Fjölbragðaglímumaðurinn sem skoraði krabbameinið á hólm

Bret "The Hitman" Hart er enginn venjulegur fjölbragðaglímurmaður, þó hann líti út fyrir það. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér baráttu hans og hugsjónir.

Bret Hart
Auglýsing

Fyrrum fjöl­bragða­glímu­kapp­inn Bret “The Hit­man” Hart greind­ist nýlega með krabba­mein í blöðru­háls­kirtli. Í stað þess að ­fela sjúk­dóm­inn fyrir umheim­inum ákvað hann að lýsa reynslu sinni opin­ber­lega og beita sér fyrir vit­und­ar­vakn­ingu um þennan mikla vágest sem herjar aðal­lega á karl­menn á efri árum. 

Flugu­mað­ur í bleiku og svörtu

Bret Hart er fæddur árið 1957 í borg­inn­i Cal­gary í Albertu­fylki í Kanada. Hann er eitt af 12 börnum glímu­fröm­uðs­ins Stu Hart og ólst upp á heim­ili þar sem lítið annað var gert en að glíma og fljúgast á. Bret þótti strax efni­legur og keppti í áhuga­mannaglímu á ung­lings­ár­um. En ­leiðin lá snemma í atvinnu­mennsk­una og árið 1978 keppti hann í fyrsta skipti í glímu­deild föður síns. Hann keppti í ýmsum smærri deildum til árs­ins 1984 þeg­ar hann fékk samn­ing hjá stærsta fjöl­bragða­glímu­sam­bandi heims WWF. Það var þá sem Bret tók upp við­ur­nefnið Hit­man (flugu­mað­ur­inn) og skap­aði ímynd sína. Hann varð þekktur fyrir að klæð­ast bleikum og svörtum spand­ex-galla, stórum ­spegla­gler­augum og svörtum leð­ur­jakka. En hann átti yfir­leitt í erf­ið­leikum með­ við­töl og að rífa kjaft utan vallar eins og lenskan er í fjöl­bragða­glímu. Bret þurfti því að skapa sig í hringnum og það gerði hann með stæl. Fimi hans og frum­leiki þóttu ein­stök og frægð­ar­sól hans reis hratt. Til að byrja með glímd­i hann aðal­lega í teymi með mági sínum Jim Neid­hart og köll­uðu þeir sig The Hart Founda­tion. Seinna hóf hann að glíma að mestu leyti einn og vin­sældir hans juk­ust enn meir. Árið 1991 vann hann sinn fyrsta þunga­vigt­ar­titil og um miðjan tíunda ára­tug­inn var hann án vafa stærsta fjöl­bragða­glímu­stjarna heims.

Hann var fag­maður fram í fing­ur­góma, bar virð­ingu fyrir and­stæð­ingum sínum og stærði sig af því að hafa aldrei slasað nokk­urn ­mann í hringn­um. Fer­ill­inn tók þó sinn toll af heils­unni. Árið 1999 fékk hann slæmt höf­uð­högg og hlaut heila­hrist­ing. Þremur árum seinna fékk hann heila­blóð­fall, lam­að­ist og var bund­inn við hjóla­stól um tíma. Auk þess lést bróðir hans, glímu­kapp­inn Owen Hart, í hringnum um þetta leyti. Bret skyldi þó ekki alfarið við glímuna og keppti endrum og eins allt til árs­ins 2013. Bret Hart var ekki bara einn vin­sæl­asti fjöl­bragða­glímu­maður sög­unn­ar, hann var einnig einn sá allra virt­asti. Sam­tíma glímu­menn dáð­ust að flóknum brögðum hans og fjöl­margir yngri glímu­menn líta á hann sem sína helstu fyr­ir­mynd.Þess vegna var oft sagt að hann væri sá besti sem er, sá besti sem var og sá besti sem verður nokkurn tím­ann.

