Zlatan Ibrahimovic hefur skorað 133 mörk fyrir PSG sem er met hjá klúbbnum, Síðan sænski landsliðsfyrirliðinn gekk til liðs við PSG, hefur sigurganga liðsins verið óstöðvandi.
Zlatan Ibrahimovic hefur skorað 133 mörk fyrir PSG sem er met hjá klúbbnum, Síðan sænski landsliðsfyrirliðinn gekk til liðs við PSG, hefur sigurganga liðsins verið óstöðvandi.
Auglýsing

Stór­liðið Paris Sa­in­t-­Germain hefur ekki tapað leik síðan í mars á síð­asta ári. Ósigr­aðir í alls 34 leikjum sem er met í Frakk­landi. PSG leiðir frönsku deild­ina með 24 stiga ­for­ystu og hefur náð slíkum yfir­burðum að ekk­ert annað franskt lið er með­ tærnar þar sem það er með hæl­ana. Stóra stundin er hins­vegar framund­an: Í næst­u viku tekur PSG á móti Chel­sea í 16-liða úrslitum Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Það ­ríkir mikil spenna og eft­ir­vænt­ing fyrir þennan leik. Gamli ríg­ur­inn milli­ Eng­lend­inga og Frakka tekur sig upp að nýju. Mik­ill við­bún­aður er hjá lög­regl­unni vegna ýmissa vand­ræða sem sköp­uð­ust þegar liðin mætt­ust á síð­asta ári. Eða eins og aðal­fram­herji liðs­ins, Zlatan, orðar það: Það er stríð framund­an!

PSG – Chel­sea 

Liðin mætast á þriðju­dag­inn, 16. febr­ú­ar, í París og síðan aftur í Lund­ún­um, mið­viku­dag­inn 9. mars. Á síð­asta ári sló PSG Chel­sea úr keppni með eft­ir­minni­legu jafn­tefli á Stam­ford Bridge þar sem jöfn­un­ar­mörkin komu á lokamín­útum leiks­ins. PSG vor­u einum manni færri eftir að Zlatan Ibra­himovic fékk að líta rauða spjaldið eft­ir að ein­ungis hálf­tími var lið­inn af leikn­um.

Hinir sókndjörfu varnarmenn, David Luiz og Thiago Silva, skorðu mörkin gegn Chesea á Stamford Bridge á síðasta ári.Það er á á­kveð­inn hátt tákn­rænt að þessi tvö lið skuli eig­ast við í Meist­ara­deild­inn­i. Bæði for­rík og umdeild höf­uð­borg­ar­lið sem hafa skapað sér miklar óvin­sældir með­ ­miklum og dýrum leik­manna­kaup­um. Fá lið hafa eytt jafn miklum pen­ingum í leik­manna­kaup og PSG síð­ast liðin ár. Og það er ekk­ert lát á! Gert er ráð fyr­ir­ því liðið ætli að festa kaup á nýjum leik­mönnum fyrir alls 300 millj­ónir evra á þessu ári. Kaupin á Angel di Maria frá Manchester United vöktu mikla athygli á síð­asta ári, en svo virð­ist sem þau kaup hafi marg­borgað sig því Maria hef­ur verið allt í öllu síðan hann kom til PSG og virð­ist leggja upp flest mörk lið­ins; hann hefur hrein­lega blómstrað í Par­ís.  Þessa dag­ana eru margir leik­menn orð­aðir við lið­ið: Eden Haz­ar­d, Pi­er­re-Em­er­ick Auba­meyand og síð­ast en ekki síst Crist­i­ano Ron­aldo.

Auglýsing

Laurent Blanc verð­ur­ á­fram þjálf­ari

Samn­ing­ur­inn við þjálf­arann, Laurent Blanc, var nýlega fram­lengdur um tvö ár. Þar með guf­uð­u ­upp þær sögu­sagnir að José Mour­inho væri á leið til Par­ís­ar. Enda vildu all­ir hafa Laurent Blanc áfram. Hvað ann­að? Þessi fimm­tuga knatt­spyrnu­goð­sögn, sem er ­stundum kall­aður for­set­inn, þyk­ir hafa náð ein­stökum árangri með Par­ís­ar­lið­inu. Blanc var þekktur sem útsjón­ar­sam­ur varn­ar­jaxl sem lék m.a. með Napoli, Barcelona, Manchester United og fleiri stór­liðum á sínum yngri árum og fagn­aði svo heims­meist­aratitli með Frökkum 1998. ­Síðan tóku við þjálf­ara­störf, hann stýrði m.a. franska lands­lið­inu til 2012 og kom lið­inu í und­an­úr­slit á EM 2012 eftir mikil hrak­fallaár á und­an. Hann byggð­i ­upp nýja kyn­slóð franska lands­lið­ins þangað til að hann var ráð­inn til PSG.

