Norskir laxar munu éta jólatré

Norskir vísindamenn áætla að um þriðjungur alls laxafóðurs geti átt uppruna sinn í barrskógum Noregs þegar fram líða stundir. Þannig getur afgangsafurð úr timburiðnaðinum komið í stað innfluttra sojaafurða.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Lax
Auglýsing

Norðmenn eru iðnir við að ota laxi að jarðarbúum. Árið 2015 slátruðu íslensk fiskeldisfyrirtæki rúmum 3000 tonnum af laxi. Það er jafnmikið og Noregur pakkar niður og flytur úr landi á einum degi. Norskur lax er uppistaðan í 14 milljón máltíðum á degi hverjum víða um heim. Á hverjum degi!

Norðmenn eru samt rétt i startholunum. Þeir stefna að því að fimmfalda fiskeldisiðnaðinn á næstu 30 árum. Þó eru þeir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig þeir eigi eiginlega að fóðra allan þennan fisk.

Í dag eru plöntuafurðir uppistaðan í laxafóðrinu, aðallega innflutt sojamjöl frá Brasilíu. Það er erfitt að sjá fyrir sér að sojaframleiðslan geti aukist mikið án þess að enn meira sé gengið á regnskóga Brasilíu. Þar að auki er erfitt að réttlæta það að sojaafurðir sem hægt væri að vinna til manneldis, fari frekar í framleiðslu á fiski sem ekki er á færi hinna fátækustu og mest matarþurfi. Ekki er heldur endalaust hægt að veiða fisk til að fóðra annan fisk.

Auglýsing

Hvað á laxinn þá að éta?

Laxinn þarf rétta blöndu af próteinum, fitu, kolvetnum, vítamínum og steinefnum, rétt eins og við mannfólkið. Fram á tíunda áratug síðustu aldar át norskur eldislax um 90% fiskimjöl og lýsi. Enda lax í eðli sínu ránfiskur sem étur að megninu til seiði og fiska og því eðlilegt að ala hann á fiskafurðum.

Í dag er laxafóðrið að tveimur þriðju hlutum plöntuafurðir, eins og kom fram að ofan. Soja er próteinríkt og kemur því að nokkru leyti í stað fiskimjölsins. Stóra spurningin er: hvaða prótein geta komið í staðinn fyrir sojamjölið? Eitthvað sem er auðvelt að nálgast, sjálfbært í framleiðslu, og allra helst eitthvað sem Norðmenn geta framleitt sjálfir, til þess að vera ekki upp á aðrar þjóðir komnir.

Fiskiafurðir eru ekki nema þriðjungur laxafóðurs í Noregi í dag en voru áður um 90%. Taflan er fengin að láni frá Margareth Øverland, sem leiðir þróun grenifóðursins. Taflan byggir á gögnum frá Ytrestøyl et al, 2015.

Svarið er í bökunarhillunni

Svarið, eins fjarstætt og það kann að hljóma, er ger. Já, þú last rétt, eins og til dæmis þurrgerspakkinn í bökunarhillunni í eldhúsinu. Fullt af prótínum. Sjálfbær framleiðsla ef maður hefur aðgang að sykri. Og með sykri á ég ekki endilega við hvíta sykurinn í bökunarhillunni. Sykrurnar geta alveg eins komið úr... trjátrefjum! Þarna kemur greniskógurinn inn í myndina. Hann sprettur eins og illgresi í Noregi, svo sannarlega endurnýjanleg og vannýtt auðlind.


Uppskriftin að grenifóðrinu er nokkurn veginn svona. Finndu greniflísar, gjarnan afskurð úr timburframleiðslu. Sjóddu upp á þeim. Með réttum hita og efnakokteil brýturðu trjátrefjarnar niður í lígnín, sellulósa og hemisellulósa. (Notaðu lígnínið í eitthvað annað, hér þurfum við bara sykrurnar.) Bættu við leynilegri ensímblöndu til að “melta” sellulósasúpuna og breyta í auðvinnanlegri sykrur. Settu gersveppina á beit í sykrurnar. Þegar gerið er fullvaxið er bara að safna því saman, þurrka, mala og nota í laxafóður. Germjölið getur verið u.þ.b. þriðjungur fóðursins. 

Meltingarvandkvæði laxfiska

Fyrstu prófanir lofa mjög góðu. Við hringdum í Margareth Øverland, sem stýrir verkefninu Foods of Norway við háskólann í Ås, í nágrenni Oslóar. Háskólinn er íslenskum búfræðingum og skógfræðingum að góðu kunnur, enda fremsti rannsóknarháskóli Noregs á því sviði, auk annarra.

