Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða á Borgun en færir niður lán til Havila

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Friðrik Sophusson, formaður stjórnar bankans.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Friðrik Sophusson, formaður stjórnar bankans.
Auglýsing

Alls jókst virði hluta­bréfa og fjár­fest­inga í hlutafé hjá Íslands­banka um 74 pró­sent í fyrra. Eign bank­ans undir þeim lið, sem eru ann­ars vegar bréf ­skráð á markað og hins vegar óskráð bréf, fór úr 11,2 millj­örðum króna árið 2014 í 18,3 millj­arða króna í fyrra. Hækk­unin er til­komin vegna virð­is­breyt­inga á eignum bank­ans og að mestu vegna hækk­unar á óbeinni eign hans í Visa Europe, í gegnum dótt­ur­fé­lag bank­ans Borg­un. Alls skil­aði sú hækkun sér í 5,4 millj­arða króna hækkun á eigin fé Íslands­banka á síð­asta ári. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi bank­ans sem birtur var í morg­un.

Lands­bank­inn, sem átti 31,2 pró­sent hlut í Borg­un, seld­i s­inn hlut í fyr­ir­tæk­inu í nóv­em­ber 2014 á 2,2 millj­arða króna til félags í eig­u ­stjórn­enda Borg­unar og með­fjár­festa þeirra. Sá hlutur hefði verið marg­falt ­meira virði í dag, um fimmtán mán­uðum síð­ar, ef bank­inn hefði ekki selt hann.

Þótt Íslands­banki hafi hagn­ast vel á eign­ar­hlut sínum í Borgun þá er ekki jákvæð þróun all­staðar í eign­ar­safni bank­ans. Í árs­reikn­ingnum segir að „þróun mála og horfur í olíu­vinnslu hafa haft áhrif á stöðu bank­ans gagn­vart fyr­ir­tækjum í þjón­ustu við olíu­iðnað á hafi og hef­ur ­bank­inn bókað virð­is­rýrnun á þessa stöðu. Bank­inn hefur í meira en tíu ár átt af og til hags­muni tengda norskum rekstr­ar­að­ilum þjón­ustu­skipa, en sú staða var í lok árs u.þ.b. 1% af útlána­safni bank­ans.“

Auglýsing

Kjarn­inn hefur greint ítar­lega frá því á und­an­förnum vikum að Íslands­banki og Arion banki hafi lánað norska skipa­fyr­ir­tæk­inu Havila, sem á 27 skip sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, háar fjár­hæðir á árunum 2013 og 2014. Havila rambar nú á barmi gjald­þrots og er í við­ræðum við kröfu­hafa sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuld­um. Félagið færði niður virði skipa­flota síns fyrr í þessum mán­uði um 21 millj­arð króna. Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur fallið úr um 115 dölum á tunnu í 32 dali frá sumr­inu 2014. Til að vinnsla á olíu í Norð­ur­sjó borgi sig er talið að verðið þurfi að vera um 60 dalir á tunnu.

Hagn­aður bank­ans 20,6 millj­arðar króna

Ann­ars var árið í fyrra heilt yfir ágætt hjá Íslands­banka. Hagn­að­ur­ ­bank­ans á árinu 2015 var 20,6 millj­arðar króna, eða 2,1 millj­arði krónum minna en bank­inn hagn­að­ist um árið áður. Ástæðan fyrir minni hagn­aði liggur aðal­lega í lægri ein­skipt­islið­um, eins og sölu á eign­um, og í styrk­ingu krón­unn­ar. Hagn­aður af reglu­legri starf­semi eykst hins vegar á milli ára um 1,4 millj­arða króna og var 16,2 millj­arðar króna í fyrra. Þá juk­ust útlán til við­skipta­vina um fimm pró­sent á árinu og þókn­ana­tekjur um 15 pró­sent. Eig­in­fjár­hlut­hall Íslands­banka var 30,1 pró­sent um síð­ustu ára­mót, en alls átti bank­inn þá 202,2 millj­arða króna í eigið fé. Arð­semi eig­in­fjár Íslands­banka lækk­aði þó á milli ára. Hún­ var 10,8 pró­sent í fyrra sam­an­borið við 12,8 pró­sent árið áður.

Bank­inn er fyrstur stóru bank­anna þriggja til að birta ­reikn­ing sinn fyrir árið 2015 en hinir tveir, Arion banki og Lands­bank­inn, mun­u ­gera slíkt hið sama síðar í vik­unni. Arion banki mun birta á morg­un­, mið­viku­dag, og Lands­bank­inn á fimmtu­dag.

Hagn­aður Íslands­banka hefur verið stöð­ugur und­an­farin fjögur ár. Sam­tals hefur bank­inn hagn­ast um 145,2 millj­arða króna frá árinu 2009.

Ætlar að greiða 10,3 millj­arða króna í arð

Þótt að langt sé liðið frá hruni heldur hrein virð­is­breyt­ing útlána á­fram að skila hagn­aði. Slík breyt­ing skil­aði alls 8,1 millj­arði króna í fyrra, eða um 40 pró­sent af hagn­aði bank­ans. Í til­kynn­ingu vegna árs­upp­gjörs­ins seg­ir að þar af hafi 11,3 millj­arðar króna vegna end­ur­mats á fram­tíð­ar­sjóðs­streymi frá útlánum og 3,2 millj­arðar króna vegna gjald­færslu sem „sam­anstendur af al­mennri og sér­tækri virð­is­rýrnun útlána“.  End­ur­skipu­lagn­ingu á lánum og kröfum sem ­bank­inn yfir­tók með miklum afföllum eftir hrunið er að sögn hans lokið og „fyr­ir­ vikið er ekki gert ráð fyrir árfram­hald­andi jákvæðum áhrifum á hagnað kom­and­i ára“.

Íslands­banki er, líkt og hinir við­skipta­bank­arn­ir, einn stærsti skatt­greið­andi lands­ins. Alls greidd­i ­bank­inn 5,9 millj­arða króna í tekju­skatt í fyrra og 2,9 millj­arða króna í svo­kall­aðan banka­skatt, sem búist er við að verði lagður niður í ár. Auk þess greiddi Íslands­banki sér­stakan sex pró­sent fjár­sýslu­skatt á hagnað umfram einn millj­arð króna og fram­lag í Trygg­ing­ar­sjóð inn­stæðu­eig­enda, til FME og ­um­boðs­manns skuld­ara. Heild­ar­skattar og gjöld námu 10,8 millj­örðum króna sem er ­nán­ast sama upp­hæð og bank­inn greiddi árið 2014, þegar heild­ar­greiðslur vor­u 10,7 millj­arðar króna.

Íslands­banki er sem kunn­ugt er kom­inn að öllu leyti í eig­u ­ís­lenska rík­is­ins eftir að slitabú Glitnis afhenti hluta­bréf sín í honum sem hluta af stöð­ug­leika­fram­lagi sínu. Sá arður sem Íslands­banki ætlar að greiða á ár­inu 2016, um 10,3 millj­arðar króna, mun því renna óskiptur til rík­is­sjóðs. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None