Azadi turninn í Teheran.
Azadi turninn í Teheran.
Auglýsing

Mikið hefur mikið verið rætt um upp­gang þess sem kallað er öfga-íslam und­an­far­ið. Þar hefur hið svo­kall­aða Íslamska ríki verið til­tekið sér­stak­lega og nefnt sem helsta ógn Vest­ur­landa. Ófrið­ar­bálið sem logað hefur und­an­farna ára­tugi í ríkj­unum fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs og víðar er jafn­framt tengt við átök á milli til­tek­inna trú­ar­hópa. Talað er um að þar tak­ist á inn­byrðis, heit­trú­aðir sía og súnni múslímar sem síðan hat­ist í sam­ein­ingu við gyð­inga í Ísr­ael – þeir al-öfga­fyllstu við heims­byggð­ina eins og hún leggur sig.

Þá er jafnan gengið út frá því að átaka­línur séu í sam­ræmi við til­tekna trú sem skapi sam­stöðu meðal trú­bræðra. Stjórn­völd í löndum þar sem trú er ríkj­andi þáttur í stjórn­ar­far­inu hljóti því að styðja fylg­is­menn sömu trúar í öðrum ríkjum mögl­un­ar­laust. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt að skoða nú í ljósi breyttrar stöðu Írans í kjöl­far kjarn­orku­sam­komu­lags­ins við Vest­ur­veld­in. Landið mun vænt­an­lega leika lyk­il­hlut­verk í því hvernig til tekst með frið­ar­um­leit­anir í Mið-Aust­ur­lönd­um. Íran er í raun eina ríkið á svæð­inu þar sem guð­ræði (e. theocracy) ríkir en hóf­sam­ari borg­ara­legir stjórn­ar­hættir eiga þó einnig sína málsvara í írönsku stjórn­kerfi.

Íran og Sádi-­Ar­ab­ía, sem voru hand­bendi stór­veld­anna á tímum kalda­stríðs­ins, eru nú orðnir sjálf­stæð­ari ger­endur en áður og helstu keppi­naut­arnir um völd í Mið-Aust­ur­lönd­um. Eins og inn­rás Banda­ríkja­manna í Írak lagði grunn­inn að til­urð Íslamska rík­is­ins varð brott­hvarf Sadd­ams Hússeins af valda­stóli í Írak einnig til þess að valda­jafn­vægið sem ríkti á svæð­inu raskað­ist. Um leið og Banda­ríkja­menn hafa dregið úr stuðn­ingi við Sádí-­Ar­abíu hefur þíða mynd­ast í sam­skiptum þeirra og Írana – sem hafa haft tæki­færi til stíga inn í tóma­rúmið sem mynd­að­ist, gera banda­lag við Írak og náð að styrkja stöðu sína sem ráð­andi afl á svæð­inu.

Auglýsing

Þegar gripið er til þeirrar útskýr­ingar að ófrið­ur­inn í Mið-Aust­ur­löndum sé afsprengi alda­gam­alla trú­ar­erja yfir­sést mönnum ýmsir mik­il­vægir þættir sem eiga a.m.k. jafn ríkan þátt í að ýta undir núver­andi ástand. Vissu­lega getur trú átt þátt í að skerpa þær and­stæður sem auka á átök og opin­ber trú við­kom­andi ríkis haft áhrif stefnu og stuðn­ing í ríkja­sam­skipt­um. Einnig hafa heit­trú­aðir öfga­hópar verið not­aðir sem verk­færi eins og Íran gerði með stofnun Hez­bollah sam­tak­anna í Líbanon til að berja á Ísra­els­mönn­um.

John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Javad Zarif utanríkisráðherra Írans, takast í hendur fyrir fund ríkjanna um kjarnorkumál Írans.

Klass­ískir valda­hags­munir sem byggja á land­fræð­i-póli­tískum og efna­hags­legum for­send­um, bæði innan ríkis og utan, eiga hins vegar stóran þátt í ólg­unni og þeim átökum sem eiga sér stað fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs. Rann­sóknir fræði­manna sýna einmitt fram á að þegar á reynir eru það efna­hags­legir þættir og land­fræði­leg lega sem skipta mestu. Jafn­vel þar sem heit­trú­aðir bók­stafs­trú­ar­menn eru við völd eru það efna­hags­legir hags­munir sem ráða end­an­legri stefnu fremur en trú­ar­brögð og tengsl við trú­bræður – og þetta á sér­stak­lega við um Íran.

Íran og stuðn­ingur við harð­línu­sam­tök

Íranskir leið­togar eru þekktir fyrir afdrátt­ar­lausar yfir­lýs­ingar gagn­vart Ísr­ael eins og frægt er orð­ið. Íran hefur auk stuðn­ings við Hez­bollah í Líbanon, m.a. beitt Ham­a­s-­sam­tök­unum í Palest­ínu í þeirri bar­áttu. Í fyrstu mætti ætla að stuðn­ingur Írans við slík trú­bræðra­sam­tök, sem byggja á íslömskum grunni, væri óskor­að­ur. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að hann hefur verið mjög ótrygg­ur. Ýmist eru Ham­as, Hez­bollah eða önnur her­ská sam­tök ein á báti þar sem ekki er einu sinni reynt að sýna móralskan stuðn­ing – yfir til þess að Íran tekur ákveðna ábyrgð á þessum hóp­um. Þar ræður miklu að stjórnin í Teheran hefur verið að reyna að leggja áherslu á for­ystu­hlut­verk sitt til að skapa frið á svæð­inu.

