

Inni­hald Stím-við­skipt­anna var síðan rakið ítar­lega í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis sem kom út í a­príl 2010. Þar kom fram, án nokk­urs vafa, að til­bún­ingur Stím og fjár­mögnun var til umfjöll­unar á áhættu­nefnd­ar­fundum hjá Glitni síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­að­ar­ 2007, skömmu eftir Rúss­lands­ferð yfir­manna bank­ans.

Við­skipta­blaðið greindi frá­ því í nóv­em­ber 2010 að Saga Capital, sem var einn fjár­fest­anna í Stími, hafi ­fengið þau lán sem bank­inn setti inn í Stím greidd að fullu til baka. Það ­gerð­ist með því að fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn GLB FX, sem var í vörslu Glitn­is, keypti skulda­bréf af Saga Capi­tal sem útgefið var af Stími, í ágúst 2008.

Stím varð gjald­þrota og ­skiptum á búi þess lauk í sept­em­ber 2014. Lýstar kröfur í bú félags­ins vor­u ­rúm­lega 24 millj­arðar króna. 0,06 ­pró­sent fékkst upp í kröf­urn­ar. Slita­stjórn Glitnis átti nær allar kröf­urn­ar, og þar af leið­andi tap­ið.

Sjóður lát­inn kaupa verð­laust bréf

Í febr­úar 2014 dúkk­aði Stím aftur upp í íslenskri umræðu, nú vegna þess að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafði birt þremur mönn­um: Lárusi Weld­ing, Jóhann­esi Bald­urs­syni og Þor­valdi Lúð­vík Sig­ur­jóns­syni, ákæru vegna við­skipta félags­ins.

Lárus Weld­ing var á­kærður fyrir umboðs­svik í tveimur liðum vegna lán­veit­inga Glitnis til Stím sem áttu sér stað í nóv­em­ber 2007 og í jan­úar 2008, en hann var for­stjóri Glitnis á þeim tíma.

Jóhannes og Þor­valdur Lúð­vík, sem hafa verið vinir frá því að þeir voru ungir menn, voru ákærð­ir ­vegna kaupa fag­fjár­festa­sjóðs­ins GLB FX á víkj­andi skulda­bréfi af Saga Capi­tal í ágúst 2008. Saga hafði lán­að S­tím millj­arð króna en þegar ljóst varð að Stím var komið með nei­kvætt eigið fé ­setti Þor­valdur Lúð­vík mik­inn þrýst­ing á Glitni að kaupa af sér skulda­bréf­ið.

Það var loks gert í ágúst 2008, skömmu fyrir banka­hrun, og öll upp­hæðin auk vaxta end­ur­greidd til Sögu Capi­tal. Hún nam um 1,2 millj­arði króna. Í ákæru ­máls­ins segir að með­ því hafi tap vegna Stím verið fært af Sögu Capi­tal yfir á þá sem áttu hlut­deild í sjóðn­um. Þar á meðal voru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Í dómi hér­aðs­dóms í dag segir að ­dóm­ur­inn telji ein­sýnt að „ákærðu Jóhannes og Þor­valdur hafi í sam­ein­ingu unn­ið að því að Saga Capi­tal fjár­fest­ing­ar­banki hf. yrði ekki fyrir fjár­hags­leg­u tjóni vegna lán­veit­ingar sinnar til Stíms ehf.[...] . Í þeim ráða­gerðum hafi komið upp sú hug­mynd að GLB FX fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn, sem vistaður var hjá Glitni banka hf. sam­kvæmt sér­stökum samn­ingi og starfs­menn mark­aðsvið­skipta önn­uð­ust fjár­fest­ingar fyr­ir, yrði kaup­andi að skulda­bréf­inu. Þegar þeim hug­myndum var hrint í fram­kvæmd hafði bréfið tak­markað ef nokkuð verð­gildi, svo ­sem end­ur­skoð­endur Sögu Capi­tal fjár­fest­ing­ar­banka hf. höfðu fært í vinnu­bæk­ur sín­ar. Það var einnig við­horf ákærða Þor­valdar sam­kvæmt því er hann rit­aði í vinnu­dag­bók sína 11. des­em­ber 2007.[...] [Magnús Pálmi] hefur lýst því að á­kærði Jóhannes hafi þrýst mjög á sig um að GLB FX fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn ­myndi kaupa umrætt skulda­bréf. Hafi ákærði Jóhannes verið búinn að lofa Sög­u Capital fjár­fest­ing­ar­banka því“.

Þar segir einnig að mönn­unum tveim­ur, Jóhann­esi og Þor­valdi Lúð­vík, hafi verið full­ljóst að bréfið var verð­lítið eða verð­laust þegar það var keypt á fullu verði af Saga Capi­tal af sjóði sem átti aldrei að kaupa slík bréf.

Neit­uð­u allir sök

Mála­rekstur í Stím-­mál­inu fór síðan fram í nóv­em­ber síð­ast­liðnum fyr­ir­ hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Kjarn­inn birti þá grein­ar­gerð Lárusar Weld­ing í mál­in­u, þar sem hann hafnar því að hafa brotið lög í mál­inu og lög­maður hans gagn­rýn­ir ­mála­til­búnað sér­staks sak­sókn­ara harka­lega.

