Landsbankinn vissi um útrás Borgunar og var með upplýsingar um rekstur

Landsbankinn var með upplýsingar um valrétt Visa Inc. á kaupum á Visa Europe áður en bankinn seldi hlut sinn í Borgun. Hann vissi einnig af áformum Borgunar um útrás á árinu 2015 og var með upplýsingar um rekstur fyrirtækisins.

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Lands­bank­inn vissi að Visa Inc. átti val­rétt um kaup á Visa E­urope áður en bank­inn seldi hlut 31,2 pró­sent hlut í Borgun í nóv­em­ber 2014. ­Samið hafði verið um val­rétt­inn árið 2007 en hann var ótíma­bund­inn og óvíst var hvenær og hvort af honum yrði. Bank­inn vissi einnig af áformum Borg­unar um að auka umsvif sín erlendis á árinu 2015 en segir að það hafi ekki legið fyrir að hvaða marki þau áform yrðu í sam­starfi við Visa. Þá fékk Lands­bank­inn aðgang að ­upp­lýs­ingum um rekstur Borg­unar áður en bank­inn gekk frá sölu á hlut sín­um.

Ekki hafi þó legið fyr­ir, þegar Lands­bank­inn seldi hlut sinn til stjórn­enda Borg­unar og með­fjár­festa sinna seint í nóv­em­ber 2014, hversu háum fjár­hæðum sam­runi Visa Inc. og Visa Europe myndi skila Borg­un. Þetta kem­ur fram í svari Lands­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þá vit­neskju sem bank­inn hafði um val­rétt­inn fyrir söl­una á hlut hans í Borg­un.

Auglýsing

Visa Inc ákvað seint á síð­asta ári að kaupa Visa Europe á um ­þrjú þús­und millj­arða króna. Kaupin munu gera það að verkum að íslensku greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­in Va­litor og Borgun munu hagn­ast um á annan tug millj­arða króna. Lands­bank­inn ­tekur fram í svari sínu að bank­inn geri ráð fyrir því að hagn­ast um nokkra millj­arða króna vegna sölu hans á hlut sínum í Valitor á árinu 2015, en í þeirri ­sölu var gerður samn­ingur um hlut­deild í ágóða vegna sam­run­ans. Slík­ur ­samn­ingur var hins vegar ekki gerður þegar hlut­ur­inn í Borgun var seld­ur, og því rennur millj­arða króna ágóði Borg­unar vegna sam­run­ans ekki til­ ­rík­is­bank­ans, heldur stjórn­enda Borg­unar og með­fjár­festa þeirra auk Íslands­banka, ­sem er stærsti eig­andi Borg­un­ar.

Ljóst að kaup­verðið yrði hátt áður en Lands­bank­inn seldi

Til­kynnt var um sölu Lands­bank­ans á 31,2 pró­sent hlut í Borgun 25. nóv­em­ber 2014. Hlut­ur­inn var seldur á 2,2 millj­arða króna. Hann var ekki settur í opið sölu­ferli og öðrum áhuga­sömum fjár­festum gafst ekki kostur á að bjóða í hlut­inn. Í febr­úar 2015, tæpum þremur mán­uðum eftir að kaupin geng­u í gegn, ákváðu eig­endur Borg­unar að greiða sér út 800 millj­ónir króna í arð ­vegna frammi­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2014. Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, og banka­ráð bank­ans hafa geng­ist við því að selja hefði átt hlut­inn í opnu sölu­ferli. Við­búið er að stjórn­endur Lands­bank­ans, sem er í 98 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins, muni þurfa að mæta fyrir stjórn­skip­un­ar- og ­eft­ir­lits­nefnd til að skýra söl­una á Borgun á næst­unni.

Fjórum dögum áður en til­kynnt var um söl­una, 21. nóv­em­ber 2014, birt­ist frétt á heima­síðu Bloomberg-frétta­veit­unar, sem er ein stærsta við­skipta­f­rétta­veita í heimi, um að Visa Inc. gerði sér grein fyrir því að fyr­ir­tækið þyrfti að greiða meira en 1.300 millj­arða króna ef það ætl­aði að nýta sér val­rétt sinn á kaupum á Visa Europe.

