Hættan frá hægri

Norska öryggislögreglan segir vaxandi hættu á voðaverkum öfgahægrimanna. Svartklætt fólk, Hermenn Óðins, segist vakta götur í Noregi og Finnlandi. Hófsamari hægri öfl eru einnig að verða strangari og leggja til endalok hugmyndarinnar um pólitískt hæli.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Soldiers of Odin, í Noregi.
Auglýsing

„Ógnin sem stendur af öfga­hægri­hópum fer vax­andi. Þeim ­fjölgar sem aðhyll­ast hug­mynda­fræð­ina, án þess þó að til­heyra skipu­lögðum hóp­um öfga­hægri­manna. Ástæðan fyrir aukn­ing­unni er umræðan um vax­andi fjölda flótta­manna og hæl­is­leit­enda.”

Þetta er kalt mat norsku örygg­is­lög­regl­unnar PST þegar nýtt hættu­mat var gefið út fyrir skemmstu. - Hröð fjölgun í hópnum Her­menn Óðins þessa dag­ana rennir stoð­u­m undir mat­ið.

„Fjölgun öfga­hægri­manna eykur einnig lík­urnar á of­beld­is­að­gerð­u­m”, bætir PST við. „Líkur eru á að reynt verði að kveikja í eða eyði­leggja athvörf hæl­is­leit­enda á annan hátt.” Þetta hefur þegar komið fyrir í Nor­egi og oftar en einu sinni í Sví­þjóð.

Auglýsing

Þetta er í fyrsta skipti sem form­legt, árlegt hættu­mat ­ör­ygg­is­lög­reglu á Norð­ur­löndum hefur varað við auk­inni hættu vegna öfga­hægri­manna, með beinni vísan í auk­inn flótta­manna­straum, eftir því sem Kjarn­inn kemst næst.Soldi­ers of Odin

Eftir því sem sólin sökk lengra niður fyr­ir­ ­sjón­deild­ar­baug­inn síð­asta haust fóru að ber­ast fréttir frá Finn­landi af fólki í svörtum hettu­peysum merktum Soldi­ers of Odin. Svart­klædda fólkið gerði sos­um­ ekk­ert af sér, sagði það, gekk bara um göt­urnar og pass­aði að þessi inn­flytj­enda­skríll væri ekki að nauðga og drepa eins og þeir gera hvar sem þeir koma. Eða eitt­hvað á þá leið. Blóts­yrði og skoð­anir í boði þeirra, ekki mín.

Álíka hópar hafa nú skotið rótum í fleiri Evr­ópu­lönd­um, þar á meðal í Nor­egi, þar sem hóp­arnir spretta upp eins og gorkúl­ur. Um þarseinust­u helgi gengu Óðins­menn um götur Tøns­berg, í fyrsta skipti sem hóp­ur­inn sýnir sig á götum Nor­egs. „Sérð þú ekki að ólög­legir inn­flytj­endur standa í skipu­lagðri ­glæp­a­starf­semi, selja eit­ur­lyf og káfa á norskum kon­um?” svarar for­sprakk­inn Ronny Alte blaða­manni norska ­blaðs­ins VG á næt­ur­rölt­inu.

„Þá þarf nú fyrst að senda Sví­ana úr land­i”, kall­að­i ­full­orð­inn maður sem stóð og fylgd­ist með hópn­um, við­stöddum til nokk­urr­ar kátínu. Í þó nokkur ár hafa ungir Svíar í atvinnu­leit verið einn stærsti inn­flytj­enda­hóp­ur­inn í Nor­egi.

Og svo Loldi­ers of Odin

Her­menn Óðins eru eitt heitasta umræðu­efnið í norskum ­stjórn­málum þessa dag­ana. Eftir að þeir gengu um götur Stafang­urs á laug­ar­dags­kvöldið var, kærð­i ­borg­ar­stjórn­ar­full­trúi þá til lög­reglu, fyrir að taka að sér opin­bert vald ­sem þeir ekki hafa.

