Plastið í sjónum og táningurinn sem ákvað að veiða það

Brátt verður meira plast en fiskar í sjónum en Hollendingur sem er rétt af táningsaldri segist vera með lausnina. Og fólk er farið að trúa honum.

Herdís Sigurgrímsdóttir
The Ocean Cleanup.
Auglýsing

Hring­straumar Kyrra­hafs­ins bera með sér ógrynnin öll af plastrusli sem marar í hálfu kafi um mið­bik stærsta úthafs í heimi. Und­ir­ ­yf­ir­borð­inu og uppi í loft­inu berst líf­ríkið í bökk­um. Plast­þekjan birgir úti­ ­ljós sem átan þarfn­ast til ljóstil­líf­un­ar; átan sem er und­ir­staðan í líf­rík­i ­sjáv­ar. Í stað­inn fyrir að gagn­ast átunni, brýtur sól­ar­ljósið plastið niður í ör­snifsi sem rata ofan í maga fiska og fugla og inn í melt­ing­ar­kerfi marglytta og allra handa sjáv­ar­dýra. Ef þau eru óhepp­in, eru plast­eind­irnar einnig bún­ar að drekka í sig eit­ur­efni á borð við PCB eða skor­dýra­eitrið DDT.

Það er erfitt að meta stærð plast­flák­ans í Kyrra­haf­in­u. Var­kárasta matið er 700.000 fer­kíló­metr­ar, sjö sinnum stærð Íslands, en stór­yrt­ustu full­yrð­ing­arnar hljóða upp á 15 millj­ónir fer­kíló­metra. Það er rétt að­eins minna en Rúss­land. Í öllu falli er víst að ruslaflák­inn á skilið enska ­nafn­ið, the great pacific gar­bage patch, nafn­gift sem minnir að vissu leyti á mik­il­mennsku­brjál­æði nýlendu­tím­ans.

Vilj­iði fá vondu frétt­irnar núna? Ruslaflák­arnir eru ekki einn, heldur fimm. Sá stærsti er í norð­ur­hluta Kyrra­hafs­ins, annar í suð­ur­hlut­an­um, einn í Suð­ur- og annar í Norð­ur­-Atl­ants­hafi og sá fimmti í Ind­lands­hafi. Þá er ótalið allt vega­laust og óskipu­lagt rusl sem er bara í rugl­inu ein­hvers staðar úti á reg­in­hafi. Ný skýrsla Al­þjóða­efna­hags­ráðs­ins um plast í höf­unum býður upp á skugga­legar lýs­ing­ar ­sem ræna mann næt­ur­svefn­in­um.

Auglýsing



Getur ekki ein­hver ­tekið þetta rusl úr sjón­um?

Ruslaflák­inn upp­götv­að­ist árið 1997. Æ síðan hefur fólk ­leitað að lausnum á vand­an­um. Er ekki bara hægt að ná þessu í eina góða hringnót og fara með þetta í end­ur­vinnsl­una? Nei, það er flókn­ara en svo af því að a) þetta er svo langt úti á hafi og b) þetta er svo mikið magn plasts sem ­þyrfti að sigla með aftur í land að það yrði dýr og lang­vinn hreins­un­ar­að­gerð. Þetta myndi taka hund­ruð ef ekki þús­undir ára, og þó varla ná að anna því plast­magni sem berst í hafið á hverjum degi. Þar að auki er megnið svo litl­ar pla­steindir að þær verða ekki fang­aðar með neinu neti.

Í stuttu máli hafði engum tek­ist að finna góða lausn á vand­an­um. Ekki fyrr en hol­lenski verk­fræði­nem­inn Boyan Slat fékk svo góða hug­mynd að hann ákvað að hætta í skól­anum og bjarga heim­inum í stað­inn.

18 ára strákling­ur til bjargar

Fyrstu við­brögðin voru ekki hvetj­andi. Í stuttu máli trúð­i eng­inn á hann. Hann kynnti hug­mynd­ina á TedX ráð­stefnu í heima­bænum Delft en hún féll í grýttan jarð­veg. Hann stofn­aði samt sem áður sam­tökin The Ocean Cle­anup til að þróa hug­mynd­ina áfram. Hann sendi út mörg hund­ruð styrk­um­sókn­ir en fékk ekk­ert svar. Hann var 18 ára. Hver gat trúað á ein­hvern strákling sem hafði ekki einu sinni lokið fyrsta árinu í verk­fræði? Evr­urnar runnu út úr ­spari­bauknum án þess að neitt kæmi inn í stað­inn.

