rússnesk orrustuþota
Auglýsing

Und­an­far­in ár hafa sam­tök kennd við íslamskt ríki farið með ófriði, sér í lagi í ríkj­u­m þar sem upp­lausn ríkir og stjórn­ar­far er í mol­um, eins og Írak, Sýr­landi og Lí­býu. Eftir að sam­tökin færðu sig upp á skaftið með stríðs­yf­ir­lýs­ingum og hryðju­verkum í vest­rænum borgum hefur þeim verið lýst sem mestu ógn sem heim­ur­inn stendur frammi fyr­ir.

Í gömlum spak­mæl­u­m ­segir eitt­hvað á þá leið að vel­ferð sé ekki háð því sem hendir á lífs­leið­inn­i, heldur hvernig brugð­ist er við í þeim aðstæðum sem upp koma. Þetta má setja í stærra sam­hengi þar sem við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins við hryðju­verka­vand­anum eru lyk­il­at­riði.

Auglýsing

Var­huga­vert er í því sam­bandi að saka þá sem vilja stíga var­lega til jarð­ar, og t.d. efast um gildi loft­árása á liðs­menn Íslamska rík­is­ins, um barna­lega ein­feldni eða samúð með hryðju­verka­mönn­um. Það er mjög mik­il­vægt að aðgerð­ir til að ráða nið­ur­lögum þess­ara öfga­afla séu yfir­veg­aðar og byggðar á stað­reynd­um en ekki hræðslu­á­róðri, heift og póli­tískri sýnd­ar­mennsku.

Upp­blásnar æsifréttir

Ummæli ­þjóð­ar­leið­toga og umfjöllun fjöl­miðla í æsifrétta­stíl eru til þess fallin að ­fólk telur hætt­una á hryðju­verkum almennt vera að aukast. Raun­veru­leik­inn er þó allt annar því rann­sóknir og skrif fræði­manna leiða í ljós að hætta á hryðju­verkum á Vest­ur­löndum er hverf­andi. Nán­ari ­skoðun sýnir einnig að það eru sjaldn­ast íslamskir öfga­menn að baki þeim hryðju­verkum sem þó eru fram­in.

Hér er ekki gert lítið úr hugs­an­legri auk­inni ógn eða þeim skelfi­legu voða­verkum sem fram­in hafa ver­ið. Hins vegar má færa fyrir því rök að þind­ar­laus og upp­blásin umfjöll­un verði ein­ungis til að styðja við mál­stað hinna ofstæk­is­fullu hryðju­verka­manna. Hún­ hjálpi þeim að ná fram ætl­un­ar­verk­inu: að hræða fólk, skipta í fylk­ingar og grafa undan stöð­ug­leika vest­rænna ríkja, kalla fram ofsa­fengin við­brögð eins og ­loft­árás­ir, tak­mark­anir á ferða­frelsi og hrak­lega með­ferð flótta­manna.

Það flækir einmitt málið að við þetta bland­ast umræða um auk­inn flótta­manna­straum til­ ­Evr­ópu. M.a. áttu hryðju­verka­menn­irnir sem stóðu að ódæð­unum í París í nóv­em­ber að hafa smeygt sér í raðir flótta­manna til að kom­ast milli landa. Sann­ar­lega vafa­sam­ar vanga­veltur þar sem hryðju­verka­menn­irnir voru flestir Evr­ópu­búar búsettir í Frakk­landi og Belg­íu. Í umræð­unni er einnig grautað saman hætt­unni á öfga-Íslamstrú, aðlögun inn­flytj­enda í nýju sam­fé­lagi og auk­inni hættu á hryðju­verk­um.

Í kjöl­far voða­verk­ana í París voru við­brögð Francois Hollande eins og við mátti búast og minnt­u á við­brögð George W. Bush eftir hryðju­verkin 11. sept­em­ber árið 2001. Hollande lýsti umsvifa­laust yfir stríði gegn Íslamska rík­inu og franski lofther­inn hélt nán­ast sam­stundis í árás­ar­ferðir sem beindust að liðs­mönnum þess.

Það er býsna áhrifa­ríkt að sjá myndir af orr­ustu­þotum taka á loft af flug­móð­ur­skipi því birt­ing­ar­mynd valds­ins verður vart mikið skýr­ari. Slíkt vekur með fólki þá til­finn­ingu að verið sé að bregð­ast við – „gera eitt­hvað“ – í nafni þjóð­ar­inn­ar. Það þjappar fólki sam­an, fylkir því að baki leið­tog­anum og ­styrkir völd hans.   

