Hinn fullkomni vinnustaður

Velgengni WeWork vinnuaðstöðunnar, sem finna má víða í borgum Bandaríkjanna, hefur verið með ólíkindum. Á sex árum hefur vöxturinn verið hraður, og er fyrirtækið metið á meira en tvö þúsund milljarða. Markmið, var að búa til hinn fullkomna vinnustað.

WeWork
Auglýsing

Skrif­stofu­rými sem fólk deilir með öðrum hafa sprottið upp í borg­ar­sam­fé­lögum á und­an­förnum árum, og njóta mik­illa vin­sælda. Sér­stak­lega eru það frum­kvöðlar og lítil fyr­ir­tæki sem sækja í þessa aðstöðu.

Það fyr­ir­tæki sem hefur leitt mikla sókn þessa teg­und­ar ­skrif­stofu­að­stöðu er WeWork. Það er með rætur í New York og Kali­forn­íu, þar sem um­fangs­mesta aðstaða fyr­ir­tæk­is­ins er.

Í gær greindi Wall Street Journal frá því að WeWork væri nú ­metið á sextán millj­arða Banda­ríkja­dala, eða um tvö þús­und millj­arða króna. ­Sókn­ar­á­ætlun fyrir Asíu-­markað er á teikni­borð­inu, og hafa þegar verið tryggð­ar­ 450 millj­ónir Banda­ríkja­dala í það verk­efni.

Auglýsing

Góð aðstaða á góð­u­m ­stað

Grund­vall­ar­hugs­unin að baki WeWork er ein­föld. Hún er sú að útvega fjölda fólks aðstöðu til að vinna á góðum stað í borg­um. Við­skipta­á­ætl­anir í upp­hafi gerðu ráð fyrir því að reyna að ná til ungs fólks, ­sem hefði ekki mikla getu til að greiða háa leigu fyrir skrif­stofu. En með því að fá fólk til þess að deila rými, væri hægt að ná því fram að bjóða leigu á góðum stað á hag­stæðu verði, en um leið fá rekstr­ar­að­il­arnir hag­stætt ­fer­metra­verð, þar sem margir not­endur nýta rýmið vel með því að deila skrif­borð­u­m, fund­ar­að­stöðu og kaffi­stof­um.Þekk­ing flæðir á milli fólks

Það sem hefur verið lyk­ill­inn að vel­gengn­inni er svo það sem ekki var aug­ljóst, áður en farið var að stað. Fólk úr ýmsum áttum virð­is­t tengja vel saman í gegnum deil­i-hugs­un­ina sem er að baki skrif­stofu­rým­in­u. ­Skap­andi and­rúms­loft verður til sem hjálpar ekki síst þeim sem eru að stíga sín ­fyrstu skref með við­skipta­hug­mynd­ir, eða þeim sem eru að reyna að efla tengsl í á­kveðnum geir­um.

Lagt er upp með að hafa aðstöð­una með fal­legri hönnun og hús­gögnum sem eru aðlað­andi.

Dæmi­gert skrif­stofu­rými, sem fólk leigir, kostar að ­með­al­tali um 600 Banda­ríkja­dali á mán­uði, eða sem sam­svarar um 78 þús­und krón­um. Það þykir afar hag­stætt verð í stór­borg­um, en verðin eru þó mis­jöfn eftir stað­setn­ing­um. Vel stað­sett rými í Soho í New York kosta 750 ­Banda­ríkja­dali, eða sem nemur um 100 þús­und krónum á mán­uði.

Sam­fé­lag leigj­enda

Til við­bótar fá not­endur þjón­ust­unnar síðan að tengjast ­sam­fé­lagi not­enda þjón­ust­unn­ar, sem fá boð á reglu­lega fundi, fyr­ir­lestra og ráð­stefn­ur, svo eitt­hvað sé nefnt. Þá geta þeir sem nýta sér aðstöð­una einnig nýtt sér aðstöðu WeWork í öðrum borgum og lönd­um.

Þessi nálgun hefur reynst höfða vel til þeirra sem vilja fá sveigj­an­leika í sitt vinnu­um­hverfi.

Tveir af þremur stofnendum WeWork. Adam Neumann og Miguel McKelvey. Mynd: EPA.

WeWork aðstaða á 26 stöðum í New York

Á einu ári hefur WeWork vaxið hratt, og er New York dæmi um ­stað þar sem nýir staðir hafa sprottið upp. Á einu ári hafa tíu ný rými bæst við í eigna­safni WeWork, og eru stað­irnir nú sam­tals 26 tals­ins. Næstu rými mun­u opna í Mexíkó borg, og síðan í fimm öðrum löndum þar sem stað­setn­ingar hafa ekki verið nákvæm­lega til­greindar enn­þá. Það eru Ind­land, Kína, Ástr­al­ía, Suð­ur­-Kór­ea og Hong Kong. Gefið hefur verið út að rými verði í Seúl, höf­uð­borg Suð­ur­-Kóreu, og í Sid­ney, stærstu borg Ástr­al­íu, en nákvæm­ari stað­setn­ingar hafa ekki ver­ið ­gefnar út.

Fram­tíð­ar­vinnu­staðir bland­að­ir?

Þessi mikla vel­gengni hefur vakið upp umræðu um hvort þetta ­deil­i-­rým­is­fyr­ir­komu sé vísir að fram­tíð­ar­vinnu­staða­menn­ingu, ekki síst á sviðum þar sem sér­fræð­ingar vinna oft hver í sínu horni eða þar sem inn­blást­ur úr óvæntum áttum hjálpar fólki að leita lausn á vanda­mál­unum sem glímt er við. ­Stofn­end­urnir þrír, Jesse Midd­leton, Adam Neu­mann og Miguel McKel­vey, trúa því að svo sé og stofn­uðu til fyrsta rým­is­ins í New York árið 2010, með það sem ­leið­ar­ljós að búa til hinn full­komna vinnu­stað. Þar sem ólíkt fólk kæmi sam­an­, ­deildi þekk­ingu sinni og gæti unnið í not­e­legu og „svölu“ umhverfi.

Þeir átt­uðu sig ekki á því að verk­efnið yrði jafn risa­vax­ið og raunin er orð­in, en frá árinu 2010 hefur fyr­ir­tækið sjö sinnum sótt fjár­magn til tíu fjár­festa og fjár­fest­ing­ar­sjóða, sam­tals ríf­lega 1,4 millj­arða ­Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 180 millj­örðum króna. Nú þegar WeWork er að ­stíga fyrstu stóru skrefin út fyrir Banda­ríkja­mark­að, með inn­reið­inni í Asíu, ­gæti þessum „full­komnu“ vinnu­stöðum átt eftir að fjölga hratt á næstu árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None