Spennutreyja austurs og vesturs

Í nýrri bók Steven Lee Myers er teiknuð upp mynd af Vladímir Pútín sem skarpgreindum manni, sem sé óútreiknanlegur. Vaxandi ógn sé af honum á vesturlöndum, einkum ef honum takist að koma Rússlandi upp úr þrengingum. Hann gleymi heldur aldrei neinu.

Vladímir Pútín
Auglýsing

Í bók Steven Lee Myers, sem var rit­stjóri New York Times í mál­efnum Aust­ur-­Evr­ópu um langt skeið, The New Tsar, er Vladímir Pútín ­for­seti Rúss­lands undir smá­sjánni, og stefna hans greind í þaula. Eng­inn vafi er á því, að Lee Myers telur Pútín vera djúp­þenkj­andi leið­toga gam­all­ar ­valda­blokkar KGB-liða í Sov­ét­ríkj­un­um, sem vilji þenja út völd Rúss­lands á grunni innra skipu­lags gömlu Sov­ét­ríkj­anna. Sam­hliða vilji hann hefna sín á vest­ur­löndum fyrir þving­un­ar­að­gerð­ir, og hugsa þá leiki langt fram í tím­ann. 

Ómar Þor­geirs­son, sagn- og mark­aðs­fræð­ing­ur, sem búsettur er í Moskvu, skrif­aði ítar­lega frétta­skýr­ingu um þá miklu ref­skák, sem ennþá er í gangi, á milli aust­urs og vest­urs, í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Þar kemur meðal ann­ars fram, hvernig Rússar hafa reynt að bregð­ast við þving­unum með því að efla inn­lenda fram­leiðslu, og örva þannig hag­kerf­ið, um leið og gjald­eyr­is­út­streymi er heft.

Auglýsing

Sjálfur efn­hags­stór­veldi

Það þýðir að Rúss­land þurfi að vera her­veldi sem umheim­ur­inn ótt­ist. Lee Myer­s telur enn fremur að gögn frá leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna CIA, frá árinu 2007, þar sem segir að Pútín sjálfur sé efna­hags­legt stór­veldi og eigi í það minnsta 40 millj­arða Banda­ríkja­dala, The New Tsar, bók  Steven Lee Myers. Pútín er maðurinn með völdin í Rússlandi. Mynd: Magnús.um 5.200 millj­arða íslenskra króna, séu að öll­u­m lík­indum rétt. Erfitt sé að nálg­ast frum­gögn um þessi mál, en veldið byggi á teng­ingu við veltu rúss­neskra orku­fyr­ir­tækja, olíu- og jarð­ga­svinnslu þar helst. Gazprom, stærsta orku­fyr­ir­tæki Rúss­lands, hafi lengi verið stýrt af ­fólki sem standi Pútín nærri, og þrátt fyrir afdrátt­ar­lausar neit­anir Pútín um að tengj­ast fyr­ir­tæk­inu, þá hafi hann aldrei verið til­bú­inn að leggja fram tæm­andi lista yfir eignir sín­ar. Það gefi auk þess sterkar vís­bend­ingar um hvaða upp­lýs­ingar banda­rísk stjórn­völd eru með, að við­skipta­þving­anir lands­ins gagn­vart Rúss­landi hafa öðru fremur snúið að því að frysta fé á reikn­ingum fólks sem telst vera með trúnað við Pútín.

Starfsmaður Gazprom, sem sér stórum svæðum í Evrópu, meðal annars í Þýskalandi, fyrir orku. Mynd: EPA:

Styrkir stöð­una

Í bók­inni eru þessar upp­lýs­ingar ekki fyr­ir­ferða­miklar, í sam­an­burði við ann­að, en þó er þessi staða sögð gera Pútín að enn öfl­ugri ­stjórn­mála­manni. Ef þetta er rétt mat hjá Lee Myers og CIA, þá er Pútín auð­ug­asti stjórn­mála­maður heims­ins. Gera má ráð fyrir að eign­inar hafi ávaxtast vel á þeim níu árum sem liðin eru frá því að CIA greindi stöðu mála með þessum hætti. Aðeins Mich­ael Bloomberg, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í New York, kemst nærri þess­ari stöðu sem Pútín er sagður vera í, en eignir hans nema í dag um 40 millj­örðum Banda­ríkja­dala, og eru að miklu leyti bundnar í hluta­bréfum í Bloomberg.

Bregst harka­lega við

Pútín er sagður bregð­ast harka­lega við öllum aðgerðum – stórum og smáum – sem túlka má sem hindr­anir á hans stór­veld­is­stefnu. Sér­stak­lega á þetta við um við­skipta­hags­muni, en einnig eru til­tekin dæmi úr stjórn­sýsl­unni í Rúss­landi. Starfs­manna­breyt­ingar alveg niður að lágt settum starfs­mönnum í Rúss­land­i má oft rekja  til hans við­horfa, líkt og ­reyndar á þriðja tug manns­hvarfa, en þar eru teng­ing­arnar að miklu leyti í þoku.

