Vill skapa „undirliggjandi spennu“

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jóhann Jóhannsson, sem tvö ár í röð hefur verið tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Kristinn Haukur Guðnason fylgdist með glæsilegum tónleikum, þar sem stórvirki kvikmyndatónlistar hljómuðu.

Kristinn Haukur Guðnason
Benicio
Auglýsing

Þann 17. mars síð­ast­lið­inn lék S­in­fón­íu­hljóm­sveit Íslands verk Jóhanns Jó­hanns­sonar og fleiri þekktra kvik­mynda­tón­list­ar­höf­unda fyrir fullu húsi í Eld­borg­ar­sal Hörpu. Mik­ill áhugi var fyrir tón­leik­unum og fjöldi erlendra ­ferða­manna voru við­stadd­ir. Tón­leik­unum var útvarpað í beinni útsend­ingu á Rás 1 og eru nú aðgengi­legir á Sarp­inum á heima­síðu RÚV. Tón­list­ar­stjórn­and­inn var Adrian Prabava frá Indónesíu sem stýrð­i hljóm­sveit­inni í fyrsta sinn. Hann nam tón­list í Hollandi og Þýska­landi og hefur síðan stýrt hljóm­sveitum víða um heim. Stjórn hans þykir ein­stak­lega líf­leg og frum­leg.

Jóhann Jóhannsson er einn virtasti tónlistarmaður heimsins á sviði kvikmyndatónlistar.

Í upp­hafi tón­leik­anna var ein­blínt á tón­verk Jóhanns sem sin­fón­ían var að flytja í fyrsta skipti. Fluttar voru svít­ur, eða sam­tín­ing­ur, úr þremur þekkt­ustu verkum hans. Fyrsta svítan var úr ­kvik­mynd­inni Pri­soners frá árin­u 2013. Myndin er magn­þrungin spennu­mynd sem fjallar um barna­rán og rót­tækar að­gerðir örvænt­ing­ar­fullra for­eldra. Tón­list Jóhanns end­ur­speglar vel and­rúms­loft ­mynd­ar­innar og hún byggir mikið á eins­leit­um, köldum og trega­full­u­m ­strengja­hljóm­um. Það má segja að Pri­soners hafi komið Jóhanni á kortið meðal kvik­mynda­tón­list­ar­skálda og hann fékk verð­laun hjá ASCAP, félagi amer­ískra tón­skálda­rétt­hafa, fyrir vik­ið.

Auglýsing



Sicario frá árinu 2015 er spennu­mynd sem fjallar um eit­ur­lyfja­stríðið á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Tón­listin í Sicario var til­nefnd til bæði ósk­ars og BAFTA verð­launa. Hún gríp­ur al­ger­lega stemn­ing­una í mynd­inni og manni er haldið í helj­ar­g­reip­um. Tón­list­in ­byggir á end­ur­tekn­ing­um, lág­stemmdum trumbu­slátti og drunga­legum strengja­leik. Jó­hann segir:

Ég vildi búa til tón­list sem hafði und­ir­liggj­and­i ­spennu og þá til­finn­ingu að hún kæmi neðan úr jörð­inni, eins og takt­fastur púls ­sem hljómar neð­an­jarðar eða hjart­sláttur villi­dýrs sem ræðst á mann. Ég vild­i einnig kalla fram sorg­ina og dep­urð­ina frá landa­mær­un­um, landamæra­girð­ing­un­um og þeim harm­leik sem eit­ur­lyfja­stríðið er.” 

Jóhann notar elektróník að miklu leyti í verkum sín­um, sam­tvinn­aða við hefð­bundin sin­fón­íu­hljóð­færi. Sin­fón­íu­hljóm­sveit  Ís­lands þurfti því að útfæra tón­list­ina á sér­stakan hátt og gerði það meist­ara­lega vel. Í Sicario voru t.a.m. kontra­bass­arnir nýttir á ein­stak­lega ­skemmti­legan máta.



Þriðja svíta Jóhanns var úr kvik­mynd­inni The The­ory of Everyt­hing. Myndin er ævi­saga breska stjarneðl­is­fræð­ings­ins Stephen Hawk­ing og kom út árið 2014. Fyr­ir­ tón­list­ina í þeirri mynd var Jóhann til­nefndur til bæði ósk­ar­s-og BAFTA verð­launa og vann Golden Globe verð­laun. Tón­listin í þeirri mynd er af allt öðrum og létt­ari toga en hin tvö verk­in. Mætti segja að hún sé nokk­uð hefð­bundin kvik­mynda­tón­list með auð­kenn­an­legu og léttu meg­in­stefi og áherslu á pí­anó­leik. Tón­listin verður svo hæg­ari og lát­laus­ari eftir því sem líður á mynd­ina, sam­fara því sem heilsu Hawk­ings hrak­ar.



