Bjargvætturinn Göring

Nafnið Göring tengja flestir við nánast ómannlega illsku. Hermann Göring var með valdamestu mönnum nasista og beitti harðræði gegn fólki. Bróðir hans hefði ekki getað verið ólíkari. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í sögu Göring bræðra.

Kristinn Haukur Guðnason
Göring bræður.
Auglýsing

Hinn alræmdi nas­ista­for­ingi Her­mann Gör­ing var einn af ­valda­mestu mönnum þriðja rík­is­ins. Hann stofn­aði leynilög­regl­una Gesta­po, ­leiddi flug­her­inn Luftwaf­fe, tók þátt í hel­för­inni og var um tíma næst­ráð­andi þýska ­rík­is­ins á eftir Adolf Hitler. Bróðir hans Albert Gör­ing hefði varla get­að verið ólík­ari. Albert fyr­ir­leit nas­is­mann og barð­ist gegn honum bæði leynt og op­in­ber­lega. Með hjálp bróður síns bjarg­aði hann fjöl­mörgum gyð­ingum og öðrum ­fórn­ar­lömbum úr klóm nas­ista.

Ólíkir bræður

Albert Günther Gör­ing var fædd­ur árið 1895 í Berlín. Hann var yngstur fimm barna hjón­anna Hein­rich og Fann­y ­Gör­ing, en faðir hans átti fimm upp­komin börn úr fyrra hjóna­bandi. Hein­rich ­starf­aði sem lög­fræð­ingur og diplómati fyrir Þýska­land víða um heim. Hann hafð­i t.a.m. verið lands­stjóri Þýsku Suð-vestur Afr­íku sem í dag heitir Namibía. Í Afr­íku kynnt­ist Hein­rich hinum vell­auð­uga Herr­mann von Epen­stein, lækni sem var af gyð­inga­ættum en þó kaþ­ólikki sjálf­ur. Hann bauð Gör­ing fjöl­skyld­unni að búa hjá sér í kast­ala sínum í Veld­en­stein í Bæj­ara­landi.

 En það sem Hein­rich vissi kannski ekki var að eig­in­kona hans hélt við von Epen­stein um árarað­ir. Hein­rich var mikið í burtu frá fjöl­skyld­unni og þegar hann var til staðar var hann þung­lyndur og afskipta­laus. Grun­semdir hafa vaknað um það að Albert Gör­ing hafi verið sonur von Epen­steins. Sam­kvæmt við­tali við dóttur Alberts, Elísa­betu, þá hélt hann því víst sjálfur fram. En það er þó óstað­fest og skiptir kannski ekki miklu máli í stóra sam­heng­inu en ­með tengslum sínum við von Epen­stein kynnt­ist Albert Gör­ing efri stéttar líf­i og blóm­legri menn­ingu bæði í Þýska­landi og í Aust­ur­ríki þar sem fjöl­skyld­an d­valdi einnig.

Auglýsing

Næst yngsta barnið í fjöl­skyld­unni var Her­mann Gör­ing, t­veimur árum eldri en Albert. Her­mann og Albert voru ákaf­lega ólíkir bæði í út­liti og í fasi. Her­mann var með blá augu og germ­anskt útlit en Albert með­ brún augu og dekkri á hör­und. Her­mann var upp­reisn­ar­gjarn og gasl­ara­legur og kunni vel við sig í marg­menni þar sem hann tal­aði yfir­leitt hæst allra. Albert var hann ófé­lags­lynd­ur, nei­kvæður og lét lítið fyrir sér fara. Her­mann átti erfitt ­með bók­nám en fann sig aftur á móti í hern­um. Hann hóf feril sinn þar í fót­göngu­lið­inu í fyrri heims­styrj­öld­inni en flutti sig snemma yfir í flug­her­inn, þar sem hann var orr­ustuflug­mað­ur. 

