Áhættusportið að eignast barn

Mæðradauði er nátengdur sárri fátækt. 99 prósent allra dauðsfalla af barnsförum í heiminum eiga sér stað í þróunarlöndum eins og Afganistan.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Læknar án landamær
Auglýsing

Ímyndið ykkur djúpan og langan há­fjalla­dal. Lítið þorp með nokkrum tugum mold­ar­húsa hangir utan í fjalls­hlíð­inni. Það er vet­ur. Hnjé­djúpur snjór í þorp­inu. Við­var­and­i snjó­flóða­hætta. Veg­ur­inn yfir háls­inn er ófær; ef veg skyldi kalla. Það er ekki eins og það sé til bíll í þorp­inu.

Í einu hús­inu er kona í barnsnauð. Hún er að fram kom­in. Á veggnum hangir reipis­bútur með tveimur stórum hnút­u­m. Þegar hríð­irnar fóru að versna sat hún á hækjum sér og hélt í hnút­ana; tog­að­i og hékk í reip­inu eins og það væri líf­línan henn­ar. Það hjálp­aði henni við að bíta á jaxl­inn.

Ópíumið hjálp­aði líka. Val­mú­inn vex víða í dalnum og hefur séð fólki fyrir ódýrum en ávana­bind­andi verkja­lyfjum í þús­undir ára. En verkirnir hafa bara magn­ast og orkan er á þrot­um. Núna ligg­ur hún á teppi á mold­ar­gólf­inu og með­vit­undin er hverf­ul.

Auglýsing

Það er heilsu­gæslu­stöð í næsta dal. Það er ekki nema lítið mold­ar­hús, áþekkt íbúð­ar­hús­unum í hér­að­inu. En þar er hægt að tala við hjúkr­un­ar­fræð­ing og ljós­móð­ur, og stundum hægt að kom­ast í þau lyf  sem maður þarf. Í morg­unsárið rædd­i ­fjöl­skyldan hvort ráð­legt væri að leggja út á ófæran veg­inn á asnan­um. Reyna að kom­ast yfir fjallið í tæka tíð. Vona að konan héldi út að sitja á asna­baki yfir­ fjallið með harðn­andi hríð­ir.

Eig­in­lega var það tengda­móð­irin sem tók af skar­ið. “Ég gat nú fætt sex börn án þess að hitta nokkurn tíma lækni eða ­ljós­móð­ur. Hún hlýtur að spjara sig.”

Það er komið fram undir hádeg­i. Heilsu­gæslu­stöðin er að loka. Þau munu heldur ekki ná yfir fjallið meðan dags­ljósið end­ist. Stundum sér maður ekki fyrr en það er of seint að maður hefði bet­ur ­leitað aðstoð­ar.

Versti staður í heimi að eign­ast barn

Við erum stödd í Badakhs­han í Afganist­an. Konan á mold­ar­gólf­inu er skáld­uð, en lýs­ing­arnar eru raunsann­ar. Þetta er dap­ur­legur hvers­dags­leiki, sér­stak­lega í afskekkt­ari hér­uð­u­m Afganist­ans. Mæðra­dauði er nátengdur sárri fátækt. 99% allra dauðs­falla af barns­förum í heim­inum eiga sér stað í þró­un­ar­lönd­um eins og Afganist­an.



Árið 2002 mæld­ist í Badakhs­han hæsti mæðra­dauði sem nokkurn tíma hefur mælst í heim­in­um. Þá reikn­að­ist fólki til að um 6.500 af hverjum 100.000 lif­andi fæð­ingum í hér­að­inu (þar sem barn­ið lifir af) end­uðu með and­láti móð­ur­inn­ar. Spáið aðeins í því: 6,5% barns­haf­and­i kvenna lifðu ekki fæð­ing­una af. 

En síðan þá hefur alþjóða­sam­fé­lag­ið ausið pen­ingum og aðstoð inn í Afganist­an. Margt hefur breyst, sér­stak­lega þegar kemur að heilsu mæðra og barna. Árið 2010 var ákaft fagn­að, þegar ný ­rann­sókn leiddi í ljós árang­ur­inn. Mæðra­dauð­inn á lands­vísu hafði fall­ið frá 1600 niður í 327 dauðs­föll per 100.000 fæð­ing­ar.

Ein af hverjum 50 konum gat ­sam­kvæmt þessu búist við að lát­ast af barns­för­um. Tveir þriðju allra barna komu í heim­inn án þess að ljós­móðir eða annað heil­brigð­is­starfs­fólk kæmi þar nálægt. ­Með­ganga og fæð­ing voru algeng­asta dán­ar­or­sök ungra kvenna. Samt var allt svo ­miklu betra en það hafði ver­ið.

Fæð­ast og deyja í djúpum dölum

Eig­in­lega vitum við samt voða lít­ið um hversu margir fæð­ast og deyja í Afganist­an. Það er engin þjóð­skrá sem skrá­ir ­fólk inn og út úr þessum heimi. Flest börn fæð­ast heima á mold­ar­gólf­inu, án þess að umheim­ur­inn veiti því neitt sér­staka athygli.