En Pútín þykir afburða­grein­andi á alþjóða­póli­tíska stöðu og ­sér oft ógn­anir og tæki­færi á undan öðrum, sam­kvæmt skrifum Lee Myers. Hvað sem ­mönnum finnst um stefnu hans, þá megi ekki van­meta hæfi­leika og við­brögð við breyttu lands­lagi.

Dæmi um þetta segir Lee Myers vera hvernig hann hef­ur brugð­ist við við­skipta­þving­unum Banda­ríkja­stjórnar og Evr­ópu­sam­bands­ríkja. Ofan í mikla lækkun olíu- og hrá­vöru­verðs, sem hafi komið Rúss­landi afar illa, þá hafi Pútín ekki hikað við að bregð­ast við með við­skipta­þving­unum gagn­vart öðrum ­þjóð­um, og einnig oft gagn­vart þjóðum sem ekki geta talist vera stór­ir ­leik­endur á hinu póli­tíska sviði. Rúss­land hafi vissu­lega átt í vanda, en hann hefði geta verið miklu verri, ef ekki hefði komið til við­bragð Pútíns.

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­urin spáir því að rúss­neska hag­kerf­ið, með tæp­lega 145 millj­ónir íbúa, muni minnka um 0,4 pró­sent á þessu ári og áfram verði áhersla lögð á að efla inn­lenda fram­leiðslu.

Merkel og Obama vinna gegn Pútín

Eins og alkunna er þá er í gildi við­skipta­bann Rúss­lands­ ­gagn­vart Íslandi, vegna þátt­töku Íslands í alþjóð­legum aðgerðum gegn Rúss­um. Þær grund­vall­ast af átök­unum í Úkra­ínu þar sem Rússar hafa farið gegn al­þjóð­legum lögum með því að færa undir sig yfir­ráð á svæði sem áður var und­ir­ ­stjórn Úkra­ínu. Án þess að þær séu gerðar að miklu umfjöll­un­ar­efni, að þessu sinn­i, þá eru það ekki síður ögr­anir Rússa sem hafa leitt til harðra við­bragða al­þjóða­sam­fé­lags­ins. Lee Myers full­yrðir þannig í bók sinni, að Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hafi sam­mælst um að halda aftur af Pútín, og koma í veg fyrir að Rússar fái að láta kné fylgja kviði í Aust­ur-­Evr­ópu, þar sem við­kvæm staða sé nú, ekki síst vegna mik­ils flótta­manna­straums frá stríðs­hrjáðum svæð­um, einkum Sýr­landi, Írak og Afganist­an. 

Barack Obama og Vladímir Pútín sjást hér á ræða saman, með aðstoðarfólki sínu, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem þeir skutu hvor á annan í ræðum sínum. Mynd: EPA.

Rússar hafa nú dregið úr umfangi hern­að­ar­að­gerða sinna í Sýr­land­i, en þar börð­ust þeir við hlið stjórn­ar­hers Sýr­lands, sem Assad stýrir með harðri hendi. Við­skipta­þving­anir Rússa gagn­vart Tyrkjum hjálpa síðan ekki til við að ná tökum á erf­iðum aðstæðum og vax­andi ófriði, með skelfi­legum afleið­ingum tíðra hryðju­verka meðal ann­ars.

Breytt staða á Íslandi?

Ísland, með sína örfáu 333 þús­und íbúa, getur seint talist verið mik­il­vægur hlekkur í alþjóða­sam­starfi eða á hinu alþjóða­póli­tíska svið­i. En hinn breytti veru­leiki er þó sá, að sam­starf ríkja er það sem helst ger­ir ut­an­rík­is­póli­tíska stefnu skil­virka. Þannig geta lítil ríki gegnt mik­il­væg­u hlut­verki innan ákveð­innar stefnu, ýmist með sér­þekk­ingu sinni eða mik­il­vægri ­svæð­is­bund­inni stjórn.Við­skipta­bann Rúss­lands gagn­vart Íslandi bitnar öðru fremur á íslenskum sjáv­ar­út­vegi en við­skipt­i ­með sjáv­ar­fang hafa verið vax­andi und­an­farin ár milli land­anna, ekki síst eft­ir ­ís­lensk fyr­ir­tæki hófu að selja mak­ríl inn á alþjóða­mark­aði. Heild­ar­um­fang við­skipt­anna nemur á þriðja tug millj­arða. Gunnar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráð­herra, segir það ekki koma til greina að breyta utan­rík­is­stefn­u Ís­lands til að koma til móts við við­skipta­hags­muni, og því muni Ísland ver­a að­ili að við­skipta­þving­unum gagn­vart Rúss­landi svo lengi sem hann verð­i ráð­herra.

Banda­ríkja­her horfir hingað

Banda­ríkja­her er far­inn að horfa meira til Íslands um þess­ar ­mund­ir, og er það helst útþensla Rússa sem sögð er vera ástæðan fyrir því. Það andar köldu milli aust­urs og vest­urs þessa dag­ana, og greini­legt er að Band­ríkja­menn telja mik­il­vægt að vera á varð­bergi.