Auglýsing

Til­kynn­ing­in ­sem kom öllu af stað

Bret Hart greind­ist með krabba­mein í blöðru­háls­kirtli um mitt árið 2015. Hann til­kynnti fjöl­skyld­unni og aðdá­end­um þetta í ein­lægri Face­book-­færslu þann 1. febr­úar síð­ast­lið­inn þar sem hann ­sagð­ist  halda af stað í sína erf­iðust­u orr­ustu til þessa en myndi þó ekk­ert gefa eft­ir.. Hann segir m.a.:Ég strengi þess heit til allra þeirra sem hafa nokkurn tím­ann trúað á mig, bæði dáinna og lif­andi, að ég mun berj­ast við ­meinið með einum skildi og einu sverði stað­festu minnar og eld­móði mínum til að lifa, umvaf­inn allri þeirri ást sem hefur haldið mér gang­andi til þessa. Ást­in er vopn mitt sem ég hef allt í krignum mig allar stundir og er sann­ar­lega ­þakk­látur fyr­ir. Börnin mín, barna­börn og ást­kær eig­in­kona mín Steph hafa ver­ið og munu vera hér mér til stuðn­ings. Ég neita að tapa, ég mun aldrei gef­ast upp­ og ég mun sigra þessa orr­ustu eða a.m.k. ekki deyja átaka­laust.”

Í færsl­unni seg­ist hann einnig ætla beita ­sér fyrir bar­átt­unni gegn blöðru­hálskrabba­meini almennt og verða fyr­ir­mynd ­fyrir aðra við að kljást við þetta mein. Þessi færsla fékk strax mikla og já­kvæða athygli. Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli herjar að lang­mestu leyti á eldri karl­menn og sjúk­dóm­ur­inn hefur verið mikið feimn­is­mál í gegnum tíð­ina. Það er því ekki algegnt að karlar opni sig um sjúk­dóm­inn á þennan hátt. ­Sér­stak­lega ekki menn með bak­grunn eins og Bret Hart, þ.e. hinn karllæga heim ­fjöl­bragða­glímunnar þar sem allir veik­leikar eru álitnir aum­ingja­skap­ur.

Hafð­i strax áhrif

Við­brögð glímu­sam­fé­lags­ins létu ekki á sér­ standa. Bæði fyrrum sam­herjar og and­stæð­ingar Harts fylkt­ust að baki honum og lýstu opin­ber­lega yfir stuðn­ingi við bar­átt­una. Má þar nefna Hulk Hogan, Ted “Million Dollar Man” DiBi­a­se, Jerry Lawler, Triple H og Chris Jer­icho. Auk þess hafa glímu­sam­böndin staðið þétt við bakið á honum og komið skila­boð­unum vel á fram­færi, t.d. á stórum skjá fyrir utan Mad­i­son Squ­are Gar­den í New York þar sem Hart háði margar af sín­um eft­ir­minni­leg­ustu rimm­um. Hart og stuðn­ings­fólk hans hafa einnig farið í átak til að koma skila­boð­unum áleiðis undir slag­orð­unum “Fight Bret Fight”. Plag­göt og vef­borðar sjást víða og einnig eru ­stutt­erma­bolir með slag­orð­unum komnir í sölu, allt vita­skuld í hans fræg­u bleiku og svörtu lit­um. Ágóð­inn rennur svo til rann­sókna og vit­und­ar­efl­ingar á krabba­meini í blöðru­háls­kirtli.

Krabba­meins­lækn­ir­inn David Samadi við Lenox Hill sjúkra­húsið í New York vonast til að hin opna og hrein­skilna bar­átta Harts brjóti niður múra og hjálpi öðrum að leita sér hjálp­ar. Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli er næstal­geng­asta dán­ar­or­sök karla í Banda­ríkj­unum og tekur um 27.500 manns­líf á ári. Auk þess geta óþæg­ind­i og kvalir sjúk­dóms­ins verið mjög miklar, má þar nefna þvag­færa­vanda­mál, nýrna­bil­an­ir, þrýst­ing á mæn­una og jafn­vel bein­brot. Í Banda­ríkj­unum er krabba­mein í blöðru­háls­kirtli næstal­geng­asta krabba­mein karl­manna, á eft­ir húð­krabba­meini. 

Bar­átta Harts virð­ist nú þegar vera far­in að hafa bein áhrif. Á Blöðru­hálskrabba­meins­stöð­inni í heima­borg hans, Cal­gar­y, hafa sím­arnir hringt lát­laust síðan hann opin­ber­aði sjúk­dóm­inn. Fjöldi karl­manna, bæði ungra sem aldna, hafa spurst fyrir um og boðað sig í skoð­an­ir. Pam Hear­d, ­yf­ir­maður á stofn­un­inni, segir að vanda­málið hafi hingað til verið að fá menn til að mæta í skoð­anir og hugsa um sjálfa sig. Í Kanada er blöðru­hálskrabba­mein ­jafn­vel enn meira vanda­mál en í Banda­ríkj­un­um. Það er algeng­asta teg­und krabba­meins í land­inu og að með­al­tali fær einn af hverjum sjö karl­mönnum þar ­sjúk­dóm­inn ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni. Lífslík­urnar eru aftur á móti góðar ef meinið finnst snemma.Bar­átt­an heldur áfram