Margareth segir okkur að þau hafi gert tilraunir með þrjár mismunandi gersveppategundir og þær lofi mjög góðu. “Næringarupptakan er mjög góð. Laxinn tekur upp um það bil jafnmikið af gersveppapróteininu og af fiskipróteini. Það þýðir að laxinn vex jafn vel af þessu fóðri og af fiskimjölsafurðum.” Eitt af vandamálunum við sojafóðrið er að það hefur ekki verið nógu næringarríkt.

Grenifóðrið leysir líka ýmis vandamál sem fylgt hafa sojafóðrinu. Laxinn hefur nefnilega ekki náð að melta sojafóðrið vandkvæðalaust, hefur vaxið hægar og fengið þarmabólgur af því. “Þetta hlýst af svokölluðum andnæringarefnum,” útskýrir Margareth. “Þau eru náttúruleg varnarefni plantnanna, eiginlega til að fæla dýr frá því að borða þær. Þessi efni valda til dæmis bitru bragði eða meltingarörðugleikum og langvarandi bólgum í meltingarfærum. Þetta eru efni eins og t.d. sarpónín, lektín og jurtaestrógen.” Laxinn sem hefur fengið grenifóður, þ.e.a.s. fiskifóður sem er að þriðjungi germjöl, á ekki við þessi mein að stríða.


Margareth og samstarfsaðilar eru einnig að vinna að þróun þarafóðurs. Með líkri aðferð er hægt að vinna úr þaranum íblöndunarefni sem er ríkt af steinefnum og vítamínum. Þó nokkrir aðilar í Noregi hafa sótt um og fengið leyfi til skipulagðrar þararæktunar, segir Margareth. Það er óleyfilegt í Noregi að uppskera villtan þara í því magni sem þarf til iðnaðarframleiðslu.

Norskt fiskeldi í harðri sókn

Upp úr 1990 varð norskur lax ein helsta útflutningsvara Norðmanna, ef ekki í krónum talið, þá í sýnileika í matvöruverslunum í Evrópu og Bandaríkjunum. Fólk úti í heimi fór að fatta að lax var ekki lengur lúxusvara á rándýru verði, eins og villtur lax hafði alltaf verið.  Norskur lax varð vörumerki og hluti af ímynd Noregs út á við. Nú er verið að færa út kvíarnar, sérstaklega til vaxandi miðstéttar í Asíu.

Konungsfjölskyldan tekur virkan þátt í að markaðssetja norska laxinn. Í opinberri heimsókn í Indónesíu setti krónprinsparið Håkon og Mette-Marit upp svuntu og latexhanska og framreiddi norskan lax fyrir áhugasama gesti á blaðamannafundi. Haraldur Noregskonungur er einnig lunkinn og áhugasamur fluguveiðimaður. (Í fyrra fékk hann einmitt eldislax á öngulinn í veiðiferð í Norður-Noregi, sem gestgjöfum hans fannst ákaflega vandræðalegt.)

Munnmælasögur herma þó að konungsfjölskyldan sé orðin svo leið á að fá lax í hvert skipti sem þau heimsækja afkima Noregs, að þau séu farin að hvísla því að gestgjöfum að það megi alveg vera eitthvað annað í hátíðamatinn. En það er önnur saga.

Sitkalax í búðir um 2025

Margareth og félagar standa nú í ströngu við að fullþróa gerfóðrið og framleiðsluaðferðir sem anna þeirri eftirspurn sem þau gera ráð fyrir að verði eftir fóðrinu. Ef allt gengur að óskum má gera ráð fyrir fyrsta sitkalaxinum í búðir um 2025. Árið 2050 gera þau ráð fyrir að Noregur geti framleitt 500.000 tonn af germjöli í fiskifóður.

Næsta verkefni er að þróa dýrafóður úr grenigeri, sem hægt er að nota fyrir svín,  hænur og annan búfénað. “Það að vera sjálfum sér nógur um fóðurframleiðslu er ekki síst mikilvægt fyrir fæðuöryggi Noregs”, segir Margareth. “En það er ekki síður mikilvægt að þegar við jarðarbúar verðum orðin níu milljónir, árið 2050, þá séu ekki dýr og fiskar að éta mat sem hefði getað brauðfætt fólk.”


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None