Gallerí
Tennis, stormur og loftbelgir

Snjóstormur gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna og er því spáð að snjódýptin verði sumstaðar allt að tveimur metrum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir víða. Fjöldi slysa hefur orðið vegna hálku og ófærðar og nokkur banaslys. Hér að ofan má sjá konu ganga eftir auðri götu á Manhattan í New York á laugardag.
Mynd: EPA

Úrslitakeppnin í amerískum fótbolta, NFL, stendur nú yfir í Bandaríkjunum. Keppninni líkur 7. febrúar næstkomandi þegar Ofurskálin svokallaða fer fram í 50. skipti. Hér kastar Rob Ninkovich, varnarmaður New England Patriots, sér á eftir Alex Smith, leikstjórnanda Kansas City Chiefs í undanúrslitaleik NFL-deildarinnar.
Mynd: EPA

Það snjóar víða í Evrópu í janúar þetta árið. Þegar sólin er lágt á lofti verður skugginn af einmanna tréinu lengri. Þessi mynd er tekin með dróna í Bæjaralandi í Þýskalandi.
Mynd: EPA

Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja, fékk frí frá fangavist sinni til að gangast undir skurðaðgerð í Bretlandi. Hann kom þangað og hitti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Amal Clooney, lögmanni sínum. Nasheed afplánar 13 ára dóm fyrir brot í embætti en mannréttindasamtökin Amnesty International segja hann hafa verið dæmdan vegna pólitískra hvata.
Mynd: EPA

Þessi drengur komst til Grikklands eftir langt ferðalag. Hann kom ásamt fjölda flóttafólks með ferjunni Elefherios Venizelos og var vísað um borð í rútu. Flóttafólk er enn að reyna að komast til Evrópulanda frá stríðshrjáðum og fátækum svæðum í Mið-Austurlöndum.
Mynd: EPA

Svissneska tenniskonan Belinda Bencic slær boltan þegar hún spilaði gegn Katerynu Bondarenko frá Úkraínu á Opna ástralska meistaramótinu í tennis 22. janúar 2016.
Mynd: EPA

Austuríski skíðastökkvarinn Michael Hayboeck keppir á heimsmeistaramóti í Tauplitz í Austurríki 16. janúar 2016.
Mynd: EPA

Fjölda loftbelgja var flogið á 38. loftbelgjahátíðinni í Chateau-d’oex í Sviss á laugardaginn. Hátðin stendur yfir til mánaðarmóta. Fyrsta ferðin umhverfis jörðina sem farin var í loftbelg án áningar hófst í Chateau-d’oex árið 1999.
Mynd: EPA