Af hinum væng stjórn­mál­anna hefur hóp­ur­inn feng­ið ­skýran stuðn­ing frá Jan Arild Ell­ingsen, dóms­mála­tals­manni Fram­fara­flokks­ins Frp, sem er lengst til hægri í norskum stjórn­mál­um. Þetta er ekki í fyrsta ­skipti og eflaust ekki í síð­asta sem reynir á þan­þol rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins. Erna Sol­berg for­sæt­is­ráð­herra sá sig til­neydda að und­ir­strika að þetta frum­hlaup sam­starfs­flokks­ins væri ekki í takt við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.En besta svarið við Óðins­mönn­unum kom upp í Finn­landi fyrr í vet­ur. Það er  and­stæður hóp­ur, sem mæt­ir svörtu hettu­peys­unum með furðu­bún­ingum og trúðslát­um. Sá hóp­ur, Loldi­ers of Od­in, reynir að drepa niður boð­skap Óðins­manna með því að gera grín að að þeim. Þeir sem eru ekki búnir að sjá mynd­band af útkom­unni á Face­book nú þegar ætt­u að gera það hið snarasta.Mót­ast af for­sög­unni

Það er ekki skrýtið að það skuli einmitt vera norska ­ör­ygg­is­lög­reglan sem varar fyrst við auk­inni hættu. Flest eiga löndin eiga sinn ell­efta sept­em­ber, þ.e. eina eða fleiri árásir sem móta hættu­mat þjóð­ar­inn­ar. Skotrás­irn­ar í Kaup­manna­höfn fyrir ári síðan og mis­heppn­uð ­sprengju­árás í Stokk­hólmi árið 2010 voru á ábyrgð öfga­fullra ísla­mista. En í Nor­egi lærðu menn árið 2011 að vera á varð­bergi gagn­vart fleiri hætt­um.

Vel­flestir Norð­menn, og án efa hver ein­asti með­lim­ur ­ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar, muna eflaust eftir til­finn­ing­unni þegar ljóst varð að árás­armað­ur­inn í Osló og á Útey væri ekki múslimi, heldur þvert á móti. Að hann væri ljós­hærð­ur­, krist­inn, öfga­hægri­s­inn­aður Norð­mað­ur, upp­al­inn í rík­manna­bænum Bærum í útkant­i Os­ló­ar.

Um áraraðir óðu nýnas­ista­hópar uppi í Nor­egi, með ofbeldi og hót­unum gegn fólk sem hafði annan húð­lit en hvít­an. Fyrir fimmtán árum urð­u hins vegar þátta­skil, þegar tveir menn réð­ust að hinum hálf­n­orska, hálf­gan­verska Benja­min Herman­sen og réðu honum bana með hnífi í úthverfi Osló­ar. Morð­in­gj­arn­ir voru með­limir í nýnas­ista­hópi. Við rétt­ar­höldin þótti hafið yfir allan vafa að morð­in­gj­arnir hafi ráð­ist á Benja­min ein­göngu vegna húð­litar hans.

Morðið leiddi af sér mikil mót­mæli og vit­und­ar­vakn­ingu gegn ras­isma og nýnas­isma í Nor­egi. 40.000 manns tóku þátt í mót­mæla­göngu í mið­borg Oslóar eftir morð­ið, til að mót­mæla ras­is­ma og nýnas­isma. Spurn­ingin sem nú vakn­ar, er sú hvort ras­ist­arnir hafi virki­lega látið af skoð­unum sín­um, eða hvort þeir hafi bara farið í felur og eygi nú ­sókn­ar­færi á ný.

“God­het­styranni­et” – þöggun hinna rétt­hugs­andi

Þeir sem vilja halda útlend­ingum utan Nor­egs eiga sér kröft­ugan málsvara í hinn­i orð­hvössu Sylvi List­haug. Hún er rísand­i ­stjarna innan Fram­fara­flokks­ins, sem liggur lengst til hægri í norskum ­stjórn­mál­um. Dag­bla­det skrif­ar: „hún passar inn í lýs­ing­una á amer­ískum erkirepúblikana, nema í Nor­eg­i.”

Hún er höf­und­ur­inn að orð­inu god­het­styranniet á norskri tungu. Hún er þeirrar skoð­unar að sá hluti þjóð­fé­lags­ins sem vill strang­ari inn­flytj­enda­lög­gjöf sé stimplað vont fólk, af hinum póli­tískt rétt­þenkj­andi, sem upp­hefji sjálfa sig sem hina góðu. Góð­mennskan sé komin út í því­líkar öfgar að “hinir góðu” minni mest á ein­ræð­is­herra sem vilja þagga nið­ur­ ­skoð­anir hinna sem hafa efa­semdir um skyn­semi óhindr­aðra fólks­flutn­inga.

