Þorskastríðið við Kína

Pagasa
Auglýsing

Banda­rískar B-52 ­sprengju­flug­vélar flugu nokkrum sinnum í fyrra yfir Sprat­ly-eyja­kla­s­ann nærri Fil­ipps­eyj­um. Stjórn­völd í Pek­ing gera til­kall til eyj­anna og brugð­ust ókvæða við og sök­uðu Banda­ríkja­menn um ögrun. 

Mörgum frétta­skýrend­um þóttu yfir­lýs­ingar rík­is­full­trúa í Pek­ing merki­legar í ljósi þess að eyj­arn­ar eru flestar eyði­leg sand­rif í óra­fjar­lægð frá meg­in­landi Kína. Öðrum þykja af­skipti Banda­ríkj­anna óvið­eig­andi í ljósi þess að þau lögðu niður her­stöðv­ar sínar á Fil­ipps­eyjum fyrir löngu. Á meðan hefur Kína staðið fyrir mik­illi ­upp­bygg­ingu á Spratly svæð­inu á und­an­förnum árum.

Í þess­ari deilu eru Fil­ipps­eyj­ar eins og lítið peð sem minnir á smá­þjóð sem eitt sinn háði sögu­frægt Þorska­stríð. Fil­ipps­eyjar standa and­spænis Kína eins og Davíð gegn Gol­í­at. Báð­ir að­ilar halda frammi sögu­legum rökum um fisk­veiðar og risa­vaxin her­skip athafna ­sig við þröngar aðstæður innan um litla veiði­báta.

Auglýsing

Hefð­bund­in ut­an­rík­is­stefna Kína gengur út á frið­sam­lega sam­vinnu milli ríkja. Oft er vitnað til Deng Xia­op­ing heit­ins til að útskýra stefn­una með orð­un­um: „Vert­u ­með höf­uðið í lagi og haltu þig til hlés. Taktu aldrei að þér for­yst­una – en fram­kvæmdu stór­virki.“ Áðdá­un­ar­vert er að Kína heldur við þeirri stefnu á svæð­inu þegar í harð­bakk­ann slær. En á hinn bóg­inn er Kína að koma upp strangri land­helg­is­gæslu og fil­ip­p­eyskir sjó­menn eru orðnir boð­flennur á fiski­mið­u­m ­for­feðra sinna.

Því er ólíkt farið með­ Þorska­stríðið þá og nú að í stað þess að smá­ríki eins og Ísland þræti við hnign­andi heims­veldið Bret­land þá etja Fil­ips­eyj­ingar kappi við ört vax­and­i stór­veldi Kín­verja. Líkt og þá vegur þungt þraut­segja ungra manna sem eru lang­t frá konum sínum og börnum með þol­in­mæð­ina eina að vopni.

Eyja­klasi með sjó­ræn­ingja­nöfn

Spratly er klasi smá­eyja og sand­rifja. Þær teygja sig út í mitt sunn­an­vert Suður Kína­haf frá hinni löng­u Palawan eyju i sam­nefndu hérað á vest­an­verðum Fil­ipps­eyj­um. Eitt umdeildasta skerið ber nafn með rentu og kall­ast Prakk­ara­striks­sker (e. Mis­chief Reef). Það er 250 km frá­ Palawan eyju en 1300 kíló­metra frá meg­in­landi Kína.Suður Kínahaf. Rauða brotalínan er hafsvæðið sem Kína gerir tilkall til. Kínverjar nefna hana 9 strika línuna en Víetnamar vísa í hana á hégómlegan hátt sem nautatunguna.

 Yfir­ráð Kína á svæð­inu ná ein­ungis til átta sand­rifja og engra eyja. Sú stað­reynd grefur undan stöðu Kína því sam­kvæmt Haf­rétt­ar­sátt­mál­anum þarf strand­lengju til að gera til­kall til­ ­yf­ir­ráða. Á úrræða­góðan hátt hefur Kína leyst það vanda­mál með því að breiða úr rifj­unum með fjölda sand­dælu­skipa. Frá­ des­em­ber 2013 fram til ágústs 2015 höfðu land­fyll­ingar Kína náð nærri 30 ­fer­kíló­metrum og ljóst var að flug­braut væri að rísa á Eld­kross­skeri (e. Fiery Cross Reef). Í grein á Vísi í vik­unni kom fram að kín­versk far­þega­flug­fé­lög eru farin að mæta með kín­verska ferða­langa á sker­ið. 

