1 - Veiran greindist fyrst í apa í Úganda árið 1947. Fyrsta tilfellið sem greindist í manni var árið 1952. Síðan hafa flest tilfelli greinst í Afríku, Suðaustur Asíu og á Kyrrahafseyjunum þar til faraldurinn braust út í Brasilíu 2015.
2 - Algengustu einkenni Zika-veirunnar eru hiti, útbrot, verkur í liðum og roði í augum. Einungis einn af hverjum fimm sem eru með veiruna fá einkenni. Veiran sem slík er ekki mjög alvarleg, einungis þrír hafa látist af hennar völdum í faraldrinum í Brasilíu. Alvarlegustu afleiðingar veirunnar er að finna í nýburum þegar móðirin hefur verið sýkt, að því er talið er.
3 - Talið er að um ein og hálf milljón sé nú sýkt af veirunni, þar af um milljón í Brasilíu. Veiran hefur þó greinst í að minnsta kosti 20 öðrum löndum í Suður- og Miðameríku og í Karabíska hafinu eins og í Kólumbíu, El Salvador, Haítí, Hondúras, Mexíkó, Venesúela og Puertó Ríkó. 52 hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum. Öll tilfelli voru tengd ferðalögum. Þá hafa tilfelli einnig greinst í Evrópu og Ástralíu.
4 - Zika-veiran dreifist með bitum moskítóflugna (Aedes aegypti mosquito). Flugurnar bíta mest á daginn og þá helst fætur og hendur fólks. Þær eru algengar um mest allan heim þar sem loftslag er heitt.
5 - Nýlega kom í ljós að veiran getur smitast milli fólks með kynmökum. Tilfelli greindist í Texasfylki í Bandaríkjunum þar sem íbúi veiktist af veirunni eftir að hafa haft mök við smitaðan mann.
6 - Talið er að veiran valdi svokölluðu höfuðsmæðarheilkenni hjá fóstrum ef barnshafandi konur eru smitaðar. Heilkennið er alvarlegur fæðingarkalli hjá nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að veiran hafi valdið um 4.000 tilvikum þess í Brasilíu árið 2015, samanborið við 147 tilvik 2014. Heilbrigðisyfirvöld hafa hvatt brasilískar konur til að seinka barneignum. Tengsl Zika-veirunnar og höfuðsmæðarheilkenni hefur þó ekki verið sannað, þó að tengslin liggi fyrir. Staðfest eru meira en 400 tilfelli barna með heilkennið sem höfðu veiruna í blóðinu.
7 - Það verður ekki byrjað að bólusetja gegn veirunni fyrir en eftir eitt og hálft ár. Um 15 fyrirtæki og starfshópar vinna nú að þróun bóluefnisins og það er langt ferli, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
8 - Miklar umræður hafa skapast um áhrif Zika-veirunnar á komandi ólympíuleika í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, í haust. Yfirvöld hafa lýst því yfir að hún eigi ekki að hafa nein áhrif og engin plön munu breytast.
9 - Heilbrigðisyfirvöld víða um heim hafa ráðlagt ófrískum konum frá því að ferðast til Mið- og Suður Ameríku, þar sem veiran er skæðust, á meðan faraldurinn geysar.
10 - Brasilísk stjórnvöld ætla að ráðast í herferð gegn veirunni um helgina þar sem um 220.000 hermenn munu ganga á milli húsa og dreifa bæklingum og fræðsluefni. Þá verða heimili fólks úðuð með eitri til að drepa moskítófluguna og lirfur hennar sem dreifa veirunni.