„Sam­an­tekið þá er rangt að ákærði hafi staðið að þeirri lán­veit­ingu sem ákært er ­vegna á allt öðrum for­sendum en sam­þykkt hafi verið í áhættu­nefnd bank­ans. Í á­kæru er bein­línis lagt til grund­vallar að áhættu­nefnd bank­ans hafi tek­ið á­kvörð­un um að veita lán­ið. Ekki hefur verið gert lík­legt að lán­veit­ing­in hafi falið í sér brot ­gegn ákvæðum í lána­reglum Glitnis um trygg­ing­ar. ­Nettó fjár­streymi til Glitn­is ­vegna Stím-við­skipt­anna var jákvætt um a,m,k. 2.350 millj­ónir króna. Ákvörð­un um að lána Stím var ótví­rætt til­ þess fallin að draga úr fjár­hags­legri áhætt­u ­bank­ans og bæta eig­in­fjár­stöðu hans. Ákæru­valdið hefur ekki með neinu móti gert ­senni­leg­t að ákvörð­un­in, sem háð var við­skipta­legu mati ákærða og ann­arra ­nefnd­ar­manna í áhættu­nefnd, hafi verið ófor­svar­an­leg,“ segir með­al­ ann­ars í sam­an­tekt­ar­orðum í grein­ar­gerð­inn­i. 

Jóhannes og Þor­valdur Lúð­vík neit­uðu einnig báðir sök.

Lyk­il­vitn­i ­samdi sig frá ákæru

Rétt­ar­höldin vor­u að mörgu leyti ótrú­leg, og for­dæma­laus. Reimar Pét­urs­son, verj­andi Jóhann­es­ar, s­tal að öðrum ólöst­uðum sen­unni með sókn sinni að lyk­il­vitni í mál­inu, Magn­ús­i Pálma Örn­ólfs­syni.

Magnús Pálmi var ­yf­ir­maður eigin við­skipta hjá Glitni og und­ir­maður Jóhann­es­ar. Hann er líka einn tveggja manna sem hafa fengið rétt­ar­vernd gegn ákæru í hrun­málum þar sem ­fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar benda til þess að þeir hafi brotið af sér, gegn því að veita sak­sókn­ara upp­lýs­ingar sem styrki mála­til­búnað hans.

Rétt­ar­vernd­in ­byggir á lögum um emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara frá árinu 2008 þar sem er að f­inna svo­kallað upp­ljóstr­ar­a­á­kvæði. Þar segir að skil­yrði fyrir veit­ing­u rétt­ar­verndar séu að „talið sé lík­legt að þessar upp­lýs­ingar eða gögn get­i ­leitt til rann­sóknar eða sönn­unar á broti eða séu mik­il­væg við­bót við ­fyr­ir­liggj­andi sönn­un­ar­gögn. Þá er það skil­yrði fyrir beit­ingu þess­ar­ar heim­ildar að rök­studdur grunur sé um að upp­lýs­ingar eða gögn teng­ist alvar­leg­u broti, fyr­ir­séð sé að sök þess sem lætur slíkt í té sé mun minni en sök þess eða þeirra sem gögnin eða upp­lýs­ing­arnar bein­ast gegn og ástæða sé til að ætl­a að án þeirra muni reyn­ast tor­velt að færa fram full­nægj­andi sönnur fyr­ir­ brot­i“.Sérstakur saksóknari samdi við lykilvitnið Magnús Pálma um að hann yrði ekki ákærður.

Orðnir hræddir í des­em­ber 2009

Ljóst var strax á ár­inu 2009 að menn­irnir sem tengd­ust mál­inu voru orðnir hræddir um að það gæt­i haft afleið­ingar fyrir þá. Magnús Pálmi fór til að mynda og hitti Jóhannes í des­em­ber á því ári. Í dómi hér­aðs­dóms seg­ir: „Hafi vitnið grunað að þessi við­skipti yrðu til rann­sóknar og ­spurt ákærða hvernig hann ætl­aði að bregð­ast við mál­inu. Hafi þeir rætt sam­an­ um að reyna að verja málið og hvernig púsla mætti því sam­an. Vitnið hafi í tvígang farið í skýrslu­tökur hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Í þeim ­yf­ir­heyrslum hafi vitnið hengt sig á að ekk­ert tjón hefði orðið af við­skipt­un­um. Í seinni yfir­heyrsl­unni, sem verið hafi í des­em­ber 2011, hafi vitnið fundið að það hefði ,,tap­að“ mál­inu. Ekki hafi verið hægt að verja ­kaupin á skulda­bréf­inu. Eftir yfir­heyrsl­una hafi vitnið hitt ákærða Jóhannes og ­sagt honum að því lit­ist ekki á mál­ið. Hafi vitnið eftir þennan fund velt fyr­ir­ ­sér hvort það ætti að breyta fram­burði sín­um. Eftir umhugsun hafi vitn­ið á­kveðið að segja eins og var. Hafi það, ásamt verj­anda sín­um, óskað eftir fund­i ­með emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara þar sem vitnið hafi sagt að það ætl­aði að segja alla sög­una. Hafi vitnið um leið óskað eftir því að fá að njóta vernd­ar ­sam­kvæmt 5. gr. laga um emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Í fram­haldi hafi vitn­ið ­gefið skýrslu 23. nóv­em­ber 2011 þar sem það hafi breytt fyrri fram­burði sín­um og sagt eins og var“.

