Unglingsstúlkur íslamska ríkisins

Þær koma úr venjulegum millistéttarfjölskyldum, hanga í tölvunni og hafa mánuðum saman rabbað við háttsetta menn íslamska ríkisins. Þetta er saga af fimm stúlkum; tvær þeirra eru þá þegar komnar til Sýrlands.

ISIS
Auglýsing

Hvað fær franskar ung­lings­stúlkur til þess að flýja til Sýr­lands og fara berj­ast fyrir íslamska ­rík­ið? Und­ir­búa hryðju­verka­árásir í eigin landi? Dag­blaðið Le Monde birti nýlega athygl­is­verða blaða­grein um þetta mál sem ­byggir á lög­reglu­rann­sókn á nokkrum ung­lings­stúlkum sem eru ýmist á leið til­ ­Sýr­lands eða ný komnar það­an.

Slík rann­sókn hefur aldrei þekkst áður í Frakka­landi. Hún bein­ist að frönskum börn­um,  ósköp venju­leg­um, ráð­viltum ung­lings­stúlkum á aldr­inum fjórtán til nítján ára sem hættu­legir menn hafa ruglað í og heila­þveg­ið. Stúlkur á gelgju­skeið­inu, í vand­ræðum með sjálfs­mynd­ina, fram­tíð­ina, aðstæður sínar og þrá ann­ars­konar líf – í þessu til­felli íslamska öfga­stefnu og fá að drepa í nafni Allah.

Þær koma úr venju­legum milli­stétt­ar­fjöl­skyld­um, hanga í tölv­unni og hafa mán­uðum sam­an­ rabbað við hátt­setta menn íslamska rík­is­ins. Þetta er saga af fimm stúlk­um; t­vær þeirra eru þá þegar komnar til Sýr­lands, hinar þrjár hafa heitið þess að fremja hryðju­verk í Frakk­landi.

Auglýsing

Stroku­barnið Léa 

Léa er fjórtán ára gömul stúlka sem býr í Par­ís. Fyr­ir­mynd­ar­nem­andi en við­kvæm og á erfitt með tjá sig, grætur oft að ástæðu­lausu. Hún kemur úr múslima­fjöl­skyld­u, faðir hennar er ætt­aður frá Alsír en er trú­laus. Móðir hennar ber ekki slæð­u. Þetta er frjáls­lynd, venju­leg, frönsk fjöl­skyla. En allt í einu fyrir tveim­ur árum síðan fær Léa skyndi­lega mik­inn áhuga á Islam og fer að hylja and­lit sitt ­með slæðu, sem vekur dræmar und­ir­tektir á heim­il­inu.

Þann 18. júní 2014 lætur stúlkan sig hverfa. Á þeim tíma þegar bekkj­ar­fé­lagar hennar í gagn­fræða­skól­an­um eru að mæta á mötu­neytið er hún á leið­inni með 12:25 lest­inni til Amster­dam. ­Klukkan 18:15 sendir hún pabba sínum síma­skila­boð, í síð­asta sinn, og stígur um ­borð í flug­vél á leið til Ist­an­búl. Síðan tekur við tíu tíma ferða­lag í rútu og þá er hún komin að landa­mærum Tyrk­lands og Sýr­lands. Þar er tekið á móti henn­i og hún keyrð til Rakka í Norð­ur­-­Sýr­landi. Á einum degi hefur líf henn­ar ­gjör­breyst – hún er orðin rík­is­þegn „Calip­hate“ – þáttak­andi í bylt­ingu íslamska rík­is­ins og hún er sam­stundis kynnt fyr­ir­ til­von­andi eig­in­manni sín­um, sem er átta árum eldri en hún.