Í við­tali sem Kjarn­inn tók við Benja­min Ziff, að­stoð­arutan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, í októ­ber í fyrra, þar sem auk­inn á­hugi Banda­ríkja­manna á hern­að­ar­um­svifum á Íslandi var rædd­ur, sagði Ziff að ­þróun mála á Norð­ur­slóðum væri mik­il­vægt atriði þegar kemur að hags­mun­um ­Banda­ríkj­anna. Þar væri Ísland í raun mitt á milli austur og vest­urs, með­ ­Banda­ríkin og Rúss­land sitt hvoru meg­in, og bæði ríkja hafa það á stefnu­skránn­i að styrkja stöðu sína á Norð­ur­slóð­um. Ekki væri tíma­bært að ræða um það hvort Banda­ríkja­her væri á leið­inni til Íslands, en frekar væri þörf á því að greina hinar póli­tísku útlínur sem varða hags­muni, þar á meðal Íslands.

Af þessum ástæðum er lík­legt, að Ísland verði meira í eld­ín­u al­þjóða­stjórn­mála á næstu árum, heldur en oft áður. Þar sé ekki endi­lega auk­in ­skipa­um­ferð eða fyr­ir­sján­leg aukin efna­hags­um­svif ástæð­an, heldur ekki síst póli­tískt mat og land­fræði­leg staða, miðað við núver­andi aðstæð­ur.

Ekki fyr­ir­vara­laust

Þrátt fyrir að gamla umráða­svæði Banda­ríkja­hers á Miðsnes­heiði sé ennþá byggt upp með öllum nauð­syn­legum innviðum fyrir dvöl hersafla á svæð­inu, þá getur Banda­ríkja­her ekki komið sér fyrir á svæð­inu nema ­með því að fá grænt ljós frá íslenskum stjórn­völd­um, og lík­lega í sam­starfi við Atl­ants­hafs­banda­lagið og stjórn­sýslu þess.Stefán Haukur Jóhann­es­son, ráðu­neyt­is­stjóri utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, segir að allar eignir á svæð­inu sé undir yfir­ráðum Íslands. „Við brott­för varn­ar­liðs­ins árið 2006 vor­u öll mann­virki á fyrrum varn­ar­svæðum færð til eignar og umsjár til íslenskra ­stjórn­valda og þau mann­virki sem ekki var talin þörf á vegna varna lands­ins var skilað til Mann­virkja­sjóðs Atl­ants­hafs­banda­lags­ins sem fram­seld­i g­isti­ríkja­á­byrgð­ina til Íslands. Stærsta hluta þess­ara mann­virkja var síð­an ráð­stafað til Isa­via og Kadeco sbr. lög nr. 176/2006 og þau varn­ar­mann­virki sem haldið var eftir vegna örygg­is­-og varn­ar­hags­muna Íslands eru nú stað­sett á skil­greindum örygg­is­svæð­um. Eina und­an­tekn­ingin á þessu er áfram­hald­and­i ­rekstur banda­ríska sjó­hers­ins á fjar­skipta­stöð í Grinda­vík. Að öðru leyti eru öll varn­ar­mann­virki á Íslandi undir stjórn íslenskra stjórn­valda og þau ein hafa leyfi til að heim­ila tíma­bundin afnot af þeim vegna dvalar erlends her­liðsafla á Íslandi, t.d. vegna loft­rým­is­gæslu eða ann­arra varn­ar­tengdra verk­efna,“ segir Stefán Hauk­ur.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur stutt viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og telur ekki koma til greina að breyta um stefnu, þrátt fyrir mikla viðskiptahagsmuni.

Hver er næsti leikur Pútíns?

Lee Myers heldur því fram í bók sinni að Pútín og rúss­nesk ­stjórn­völd eigi nokkra leiki út úr þeim við­skipta­þving­unum sem Evr­ópu­ríki og ­Banda­ríkin séu búin að setja upp. Í ljósi hans karakt­er­einkanna, þá sé hann ó­lík­legur til að gleyma aðgerðum sem bein­ast gegn Rússum, og að ef Rússum tekst að ná vopnum sínum á nýjan leik, t.d. með auknu sam­starfi við Asíu­mark­aðs­rík­i, ­sem vaxi hratt, þá geti Pútín orðin enn árás­ar­gjarn­ari en nú. Óhikað muni hann fara fram, því hann hafi mikla sann­fær­ingu fyrir her­styrk Rússa og hafi auk þess lagt áherslu á að tækni­væða hann, og fylgja þróun eftir í þeim efn­um.

Stóra spurn­ingin sem þjóðir heims­ins muni þurfa að svara þeg­ar Pútín sé ann­ars veg­ar, sé  hver næst­i ­leikur hans á hinu alþjóð­lega sviði verði. Til þessa hafi hann sýnt að hann hafi ógn­ar­sterk tök á Rúss­landi – bæði póli­tískt og út frá við­skipta­hags­mun­um innan lands­ins – og á meðan þau tök séu fyrir hendi þá séu uppi aðstæður sem verði metin sem vax­andi ógn á vest­ur­löndum og setji ákveðin svæði heims­ins, meðal ann­ars þar sem Ísland hefur land­fræði­lega stöðu, í póli­tíska spennu­treyju.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None