Víetna­mar ráða yfir 6 eyjum og 17 sand­rifj­um, Fil­ipps­eyj­ingar 7 eyjum og 3 sand­rifj­um. Þar fyrir utan­ hafa nokkur önnur ríki í kring yfir­ráð yfir afmörk­uðum hlutum eyja­kla­s­ans. En sand­rif­in 8 sem Kín­verjar ráða eru dreifð víðs vegar um klas­ann svo að í krafti her­skipa ­sinna stjórna þau fisk­veið­um. Kín­verskir bátar fá for­gang en fil­ip­p­eyskum ­sjó­mönnum er mein­aður aðgang­ur. Olíu er einnig að finna á svæð­inu og túlka margir harða land­helg­is­gæslu Kín­verjaá svæð­inu sem und­an­fara olíu­bor­ana.

10.000 þriðj­ungsmílna steina­beðið og 9 strik­a línan

Til­kall Kína til Sprat­ly eyja­kla­s­ans er byggt á tveimur rök­um. Þau fyrri eru að eyj­arnar séu óað­skilj­an­leg­ur hluti af kín­versku áhrifa­svæði allt aftur til keis­ara­alda. Því er haldið fram að kín­verskir sjó­menn hafi veitt þar allt frá 200 fyrir Krists burð og hafi haf­st við á eyj­un­um. Fund­ist hafa kín­verskir pen­ingar og leir­brot því til vitn­is. Kín­verski sagna­rit­ar­inn Zhao Rugua gæti hafa vísað til þeirra í ann­álum um út­lönd í kringum 1200 e.Kr. þar sem þær voru kall­aðar 10.000 þriðj­ungsmílna steina­beð (kín­verska lengd­ar­mæli­ein­ing li er á­líka löng og þriðj­ungur úr mílu).

Önnur rök Kína byggja á gömlum kortum og svo­kall­aðri 9 strika línu en það er brota­lína sem umlykur nær allt haf­svæðið fyrir sunn­an Kína. Hún liggur allt upp að land­helgi Malasíu og Fil­ips­eyja. Þetta er ekki hefð­bundin 200 mílna land­helgi Kína heldur meira en 1000 mílna, eða u.þ.b. vega­lengd­ina frá Hain­an, syðstu eynnar við meg­in­land Kína, til Palawan, næstu stóru eyj­ar Fil­ips­eyja við Spratly klas­ann.

Fyrstu kort Kína þar sem 9 strika línan kom fram vor­u birt árið 1947 á vegum Lýð­veld­is­ins Kína, rík­is­stjórnar þjóð­ern­is­sinn­ans Chi­ang Kai Shek. Þeir áttu á þeim tíma í borg­ara­stríði við komm­ún­ista undir leið­sögn Mao Zedong. Þeir voru end­an­lega hraktir burt frá meg­in­land­inu árið 1949 til­ eyj­ar­innar Tævan, sem síðan þá hefur verið sjálf­stætt ríki, alloft fjand­sam­leg­t Al­þýðu­lýð­veld­inu á meg­in­landi Kína. Alþýðu­lýð­veldið hafði í fyrstu lít­inn áhuga á Spratly en í kringum 1980 fóru þeir að sýna svæð­inu áhuga. Frá 2013 hafa um­svifin stór­auk­ist.

Stjórn­völd þjóð­ern­is­sinna í Tævan gera einnig til­kall til­ ­Spratly eyja. Til­kall þeirra byggir á sama sögu­lega grunni og til­kall Al­þýðu­lýð­veld­is­ins, með þeim afleið­ingum að deilan er eitt af fáum málum þar ­sem ríkin tvö standa saman gagn­vart nágranna­ríkj­un­um. Eftir upp­gjöf Jap­ana og ­stríðsloka­yf­ir­lýs­ingar í Pots­dam og Kaíró gáfu þeir frá sér réttin eyjum í Suður Kína­hafi og víð­ar. Rétt­ur­inn átti að fær­ast til Lýð­veld­is­ins Kína sem er nú á Tævan en Spratly eyjar voru ekki nefndar sér­stak­lega. Við þetta bætt­ist að ­réttur Jap­ana til eyj­anna varð til eftir inn­rás og her­setu en óljóst var með eig­in­leg við­ur­kennd yfir­ráð Spratly og ann­arra eyja­klasa eft­ir hern­að­ar­lega yfir­töku.

