Obama ætlar að tilnefna næsta hæstaréttardómara í stað Scalia

Antonin Scalia lést um helgina. Við andlát hans losnar sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Gífurlegu máli mun skipta hvort repúblikani eða demókrati muni skipa eftirmann hans.

Obama
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti sagði í gær­kvöldi að hann ætli sér að til­nefna dóm­ara við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna til að taka sæt­i Ant­onin Scalia, sem lést á laug­ar­dag 79 ára aldri. Hann svar­aði því ákalli úr her­búðum repúblik­ana um að það yrði eft­ir­látið næsta for­seta Banda­ríkj­anna, sem ­tekur við emb­ætti eftir eitt ár, að skipa næsta dóm­ara við rétt­inn.

Um risa­stóra, og afdrifa­ríka, ákvörðun verður að ræða. Hæsti­rétt­ur ­Banda­ríkj­anna er gíf­ur­lega valda­mik­ill og hefur mikil áhrif á þær línur sem ­dregnar eru í banda­rísku sam­fé­lagi. Í rétt­inum sitja níu dóm­arar sem skip­að­ir eru til lífs­tíð­ar, eða þangað til að þeir ákveða sjálfir að hætta. Tíma­móta­dóm­ar rétt­ar­ins falla oft þannig að fimm dóm­arar eru þeim fylgj­andi en fjór­ir and­snún­ir.

Auglýsing

Í ljósi þess að gjá er á milli frjáls­lyndra við­horfa demókrata og íhaldsam­ari við­horfa repúblik­ana þá skiptir miklu máli hvor ­flokk­ur­inn er við völd þegar skipa þarf nýjan dóm­ara. Og hvort sá dóm­ari túlki ­stjórn­ar­skrá og lög lands­ins á íhalds­saman og bók­staf­legan hátt eða hvort hann sé fram­sýnni og líti á stjórn­ar­skránna sem dýnamíska og und­ir­orpna túlk­unum sem taki mið af sam­tím­anum hverju sinni.

Obama hefur þegar skipað tvo hæstar­rétt­ar­dóm­ara síðan að hann tók við emb­ætt­i. Það kom mjög í ljós í fyrra, þegar Hæsti­rétt­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu með fimm atkvæð­u­m ­gegn fjórum, að sam­kyn­heigðir Banda­ríkja­menn ættu rétt á því að giftast, hversu ­miklu máli það skiptir hvort skip­aðir séu frjáls­lyndir eða íhaldsamir dóm­arar í rétt­inn. Báðir dóm­ar­arnir sem Obama hefur skip­að, þær Sonia Sotom­a­yor og Elena Kagan, voru á meðal þeirra fimm sem greiddu atkvæði með hjóna­band­i ­sam­kyn­hneigðra.

Scalia var bæði hat­aður og virtur

Scalia var einn þeirra fjög­urra sem var á móti þeirri á­kvörð­un. Hann var skip­aður dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna af Ron­ald Reagan árið 1986. Þegar hann lést hafði Scalia setið lengst allra dóm­ara í Hæsta­rétt­i ­Banda­ríkj­anna. Hann var fyrsti ítal­ski-­Banda­ríkja­mað­ur­inn sem tók sæti í rétt­inum og vakti fljót­lega athygli fyrir skoð­anir sínar og ekki síður vilja s­inn til þess að takast á um þær út á við. Scalia, sem var flug­beittur og eld­klár, er tal­inn hafa veitt þeim sem hafa íhaldsam­ari stjórn­mála­skoð­anir og túlka stjórn­ar­skrá lands­ins á þrengri hátt en margir aðrir mikið sjálfs­traust ­með fram­göngu sinni. Áhrif hans teygja sig því langt út fyrir setu hans í Hæsta­rétti.

Scalia var bók­stafs­trú­ar­maður á stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna. Þ.e. hann trúði því að hún ætti að standa eins og hún væri skrifuð en ekki túlk­uð í sam­ræmi við sam­tím­ann hverju sinni. Hann var and­stæð­ing­ur ­fóst­ur­eyð­inga, stóð gegn auknum rétt­indum sam­kyn­hneigðra sem hann taldi ekki ­sam­rým­ast stjórn­ar­skrá og var fylgj­andi dauða­refs­ingu. Þá stóð hann líka vörð um rétt Banda­ríkja­manna til að bera vopn.