Kom ekki til álita að ­gera samn­ing um við­bót­ar­greiðslur

Í svari Lands­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að það hafi ekki komið til umræðu þegar hlut­ur­inn í Borgun var seldur til helst­u ­stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og með­fjár­festa þeirra á 2,2 millj­arða króna að val­rétt­ur­inn milli Visa Europe og Visa Inc. gæti mögu­lega skilað Borg­un veru­legum fjár­hæð­um. „Við vissum að Borgun stefndi á að auka við­skipti sín erlend­is. Það lá ekki fyrir hvort þau umsvif myndu byggj­ast á sam­starfi við Visa, Mastercard eða aðrar korta­sam­stæð­ur.“

Aldrei kom heldur til álita að hálfu Lands­bank­ans að ger­a ­samn­ing sam­hliða söl­unni á hlut í Borgun sem tryggði bank­anum við­bót­ar­greiðslu ef val­réttur Visa Inc. um kaup á Visa Europe yrði, en Lands­bank­inn gerði slík­ar ­samn­ing þegar hann seldi hlut sinn í öðru greiðslu­korta­fyr­ir­tæki, Valitor, til­ ­Arion banka í fyrra. Að sögn Lands­bank­ans er ástæðan fyrst og fremst sú að ­bank­inn hafði aðal­lega gefið úr Visa-kort og ein­göngu gert það í gegnum Valitor. „Lands­bank­inn hafði á hinn bóg­inn ekki gefið út Visa-kort í sam­vinnu við Borg­un. Því voru hags­munir Lands­bank­ans vegna val­rétt­ar­ins miklir í til­felli Valitor. Þegar Lands­bank­inn seldi hlut sinn í Va­litor til Arion banka voru þessir hags­munir tryggð­ir, þ.e. samið var um að við­bót­ar­greiðsla rynni til Lands­bank­ans ef val­rétt­ur­inn yrði virkj­að­ur­. ­Jafn­framt var samið um að Lands­bank­inn héldi áfram að gefa út Visa-kort. Hags­munir bank­ans voru þannig tryggðir hvað útgáfu á Visa-kortum varðar til­ næstu ára en einnig miðað við við­skipti fyrri ára. Lands­bank­inn gerir ráð fyr­ir­ að hagn­ast um nokkra millj­arða á þessum við­skipt­um. Lands­bank­inn hafði ekki rök eða for­sendur til greiðslna sam­kvæmt fyrr­nefndum val­rétti vegna sölu hluta­bréfa í Borg­un, líkt og í til­felli Valitor. Af þessum sökum kom ekki til álita að ­gera sam­bæri­legan samn­ing við kaup­endur af hlutum í Borgun um við­bót­ar­greiðsl­ur.“Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir sölu bankans á hlut sínum í Borgun.

Lands­bank­inn seg­ist heldur ekki hafa séð það fyrir sér að ­Borgun myndi fá háar við­bót­ar­greiðslur vegna sam­runa Visa Europe og Visa Inc., líkt og nú virð­ist stefna í. Sú upp­hæð byggi að mestu á auknum umsvif­um ­Borg­unar erlendis eftir að Lands­bank­inn seldi, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem Lands­bank­inn hefur fengið um mál­ið.

Fékk aðgang að ­upp­lýs­ingum um rekstur Borg­unar

Kjarn­inn spurði stjórn­endur Lands­bank­ans hvort þeir hafi vitað af þeim áformum stjórn­enda Borg­unar að auka umsvif sín mjög erlendis á ár­inu 2015 áður en að salan á 31,2 pró­sent hlut bank­ans í fyr­ir­tæk­inu fór fram í nóv­em­ber 2014.

Í svari bank­ans segir að í tengslum við við­skiptin hafi Lands­bank­inn fengið aðgang að upp­lýs­ing­um um rekstur Borg­unar á grund­velli trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­ar. „Bank­inn fékk m.a. að­gang að fjár­hags­upp­gjörum  félags­ins og sögu­legum rekstr­ar­töl­u­m. Lands­bank­inn fékk einnig kynn­ingu á rekstr­ar­á­ætl­unum félags­ins og tæki­færi til­ að eiga sam­tal við stjórn­endur um starf­sem­ina og fram­tíð­ar­á­form félags­ins. ­Upp­lýs­ing­arnar sem bank­inn fékk voru þó tak­mark­aðar af sam­keppn­is­sjón­ar­mið­u­m, ­meðal ann­ars varð­andi umfang við­skipta við við­skipta­vini og sam­starfs­að­ila ­Borg­un­ar. Við söl­una lá ekki fyrir að hvaða marki áformin um aukin erlend við­skipti yrðu í sam­starfi við Visa, Mastercard eða aðrar korta­sam­stæð­ur.“

Lands­bank­inn segir einnig að hann hafi talið útrás­ar­á­form Borg­unar mjög áhættu­söm. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None