Vill skapa „undirliggjandi spennu“

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jóhann Jóhannsson, sem tvö ár í röð hefur verið tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Kristinn Haukur Guðnason fylgdist með glæsilegum tónleikum, þar sem stórvirki kvikmyndatónlistar hljómuðu.

Kristinn Haukur Guðnason
Benicio
Auglýsing

Þann 17. mars síð­ast­lið­inn lék S­in­fón­íu­hljóm­sveit Íslands verk Jóhanns Jó­hanns­sonar og fleiri þekktra kvik­mynda­tón­list­ar­höf­unda fyrir fullu húsi í Eld­borg­ar­sal Hörpu. Mik­ill áhugi var fyrir tón­leik­unum og fjöldi erlendra ­ferða­manna voru við­stadd­ir. Tón­leik­unum var útvarpað í beinni útsend­ingu á Rás 1 og eru nú aðgengi­legir á Sarp­inum á heima­síðu RÚV. Tón­list­ar­stjórn­and­inn var Adrian Prabava frá Indónesíu sem stýrð­i hljóm­sveit­inni í fyrsta sinn. Hann nam tón­list í Hollandi og Þýska­landi og hefur síðan stýrt hljóm­sveitum víða um heim. Stjórn hans þykir ein­stak­lega líf­leg og frum­leg.

Jóhann Jóhannsson er einn virtasti tónlistarmaður heimsins á sviði kvikmyndatónlistar.

Í upp­hafi tón­leik­anna var ein­blínt á tón­verk Jóhanns sem sin­fón­ían var að flytja í fyrsta skipti. Fluttar voru svít­ur, eða sam­tín­ing­ur, úr þremur þekkt­ustu verkum hans. Fyrsta svítan var úr ­kvik­mynd­inni Pri­soners frá árin­u 2013. Myndin er magn­þrungin spennu­mynd sem fjallar um barna­rán og rót­tækar að­gerðir örvænt­ing­ar­fullra for­eldra. Tón­list Jóhanns end­ur­speglar vel and­rúms­loft ­mynd­ar­innar og hún byggir mikið á eins­leit­um, köldum og trega­full­u­m ­strengja­hljóm­um. Það má segja að Pri­soners hafi komið Jóhanni á kortið meðal kvik­mynda­tón­list­ar­skálda og hann fékk verð­laun hjá ASCAP, félagi amer­ískra tón­skálda­rétt­hafa, fyrir vik­ið.

AuglýsingSicario frá árinu 2015 er spennu­mynd sem fjallar um eit­ur­lyfja­stríðið á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Tón­listin í Sicario var til­nefnd til bæði ósk­ars og BAFTA verð­launa. Hún gríp­ur al­ger­lega stemn­ing­una í mynd­inni og manni er haldið í helj­ar­g­reip­um. Tón­list­in ­byggir á end­ur­tekn­ing­um, lág­stemmdum trumbu­slátti og drunga­legum strengja­leik. Jó­hann segir:

Ég vildi búa til tón­list sem hafði und­ir­liggj­and­i ­spennu og þá til­finn­ingu að hún kæmi neðan úr jörð­inni, eins og takt­fastur púls ­sem hljómar neð­an­jarðar eða hjart­sláttur villi­dýrs sem ræðst á mann. Ég vild­i einnig kalla fram sorg­ina og dep­urð­ina frá landa­mær­un­um, landamæra­girð­ing­un­um og þeim harm­leik sem eit­ur­lyfja­stríðið er.” 

