Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða á Borgun en færir niður lán til Havila

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Friðrik Sophusson, formaður stjórnar bankans.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Friðrik Sophusson, formaður stjórnar bankans.
Auglýsing

Alls jókst virði hluta­bréfa og fjár­fest­inga í hlutafé hjá Íslands­banka um 74 pró­sent í fyrra. Eign bank­ans undir þeim lið, sem eru ann­ars vegar bréf ­skráð á markað og hins vegar óskráð bréf, fór úr 11,2 millj­örðum króna árið 2014 í 18,3 millj­arða króna í fyrra. Hækk­unin er til­komin vegna virð­is­breyt­inga á eignum bank­ans og að mestu vegna hækk­unar á óbeinni eign hans í Visa Europe, í gegnum dótt­ur­fé­lag bank­ans Borg­un. Alls skil­aði sú hækkun sér í 5,4 millj­arða króna hækkun á eigin fé Íslands­banka á síð­asta ári. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi bank­ans sem birtur var í morg­un.

Lands­bank­inn, sem átti 31,2 pró­sent hlut í Borg­un, seld­i s­inn hlut í fyr­ir­tæk­inu í nóv­em­ber 2014 á 2,2 millj­arða króna til félags í eig­u ­stjórn­enda Borg­unar og með­fjár­festa þeirra. Sá hlutur hefði verið marg­falt ­meira virði í dag, um fimmtán mán­uðum síð­ar, ef bank­inn hefði ekki selt hann.

Þótt Íslands­banki hafi hagn­ast vel á eign­ar­hlut sínum í Borgun þá er ekki jákvæð þróun all­staðar í eign­ar­safni bank­ans. Í árs­reikn­ingnum segir að „þróun mála og horfur í olíu­vinnslu hafa haft áhrif á stöðu bank­ans gagn­vart fyr­ir­tækjum í þjón­ustu við olíu­iðnað á hafi og hef­ur ­bank­inn bókað virð­is­rýrnun á þessa stöðu. Bank­inn hefur í meira en tíu ár átt af og til hags­muni tengda norskum rekstr­ar­að­ilum þjón­ustu­skipa, en sú staða var í lok árs u.þ.b. 1% af útlána­safni bank­ans.“

Auglýsing

Kjarn­inn hefur greint ítar­lega frá því á und­an­förnum vikum að Íslands­banki og Arion banki hafi lánað norska skipa­fyr­ir­tæk­inu Havila, sem á 27 skip sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, háar fjár­hæðir á árunum 2013 og 2014. Havila rambar nú á barmi gjald­þrots og er í við­ræðum við kröfu­hafa sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuld­um. Félagið færði niður virði skipa­flota síns fyrr í þessum mán­uði um 21 millj­arð króna. Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur fallið úr um 115 dölum á tunnu í 32 dali frá sumr­inu 2014. Til að vinnsla á olíu í Norð­ur­sjó borgi sig er talið að verðið þurfi að vera um 60 dalir á tunnu.

Hagn­aður bank­ans 20,6 millj­arðar króna

Ann­ars var árið í fyrra heilt yfir ágætt hjá Íslands­banka. Hagn­að­ur­ ­bank­ans á árinu 2015 var 20,6 millj­arðar króna, eða 2,1 millj­arði krónum minna en bank­inn hagn­að­ist um árið áður. Ástæðan fyrir minni hagn­aði liggur aðal­lega í lægri ein­skipt­islið­um, eins og sölu á eign­um, og í styrk­ingu krón­unn­ar. Hagn­aður af reglu­legri starf­semi eykst hins vegar á milli ára um 1,4 millj­arða króna og var 16,2 millj­arðar króna í fyrra. Þá juk­ust útlán til við­skipta­vina um fimm pró­sent á árinu og þókn­ana­tekjur um 15 pró­sent. Eig­in­fjár­hlut­hall Íslands­banka var 30,1 pró­sent um síð­ustu ára­mót, en alls átti bank­inn þá 202,2 millj­arða króna í eigið fé. Arð­semi eig­in­fjár Íslands­banka lækk­aði þó á milli ára. Hún­ var 10,8 pró­sent í fyrra sam­an­borið við 12,8 pró­sent árið áður.

Bank­inn er fyrstur stóru bank­anna þriggja til að birta ­reikn­ing sinn fyrir árið 2015 en hinir tveir, Arion banki og Lands­bank­inn, mun­u ­gera slíkt hið sama síðar í vik­unni. Arion banki mun birta á morg­un­, mið­viku­dag, og Lands­bank­inn á fimmtu­dag.

Hagn­aður Íslands­banka hefur verið stöð­ugur und­an­farin fjögur ár. Sam­tals hefur bank­inn hagn­ast um 145,2 millj­arða króna frá árinu 2009.

Ætlar að greiða 10,3 millj­arða króna í arð

Þótt að langt sé liðið frá hruni heldur hrein virð­is­breyt­ing útlána á­fram að skila hagn­aði. Slík breyt­ing skil­aði alls 8,1 millj­arði króna í fyrra, eða um 40 pró­sent af hagn­aði bank­ans. Í til­kynn­ingu vegna árs­upp­gjörs­ins seg­ir að þar af hafi 11,3 millj­arðar króna vegna end­ur­mats á fram­tíð­ar­sjóðs­streymi frá útlánum og 3,2 millj­arðar króna vegna gjald­færslu sem „sam­anstendur af al­mennri og sér­tækri virð­is­rýrnun útlána“.  End­ur­skipu­lagn­ingu á lánum og kröfum sem ­bank­inn yfir­tók með miklum afföllum eftir hrunið er að sögn hans lokið og „fyr­ir­ vikið er ekki gert ráð fyrir árfram­hald­andi jákvæðum áhrifum á hagnað kom­and­i ára“.

Íslands­banki er, líkt og hinir við­skipta­bank­arn­ir, einn stærsti skatt­greið­andi lands­ins. Alls greidd­i ­bank­inn 5,9 millj­arða króna í tekju­skatt í fyrra og 2,9 millj­arða króna í svo­kall­aðan banka­skatt, sem búist er við að verði lagður niður í ár. Auk þess greiddi Íslands­banki sér­stakan sex pró­sent fjár­sýslu­skatt á hagnað umfram einn millj­arð króna og fram­lag í Trygg­ing­ar­sjóð inn­stæðu­eig­enda, til FME og ­um­boðs­manns skuld­ara. Heild­ar­skattar og gjöld námu 10,8 millj­örðum króna sem er ­nán­ast sama upp­hæð og bank­inn greiddi árið 2014, þegar heild­ar­greiðslur vor­u 10,7 millj­arðar króna.

Íslands­banki er sem kunn­ugt er kom­inn að öllu leyti í eig­u ­ís­lenska rík­is­ins eftir að slitabú Glitnis afhenti hluta­bréf sín í honum sem hluta af stöð­ug­leika­fram­lagi sínu. Sá arður sem Íslands­banki ætlar að greiða á ár­inu 2016, um 10,3 millj­arðar króna, mun því renna óskiptur til rík­is­sjóðs. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None