Alla tíð var Her­mann tengd­ur flugi og flug­hern­um. Þegar Nas­ista­flokk­ur­inn komst til valda árið 1933 var hann ­gerður að flug­mála­ráð­herra og hélt þeirri stöðu allt til stríðsloka. Bók­nám hent­aði Albert Gör­ing bet­ur. Hann hafði engan áhuga á stjórn­málum eða hernum en var þó vita­skuld kvaddur í her­inn í fyrri heim­styrj­öld­inni og starf­aði þar sem ­skeyta­mað­ur. Eftir stríðið lærði hann verk­fræði í Tækni­há­skóla München. Þrátt fyrir að vera eins ólíkir og þeir voru kom bræðr­un­um á­gæt­lega saman í upp­hafi. En eftir að Her­mann tók þátt í hinni mis­heppn­uð­u ­bjór­kjall­ar­upp­reisn Hitlers árið 1923 versn­aði sam­band bræðrana til muna og um margra ára skeið töl­uð­ust þeir lítið við.

Hið góða líf í Vín

Árin eftir bjór­kjallaraupp­reisn­ina voru Her­manni Gör­ing erf­ið. Hann hafði fengið skot í nár­ann í upp­reisn­inni og ánetj­að­ist mor­fín­i eftir sjúkra­leg­una. Illa hald­inn af fíkn flakk­aði hann um Evr­ópu þar sem hann var eft­ir­lýstur í Þýska­landi. Um tíma var hann vistaður á geð­sjúkra­húsi í Sví­þjóð en fékk að snúa aftur heim til Þýska­lands árið 1927 þegar honum vor­u ­gefnar upp sak­ir. Þetta var aftur á móti tím­inn þar sem Albert blómstr­að­i. Eftir útskrift úr háskóla vann hann fyrir Junckers og hann­aði ýmis hit­un­ar­tæki og ofna. Hann var svo feng­inn til að selja vörur fyrir fyr­ir­tækið víða um ­Evr­ópu. Best leið honum í Mið-­Evr­ópu og þá sér­stak­lega fjöl­menn­ing­ar­borgum eins og Vín, Prag og Búda­pest. Í kringum 1930 höfðu nas­istar náð aftur vopnum sín­um og juku fylgi sitt með hverjum deg­in­um. 

Her­mann stóð þétt við hlið Hitlers í þess­ari upp­bygg­ingu sem lauk með valda­töku flokks­ins árið 1933. Albert ­fyr­ir­leit nas­is­mann og alla þá kúgun og ofbeldi sem fylgdi hon­um. Hon­um hugn­að­ist ekki þjóð­ernis eða kyn­þátta­hyggja, í hans augum voru allar mann­eskj­ur ­jafn rétt­há­ar. Þegar nas­ist­arnir tóku völdin í Þýska­landi flutti Albert til­ Vín­ar­borg­ar. Þar stýrði hann kvik­mynda­veri fyrir bræð­urna Kurt og Oskar Pilz­er ­sem voru gyð­ing­ar. Mikið af gyð­ingum og öðru „óæski­legu“ fólki úr þýska ­skemmt­ana­iðn­að­inum flúði til Vín­ar­borgar og fékk atvinnu þar. Albert kunni vel við sig í Vín og þeirri menn­ingu sem borgin er fræg fyr­ir, svo vel reyndar að hann gerð­ist aust­ur­rískur rík­is­borg­ari. Í eitt skipti gerð­ist það að Her­mann ­Gör­ing leit­aði til bróður síns til að fá hjálp. Góð vin­kona Emmy Gör­ing, eig­in­konu Her­manns, var gift gyð­ingi og hrökkl­að­ist úr landi. Albert útveg­að­i henni kvik­mynda­hlut­verk í Aust­ur­ríki. Þetta var greiði sem Albert átti eftir að inn­heimta margoft til baka.