Haf­rétt­ar­sátt­máli SÞ og Alþjóða­dóm­stóll­inn í Haag

Til­kall Fil­ipps­eyja til­ ­Spratly eyja byggir á land­fræði­legum rökum og „fyrstir koma fyrstir fá“ ­regl­unni eða Res Nullius á lat­ín­u. Land­fræði­lega má leiða líkum að því að eyj­arnar séu hluti af land­grunn­i Fil­ips­eyja sem eru sjálfar eld­fjalla­eyja­klasi dreifður þar í kring. Ef horft er á kort af svæð­inu er nokkuð ljóst að eyja­klas­inn liggur á haf­svæð­inu næst Malasíu og Fil­ips­eyjum og þá sér­stak­lega Palawan eyju sem til­heyrir þeim sið­ar­nefndu.Spratly eyjar og yfirráð nokkurra ríkja.

Res nullius rökin byggja á því að eyj­arnar hafi verið einskis manns land eftir seinn­i heim­styrj­öld­ina. Í frið­ar­sátt­mála Jap­ana við banda­menn var samið um að her­lið og her­seta þeirra legð­ist niður á hernumdum svæðum í Asíu, þ.á.m. Sprat­ly. Umferð um eyj­arnar lá að mestu niðri allt þar til fil­ip­p­eyskur kaup­sýslu­maður að nafn­i Tomas Cloma nam þar land árið 1956 og stofn­aði Frels­is­land­ið. Hann var hand­tek­inn árið 1974 af fil­ip­p­eyskum ­stjórn­völdum og var neyddur til að selja eyj­arnar til þeirra á einn pesóa. ­Ferdin­and Marcos, for­seti Fil­ipps­eyja, lýsti því að þær væru hluti af Fil­ipps­eyj­u­m og kall­aði þær Kala­yaan á fil­ip­p­eysku.

Árið 2009 reyndi Kína að fá til­kall sitt byggt á 9 strika lín­una við­ur­kennt á vett­vangi Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna. Þeirri kröfu var að mestu hafnað þar sem strand­lengja Kína lægi ekki að svæð­inu eins Haf­rétt­ar­sátt­máli SÞ (UNCLOS) kveður á um. Í kjöl­far þess­ar­ar ­kröfu, ásamt stór­auknum fram­kvæmdum Kín­verja við land­fyll­ingar og hern­að­ar­upp­bygg­ingu, á svæð­inu fóru Fil­ippsey­ing­ar ­með málið fyrir Alþjóða­dóm­stól­inn í Haag árið 2013.

Kína neit­aði að við­ur­kenna lög­sögu dóm­stóls­ins. En sú afstaða dugði ekki til þar sem ­dóm­stóll­inn ákvað samt að taka málið fyrir vegna þess m.a. að bæði ríkin höfðu inn­leitt Haf­rétt­ar­sátt­mál­ann. Fyr­ir­spurnir Fil­ips­eyja í mál­inu end­ur­spegl­uðu ákveðn­a kænsku. T.d. spurðu þeir ekki hvort sand­rifin og land­fyll­ingar Kína gætu talist eyj­ur ­með búsetu heldur hvort sand­rifin mynd­uðu grund­völl 12 mílna efna­hags­lög­sögu.

Fjallað var um málið í nóv­em­ber 2015. Fyrsta álit dóm­stóls­ins var Fil­ipps­eyjum í vil. Þó svo hann hafi ­neitað að úrskurða um mál eins og her­væð­ingu og land­helg­is­gæslu Kín­verja á svæð­inu var t.d. ályktað að land­fyll­ingar Kín­verja brytu Haf­rétt­ar­sátt­mál­ann þar sem umhverf­is­mat í sam­ráði við nágranna­ríki voru ekki fram­kvæmd. ­Dóm­stóll­inn opn­aði einnig fyrir ákvarð­ana­töku um rétt til fisk­veiða en Kína hefur m.a. meinað fil­ip­p­eyskum sjó­mönnum að veiða í litlum flóa sem er a­flok­aður af hinum skeifu­laga Scar­borough grynn­ing­um. Aðfar­irnar þar hafa um margt minnt á Þorska­stríð­ið, þar sem risa­vaxin her­skip sigla utan í illa búna fiski­báta.

