Gallerí
Kuldi, þyngdarbylgjur og kjarnorkuvopn
Forval fyrir forsetakosningar

Kosið var í forvali demókrata og repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar í New Hampshire á þriðjudag. Bernie Sanders hlaut flest atkvæði meðal demókrata og skákaði um leið Hillary Clinton. Donald Trump hlaut flest atkvæði í forvali repúblikana.
Mynd: EPA
Snjókoma í Kasmír

Fólk yljar sér við eld undir skýli í Tangmarg í Kasmír. Tangmarg er sumarhöfuðborg indverska hluta Kasmír. Snjókoman á fimmtudag batt endi á langt þurrkatímabil á þessum slóðum.
Mynd: EPA
Varnarsigur

Cam Newton, leikstjórandi Carolina Panthers, óskar Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos, til hamingju með annan Super Bowl-titilinn á ferlinum. Denver og Carolina mættust í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudaginn. Denver hafði sigur úr bítum, 24-10, eftir mikinn varnarleik.
Mynd: EPA
Kaldara en síðustu tíu ár

Fremur kalt hefur verið á landinu það sem af er febrúar. Í janúar var meðalhitinn undir meðallagi síðustu tíu ára og rétt yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Snjór hefur þess vegna legið yfir höfuðborginni meira og minna síðan um áramót.
Mynd: Birgir Þór
Uppgvötun aldarinnar

Vísindamenn hafa í fyrsta sinn mælt þyngdarbylgjur og þar með fært sönnur á afstæðiskenningu Alberts Einsteins og varpað nýju ljósi á hið dularfulla þyngdarafl. Þetta er almennt álitin ein mesta uppgötvun vísindanna í langan tíma.
Mynd: EPA
Reynt að semja um frið í Sýrlandi

Sergei Lavrov og John Kerry, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, sömdu um „hlé á átökum“ stríðandi fylkinga í Sýrlandi á fundi sínum í München. Ekki er um endanlegt eða bindandi vopnahlé að ræða en vonast er til þess að þetta muni verða til þess að hægt sé að ná endanlegu vopnahléi.
Mynd: EPA
Norðrinu mótmælt

Mótmælendur í Suður Kóreu brenndu myndir af Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Seoul. Norður Kórea hafa gert tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar undanfarið.
Mynd: EPA