Svo kvikn­aði ljósið í enda gang­anna. Eða, öll ljósin í göng­un­um ­kvikn­uðu í einni hend­ingu. Banda­rískt umhverf­is­frétta­blogg skrif­aði um TedX ­fyr­ir­lest­ur­inn hans og birti mynd­band­ið. Þar með sner­ist gæfan Boyan í vil.

Hund­ruð þús­unda sáu mynd­band­ið. Inn streymdu tölvu­póstar frá­ ­fólki sem spurði hvernig það gæti hjálp­að. Boyan skráði sig á hóp­fjár­mögn­un­ar­síðu og safn­aði inn 80.000 Banda­ríkja­dölum á tveimur vik­um. Hjólin byrj­uðu að snú­ast. Nú er ekki lengur neinn hörgull á fjár­magn­i, ­sam­starfs­að­ilum eða sér­fræð­ingum sem kepp­ast um að fá að vinna að verk­efn­in­u ­með hon­um.  

Hvern­ig? Já, hvern­ig í ósköp­un­um?

Boyan seg­ist geta hreinsað upp hálfan Kyrra­hafs­ruslaflák­ann á tíu árum. Allir fimm ruslaflák­arnir munu taka 25 ár. Tæknin er í þróun en á að vera komin í gagnið 2020.

Núna, tæpum þremur árum eftir að Boyan kynnti hug­mynd­ina ­fyrst, er komið annað hljóð í strokk­inn. Hann hefur fengið verð­laun og við­ur­kenn­ing­ar, m.a. frá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, og hefur lent á allra handa listum yfir klár­t hug­sjóna­fólk. Tæknin sem Ocean Cle­anup er að þróa þykir lofa svo góðu að hún­ ­lenti á lista tíma­rits­ins Time yfir 25 bestu upp­finn­ingar 2015 og var til­nefnd í flokknum hönnun árs­ins hjá London Design Muse­um.

Kjarn­inn í hug­mynd­inni er þessi: til hvers að sigla um og fanga ruslið, þegar þú getur látið haf­straumana koma með ruslið til þín? Hug­myndin gengur í raun út á að setja hund­rað kíló­metra langa fljót­and­i ruslasíu út í höf­in. Prufu­mód­elin líkj­ast gulum mið­garðsormi sem flýtur á yf­ir­borð­inu. Niður úr þessum flot­belgjum hangir jafn­löng ruslasía. Hún er ­sér­hönnuð til þess að valda ekki skaða á líf­rík­inu. Fiskar geta auð­veld­lega ­synt undir hana og eiga ekki að geta fest í henni.



Hug­myndin er að haf­straum­arnir renni sér undir ruslasí­una, ruslið verði eftir þar og öld­urnar haldi áfram án þess. Fyrir hvern hring sem haf­straum­arnir fara verða þeir hreinni og hreinni. Auð­vitað verður eftir sem áður að ná í ruslið út á reg­in­haf og fara með það í land en þó er mikið spar­að við að sleppa við að elt­ast við það á bátum um höfin breið. Ef þetta geng­ur eftir verður bara hægt að sækja það í síuna og fara með það í end­ur­vinnsl­una.

Kostn­að­ur­inn við verk­efnið greið­ist að hluta til af end­ur­sölu­virði plast­s­ins til end­ur­vinnslu. Þegar fram líða stundir getur það orðið tísku­fyr­ir­bæri að selja hluti úr sjáv­ar­plasti. Hol­lenski tísku­vöru­fram­leið­and­inn G-Star Raw hefur þegar sett á mark­að­inn galla­buxur sem eru fram­leiddar úr end­urunnu plasti sem var safnað upp í kali­fornískum fjör­u­m. Ryksugu­fram­leið­and­inn Elect­rolux setti á markað ryksugu fram­leidda úr sama hrá­efni og hefur lagt ríka áherslu á að fræða fólk um mengun í höf­un­um.

Ein af stærstu áskor­un­unum er að sjálf­sögðu hvernig hægt er að byggja 100 kíló­metra flot­bauju sem þolir ógn­ar­krafta Kyrra­hafs­ins, með allt að 27 öldu­hæð. Þeir sem vilja kynna sér tækni­lausn­irnar í þaula geta gert það á síðu The Ocean Cle­anup.

Nú er sem fyrr segir verið að prófa prótótýpur með þetta í huga. Innan skamms verður kíló­metra prufusía sett út í Norð­ur­sjó­inn, út af ­ströndum Hollands. Síðar á árinu á að leggja út aðra, tvö­falt lengri, í haf­ið út af Jap­an.

Fylgist með og krossið fing­ur. Þetta gæti ver­ið ­lausnin á einu af stóru umverf­is­vanda­málum heims­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None