Þetta styður enn frekar það sjón­ar­mið að utan­rík­is­stefna Írans og hin trú­ar­lega orð­ræða er langt frá því að vera ein­róma eða afdrátt­ar­laus. Það gefur til kynna að stuðn­ingur Írans, þar sem sía-­trú er ríkj­andi, við sam­tök eins og súnni sinnað Hamas sé frekar byggður á því hvort og hvernig það þjónar póli­tískum hags­munum Írans. Ein ástæðan fyrir því er að Íranar vilja ekki að sía-­trú nái und­ir­tökum á svæð­inu sem kæmi í veg fyrir að þeir verði breið­virkt íslamskt afl. Stuðn­ingur jöfnum höndum við Ham­as, öfgasinnuð íslömsk sam­tök og mál­stað Palest­ínu­manna er því góð leið til að yfir­stíga klofn­ing og und­ir­strika þannig for­ystu­hlut­verk Íran.

Einnig þarf að taka með í reikn­ing­inn að hóg­vær stefna hentar ekki harð­línu­öflum í Íran því völd þeirra byggj­ast á því að skerpt sé á trú­ar­legum átaka­lín­um. Aðgerðir eins og inn­rásin í sendi­ráð Sádí-­Ar­abíu í Teher­an, í kjöl­far aftök­unnar á síaklerknum Sheikh Nimr al-Nimr, eru því til þess gerðar að grafa undan trú­verð­ug­leika hins hóf­sama arms, fremur en að þær séu byggðar á ígrund­aðri stefnu íranskra stjórn­valda.

Skortur á póli­tískri umræðu og lög­mæti stjórn­valda

Um sex­tíu pró­sent Írana eru Persar sem eru ráð­andi í sam­fé­lag­inu. Vest­rænir fjöl­miðlar afgreiða gjarnan póli­tískan óstöð­ug­leika í Íran sem upp­reisn súnníta minni­hlut­ans. Þar yfir­sést mönnum að málið snýst miklu fremur um und­ir­ok­aða hópa af mis­mun­andi kyn­þáttum í Íran. Þetta eru hópar Asera, Kúr­da, Túrk­mena og Araba auk ann­arra smærri brota og upp­reisn þeirra er það sem raun­veru­lega gæti valdið óstöð­ug­leika og ófriði í land­inu. Jafn­vel lýð­ræð­is­sinn­aðir Persar eru hik­andi við að auka lýð­rétt­indi þess­ara minni­hluta­hópa því það gæti leitt til enda­loka pers­neskra yfir­ráða í Íran.

Þetta leiðir okkur að þeim und­ir­liggj­andi grund­vall­ar­vanda sem hrjáir ríki Mið-Aust­ur­landa, hversu mikið Vest­ur­veld­in, sér í lagi Banda­rík­in, Frakk­land og Bret­land, hafa ráðskast með þau síð­ast­liðin eitt­hund­rað ár. Afleið­ing­arnar eru að póli­tísk umræða hefur ekki náð að þró­ast og móta umhverfi hvar vald­hafar hafa öðl­ast póli­tískt lög­mæti, m.a. meðal ólíkra þjóð­ar­brota, sem er frum­skil­yrði fyrir raun­veru­legri sjálf­stjórn ríkj­anna. Þar hafa fremur setið ein­ræð­is­herr­ar, gjarnan í skjóli Vest­ur­landa, en þeim sem hafa verið þrándur í götu er gjarnan komið frá með und­ir­róðri, skipu­lögðum bylt­ingum og inn­rás­um. Í slíku umhverfi er leiðin til að tryggja póli­tíska hags­muni og völd einmitt að kynda ófrið­ar­bál með því að skerpa trú­ar- og þjóð­ern­is­legar átaka­lín­ur.

Nið­ur­staðan er því sú að vara­samt er að ganga út frá því að trú­ar­brögð séu megin skýr­ing á stefnu eða gjörðum ríkja, eða þegar orsaka átaka og stríða er leit­að, þó vissu­lega geti þau átt ríkan þátt. Almennt gildir það um ríkja­sam­skipti að þar ráða efna­hags­legir hags­munir mestu og ríki reyna fyrst og fremst að tryggja öryggi sitt í hví­vetna. Því er hægt að gera ráð fyrir að ein­hvers­konar hug­mynda­fræði­legur eða trú­ar­legur sam­hljómur meðal þjóða dugi skammt þegar á reyn­ir. Þegar stefnu­mótun sem varðar öryggi rík­is­ins er ann­ars vegar eru það oftar en ekki hreinir og klárir efna­hags­leg­ir- eða póli­tískir hags­munir sem ráða för.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None