Hart fór í skurð­að­gerð um miðjan febr­ú­ar ­síð­ast­lið­inn sem gekk að eigin sögn vel. Á blaða­manna­fundi við­ur­kenndi hann að hafa haldið sjúk­dómnum leyndum í um hálft ár. Hann hafði farið í reglu­leg­ar blóðprufur frá árinu 2013 og þar kom í ljós að mótefna­vak­inn PSA (prostate specific antigen) fór ört ­vax­andi í blóði hans. [htt­p://cal­gar­yher­ald.com/enterta­in­ment/celebrity/i-­fought-back-bret-hart-reveals-details-of-prosta­te-cancer-s­ur­gery-and-­ur­ges-­men-to-­get-te­sted]Um mitt ár 2015 var ljóst að Hart væri með krabba­mein. Hann sagð­ist hafa ver­ið ­virki­lega hrædd­ur, sér­stak­lega eftir að hann tal­aði við menn sem höfðu feng­ið ­sjúk­dóm­inn. Einnig sagð­ist hann hafa íhugað að leita inn á svið óhefð­bund­inna lækn­inga á borð við ósón-­með­ferð eða neyslu mat­ar­sóda. En eftir að hafa kynnt ­sér sögu Steve Jobs, sem not­að­ist við óhefð­bundnar lækn­ingar og lést loks af völdum krabba­meins í brisi, ákvað Hart að not­ast við þau reyndu lækn­is­fræði­leg­u úr­ræði sem í boði eru í dag. Kirtill­inn og meinið voru fjar­lægð í aðgerð­inni en Hart mun þó þurfa að fara í reglu­legar skoð­anir til að full­vissa sig um að það taki sig ekki aftur upp að nýju. [htt­p://www.torontos­un.com/2016/03/07/it-wa­s-r­eally-scar­y-cana­di­an-wrestler-reflect­s-on-cancer-and-fut­ure-recovery] Bar­átt­unni er þó alls ekki lokið og Bret Hart mun halda áfram að vekja athygl­i og berj­ast gegn þessum vágesti sem því miður er ennþá mikið feimn­is­mál.

 

Mottu­mars

Við Íslend­ingar erum farnir að þekkja bar­átt­una gegn blöðru­hálskrabba­meini vel vegna átaks­ins Mottu­mars sem haldið hefur verið á hverju ári síðan 2010 af Krabba­meins­fé­lag­inu. Átakið á fyr­ir­mynd sína í fjár­öfl­un­ar­verk­efn­inu Movem­ber sem hófst í Ástr­alíu árðið 1999 og hefur farið sig­ur­för um heim­inn síð­an. Eins og frægt er safna karl­menn yfir­vara­skegg­i, birta myndir af þeim á heima­síðu félags­ins og safna áheit­um. Ágóð­anum er svo m.a. varið í rann­sókn­ir, stuðn­ing og ráð­gjöf fyrir þolendur og vit­un­ar­vakn­ingu um ­meinið og mik­il­vægi þess að karl­menn láti rann­saka sig. Á und­an­förnum árum hafa safn­ast rúm­lega 250 millj­ónir króna, eða að með­al­tali um 40 millj­ónir króna í hverju átaki. [htt­p://www.mottu­mar­s.is/]Í átak­inu er ekki verið að velta sér­ ­upp úr eymd og vol­æði  sem fylgir því að vera hald­inn krabba­meini. Þess í stað er ein­blínt á eitt­hvað sem er töff og ­fyndið og stílað inn á menn­ingu hip­ster­anna. Líkt og bar­átta Bret Hart þá er Mottu­mars tek­inn mjög karl­mann­legum tök­um. Það er ein­fald­lega orðið sjálf­sag­t og jafn­vel kúl að vera með­vit­aður um þennan sjúk­dóm og láta athuga sig ­reglu­lega. Átakið er ein­stak­lega vel heppnað og gríð­ar­lega mik­il­vægt þar sem ó­tal manns­líf eru í húfi. Hér er karl­mennska notuð á jákvæðan hátt til þess að tækla ein­stak­lega karllægt vanda­mál, þ.e. feimni og skömm.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None