Hún skild­i eftir lítið kveðju­bréf heima hjá sér, setti það undir dýn­una í rúm­inu sínu:

„Þið eruð vafa­laust upp­full af á­hyggj­um, en eftir tíu klukku­tíma verð ég orð­inn með­limur ríkis þar sem ég get ­stundað trú mína eðli­lega og af fullri reisn. Ég er komin til hinnar heilög­u ­borgar Cham í Sýr­landi; komin til fyr­ir­heitna lands­ins, dögun hins nýja heims er í nánd. Ég yfir­gaf ykkur vegna þess að ham­ingja mín er í húfi, ég vil fá að lifa í trúnni. Pabbi afneitar djil­beb og mamma, þú leyfir mér  ekki að hætta í skól­an­um“

Léa, ókunnug um skil­grein­ingu Cham eða al-S­ham, sem sögu­lega vísar til stórs svæðis á Mið­aust­ur­löndum en ekki borg­ar, lætur þess ekki get­ið hvar hún hyggst fara eða hvað bein­línis bíði henn­ar. Hún veit það ekki sjálf á þess­ari stundu. Franska lög­reglan og leyni­þjón­ustan kemst fljót­lega að því að hún hefur und­an­farið verið í sam­skiptum á Face­book við Abu Saad Al Mag­hrebi, víga­mann íslamska rík­is­ins, sem er franskur rík­is­borg­ari, fæddur í Nimes.  

Þeir sem rann­saka málið kom­ast síðan að því að rétt áður en hún yfir­gaf heim­ili sitt var hún sömu­leiðis í sam­bandi við aðrar ungar stúlk­ur í Frakk­landi. Meðal ann­ars Camil­le, fimmtán ára göm­ul, búsett í Suð­ur­-Frakk­landi. Þótt hún komi frá algjör­lega trú­lausu heim­ili, faðir hennar ætt­að­ur­ frá Alsír og móðir hennar kemur frá kaþ­ólsku heim­ili, þá hefur hún algjör­lega frelsast; er til­búin að fórna lífi sínu, flýja til Sýr­lands og berj­ast þar ­fyrir íslamska rík­ið. Allt eftir að hafa lesið greinar á net­inu og verið þar í sam­skiptum við öfga­fólk. Léa og Camille ræða saman um stríð­ið, trúnna og fram­tíð­ina.

Léa er líka í sam­skiptum við Juli­ette sem býr í Norð­ur­-Frakk­landi og hefur snú­ist til íslamskrar trúar á aðeins einu ári, hyl­ur and­lit sitt og fer reglu­lega í mosk­una. 

Camille og Juli­ette eru kall­aðar til yfir­heyrslu hjá lög­regl­unni, tveimur dögum eftir hvarf Léu. Þær við­ur­kenna að hafa verið í sam­bandi við hana en neita að hafa tekið þátt í brott­hvarfi henn­ar. Camil­le ­seg­ist samt skilja þessa ákvörðun og segir við lög­regl­una:

„For­eldrar mínir eru ­trú­leys­ing­ar. Ég er Salafi. Ég vil til­heyra íslamska rík­inu. Fyrir mér er það Sann­leik­ur­inn“

Lög­reglu­menn ­trúa vart því sem þeir sjá og heyra. Venju­leg, frönsk ung­lings­stúlka upp­full af ­trú­ar­hita og í víga­hug sem vill drepa í nafni Allah.

Þann 14. ágúst spjallar Camille við vin­konu sína á Net­inu; Fatimu sem er sautján ára ­göm­ul. Þær eru hund­fúlar yfir því að geta ekki kom­ist til Sýr­lands til þess að berj­ast.

Þær tala um sprengju­árás í Frakk­landi sem önnur frönsk stelpa, Vanessa, nítján ára gömul hefur hvatt þær til þess að taka þátt í. Vanessa er alin upp í krist­inni trú, en er orð­in múslimi og nýgengin til liðs við öfga­sveitir í Sýr­landi, mán­uði á undan Léu.

„Hvað er þetta ka­mikaze?“ 

Það er lyg­inni lík­ast að fylg­ast með sam­skiptum þess­ara ung­lings­stúlkna á net­in­u. Orða­skiptin lýsa reiði, von­brigð­um, gyð­inga­hat­ri, leið­ind­um, sjálfs­morðs­hug­leið­ing­um og ofbeldi:

Camil­le: -Ef ég get ekki farið til­ ­Sýr­lands ætla ég að taka þátt í kamikaze In Sha Allah.

Fatima: -  Kamikaze hvað?

Camil­le: - Þú bara sprengir spengju.

Fatima: - Hvar? Ég ætla að reyna ver­a ­með!

Camil­le: - Við ætlum að ráð­ast á rík­is­stjórn­ina! Helst við Eif­fel-­turn­inn.

Fatima: - Já, en þar gætu ver­ið múslim­ar.

Camil­le: - En, við reynum líka að ráð­ast á gyð­inga­hverf­in.

Fatima: - Já! Það er lík­a ­gyð­inga­hverfi í Lyon.

Þessi hryðju­verka­árás stúlkn­anna er langt frá því að vera þaul­skipu­lögð en Camille hefur samt lýst því að hún ætli að stela skot­vopnum frá föður sín­um. Sam­ræð­urnar og sam­skipt­i þeirra eru upp­full af andúð á gyð­ing­um. Camille er aftur kölluð til yfir­heyrslu og segir þar:

„Ég er ekk­ert endi­lega öfga­mann­eskja. Að drepa í nafni Allah eða deyja í sjálfs­morðsárás – þetta er eðli­legur hlut­i þess að trúa og lifa í trú“

„Þú ættir að sjá hann – hann er ógeðs­lega sæt­ur“ 

Umræð­urnar snú­ast um líf og dauða, borg­ara­styrj­öld en líka gelgju­legt rabb um her­menn íslamska ­rík­is­ins, hug­rekki þeirra og dáð­ir, og hversu flottum skóm þeir klæð­ast. 

Camil­le: Og í gær, þú veist, þetta var á Face­book, ég sá mynd af bróð­ur, þú veist, uh ... þetta var svona Abu Guitone dæmi, þú skil­ur?

Fatima - Abu hvað?

Camil­le: - Og, alveg rosa­legt. Hann ­fórn­aði sér! Algjör­lega machallah (Guðs vilj­i), ég meina. Þú hefði átt að sjá þetta. (hlær)

Fatima: - Já?

Camil­le: - Þú ættir að sjá hann, hann er í ógeðs­lega kúl her­manna­fötum og í Air Max skóm.

Fatima: - Er hægt að fá Air Max í Cham?

Camil­le: - Já, þeir eru með Air Max. Þegar þeir fórna sér, fá þeir að velja sér föt, þeir eru allir í Air Max. Þú veist Air Max – tenni­stýp­an.

Þess­ar ung­lings­stúlkur sem hafa heill­ast af íslamska rík­inu, sjálfs­morðsárásum og styrj­öld­um er ekk­ert eins­dæmi. 867 til­felli hafa verið til­kynnt til franska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, öfga­fullir franskir ung­lingar sem lík­legir eru til þess að fremja hryðju­verk. Sí­fellt fleiri franskar konur ganga til liðs við íslamska rík­ið: Þær voru um 12% (218 kon­ur) af öllum þeim Frökkum sem fóru til Sýr­lands til þess að berjast, nú eru þær um 35% (593). Þriðj­ungur þeirra hefur snú­ist til íslamskrar trúar á síð­ast­liðnum árum. Þær virðast, af ein­hverjum ástæðum vera rót­tæk­ari en aðr­ar ­konur í þessum sam­tök­um. Þessar ungu stúlkur vekja mikla eft­ir­tekt hjá her­mönnum íslamska rík­is­ins, sem reyna gjarnan að kom­ast í sam­band við þær og lokka þær til sín.

Camil­le ­segir frá þessu í spjalli við vin­konu sína:

„Já, og margir bræður fóru að biðja mig um að gift­ast sér og allt! Eftir að við urðum vinir á Face­book. Þeir eru mjög vin­gjarn­legir og hjálp­leg­ir. Gefa manni góð ráð eins og: „Ekki fara í mosku í Frakk­landi, það er ekki kennt rétt Islam þar, hið rétta Islam er í Cham, við munum kenna þér allt, treystu okkur kæra syst­ir“ – Ég er búinn að fá ­fullt af bón­orð­um, ég á eftir að enda með 50 eig­in­menn þarna.“

Abu Saad Al Mag­hreb, 22 ára gam­all víga­mað­ur, ætt­aður frá Frakk­landi, sem lokk­aði hina 14 ára gömlu Léu til Sýr­lands hefur sent öllum þrem­ur, Léu, Camille og Juli­ette bón­orð. Hann var fyrsti Frakk­inn til þess að birt­ast opin­ber­lega og segj­ast berjast ­fyrir íslamska rík­ið. Nýlega sást hann í mynd­bandi á net­inu þar sem hann fagn­aði árás­unum í París 13. nóv­em­ber 2015.

Al Magreb hefur lengi elsts við stelpur á net­inu sem sýna íslamskra rík­inu áhuga, rætt við þær og veitt þeim ýmis­konar ráð­legg­ing­ar. Hann þykir beita miklum þrýst­ing­i og hvetur þær til þess að koma til Sýr­lands hið fyrsta áður en landa­mærum þar verði lok­að. 

Dóms­kerfið og frönsk við­ur­lög 

Hvern­ig bregð­ast dóm­stólar við þessum stúlk­um? Telj­ast þær hættu­legar í heima­land­i sínu? Eða eru þær ef til vill hættu­leg­astar sjálfum sér? Þrjár konur sem hafa snúið aftur frá Sýr­landi sitja nú í frönsku fang­elsi. Það er frekar litið á þessar konur sem fórn­ar­lömb en stríðs­menn. Ungar konur sem ganga til liðs við íslamska ríkið hafa þurft að þola hópnauðg­an­ir, pynt­ingar og ýmis­konar við­bjóð og snúa gjarnan til baka, til síns heima­lands, nið­ur­brotnar og örvinglað­ar. Þetta er í flestum til­fellum ráð­villt, ungt og hvat­víst fólk sem hefur enga hug­mynd um hvað raun­veru­lega bíður þeirra.

Sam­kvæmt hug­mynda­fræði íslamska rík­is­ins eiga konur ekki að taka þátt í átökum – þær eiga að sjá um hús­verk­in, ala upp börn og þjóna karl­mann­in­um, en margir hryðju­verka­sér­fræð­ingar telja engu að síður að þær séu oft mun öfga­fyllri en þeir karl­menn sem ganga til liðs við íslamska rík­ið. 

Mál þess­ara frönsku stúlkna, sem hér hafa verið rak­in, eru til með­ferðar hjá frönskum ­dóm­stól­um. Vanessa er ein þeirra kvenna sem hafa snúið aftur til Frakk­lands. Hún yfir­gaf Sýr­land og eig­in­mann sinn í júlí 2015 og situr nú í frönsku fang­elsi. Eftir sjálfs­morð­stil­raunir í fang­els­inu hefur verið reynt að flýta máli henn­ar. 

Dóm­stólar og lög­reglu­yf­ir­völd eiga í vand­ræðum með að afgreiða og rann­saka þessi flóknu og við­kvæmu mál. Frakkar eru opin­ber­lega í stríði við íslamska rík­ið, lög­reglan hefur fengið víð­tækar heim­ildir til að koma böndum á hryðju­verka­menn og ­neyð­ar­lögin gilda enn í Frakk­landi.

Hvernig ber að taka á málum þess­ara ungu stúlkna, sem sumar hverjar eru enn ólög­ráða börn? Camille situr í sér­stöku barnafang­lesi. Hún hefur fengið að hitta fjöl­skyld­ur ­barna sem hafa flúið til Sýr­lands til þess að berj­ast. Þegar hún kom fram fyr­ir­ ­dóm­stóla í sept­em­ber 2014 reyndi hún að draga í landi með öfga­skoð­anir og sagð­i að hún hefði verið heila­þvegin og ekki með sjálfri sér. Lög­reglan telur þó að hún sé úlfur í sauða­gæru, hættu­legur víga­maður íslamska rík­is­ins sem þrá­i ekk­ert heit­ara en að berj­ast áfram í Sýr­landi. Í jan­úar síð­ast liðnum var ­feng­els­is­dómur hennar fram­lengd­ur.

Greinin er laus­lega þýdd úr Le Monde. Upp­runa­legu grein­ina má lesa hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None