Þegar Aust­ur­ríki var inn­limað inn í Þýska­land árið 1938, í hinu svo­kall­aða Anschluss, umturn­að­ist ver­öld Alberts og hann fór að berj­ast bein­t ­gegn ofbeldi og kúg­unum nas­ism­ans. Á þessum tíma voru völd Her­manns meiri en nokkru sinni fyrr. Hann var óum­deil­an­lega næst­ráð­andi í þriðja rík­inu á eft­ir ­sjálfum Adolf Hitler og Albert ákvað að nýta sér það til góðs. Annar vinnu­veit­and­i hans Oskar Pilzer var hand­tek­inn skömmu eftir Anschluss af Gesta­po-­mönn­um. Al­bert hringdi í bróður sinn og Pilzer var strax lát­inn laus. Pilz­er ­fjöl­skyldan komst að lokum til Banda­ríkj­anna fyrir til­stilli Alberts. Albert lét sér það þó ekki duga að bjarga nán­ustu vinum sín­um. Við Anschluss var kansl­ari Aust­ur­ríkis Kurt Schuschnigg hand­tek­inn. Schuschnigg sem hafði barist hart fyrir sjálf­stæði lands­ins var geymdur í ein­angr­un­ar­vist og hann pynd­að­ur­ ­með ýmsum aðferð­um. Albert sendi bróður sínum bréf um hvers lags hneisa þetta væri fyrir Þýskaland að koma svona fram við frá­far­andi leið­toga og hvort hann ­gæti ekki hjálpað hon­um. Í kjöl­farið var Schuschnigg leystur úr ein­angrun og ­sendur í vinnu­búðir í Sachen­hausen.



Skoda og and­spyrnu­hreyf­ingin

Eftir Anschluss missti Albert Gör­ing áhugan á að starfa ­fyrir kvik­mynda­ver­ið. Eftir að Pilzer bræðrum var bolað í burtu voru ein­ung­is á­róð­urs­myndir fyrir Nas­ista­flokk­inn fram­leiddar þar. Þá bauðst honum staða ­út­flutn­ings­stjóra hjá bíla og véla­fram­leið­and­anum Skoda í Tékkóslóvak­íu. Albert ­flutti þangað árið 1939 og má segja að and­spyrnu­starf­semi hans hafi haf­ist að al­vöru. Tékkóslóvakía var her­setin af Þjóð­verjum og verk­smiðjur Skoda sáu um að afla þýska hernum vél­ar­hluti. En í verk­smiðj­u­m Skoda störf­uðu mikið af mönnum sem unnu á laun fyrir tékk­nesku and­spyrnu­hreyf­ing­una. Albert Gör­ing vissi af þessu og aðstoð­aði þá með ýmsum­ hætti, t.d. veitti hann upp­lýs­ing­ar, aðstoð­aði og hvatti til skemmd­ar­verka og hjálp­aði hand­söm­uðum and­spyrnu­mönnum að sleppa úr haldi. Hann nýtti sér tengsl sín við bróður sinn og fals­aði jafn­vel und­ir­skrift hans.

Það eru til margar sögur af hetju­dáðum Alberts, þar sem hann ­setti sig jafn­vel opin­ber­lega í hættu. Fræg­asta atvikið var senni­lega þeg­ar hann hjálp­aði nokkrum gyð­inga­konum sem voru neyddar af SS-liðum til að skrúbba ­gang­stétt. Albert sá atvikið og hófst handa við að skrúbba með þeim. Þeg­ar S­S-lið­arnir stöðv­uðu hann og báðu um skil­ríki sýndi hann þeim að hann væri bróðir Her­manns. Alberti og kon­unum var í kjöl­farið sleppt þar sem þeir vild­u ekki nið­ur­lægja hann og þar með Her­mann sjálf­an. Sams konar atvik átti sér stað í Vín þegar SS-liðar neyddu aldr­aða gyð­inga­konu til að sitja í búð­ar­glugga með­ skilti um háls­inn sem á stóð „ég er skítugur gyð­ing­ur“. Albert leiddi kon­una í burtu og SS-lið­arnir þorðu ekki að stöðva hann. Hann bjarg­aði mörgum frá því að verða sendir í útrým­ing­ar­búð­ir, hann kom fjölda fólks úr landi, keyrði þeim ­jafn­vel sjálf­ur. Hann bjarg­aði líka eigum fólks sem höfðu verið gerðar upp­tækar og sendi gjald­eyri til fólks í gegnum sviss­neskan banka­reikn­ing sem hann átti