Varn­ar­sátt­máli við Banda­ríkin

Aðkoma Banda­ríkj­anna að ­deil­unni er marg­þætt. Að ósk Fil­ips­eyj­inga fór bandríski her­inn þaðan í burt árið 1992 og sagði skilið við risa­stór hern­að­ar­mann­virki eins og flota­stöð­ina Su­bic Bay. Stærstu bæki­stöð flug­hers­ins, Clark Airfi­eld, var lokað eftir eld­gos í Pinatubo fjalli árið áður. Subic Bay var stærsta her­stöð Banda­ríkja­hers í Kyrra­haf­inu á seinni hluta 20. ald­ar. Þar má nú aftur sjá her­skip Banda­ríkja­manna leggj­ast bryggju og við­ræður eru í gangi við Fil­ips­eyjar um að opna þar aftur her­stöð.

Árið 2011 til­kynnt­i ­rík­is­stjórn Obama um áherslu­breyt­ingu í varn­ar­stefnu Banda­ríkj­anna. Horfið var frá Evr­ópu- og Mið Aust­ur­landa-miðarðri utan­rík­is­stefnu í átt til Kyrra­hafs­ins (e. Stra­tegic Pivot). Einn hel­sti hvat­inn að nýrri stefnu er hern­að­ar­upp­bygg­ing Kína á þessum slóð­um. Kína flyt­ur inn helm­ing af allri olíu­þörf sinni og talið er að 80% fari um Malacca sund á milli Malasíu, Singapúr og Indónesíu. Á meðan Kín­verjar reyna að tryggja ­sigl­inga­leiðir sínar eru Banda­ríkin að lappa upp á gömul vina­tengsl á svæð­in­u. Her­stöð Banda­ríkj­anna í Singapúr skammt frá Malacca er þrándur í aug­um Kín­verja.

BRP Sierra Madre

Einn áhuga­verð­asti ang­i ­deil­unnar er vera átta fil­ip­p­eyskra her­manna á skips­flaki sem strand­aði á Ayungin grynn­ing­unum rétt fyrir utan Prakka­striks­skerið þar sem Kín­verjar eru ­búnir að byggja flug­braut og mynd­ar­lega byggð. Skipið heitir BRP Sierra Madre og not­uðu Banda­ríkja­menn það í seinni heim­styrj­öld­inni áður en fil­ip­p­eyski her­inn fékk það til afnota.

Nú er flakið að ryðga í sundur og búa her­menn­irnir við söng­inn í kinnungnum og drepa tím­ann með því að hlusta á lýs­ingar af körfu­bolta­leikjum og dorga með veiða­færum gerðum úr af­gangs­málmum úr skip­inu. New York Times birti ítar­lega grein um líf mann­anna sem fá að tala við konur sínar og ­börn einu sinni í viku í gegnum gervi­hnatt­ar­síma. Mat­ar­send­ing kemur ein­u sinni í mán­uði og hver her­maður dvelur um hálft ár í flak­in­u. Al­þjóða­dóm­stóll­inn neit­aði að álykta um hvort Kína mætti stjórna sigl­ingum til­ og frá skip­inu.Ayungin sandrifið og BRP Sierra Madre á bakvið eyjarnar og úr nærmynd. Kínverjar stjórna rifinu en filipeyskir hermenn búa við hættulegar aðstæður á skipinu.

Spratly eyjar með öll sín skraut­legu nöfn og ein­mana eyja­skeggja munu án efa verða ein mik­il­vægasta milli­ríkja­deilan í Aust­ur-Asíu á næstu árum. Meiri spenna ríkir milli ann­arra ­ríkja eins og Jap­an, Kína, Kóreu og Víetnam. En það sem er hættu­legt við ­Spratly deil­una er að fil­i­peyski her­inn er illa búinn, banda­ríski sjó- og flug­her­inn er eins og naut í flagi og Kín­verska lan­helg­is­gæslan er eins og strangur kenn­ari í vit­lausri skóla­stofu.  Að­koma Alþjóða­dóm­stóls­ins í Haag að mál­in­u hefur hrundið af stað ferli sem leitt getur til lausnar á grund­velli Haf­rétt­ar­sátt­mála SÞ.

Þangað til mun B-52 vél­ar ­Banda­ríkj­ann halda á­fram að sveima yfir svæð­ið. Hroll­vekj­andi er að vita af þeim og banda­rískum tund­ar­spillum í þröngum sundum og grynn­ingum innan um kín­verska sjó­her­inn.  Eins gott að það sé eng­inn flækju­fótur í því þrá­tefli.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None