Laurent Blanc þykir vera klókur og afar snjall þjálfari.Eig­end­ur liðs­ins, fjár­sterkir aðilar frá Katar, hafa eytt millj­örðum í þetta lið,  gerðu allt til þess að halda Blanc hjá PSG. Hann tók við lið­inu 2013, af Carlo Ancelotti, og mun nú stýra lið­inu allt fram til árs­ins 2018. „Það er mikil ábyrgð að stýra PSG; ­mik­il­væg­ast er að huga að fram­tíð­inni. Ævin­týrið heldur áfram. Ég er mjög á­nægður hjá PSG og þakka traustið sem mér er sýnt.“

Eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna í Frakk­landi er mark­miðið ein­falt: Vinna ­Meist­ara­deild­ina. Það er krafa klúbbs­ins, eig­and­anna og ekki síst krafa Zlatans I­bra­himovic sem hefur aldrei unnið þann titil og hefur látið í veðri vaka að hann yfir­gefi liðið – náist ekki það mark­mið. Undir stjórn Blanc hefur liðið unn­ið alla titla sem hægt er að vinna í Frakk­landi, en aldrei kom­ist lengra en í átta liða úrslit Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Í bæði skiptin verið stöðv­aðir af Barcelona. Það er alveg ljós hvað hann ætlar sér með lið­ið: „Leik­menn liðs­ins hafa sýnt það og sannað að þeir eru heimsklassa­leik­menn sem geta sigrað hvaða lið sem er. Þetta er leik­menn sem vilja vinna titla. Stóra mark­miðið er auð­vitað að vinna ­Meist­ara­deild­ina. Þetta er afar erfið keppni en einn dag­inn mun PSG vinna ­Meist­ara­deild­ina.“Di Maria hefur blómstrað síðan hann kom til PSG og átt frábæra leiktíð.

Vand­ræði með fót­bolta­bullur

Heima­völl­ur PSG, Parc de Prince, var um ára­bil ­mik­ill vand­ræða­stað­ur. Áhan­gendur liðs­ins voru þekktar bullur um allt Frakk­land ­sem lögðu allt í rúst hvert sem þeir fóru. Eftir stór ofbeld­is­mál, m.a. morð­mál, var allt tekið í gegn, margir þekktir ofbeld­is­seggir voru settir í ævi­langt bann og öll örygg­is­mál á vell­inu hert. Sömu­leið­is, eins og víða ann­ar­s ­staðar í fót­bolta­heim­in­um, var sett af að stað mikið átak til að upp­ræta kyn­þátta­for­dóma. Sama hefur raunar verið uppi á ten­ingnum hjá Chel­sea; ýmis­kon­ar vand­ræði hafa fylgt lið­inu.

Á síð­asta ári þegar þessi lið mætt­ust í París skap­að­ist mikið vand­ræða­á­stand eftir leik þegar stuðn­ings­menn Chel­sea veitt­ust að þeldökkum manni í neð­an­jarð­ar­lest. Sungu og köll­uðu ýmis­konar ras­ista­bull. Eins og: „We’re racist, we’re racist and that’s the way we like it.”

Þetta atvik ­fór fyrir brjóstið á mörgum og var rann­sakað af lög­regl­unni. Kyn­þátta­for­dóm­ar eru bann­aðir með lögum í Frakk­landi og þetta er raunar í fyrsta og eina skipt­ið ­sem frönsk yfir­völd hafa þurft að skipta sér af erlendu fót­boltaliði vegna kyn­þátta­for­dóma.

Enskar ­fót­bolta­bullur hafa lengi haft slæmt orð á sér. Svona atvik gætu haft afar alvar­leg­ar af­leið­ingar í för með sér, bæði fyrir saka­menn og sömu­leiðis liðið sjálft. Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu íhugar nú að herða enn frekar regl­urnar varð­and­i þessu mál. Því gætu svona atvik leitt til að áhof­enda- og leikja­banns. Það er ekki langt síðan að John Terry, leik­maður Chel­sea, var sektaður um 220.000 ­þús­und pund fyrir að kyn­þátt­a­níð. Stuðn­ings­menn Chel­sea verða því und­ir­ ­sér­stakri smá­sjá yfir­valda á þriðju­dag­inn kemur þegar liðin mæt­ast í Par­ís.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None