Loft­árás­ir Frakka í kjöl­far hryðju­verk­ana í París í nóv­em­ber virt­ust þó hvorki her­fræði­lega né póli­tískt úthugs­aðar ­– nema þá til heima­brúks. Sýnd­ust þær frekar vera svið­settar hefnd­ar­að­gerðir því önnur ríki drógu sig í hlé á meðan Frakk­ar ­fengu að athafna sig svo þeir ættu sviðið örugg­lega ein­ir. Það minnir dálítið á at­riði í sjón­varps­þætti þar sem löggan lítur undan á meðan eig­in­mað­ur­inn, full­ur hefnd­ar­þorsta, fær að ganga í skrokk á ódámnum sem sví­virti konu hans.

Á að semja við hryðju­verka­menn?

Þeg­ar hryðju­verka­menn láta til skarar skríða og hafa að ein­hverju leyti tekið frum­kvæð­i ­með til­heyr­andi ógn og skelf­ingu, er úr vöndu að ráða. Sumir vilja fara þá leið að semja ekki við hryðju­verka­menn en aðrir hafa bent á að sé samn­inga­leið­inn­i ka­stað fyrir róða þá þurfi menn að vera til­búnir að taka afleið­ing­unum og berj­ast þar til yfir lýk­ur.

Í kjöl­far árásanna 11. sept­em­ber hafa Banda­ríkja­menn varið óheyri­legum fjár­hæðum til að ­upp­ræta hryðju­verka­starf­semi í Mið­aust­ur­lönd­um, Afganistan og víðar – og her­styrk­ur vest­rænna ríkja, Banda­ríkj­anna og NATO-­ríkj­anna er gríð­ar­lega mik­ill í sam­an­burði við her­styrk Íslamska rík­is­ins.

Þrátt ­fyrir yfir­lýst stríð gegn hryðju­verk­um, allan þennan hern­að­ar­mátt og linnu­laus­ar ­loft­árásir með háþró­uðum vopnum gegn til­teknum skot­mörk­um, virð­ast þau hryðju­verka­sam­tök sem barist er gegn fremur dafna en hitt. Þrátt fyrir all­ar þessar aðgerðir spratt upp það sem kallað er Íslamska rík­ið, sam­tök sem tal­in eru ógna heims­friðnum svo mjög að öfl­ug­asta her­veldi heims skelfur á bein­un­um.

Erfitt að kom­ast hjá beit­ingu her­valds – en hvað svo?

Aðferð­irn­ar ­virka því greini­lega ekki. Jafn­framt hefur verið bent á að and­stæð­ing­ur­inn, sem vest­ræn ríki standa frammi fyrir nú, hafi engan áhuga á samn­inga­við­ræð­u­m. Þannig að jafn­vel þótt reynt væri að fara þá leið væri það tæp­ast væn­legt til­ ár­ang­urs. Vera kann að eina leiðin sé að láta reyna á hinn gríð­ar­lega her­styrk sem vest­ur­veldin búa yfir.

Slík­um hern­að­ar­úr­ræðum þarf að beita af yfir­veg­un, jafnt á póli­tískum og her­fræði­leg­um ­for­send­um, fremur en með „stríði gegn hryðju­verk­um“ eða til­falland­i refsi­að­gerðum eins og loft­árásum til að friða reiðar þjóðir og tryggja vin­sæld­ir. Þessar aðgerðir þyrftu jafn­framt að vera með sam­þykki Örygg­is­ráðs ­Sam­ein­uðu þjóð­anna og við­tækum stuðn­ingi alþjóða­sam­fé­lags­ins.

Forsetar ræða málin.

Barack Obama hefur sagt að sam­staða hafi náðst um aðgerðir til að takast á við Íslamska rík­ið. Sú sam­staða virð­ist þó lítið meira en orðin tóm og ástæðan eru mis­mun­andi hags­munir ríkja. Má þar nefna að Tyrkir virð­ast hafa frítt spil í þess­ari bar­áttu, kaupa olíu af Íslamska rík­inu og fá að óhindrað að berja á sveitum Kúrda sem þó hafa barist hvað hetju­leg­ast gegn öfga­sam­tök­un­um. Einnig hafa sumir haldið því fram að aðgerðir Rússa í Sýr­landi snú­ist meira um að halda Assad for­seta við völd en að ráða nið­ur­lögum Íslamska rík­is­ins.

Ef beita á her­valdi væri einn mögu­leiki að NATO kæmi að málum því Banda­lagið hefur mikla burði og sterkan bak­grunn til­ slíkra verk­efna. NATO býr yfir víð­tækum úrræð­um, en aðild­ar­ríki þess ráða m.a. ­yfir þremur millj­ónum manna undir vopn­um, meira en 25.000 flug­vél­um, 800 her­skip­um, og 50 AWACS flug­vél­um. Jafn­framt eru banda­lags­ríkin ábyrg fyrir um helm­ingi af lands­fram­leiðslu heims­ins.

