Fjölbragðaglímumaðurinn sem skoraði krabbameinið á hólm

Bret "The Hitman" Hart er enginn venjulegur fjölbragðaglímurmaður, þó hann líti út fyrir það. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér baráttu hans og hugsjónir.

Bret Hart
Auglýsing

Fyrrum fjöl­bragða­glímu­kapp­inn Bret “The Hit­man” Hart greind­ist nýlega með krabba­mein í blöðru­háls­kirtli. Í stað þess að ­fela sjúk­dóm­inn fyrir umheim­inum ákvað hann að lýsa reynslu sinni opin­ber­lega og beita sér fyrir vit­und­ar­vakn­ingu um þennan mikla vágest sem herjar aðal­lega á karl­menn á efri árum. 

Flugu­mað­ur í bleiku og svörtu

Bret Hart er fæddur árið 1957 í borg­inn­i Cal­gary í Albertu­fylki í Kanada. Hann er eitt af 12 börnum glímu­fröm­uðs­ins Stu Hart og ólst upp á heim­ili þar sem lítið annað var gert en að glíma og fljúgast á. Bret þótti strax efni­legur og keppti í áhuga­mannaglímu á ung­lings­ár­um. En ­leiðin lá snemma í atvinnu­mennsk­una og árið 1978 keppti hann í fyrsta skipti í glímu­deild föður síns. Hann keppti í ýmsum smærri deildum til árs­ins 1984 þeg­ar hann fékk samn­ing hjá stærsta fjöl­bragða­glímu­sam­bandi heims WWF. Það var þá sem Bret tók upp við­ur­nefnið Hit­man (flugu­mað­ur­inn) og skap­aði ímynd sína. Hann varð þekktur fyrir að klæð­ast bleikum og svörtum spand­ex-galla, stórum ­spegla­gler­augum og svörtum leð­ur­jakka. En hann átti yfir­leitt í erf­ið­leikum með­ við­töl og að rífa kjaft utan vallar eins og lenskan er í fjöl­bragða­glímu. Bret þurfti því að skapa sig í hringnum og það gerði hann með stæl. Fimi hans og frum­leiki þóttu ein­stök og frægð­ar­sól hans reis hratt. Til að byrja með glímd­i hann aðal­lega í teymi með mági sínum Jim Neid­hart og köll­uðu þeir sig The Hart Founda­tion. Seinna hóf hann að glíma að mestu leyti einn og vin­sældir hans juk­ust enn meir. Árið 1991 vann hann sinn fyrsta þunga­vigt­ar­titil og um miðjan tíunda ára­tug­inn var hann án vafa stærsta fjöl­bragða­glímu­stjarna heims.

Hann var fag­maður fram í fing­ur­góma, bar virð­ingu fyrir and­stæð­ingum sínum og stærði sig af því að hafa aldrei slasað nokk­urn ­mann í hringn­um. Fer­ill­inn tók þó sinn toll af heils­unni. Árið 1999 fékk hann slæmt höf­uð­högg og hlaut heila­hrist­ing. Þremur árum seinna fékk hann heila­blóð­fall, lam­að­ist og var bund­inn við hjóla­stól um tíma. Auk þess lést bróðir hans, glímu­kapp­inn Owen Hart, í hringnum um þetta leyti. Bret skyldi þó ekki alfarið við glímuna og keppti endrum og eins allt til árs­ins 2013. Bret Hart var ekki bara einn vin­sæl­asti fjöl­bragða­glímu­maður sög­unn­ar, hann var einnig einn sá allra virt­asti. Sam­tíma glímu­menn dáð­ust að flóknum brögðum hans og fjöl­margir yngri glímu­menn líta á hann sem sína helstu fyr­ir­mynd.Þess vegna var oft sagt að hann væri sá besti sem er, sá besti sem var og sá besti sem verður nokkurn tím­ann.