Hann hjálp­aði fólki úr útrým­ing­ar­búðum t.d. með því að biðja um vinnu­afl fyr­ir­ Skoda verk­smiðj­una. Föng­unum var síðan öllum sleppt laus­um. Eftir að Rein­hard Hey­drich, land­stjóri Tékkóslóvak­íu, var myrtur af tékk­nesku and­spyrnu­hreyf­ing­unn­i lét yfir­maður hans, Hein­rich Himm­ler, sverfa til stáls og mik­ill fjöldi Tékka voru aflífaðir eða fang­els­að­ir. Albert bjarg­aði mörgum frá þess­ari hefnd ­Þjóð­verja. Hann var hand­tek­inn alls fjórum sinnum í stríð­inu en alltaf kom Her­mann honum til bjarg­ar. Himm­ler, sem átti sjálfur í innri valda­bar­áttu við Her­mann Gör­ing, mis­lík­aði fram­ferði Alberts sér­stak­lega en sá sér þó ekki fært að beita sér frekar gegn hon­um. Þó er ljóst að Albert var í eig­in­legri lífs­hættu.

Það kann að koma á óvart hversu mikla þol­in­mæði Her­mann hafði gagn­vart bróður sín­um. En sam­band þeirra var sér­stakt. Þeir töl­uð­ust ­lítið við og hitt­ust nær ein­ungis á fjöl­skyldu­mót­um. Albert var ekki við­staddur skírn Eddu Gör­ing, dóttur Her­manns, þar sem Adolf Hitler var guð­fað­ir­inn. Þeir töl­uðu aldrei um stjórn­mál og má vera að þeir hafi vilj­að vernda hvorn annan frá sann­leik­anum um gjörðir hvors ann­ars. En þrátt fyr­ir­ þann mikla mun á afstöðu og gjörðum bræðr­anna þá kom þeim ágæt­lega sam­an. Það virð­ist einnig sem Her­mann hafi verið hænd­ari að Alberti en öfugt, senni­lega ­vegna þess hversu mik­ill fjöl­skyldu­maður hann var. Alberti mis­lík­aði gjörð­ir Her­manns ákaf­lega en hann þurfti á honum að halda, hann hefði aldrei get­að hjálpað öllu þessu fólki án Her­manns. Her­mann lét alla vita, bæði Gesta­po-­menn, S­S-liða og aðra að fjöl­skyldu hans mætti ekki snerta.

Albert Göring.

Erf­ið­leikar eft­ir ­stríð

Þegar stríð­inu lauk gáfu báðir Gör­ing bræð­urnir sig fram við her­sveitir banda­manna. Her­mann hafði fallið úr náð Hitlers og eyddi seinust­u ­dögum stríðs­ins í stofu­fang­elsi í kast­ala sínum í Aust­ur­ríki. Hann var hæst ­setti liðs­maður Nas­ista­flokks­ins sem banda­menn hand­söm­uðu og réttað var yfir­ honum í Nurem­berg á árunum 1945 og 1946. Hann var dæmdur til dauða, m.a. fyr­ir­ ­stríðs­glæpi og glæpi gegn mann­kyni en framdi sjálfs­víg í klefa sínum rétt fyr­ir­ af­tök­una. Albert var einnig yfir­heyrður í Nurem­berg og banda­menn sök­uðu hann um að taka þátt í glæpum bróður síns. 

