Viljið þið fjárfesta í bakgarði talibananna?

Mikilvægar fréttir fyrir gang efnahagsmála í Afganistan komu fram í dagsljósið fyrr í mánuðinum, sem hafa ekki fengið mikla athygli. Herdís Sigurgrímsdóttir rýndi í stöðu mála í þessu stríðshrjáða ríki.

Afganistan.jpg
Auglýsing

Á aðventu gerð­ist tvennt sem getur haft gríð­ar­mikil jákvæð á­hrif fyrir afganska efna­hag­inn, sem þarfn­ast sár­lega góðra frétta. Viku fyr­ir­ að­fanga­dag gerð­ist Afganistan með­limur í Alþjóða­við­skipta­stofn­un­inni WTO. Fjórum dögum áður höfðu afgönsk stjórn­völd und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um gríð­ar­miklar gasleiðslur sem eiga að liggja þvert yfir landið og flytja gas frá­ T­úrk­menistan til Ind­lands.

En kálið er ekki sopið þó í aus­una sé kom­ið. Aðgangur að ­mörk­uðum og háar fjár­hæðir í samn­ingum gefa fögur fyr­ir­heit, en leiðin er löng þaðan og að tak­mark­inu um traustan efna­hag. Það traust sem vinnst við góða ­samn­inga, hverfur á ný við tíðar fréttir um land­vinn­inga tali­bana und­an­farið ár.

Afganska ríkið er að miklu leyti rekið með fjár­gjöf­um al­þjóða­sam­fé­lags­ins. Alþjóða­bank­inn stýrir gríð­ar­miklu­m ­sjóði sem borgar m.a. laun kenn­ara og emb­ætt­is­manna og heldur uppi miklu af dag­legum rekstri. Um þrír fjórðu af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu er gjafa­fé frá erlendum ríkjum og eit­ur­lyfja­fram­leiðsla stendur fyrir helm­ingnum af rest­inni. Ríkið græðir vita­skuld lítið á þeim iðn­aði, nema síður sé. Því er ­nauð­syn­legt að byggja upp aðrar tekju­lind­ir, sem núver­andi for­seti vinn­ur hörðum höndum að.

AuglýsingHæfur for­seti í kvik­syndi erf­iðra stjórn­mála

Alþjóða­sam­fé­lagið gladd­ist inni­lega þegar Ashraf  Ghani mæld­ist með for­ystu í könn­unum fyr­ir­ af­gönsku for­seta­kosn­ing­arnar 2014. Hann er með dokt­ors­gráðu í mann­fræði en hefur skrifað mikið um það hvernig eigi að byggja upp brot­hætt ríki eft­ir ­stríðs­á­tök. Hann hefur m.a. unnið fyrir Alþjóða­bank­ann og kennt við banda­rísku há­skól­ana Berkeley og John Hop­k­ins. Hann var fjár­mála­ráð­herra í fyrst­u ­rík­is­stjórn­inni eftir fall tali­bana 2002-2004. Þá kom hann miklu í verk á stuttum tíma; vann hratt og ákveðið að því að koma hlut­unum í rétt horf.

Ghani hlaut flest atkvæði í annarri umferð en að­al­keppi­naut­ur­inn neit­aði að sætta sig við úrslitin vegna umfangs­mik­ils ­kosn­inga­svindls. Það stefndi í óefni. John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra ­Banda­ríkj­anna, flaug til Afganist­ans til að miðla mál­um. Keppi­naut­arnir end­uð­u nauð­ugir í sam­steypu­stjórn, en sam­starfið hefur verið stirt. Ghani er í raun ­með stjórn­ar­and­stöð­una inni á gafli og þarf að gera mála­miðl­anir um hverja minnstu ákvörð­un. Stjórnin hefur fyrir vikið verið frekar mátt­laus.Ghani hefur þrátt fyrir það gert ýmis­legt gott, sér­stak­lega þegar kemur að sam­starfi við nágranna­ríkin og alþjóða­sam­fé­lag­ið, sbr gasleiðsl­una og WTO-að­ild­ina. Hann hefur sett upp tíu ára plan, um að land­ið skuli vera óháð erlendum fjár­gjöfum árið 2024. Stóru sókn­ar­færin í áætl­un­inn­i eru ann­ars vegar auð­æfin sem eru fólgin í stein­dum og málmum í afgönskum ­fjöll­um, hins vegar að örygg­is­á­standið leyfi vöru­flutn­inga og versl­un­ar­leiðir í gegnum land­ið. Það blæs hins vegar ekki byr­lega fyrir áætl­anir for­set­ans. ­Byrjum á gasleiðsl­unni.

Gasleiðsla upp á náð og mis­kunn tali­bana

TAPI-gasleiðslan, sem Túrk­menistan, Afganistan, Pakistan og Ind­land komu sér saman um á dög­un­um, hefur lengi verið á teikni­borð­in­u. Hug­myndin er að flytja gas í stórum stíl frá fram­leið­and­anum Túrk­menistan til­ stórra mark­aða í Pakistan og Ind­landi. Stysta leiðin liggur þvert yfir­ Afganist­an. 

Gasleiðslur í Afganistan.

Ef af verð­ur, getur þetta verið mikil lyfti­stöng fyrir afganskan efna­hag: miklar inn­viða­fram­kvæmdir og tekjur af sam­starf­inu. Án efa myndi land­ið líka fá dável af gasi í sinn hlut, sem yrði kær­komin búbót og hluti af ­lausn­inni á við­var­and­i orku­skorti.Verk­efn­inu myndu fylgja miklar vega­fram­kvæmd­ir og –við­gerð­ir, sem einar og sér myndu gera það auð­sótt­ara að koma afgönskum vörum, aðal­lega land­bún­að­ar­af­urð­um, á mark­að. Afganski for­set­inn hefur kall­að ­leiðsl­una “nýja silki­veg­inn”, sem vísar til þess tíma þegar Afganistan lá í al­fara­leið alþjóð­legra við­skipta, þ.e.a.s. á mið­öld­um. 

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None