Í dómi hér­aðs­dóms ­segir reyndar að Magnús Pálmi hafi ekki þótt neitt sér­stak­lega gott vitni. Í t­veimur fyrstu yfir­heyrslum sem haldnar voru yfir honum sagði Magnús Pálmi að hann hefði einn tekið þá ákvörðun að kaupa skulda­bréf í eigu Sögu Capi­tal. Hann breytti þeim fram­burði við þriðju yfir­heyrslu og sagði þá að Jóhannes hefð­i ­þrýst á sig að kaupa hið verð­lausa bréf. Í dómnum seg­ir: „Líta verður til þess að á því stigi hafð­i lög­regla kynnt honum gögn sem þóttu leiða í ljós sekt [Magn­úsar Pálma]. Á því ­stigi hafði lög­regla jafn­framt kynnt honum þá til­gátu að til hafi kom­ið ­þrýst­ingur frá yfir­manni hans um að sam­þykkja kaup­in. Svo sem hér greinir hefur [Magnús Pálmi] orðið missaga undir með­förum máls­ins. Dóm­ur­inn telur að skoða verði fram­burð [­Magn­úsar Pálma] í þessu ljósi sem og sönn­un­ar­gildi fram­burðar hans“.

Ásak­aður um „furðu­við­skipti“

Sak­born­ingar í mál­inu eru samt sem áður ekki að fara að gefa Magn­úsi Pálma neinar jóla­gjafir í ár og heiftin sem ríkir í garð hans kom ber­sýni­lega í ljós í rétt­ar­höld­unum í mál­inu. Í end­ur­sögn mbl.is, sem sat allt rétt­ar­hald­ið, kom fram að Reimar Pét­urs­son, verj­andi Jóhann­es­ar, hafi ít­rekað spurt Magnús Pálma hvort Stím hafi verið notað til að geyma samn­inga ­sem aðrir áttu að hagn­ast á, eða til að færa yfir tap vild­ar­við­skipta­vina ­Magn­úsar í bank­an­um.

Þessir aðrir sem Magn­ús Pálmi átti að láta hafa hagn­ast voru vinir hans frá Ísa­firði og Bol­ung­ar­vík­, þeir Ást­mar Ingv­ar­s­­son, Jakob Val­­geir Flosa­­son og Gunn­ar Torfa­­son. Í rétt­ar­höld­unum kom einnig fram að þessi hóp­ur, ásamt Magn­úsi Pálma, hafi hald­ið á­fram að starfa saman eftir banka­hrun.

Sam­kvæmt mbl.is sagði Reimar að Magnús Pálmi hefð­i ­gert gjald­miðla­samn­inga upp á marga millj­arða króna þegar hann fékk Stím til­ skulda­stýr­ingar og gaf sterk­lega í skyn að Magnús Pálmi hefði flutt mik­inn hagnað sem skap­ast hefði hjá Stím vegna stöðu­töku gegn krón­unni yfir á of­an­greinda vini sína og að í stað­inn hafi hann fengið lána­fyr­ir­greiðslu sem ekki hafi verið ætl­unin að greiða til baka. Reimar sagði að samn­ing­arnir sem ­Magnús Pálmi gerði hefðu verið  „f­urðu­samn­ing­ar“. Vegna þess að Magnús Pálmi hefði deilt þessum hagn­aði á valda við­skipta­vini hefði Stím farið á mis við 9,7 millj­arða króna inn­eign. „Varstu að ­kaupa [Stím] skulda­bréfið til að styðja við þessa menn,“ spurði Reim­ar Magn­ús Pálma sem svar­aði neit­andi.

Hæsti­réttur sýknar sjaldn­ast

Nið­ur­staða hér­aðs­dóms var samt sem áður afdrátt­ar­laus: menn­irnir þrír eru sekir um það sem þeim var ­gefið að sök í Stím-­mál­inu. Allir þrír dóm­arar máls­ins vor­u ­sam­mála um það.

Þeirri nið­ur­stöð­u verður án nokk­urs vafa áfrýjað til Hæsta­réttar líkt og siður er fyrir í mál­u­m ­sem þessum en þar hefur ekki verið mikla mis­kunn að finna í þeim hrun­málum sem hingað til hafa ratað þang­að. Í þeim sjö stóru hrun­málum sem lokið hefur með­ ­dómi Hæsta­réttar hefur ein­ungis verið sýknað í einu, hinu svo­kall­aða Vafn­ings­máli. 

Það verður því athygl­is­vert hvernig Hæsti­réttur mun taka á Stím þegar málið ratar þangað og hvort nýr endir verði sam­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None