Könn­unin frá 2010 var lík­lega allt of bjart­sýn á árang­ur­inn, segir nýleg út­tekt. Svo miklar fram­farir hafa aldrei náðst á svo skömmum tíma, svo vitað sé, neins staðar í heim­in­um. Síst af öllu á síkviku stríðs­svæði með­ erf­iða far­ar­tálma frá nátt­úr­unnar hendi.



Eitt getum við þó sagt með vissu. Þó að fleiri konur og börn lifi af, hefur hjálpin ekki náð til allra. Í litl­u­m þorpum um landið allt er ennþá jafn hættu­legt að fæða og fæð­ast og það hef­ur alltaf ver­ið.

Jafn hættu­legt eða verra. 

Fátæktin hættu­leg óléttum konum

Afganistan er orðið fátækara, hungr­aðra og óör­ugg­ara síðan 2010. Sér­stak­lega síðan alþjóð­aliðið fór að draga ­saman seglin árið 2013. Þá jókst atvinnu­leysið og fátæktin varð sár­ari.

Upp­skeran var ágæt í fyrra, en þeim ­fjölgar sem hvorki geta ræktað sjálfir eða keypt mat. Fátæktin er slík að fleiri og fleiri neyð­ast til að selja land­spild­una sína, taka börn úr skóla til að þau geti unnið fyrir mat, eða betla af fjöl­skyldu og vin­um. At­vinnu­á­standið er afleitt. Örygg­is­á­standið fer versn­andi. Allt þetta hef­ur ­mikla þýð­ingu fyrir barns­haf­andi kon­ur.

Vannær­ing er stór­hættu­leg á með­göngu og í fæð­ingu. Grein í lækna­tíma­rit­inu Lancet áætlar að ef hægt væri að koma í veg fyrir langvar­andi vannær­ingu, sér­stak­lega járn­skort og blóð­leysi, hjá barns­haf­andi konum mætti koma í veg fyrir 20% af dauðs­föll­un­um. Blæð­ingar í og eftir fæð­ingu eru ein af aðal­dán­ar­or­sök­un­um. Blóð­lítil kona má ekki við því að missa mikið blóð.

Fleiri og fleiri afganskar ­fjöl­skyldur neyð­ast til að flýja heim­ili sín og leita skjóls í flótta­manna­búð­um, eða freista gæf­unnar í yfir­fylltum fátækra­hverfum í afgönskum ­borg­um. Hvort tveggja fátækra­hverfi og flótta­manna­búðir eru afleitir staðir til að eign­ast barn.



Hug­rakkar ljós­mæður

Örygg­is­á­standið gerir að verkum að ­ljós­mæður og annað heil­brigð­is­starfs­fólk getur ekki sinnt störfum sínum sem ­skyldi. Afganskar ljós­mæður hafa bein í nef­inu og kalla ekki allt ömmu sína. Þær ná oft að tala til upp­reisn­ar­menn sem stoppa þær á vega­tálm­um, til að fá að kom­ast leiðar sinnar til að hjálpa kon­um.

Nan­sen frið­ar­setrið í Lil­lehammer hefur safn­að ­sögum afganskra ljós­mæðra. Þar sést glöggt að jafn­vel þar sem afganska ­feðra­veldið er strang­ast og engin hefð er fyrir því að konur vinni utan­ heim­il­is­ins, njóta ljós­mæður gíf­ur­legrar virð­ing­ar. Margar njóta jafn­vel verndar vopn­aðra leið­toga, vegna þess að þeir vita að þeir þurfa á ljós­mæðr­un­um að halda. Tali­banar eign­ast nefni­lega líka börn.

En svo kemur að því að jafn­vel ­ljós­mæð­urnar halda sig heima, því örygg­is­á­standið er orðið svo slæmt. Þær eiga líka auð­veld­ara með að flýja til örugg­ari svæða, því þær geta fengið vinnu hvar ­sem er.



Sjö­falt fleiri ljós­mæð­ur, samt ekki nóg

Það eru margt hægt að gera til að ­draga úr mæðra­dauða. Betri og meiri nær­ing fyrir mæður væri eitt mik­il­vægt skref. Getn­að­ar­varnir myndu hjálpa mörg­um. Það síð­asta sem þreyttur og vannærður kven­lík­ami þarf er að eign­ast mörg börn með stuttu milli­bili. Já, og bara að eign­ast mörg börn yfir höf­uð. Eða að eign­ast barn á tán­ings­aldri.

Eitt það áhrifa­rík­asta sem hægt er að gera er að mennta ljós­mæð­ur. Alþjóða­sam­fé­lagið hefur menntað marg­ar af­ganskar konur til ljós­móð­ur­starfa síð­ast­lið­inn ára­tug eða svo. Ljós­mæðrum hefur fjölgað úr 500 árið 2001 í 3500 í dag. Samt dekkar afganska heil­brigð­is­kerfið ekki nema 23% af þörf­inni fyrir mæðra­vernd og fæð­ing­ar­hjálp.

Fram­tíð­ar­spáin er myrk. Að öllu ó­breyttu mun kerfið ekki ­geta annað nema 12-14% af þörf­inni árið 2030. Það eru vondar fréttir fyr­ir­ ­kon­urnar á mold­ar­gólf­inu, börnin þeirra og Afgana alla sem einn. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None