God­het­styranniet tröll­ríður Nor­egi”, sagði hún í við­tali við NRK í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, þegar gagn­rýnendur hökk­uðu í sig ­til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar að hertri inn­flytj­enda­lög­gjöf. Nokkrum vikum síð­ar­ tók hún við emb­ætti ráð­herra inn­flytj­enda­mála!Fleiri Norð­menn eru henni sam­mála um að þögg­un efa­semd­aradd­anna sé yfir­drif­in. Hin 20 ára Mina Gjerde er eitt dæmi. Hún seg­ist hafa verið stimpluð sem ras­isti, eftir les­enda­bréf í haust um að þorpið henn­ar, Bol­kesjø, væri ef til vill ekki í stakk búið til að taka á móti 680 hæl­is­leit­endum á hót­elið í bæn­um. 40 manns bjuggu fyr­ir í bæn­um.

Nýjar hug­myndir um flótta­mannapóli­tík

Orð­ræðan í Nor­egi, og víð­ar, ber þess merki að hug­myndir um hertar tak­mark­anir á fólks­flutn­ingum eru að verða meira “ma­instr­eam”. Það eru ekki bara öfga­hægri­menn sem finnst kerfið búið að sprengja þan­þolið.

Hug­myndir um rót­tæka end­ur­skipu­lagn­ingu flótta­manna­kerf­is­ins eru nú settar fram í fullri alvöru, af aðilum sem sitja nærri kjöt­kötl­un­um. Hug­veitan Civita, sem er nátengd Høyre, flokki Ernu Sol­berg for­sæt­is­ráð­herra, birti í árs­lok 2015 til­lögur sem ganga í raun út á að hug­mynd­inni um póli­tískt hæli verði skipt út fyrir fleiri kvótaflótta­menn:

Hæl­is­kerfið virkar ekki og þarfn­ast end­ur­nýj­un­ar. Statu­s quo getur ekki haldið áfram. Við þurfum heild­stæða flótta­mannapóli­tík sem kem­ur fleiri flótta­mönnum til góða, á sama tíma sem maður tak­markar vanda­mál sem tengj­ast ótak­mörk­uðum fólks­flutn­ing­um. Mót­taka flótta­manna ætti að byggja í stærra mæli á kvóta­kerfi S.þ. og í minna mæli á til­vilj­ana­kennd­um ­fólks­flutn­ingum og hæl­is­um­sóknum við ytri landa­mæri Schen­gen-­svæð­is­ins.”

For­stjóri norsku útlend­inga­stofn­un­ar­innar viðr­aði svip­að­ar­ hug­myndir á bloggi stofn­un­ar­inn­ar. Þar ýjaði hann að því að núver­and­i flótta­manna­sátt­málar, og þá sér­stak­lega ákvæðin um póli­tískt hæli, hefð­u misst marks. Annað kerfi myndi vera rétt­lát­ara og ein­fald­ara í fram­kvæmd.Og nú hafa ung­lið­ar­ Høyre tekið hug­mynd­ina upp á sína arma. Þeir hvetja móð­ur­flokk­inn til að beita sér fyrir enda­lokum hæl­is­hug­mynd­ar­inn­ar, loka á komu hæl­is­leit­enda og ­taka í stað­inn inn fleiri kvótaflótta­menn.

Það er aug­ljóst að Norð­menn eru bundnir af alþjóða­sátt­mál­u­m, ­sem þeir breyta ekki upp á sitt eins­dæmi. Hitt er annað mál, að ef póli­tískur vilji er fyrir hendi, þá geta Norð­menn beitt sér innan Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þar hafa þeir mun meiri áhrif en stærð rík­is­ins og fólks­fjöldi segir til um.

Þegar svona sterkar raddir eru farnar að hafa orð á kerf­is­breyt­ing­um, þá verður ekki hjá því kom­ist að taka umræð­una. Það er vel. Allt er betra en þögg­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None