Liðs­menn Íslamska rík­is­ins dreifa sér gjarnan á meðal almennra borg­ara inni í borg­um, ­sem er einmitt eitt af því sem gerir sprengju­árásir og hefð­bund­inn hernað gegn þeim að slæmum kosti. NATO hefur gefið sig út fyrir að vera meira en hern­að­ar­leg­t varn­ar­banda­lag – þar sem póli­tísk og borg­ara­leg úrræði þurfi einnig að koma til þegar stilla eig­i til friðar í átökum – og ætti að geta starfað í þeim anda að verk­efn­inu.

Meg­in­máli ­skiptir þó það sem á eftir kem­ur, sú upp­bygg­ing sem þarf að eiga sér stað eft­ir að hern­að­ar­að­gerðum lík­ur. Þó NATO hafi náð þeim hern­að­ar­legu mark­miðum sem lagt var upp með í Líbýu árið 2011, gleymd­ist alger­lega að taka með í reikn­ing­inn hvað tæki við eftir að Muammar Gaddafi var komið frá völd­um. Þar hefur því ríkt upp­lausn­ar­á­stand sem er gróðr­ar­stía fyrir öfga­öfl og hryðju­verka­menn.

Í raun má ­segja að það sama hafi verið uppi á ten­ingnum eftir inn­rás­ina í Írak. Þá gerð­u ­Banda­ríkja­menn þau mis­tökleysa upp her og lög­reglu lands­ins og senda menn heim ­launa­lausa. Afleið­ing­arnar voru alger upp­lausn og hund­ruð þús­unda óánægðra vopn­færra ­manna í atvinnu­leit, sem m.a. lagði ákveð­inn grunn fyrir Íslamska rík­ið.

Vest­rænt skipu­lag og gildi eiga ekki við

Hafa ber í huga að upp­reisn­ar­menn og skæru­liða­sveitir hafa oft og tíðum tak­mark­aðan áhuga á að koma á stöð­ugu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi að vest­rænni fyr­ir­mynd hinna full­valda ­ríkja. Grund­völlur slíkra mótherja er heldur ekki endi­lega til­tekið land­svæð­i, ­ríki eða þær form­legu stofn­anir sem því til­heyra, sem bíði þess að ver­a end­ur­reist – heldur mál­stað­ur, hug­sjónir eða bar­áttu­mál sem lúta öðrum lög­mál­u­m en hið vest­ræna kerfi sem reynt er að koma á. Þetta á einmitt við um Íslamska ­rík­ið.

Yfir­gang­ur og stjórn­semi Vest­ur­landa í Mið­aust­ur­löndum og víðar er eitt af því sem skapað hefur það ástand sem upp er kom­ið. Þar er einn þátt­ur­inn stuðn­ingur Vest­ur­landa við þau stjórn­völd sem hlið­holl eru vest­ræn­um hags­mun­um, sem gjarnan tengj­ast olíu. Hann við­heldur mik­illi mis­skipt­ingu í þeim sam­fé­lögum þar sem hryðju­verka­menn­irnir vaxa upp og tryggir gjarn­an ­yf­ir­þyrm­andi auð og völd til­tölu­lega fámennrar valda­stétt­ar, á með­an al­menn­ingur ber skarðan hlut frá borði.

Lík­lega er far­sæl­ast að Vest­ur­lönd reyni að forð­ast að vera að vasast í mál­efnum ríkja Mið­aust­ur­landa. Ósenni­legt er að stríðið gegn öfga­fullum jíhad­istum vinnist, álíka ósenni­legt og að stríðið gegn fíkni­efnum eða glæpum vinnist end­an­lega, því hryðju­verka­menn og öfga­hópar munu ætíð halda áfram að skipu­leggja og fremja voða­verk, hvort sem Íslamska ríkið er til staðar eða ekki.

Segjum að það næð­ist í skottið á meiri­hluta liðs­manna Íslamska rík­is­ins, höf­uð­vígi þess væru ­jöfnuð við jörðu og fjár­hags­legum grund­velli kippt þar und­an. Í þeim aðgerð­u­m er víst að fjöldi sak­lausra borg­ara léti líf­ið, borgir væru í rústum og ­sam­fé­lög sundruð. Úr þeim jarð­vegi má telja víst að spryttu nýir hópar og ­sam­tök sem teldu sig eiga harma að hefna – og svo koll af kolli.

Það er því ­ljóst að yfir­veguð við­brögð sem taka mið af stað­reyndum en ekki upp­blásnum hræðslu­á­róðri, hefnd­ar­þörf og póli­tískri sýnd­ar­mennsku, geta minkað lík­urnar á slíkri ­nið­ur­stöðu. Það er ekki barna­leg ein­feldni heldur her­kænska.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None