Antonin Scalia hafði setið lengst allra núverandi dómara í Hæstarétti Bandaríkanna. Hann var íhaldssamur og bókstarfstrúarmaður á stjórnarskrá landsins. Þótt hann væri beinlínis hataður í ýmsum kreðsum naut hann einnig mikillar virðingar.Vegna harðrar afstöðu í þessum miklu deilu­mál­um, sem snú­a ­mörg hver að grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um, var Scalia bein­línis hat­aður af mörg­um frjáls­lyndum Banda­ríkja­mönn­um. En hann var einnig mjög virtur í mörgum kreðsum­, bæði á meðal kollega sinna í lög­manna­stétt, í fræða­sam­fé­lag­inu og á með­al­ frjáls­lynd­ari sam­starfs­manna innan Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna sem höfð­u fram­sækn­ari sýn á hvernig ætti að túlka lög og stjórn­ar­skrá lands­ins en Scal­i­a. El­ena Kagan, sem Obama skip­aði sem Hæsta­rétt­ar­dóm­ara árið 2010 og þykir afar frjáls­lynd, og Scalia urðu til að mynda miklir vin­ir. Þau fóru meira að segja á veiðar sam­an, en Kagan hafði aldrei áður veitt með skot­vopnum áður en hún­ kynnt­ist Scal­ia.

Rétt­ur­inn til að eiga byssur tryggður

Fræg­asti dóm­ur­inn sem Scalia skrif­aði, og var felldur með­ ­sam­þykki fimm hæsta­rétt­ar­dóm­ara gegn and­stöðu fjög­urra, var í mál­inu District of Col­umbi­a ­gegn Heller og féll árið 2008. Þar komst rétt­ur­inn að þeirri nið­ur­stöð­u í fyrsta sinn að annar við­auka stjórn­ar­skráar Banda­ríkj­anna veiti lands­mönn­um rétt til að eiga byssur án þess að sú eign sé tengd her­þjón­ustu af ein­hverj­u­m ­toga.

Síð­asti dóm­ur­inn sem féll með Scalia inn­an­borðs sem vakt­i ­mikla athygli féll í síð­ustu viku, þegar hömlur sem settar eru á í stefnu Obama í loft­lags­málum var úrskurðuð í and­stöðu við stjórn­ar­skrá.

Mun hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arnar

Þótt Obama hafi sagt að hann ætli sér að til­nefna næsta ­dóm­ara við rétt­inn, og með því tryggja frjáls­lynd­ari armi hans stöðugan ­meiri­hluta í Hæsta­rétti, þá er alls ekk­ert víst að það tak­ist hjá hon­um. Öld­ung­ar­deild Banda­ríkja­þings þarf nefni­lega að sam­þykkja þann dóm­ara sem er til­nefndur áður en hann getur tekið sæti í Hæsta­rétti. Þar eru repúblikanar með­ ­meiri­hluta og erfitt verður fyrir Obama að koma til­nefn­ingu sinni í gegn­um hana. Raunar gerð­ist það síð­ast árið 1895 að for­seti demókrata til­nefndi dóm­ara við Hæsta­rétt á sama tíma og repúblikanar voru með meiri­hluta í öld­ung­ar­deild­inn­i. Það er því ljóst að mikil bar­átta er framundan að koma til­nefn­ing­unni í gegn. Sér­stak­lega þar sem repúblikanar hafa þegar skorað á for­set­ann að eft­ir­láta eft­ir­manni sínum ákvörð­un­ina.

And­lát Scalia mun einnig hafa mikil áhrif á for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um. Repúblikana­megin mun Ted Cruz, sem er mjög hægri­s­inn­að­ur, lík­ast til hagn­ast mest á stöð­unni sem upp er kom­in. Frétta­skýrendur í Banda­ríkj­unum segja að hann muni nú leggja mikla áherslu á að hann muni skipa mjög íhaldsaman aðila í rétt­inn til að standa vörð um ýmis­ grund­vall­ar­gildi sem hann, og fylg­is­menn hans, telja að séu horn­steinn ­banda­rísks sam­fé­lags.

Ótrú­legt en satt þá er einnig talið að Hill­ary Clinton gæt­i grætt á mál­inu. Hún hefur verið að tapa mörgum ungum konum úr stuðn­ings­liði sín­u ­yfir til Bernie Sand­ers vegna þess að henni hefur ekki tek­ist að sann­færa þær um að bar­áttan fyrir auknum rétti kvenna standi enn sem sem hæst. Í ljósi þess að breyt­ingar á sam­setn­ingu Hæsta­réttar geti breytt túlk­unum hans á ýmsum­ grund­vall­ar­mann­rétt­indum þá ætti skipan nýs dóm­ara við rétt­inn að færa Clint­on ­byr í segl­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None