En Albert lýsti gjörðum sínum í stríð­in­u, hvernig hann hefði aðstoðað and­spyrnu­hreyf­ing­una og hjálpað gyð­ingum og öðrum ­fórn­ar­lömbum nas­ista. Hann skrif­aði upp lista 34 helstu manna og kvenna sem hann hafði hjálp­að, þar á meðal Oskar Pilzer og Kurt Schuschnigg. Sak­sókn­ar­ar ­trúðu þessu tæp­lega en það breytt­ist þó þegar fólk sem hann hafði hjálpað send­i vitn­is­burð um hetju­dáðir hans til Nurem­berg, þar á meðal Pilzer bræður sem þá ­bjuggu í Banda­ríkj­un­um.

Sak­sókn­arar urðu nú að taka mark á Alberti en þeir vildu þó ekki sleppa hon­um ­laus­um. Hann var því fram­seldur árið 1947 til Tékkóslóvakíu þar sem hann var ­eft­ir­lýst­ur. Þar var réttað yfir honum og hann hefði átt dauða­dóm­inn vísan ef ekki hefði verið fyrir aðstoð þeirra sem hann hafði hjálpað í gegnum tíð­ina og þá sér­stak­lega and­spyrnu­manna úr verk­smiðjum Skoda sem vitn­uðu til um gjörð­ir Al­berts. Hann var sýkn­aður af dóm­stól í Prag og var nú loks frjáls maður.

Þó að Albert hafi sloppið við fang­elsis eða dauða­dóm eft­ir ­stríð þá átti eft­ir­nafnið Gör­ing eftir að reyn­ast honum erfitt allt til­ dauða­dags. Margir nas­istar og skyld­menni þeirra breyttu um nafn eftir stríð en þar sem hann var mik­ill hug­sjóna­maður fannst honum það aldrei koma til greina. Hann leit á það sem svik við föður sinn og ætt sína. Eng­inn vildi þó ráða mann ­með eft­ir­nafnið Gör­ing í vinnu eftir stríð­ið. Hann fékk ein­staka verk­efni sem þýð­andi þangað til hann fékk loks fasta vinnu árið 1955 hjá bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki í München. Sam­starfs­menn hans komust þó fljótt á snoðir um tengsl hans við Her­mann og hót­uðu að hætta allir sem einn. Albert var því lát­inn fara og hann bjó í fátækt í borg­inni sein­ustu ár ævi sinn­ar. Fáir vissu af hetju­dáðum hans í stríð­inu og hann þáði mat­ar­að­stoð frá þeim sem hann hafði hjálpað í gegnum tíð­ina. Albert Gör­ing lést árið 1966.

Það var ekki fyrr en á tíunda ára­tug sein­ustu ald­ar, rúm­um 30 árum eftir dauða­dag Alberts að sagn­fræð­ingar fóru að gefa honum gaum. ­Skrif­aðar voru grein­ar, bækur og heim­ild­ar­myndir um hann og honum jafn­vel líkt við hinn fræga Oscar Schindler. Breski sagn­fræð­ing­ur­inn William Hastings Burke hefur tekið mál Alberts sér­stak­lega að sér og reynt að koma honum á fram­færi. Hann ­fór til Ísr­ael til þess að kynna málið og athuga hvort Albert kæmi til greina til að fá Yad Vas­hem orð­una, en það er heiður sem Ísra­els­ríki veitir þeim sem hættu lífi sínu til að hjálpa gyð­ingum í hel­för­inni en voru ekki gyð­ing­ar ­sjálf­ir. Það er ennþá til skoð­unar að veita Albert þennan heið­ur. [htt­p://www.thejewis­hweek.com/­news/­new-york/will-ya­d-vas­hem-honor-­goer­ing] Irena Stein­feldt hjá Yad Vas­hem segir að það verði erfitt vegna þess hve lang­t er liðið frá atburð­unum en við­ur­kennir þó að það myndi senda sterk skila­boð ef Ísra­els­ríki viðurkenndi „góðan Gör­ing“. Illska er ekki með­fædd, hún er val. Talið er að þeir sem Albert Gör­ing bjarg­aði úr klóm Nas­ista hafi skipt hund­ruð­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None