Jóhann notar elektróník að miklu leyti í verkum sín­um, sam­tvinn­aða við hefð­bundin sin­fón­íu­hljóð­færi. Sin­fón­íu­hljóm­sveit  Ís­lands þurfti því að útfæra tón­list­ina á sér­stakan hátt og gerði það meist­ara­lega vel. Í Sicario voru t.a.m. kontra­bass­arnir nýttir á ein­stak­lega ­skemmti­legan máta.Þriðja svíta Jóhanns var úr kvik­mynd­inni The The­ory of Everyt­hing. Myndin er ævi­saga breska stjarneðl­is­fræð­ings­ins Stephen Hawk­ing og kom út árið 2014. Fyr­ir­ tón­list­ina í þeirri mynd var Jóhann til­nefndur til bæði ósk­ar­s-og BAFTA verð­launa og vann Golden Globe verð­laun. Tón­listin í þeirri mynd er af allt öðrum og létt­ari toga en hin tvö verk­in. Mætti segja að hún sé nokk­uð hefð­bundin kvik­mynda­tón­list með auð­kenn­an­legu og léttu meg­in­stefi og áherslu á pí­anó­leik. Tón­listin verður svo hæg­ari og lát­laus­ari eftir því sem líður á mynd­ina, sam­fara því sem heilsu Hawk­ings hrak­ar.Til við­bótar við þessi þrjú verk Jóhanns ­valdi tón­skáldið sjálft verk eftir tvo aðra höf­unda á efn­is­skrá tón­leik­anna. Það eru þau Mica Levi og Jonny Greenwood sem Jóhann hefur mik­ið dá­læti á. Sin­fón­ían flutti tón­list úr kvik­mynd­inni Under the Skin, breskri vís­inda­skáld­sögu frá árinu 2013 en það er eina myndin sem Levi hefur samið tón­list fyr­ir. Einnig voru flutt nokkur lög úr ­kvik­mynd­inni There Will Be Blood frá­ 2007. Greenwood, sem er betur þekktur sem með­limur hljóm­sveit­ar­innar Radi­ohea­d, vakti mikla athygli fyrir tón­list­ina úr þeirri mynd. Bæði verkin eru mjög ó­hefð­bund­in, nokkuð trega­full og ein­kenn­ast af löngum og frekar óþægi­leg­um ­strengja­hljóm­um. Þegar hljóm­sveitin flutti Ther­e Will Be Blood fóru allir nema strengja­sveitin og Frank Aarn­ink slag­verks­leik­ari af sviði. Aarn­ink spil­aði á hið nýstár­lega hljóð­færi ondes mart­enot [htt­p://120ye­ar­s.­net/wordpress/wp-content/uploads/ondes_mart­en­ot-01.jp­g] ­sem er nokk­urs konar blanda af hljóm­borði og þeramíni og gefur frá sér hroll­vekj­and­i tóna. Greenwood hefur einmitt spilað sjálfur á þetta hljóð­færi með­ hljóm­sveit­inni Radi­ohead. Hápunkt­ur­inn á þessum flutn­ingi var þó án nokk­ur­s vafa á lag­inu “Proven Lands” þar sem strengja­sveitin lagði niður bog­ana og plokk­aði allt sam­an.Öll þessi ofan­greindu verk eru í eðli sín­u nokkuð þung áheyrnar þó að vissu­lega séu þau ein­stak­lega fal­leg og flutn­ing­ur S­in­fón­íu­hljóm­sveit­ar­innar stór­brot­inn. Því var það vel úthugsað að grípa til­ nokk­urra gam­al­kunnra slag­ara kvik­mynda­tón­skálds­ins Johns Willi­ams til að ljúka kvöld­inu. Willi­ams er einn af verð­laun­uð­ustu lista­mönnum kvik­mynda­sög­unnar og mörg af verkum hans þekkir hvert ein­asta manns­barn. Tón­list hans er ákaf­lega hefð­bundin kvik­mynda­tón­list þar sem öll hljóm­sveitin er nýtt og stefin eru mik­il­feng­leg og ævin­týra­leg. ­Sér­stak­lega á það við verkin sem hann vann fyrir leik­stjór­ann Steven Spi­el­berg ­sem eru mýmörg.

Sin­fón­ían hóf leik með aðal­stef­inu úr Jurassic Park frá árinu 1993. Hér feng­u slag­verks­leik­ar­ar­arnir loks að njóta sín með sym­bölum og öllu. Þetta óg­leym­an­lega stef skall á tón­leika­gestum eins og veggur af hljóði. Næst var komið að Schindler´s List frá sama ári og það var eini ein­leikur kvölds­ins. Fiðlu­leik­ar­inn Sig­rún Eðvalds­dóttir túlk­aði þetta þema, sem Itzhak Perlman gerði víð­frægt fyrir 23 árum síð­an, stór­kost­lega og ­fékk mikið lófatak fyr­ir. Það var einn af hápunktum kvölds­ins. Sein­ustu lög­ efn­is­skrár­innar voru úr kvik­mynd­unum E.T. frá 1982 og Superman frá 1978, bæð­i vel þekkt og upp­lífg­andi stef. Gestir voru vita­skuld hæstá­nægðir og heimtuð­u ­meira. Prabava taldi því inn í upp­klappslag­ið, meg­in­þemað úr Raiders of the Lost Ark frá 1981, eða betur þekkt sem Indi­ana Jones. Ekki ama­legt að vera með það á heil­anum á leið­inni heim.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None