Auglýsing

Til­kynn­ing­in ­sem kom öllu af stað

Bret Hart greind­ist með krabba­mein í blöðru­háls­kirtli um mitt árið 2015. Hann til­kynnti fjöl­skyld­unni og aðdá­end­um þetta í ein­lægri Face­book-­færslu þann 1. febr­úar síð­ast­lið­inn þar sem hann ­sagð­ist  halda af stað í sína erf­iðust­u orr­ustu til þessa en myndi þó ekk­ert gefa eft­ir.. Hann segir m.a.:Ég strengi þess heit til allra þeirra sem hafa nokkurn tím­ann trúað á mig, bæði dáinna og lif­andi, að ég mun berj­ast við ­meinið með einum skildi og einu sverði stað­festu minnar og eld­móði mínum til að lifa, umvaf­inn allri þeirri ást sem hefur haldið mér gang­andi til þessa. Ást­in er vopn mitt sem ég hef allt í krignum mig allar stundir og er sann­ar­lega ­þakk­látur fyr­ir. Börnin mín, barna­börn og ást­kær eig­in­kona mín Steph hafa ver­ið og munu vera hér mér til stuðn­ings. Ég neita að tapa, ég mun aldrei gef­ast upp­ og ég mun sigra þessa orr­ustu eða a.m.k. ekki deyja átaka­laust.”

Í færsl­unni seg­ist hann einnig ætla beita ­sér fyrir bar­átt­unni gegn blöðru­hálskrabba­meini almennt og verða fyr­ir­mynd ­fyrir aðra við að kljást við þetta mein. Þessi færsla fékk strax mikla og já­kvæða athygli. Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli herjar að lang­mestu leyti á eldri karl­menn og sjúk­dóm­ur­inn hefur verið mikið feimn­is­mál í gegnum tíð­ina. Það er því ekki algegnt að karlar opni sig um sjúk­dóm­inn á þennan hátt. ­Sér­stak­lega ekki menn með bak­grunn eins og Bret Hart, þ.e. hinn karllæga heim ­fjöl­bragða­glímunnar þar sem allir veik­leikar eru álitnir aum­ingja­skap­ur.

Hafð­i strax áhrif

Við­brögð glímu­sam­fé­lags­ins létu ekki á sér­ standa. Bæði fyrrum sam­herjar og and­stæð­ingar Harts fylkt­ust að baki honum og lýstu opin­ber­lega yfir stuðn­ingi við bar­átt­una. Má þar nefna Hulk Hogan, Ted “Million Dollar Man” DiBi­a­se, Jerry Lawler, Triple H og Chris Jer­icho. Auk þess hafa glímu­sam­böndin staðið þétt við bakið á honum og komið skila­boð­unum vel á fram­færi, t.d. á stórum skjá fyrir utan Mad­i­son Squ­are Gar­den í New York þar sem Hart háði margar af sín­um eft­ir­minni­leg­ustu rimm­um. Hart og stuðn­ings­fólk hans hafa einnig farið í átak til að koma skila­boð­unum áleiðis undir slag­orð­unum “Fight Bret Fight”. Plag­göt og vef­borðar sjást víða og einnig eru ­stutt­erma­bolir með slag­orð­unum komnir í sölu, allt vita­skuld í hans fræg­u bleiku og svörtu lit­um. Ágóð­inn rennur svo til rann­sókna og vit­und­ar­efl­ingar á krabba­meini í blöðru­háls­kirtli.

Krabba­meins­lækn­ir­inn David Samadi við Lenox Hill sjúkra­húsið í New York vonast til að hin opna og hrein­skilna bar­átta Harts brjóti niður múra og hjálpi öðrum að leita sér hjálp­ar. Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli er næstal­geng­asta dán­ar­or­sök karla í Banda­ríkj­unum og tekur um 27.500 manns­líf á ári. Auk þess geta óþæg­ind­i og kvalir sjúk­dóms­ins verið mjög miklar, má þar nefna þvag­færa­vanda­mál, nýrna­bil­an­ir, þrýst­ing á mæn­una og jafn­vel bein­brot. Í Banda­ríkj­unum er krabba­mein í blöðru­háls­kirtli næstal­geng­asta krabba­mein karl­manna, á eft­ir húð­krabba­meini. 

Bar­átta Harts virð­ist nú þegar vera far­in að hafa bein áhrif. Á Blöðru­hálskrabba­meins­stöð­inni í heima­borg hans, Cal­gar­y, hafa sím­arnir hringt lát­laust síðan hann opin­ber­aði sjúk­dóm­inn. Fjöldi karl­manna, bæði ungra sem aldna, hafa spurst fyrir um og boðað sig í skoð­an­ir. Pam Hear­d, ­yf­ir­maður á stofn­un­inni, segir að vanda­málið hafi hingað til verið að fá menn til að mæta í skoð­anir og hugsa um sjálfa sig. Í Kanada er blöðru­hálskrabba­mein ­jafn­vel enn meira vanda­mál en í Banda­ríkj­un­um. Það er algeng­asta teg­und krabba­meins í land­inu og að með­al­tali fær einn af hverjum sjö karl­mönnum þar ­sjúk­dóm­inn ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni. Lífslík­urnar eru aftur á móti góðar ef meinið finnst snemma.



