Gallerí

Tennis, stormur og loftbelgir

Birgir Þór Harðarson|24. janúar 2016
Snjóstormur gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna og er því spáð að snjódýptin verði sumstaðar allt að tveimur metrum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir víða. Fjöldi slysa hefur orðið vegna hálku og ófærðar og nokkur banaslys. Hér að ofan má sjá konu ganga eftir auðri götu á Manhattan í New York á laugardag.
Mynd: EPA
Úrslitakeppnin í amerískum fótbolta, NFL, stendur nú yfir í Bandaríkjunum. Keppninni líkur 7. febrúar næstkomandi þegar Ofurskálin svokallaða fer fram í 50. skipti. Hér kastar Rob Ninkovich, varnarmaður New England Patriots, sér á eftir Alex Smith, leikstjórnanda Kansas City Chiefs í undanúrslitaleik NFL-deildarinnar.
Mynd: EPA
Það snjóar víða í Evrópu í janúar þetta árið. Þegar sólin er lágt á lofti verður skugginn af einmanna tréinu lengri. Þessi mynd er tekin með dróna í Bæjaralandi í Þýskalandi.
Mynd: EPA
Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja, fékk frí frá fangavist sinni til að gangast undir skurðaðgerð í Bretlandi. Hann kom þangað og hitti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Amal Clooney, lögmanni sínum. Nasheed afplánar 13 ára dóm fyrir brot í embætti en mannréttindasamtökin Amnesty International segja hann hafa verið dæmdan vegna pólitískra hvata.
Mynd: EPA
Þessi drengur komst til Grikklands eftir langt ferðalag. Hann kom ásamt fjölda flóttafólks með ferjunni Elefherios Venizelos og var vísað um borð í rútu. Flóttafólk er enn að reyna að komast til Evrópulanda frá stríðshrjáðum og fátækum svæðum í Mið-Austurlöndum.
Mynd: EPA
Svissneska tenniskonan Belinda Bencic slær boltan þegar hún spilaði gegn Katerynu Bondarenko frá Úkraínu á Opna ástralska meistaramótinu í tennis 22. janúar 2016.
Mynd: EPA
Austuríski skíðastökkvarinn Michael Hayboeck keppir á heimsmeistaramóti í Tauplitz í Austurríki 16. janúar 2016.
Mynd: EPA
Fjölda loftbelgja var flogið á 38. loftbelgjahátíðinni í Chateau-d’oex í Sviss á laugardaginn. Hátðin stendur yfir til mánaðarmóta. Fyrsta ferðin umhverfis jörðina sem farin var í loftbelg án áningar hófst í Chateau-d’oex árið 1999.
Mynd: EPA

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiGallerí