Hinn fullkomni vinnustaður

Velgengni WeWork vinnuaðstöðunnar, sem finna má víða í borgum Bandaríkjanna, hefur verið með ólíkindum. Á sex árum hefur vöxturinn verið hraður, og er fyrirtækið metið á meira en tvö þúsund milljarða. Markmið, var að búa til hinn fullkomna vinnustað.

WeWork
Auglýsing

Skrif­stofu­rými sem fólk deilir með öðrum hafa sprottið upp í borg­ar­sam­fé­lögum á und­an­förnum árum, og njóta mik­illa vin­sælda. Sér­stak­lega eru það frum­kvöðlar og lítil fyr­ir­tæki sem sækja í þessa aðstöðu.

Það fyr­ir­tæki sem hefur leitt mikla sókn þessa teg­und­ar ­skrif­stofu­að­stöðu er WeWork. Það er með rætur í New York og Kali­forn­íu, þar sem um­fangs­mesta aðstaða fyr­ir­tæk­is­ins er.

Í gær greindi Wall Street Journal frá því að WeWork væri nú ­metið á sextán millj­arða Banda­ríkja­dala, eða um tvö þús­und millj­arða króna. ­Sókn­ar­á­ætlun fyrir Asíu-­markað er á teikni­borð­inu, og hafa þegar verið tryggð­ar­ 450 millj­ónir Banda­ríkja­dala í það verk­efni.

Auglýsing

Góð aðstaða á góð­u­m ­stað

Grund­vall­ar­hugs­unin að baki WeWork er ein­föld. Hún er sú að útvega fjölda fólks aðstöðu til að vinna á góðum stað í borg­um. Við­skipta­á­ætl­anir í upp­hafi gerðu ráð fyrir því að reyna að ná til ungs fólks, ­sem hefði ekki mikla getu til að greiða háa leigu fyrir skrif­stofu. En með því að fá fólk til þess að deila rými, væri hægt að ná því fram að bjóða leigu á góðum stað á hag­stæðu verði, en um leið fá rekstr­ar­að­il­arnir hag­stætt ­fer­metra­verð, þar sem margir not­endur nýta rýmið vel með því að deila skrif­borð­u­m, fund­ar­að­stöðu og kaffi­stof­um.Þekk­ing flæðir á milli fólks

Það sem hefur verið lyk­ill­inn að vel­gengn­inni er svo það sem ekki var aug­ljóst, áður en farið var að stað. Fólk úr ýmsum áttum virð­is­t tengja vel saman í gegnum deil­i-hugs­un­ina sem er að baki skrif­stofu­rým­in­u. ­Skap­andi and­rúms­loft verður til sem hjálpar ekki síst þeim sem eru að stíga sín ­fyrstu skref með við­skipta­hug­mynd­ir, eða þeim sem eru að reyna að efla tengsl í á­kveðnum geir­um.

Lagt er upp með að hafa aðstöð­una með fal­legri hönnun og hús­gögnum sem eru aðlað­andi.

Dæmi­gert skrif­stofu­rými, sem fólk leigir, kostar að ­með­al­tali um 600 Banda­ríkja­dali á mán­uði, eða sem sam­svarar um 78 þús­und krón­um. Það þykir afar hag­stætt verð í stór­borg­um, en verðin eru þó mis­jöfn eftir stað­setn­ing­um. Vel stað­sett rými í Soho í New York kosta 750 ­Banda­ríkja­dali, eða sem nemur um 100 þús­und krónum á mán­uði.

Sam­fé­lag leigj­enda

Til við­bótar fá not­endur þjón­ust­unnar síðan að tengjast ­sam­fé­lagi not­enda þjón­ust­unn­ar, sem fá boð á reglu­lega fundi, fyr­ir­lestra og ráð­stefn­ur, svo eitt­hvað sé nefnt. Þá geta þeir sem nýta sér aðstöð­una einnig nýtt sér aðstöðu WeWork í öðrum borgum og lönd­um.

Þessi nálgun hefur reynst höfða vel til þeirra sem vilja fá sveigj­an­leika í sitt vinnu­um­hverfi.

Tveir af þremur stofnendum WeWork. Adam Neumann og Miguel McKelvey. Mynd: EPA.

WeWork aðstaða á 26 stöðum í New York

Á einu ári hefur WeWork vaxið hratt, og er New York dæmi um ­stað þar sem nýir staðir hafa sprottið upp. Á einu ári hafa tíu ný rými bæst við í eigna­safni WeWork, og eru stað­irnir nú sam­tals 26 tals­ins. Næstu rými mun­u opna í Mexíkó borg, og síðan í fimm öðrum löndum þar sem stað­setn­ingar hafa ekki verið nákvæm­lega til­greindar enn­þá. Það eru Ind­land, Kína, Ástr­al­ía, Suð­ur­-Kór­ea og Hong Kong. Gefið hefur verið út að rými verði í Seúl, höf­uð­borg Suð­ur­-Kóreu, og í Sid­ney, stærstu borg Ástr­al­íu, en nákvæm­ari stað­setn­ingar hafa ekki ver­ið ­gefnar út.

Fram­tíð­ar­vinnu­staðir bland­að­ir?

Þessi mikla vel­gengni hefur vakið upp umræðu um hvort þetta ­deil­i-­rým­is­fyr­ir­komu sé vísir að fram­tíð­ar­vinnu­staða­menn­ingu, ekki síst á sviðum þar sem sér­fræð­ingar vinna oft hver í sínu horni eða þar sem inn­blást­ur úr óvæntum áttum hjálpar fólki að leita lausn á vanda­mál­unum sem glímt er við. ­Stofn­end­urnir þrír, Jesse Midd­leton, Adam Neu­mann og Miguel McKel­vey, trúa því að svo sé og stofn­uðu til fyrsta rým­is­ins í New York árið 2010, með það sem ­leið­ar­ljós að búa til hinn full­komna vinnu­stað. Þar sem ólíkt fólk kæmi sam­an­, ­deildi þekk­ingu sinni og gæti unnið í not­e­legu og „svölu“ umhverfi.

Þeir átt­uðu sig ekki á því að verk­efnið yrði jafn risa­vax­ið og raunin er orð­in, en frá árinu 2010 hefur fyr­ir­tækið sjö sinnum sótt fjár­magn til tíu fjár­festa og fjár­fest­ing­ar­sjóða, sam­tals ríf­lega 1,4 millj­arða ­Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 180 millj­örðum króna. Nú þegar WeWork er að ­stíga fyrstu stóru skrefin út fyrir Banda­ríkja­mark­að, með inn­reið­inni í Asíu, ­gæti þessum „full­komnu“ vinnu­stöðum átt eftir að fjölga hratt á næstu árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None