Bar­átt­an heldur áfram

Hart fór í skurð­að­gerð um miðjan febr­ú­ar ­síð­ast­lið­inn sem gekk að eigin sögn vel. Á blaða­manna­fundi við­ur­kenndi hann að hafa haldið sjúk­dómnum leyndum í um hálft ár. Hann hafði farið í reglu­leg­ar blóðprufur frá árinu 2013 og þar kom í ljós að mótefna­vak­inn PSA (prostate specific antigen) fór ört ­vax­andi í blóði hans. [htt­p://cal­gar­yher­ald.com/enterta­in­ment/celebrity/i-­fought-back-bret-hart-reveals-details-of-prosta­te-cancer-s­ur­gery-and-­ur­ges-­men-to-­get-te­sted]Um mitt ár 2015 var ljóst að Hart væri með krabba­mein. Hann sagð­ist hafa ver­ið ­virki­lega hrædd­ur, sér­stak­lega eftir að hann tal­aði við menn sem höfðu feng­ið ­sjúk­dóm­inn. Einnig sagð­ist hann hafa íhugað að leita inn á svið óhefð­bund­inna lækn­inga á borð við ósón-­með­ferð eða neyslu mat­ar­sóda. En eftir að hafa kynnt ­sér sögu Steve Jobs, sem not­að­ist við óhefð­bundnar lækn­ingar og lést loks af völdum krabba­meins í brisi, ákvað Hart að not­ast við þau reyndu lækn­is­fræði­leg­u úr­ræði sem í boði eru í dag. Kirtill­inn og meinið voru fjar­lægð í aðgerð­inni en Hart mun þó þurfa að fara í reglu­legar skoð­anir til að full­vissa sig um að það taki sig ekki aftur upp að nýju. [htt­p://www.torontos­un.com/2016/03/07/it-wa­s-r­eally-scar­y-cana­di­an-wrestler-reflect­s-on-cancer-and-fut­ure-recovery] Bar­átt­unni er þó alls ekki lokið og Bret Hart mun halda áfram að vekja athygl­i og berj­ast gegn þessum vágesti sem því miður er ennþá mikið feimn­is­mál.

 

Mottu­mars

Við Íslend­ingar erum farnir að þekkja bar­átt­una gegn blöðru­hálskrabba­meini vel vegna átaks­ins Mottu­mars sem haldið hefur verið á hverju ári síðan 2010 af Krabba­meins­fé­lag­inu. Átakið á fyr­ir­mynd sína í fjár­öfl­un­ar­verk­efn­inu Movem­ber sem hófst í Ástr­alíu árðið 1999 og hefur farið sig­ur­för um heim­inn síð­an. Eins og frægt er safna karl­menn yfir­vara­skegg­i, birta myndir af þeim á heima­síðu félags­ins og safna áheit­um. Ágóð­anum er svo m.a. varið í rann­sókn­ir, stuðn­ing og ráð­gjöf fyrir þolendur og vit­un­ar­vakn­ingu um ­meinið og mik­il­vægi þess að karl­menn láti rann­saka sig. Á und­an­förnum árum hafa safn­ast rúm­lega 250 millj­ónir króna, eða að með­al­tali um 40 millj­ónir króna í hverju átaki. [htt­p://www.mottu­mar­s.is/]Í átak­inu er ekki verið að velta sér­ ­upp úr eymd og vol­æði  sem fylgir því að vera hald­inn krabba­meini. Þess í stað er ein­blínt á eitt­hvað sem er töff og ­fyndið og stílað inn á menn­ingu hip­ster­anna. Líkt og bar­átta Bret Hart þá er Mottu­mars tek­inn mjög karl­mann­legum tök­um. Það er ein­fald­lega orðið sjálf­sag­t og jafn­vel kúl að vera með­vit­aður um þennan sjúk­dóm og láta athuga sig ­reglu­lega. Átakið er ein­stak­lega vel heppnað og gríð­ar­lega mik­il­vægt þar sem ó­tal manns­líf eru í húfi. Hér er karl­mennska notuð á jákvæðan hátt til þess að tækla ein­stak­lega karllægt vanda­mál, þ.e. feimni og skömm.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None