Til við­bótar við þessi þrjú verk Jóhanns ­valdi tón­skáldið sjálft verk eftir tvo aðra höf­unda á efn­is­skrá tón­leik­anna. Það eru þau Mica Levi og Jonny Greenwood sem Jóhann hefur mik­ið dá­læti á. Sin­fón­ían flutti tón­list úr kvik­mynd­inni Under the Skin, breskri vís­inda­skáld­sögu frá árinu 2013 en það er eina myndin sem Levi hefur samið tón­list fyr­ir. Einnig voru flutt nokkur lög úr ­kvik­mynd­inni There Will Be Blood frá­ 2007. Greenwood, sem er betur þekktur sem með­limur hljóm­sveit­ar­innar Radi­ohea­d, vakti mikla athygli fyrir tón­list­ina úr þeirri mynd. Bæði verkin eru mjög ó­hefð­bund­in, nokkuð trega­full og ein­kenn­ast af löngum og frekar óþægi­leg­um ­strengja­hljóm­um. Þegar hljóm­sveitin flutti Ther­e Will Be Blood fóru allir nema strengja­sveitin og Frank Aarn­ink slag­verks­leik­ari af sviði. Aarn­ink spil­aði á hið nýstár­lega hljóð­færi ondes mart­enot [htt­p://120ye­ar­s.­net/wordpress/wp-content/uploads/ondes_mart­en­ot-01.jp­g] ­sem er nokk­urs konar blanda af hljóm­borði og þeramíni og gefur frá sér hroll­vekj­and­i tóna. Greenwood hefur einmitt spilað sjálfur á þetta hljóð­færi með­ hljóm­sveit­inni Radi­ohead. Hápunkt­ur­inn á þessum flutn­ingi var þó án nokk­ur­s vafa á lag­inu “Proven Lands” þar sem strengja­sveitin lagði niður bog­ana og plokk­aði allt sam­an.



Öll þessi ofan­greindu verk eru í eðli sín­u nokkuð þung áheyrnar þó að vissu­lega séu þau ein­stak­lega fal­leg og flutn­ing­ur S­in­fón­íu­hljóm­sveit­ar­innar stór­brot­inn. Því var það vel úthugsað að grípa til­ nokk­urra gam­al­kunnra slag­ara kvik­mynda­tón­skálds­ins Johns Willi­ams til að ljúka kvöld­inu. Willi­ams er einn af verð­laun­uð­ustu lista­mönnum kvik­mynda­sög­unnar og mörg af verkum hans þekkir hvert ein­asta manns­barn. Tón­list hans er ákaf­lega hefð­bundin kvik­mynda­tón­list þar sem öll hljóm­sveitin er nýtt og stefin eru mik­il­feng­leg og ævin­týra­leg. ­Sér­stak­lega á það við verkin sem hann vann fyrir leik­stjór­ann Steven Spi­el­berg ­sem eru mýmörg.

Sin­fón­ían hóf leik með aðal­stef­inu úr Jurassic Park frá árinu 1993. Hér feng­u slag­verks­leik­ar­ar­arnir loks að njóta sín með sym­bölum og öllu. Þetta óg­leym­an­lega stef skall á tón­leika­gestum eins og veggur af hljóði. Næst var komið að Schindler´s List frá sama ári og það var eini ein­leikur kvölds­ins. Fiðlu­leik­ar­inn Sig­rún Eðvalds­dóttir túlk­aði þetta þema, sem Itzhak Perlman gerði víð­frægt fyrir 23 árum síð­an, stór­kost­lega og ­fékk mikið lófatak fyr­ir. Það var einn af hápunktum kvölds­ins. Sein­ustu lög­ efn­is­skrár­innar voru úr kvik­mynd­unum E.T. frá 1982 og Superman frá 1978, bæð­i vel þekkt og upp­lífg­andi stef. Gestir voru vita­skuld hæstá­nægðir og heimtuð­u ­meira. Prabava taldi því inn í upp­klappslag­ið, meg­in­þemað úr Raiders of the Lost Ark frá 1981, eða betur þekkt sem Indi­ana Jones. Ekki ama­legt að vera með það á heil­anum á leið­inni heim.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None