Vill skapa „undirliggjandi spennu“

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jóhann Jóhannsson, sem tvö ár í röð hefur verið tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Kristinn Haukur Guðnason fylgdist með glæsilegum tónleikum, þar sem stórvirki kvikmyndatónlistar hljómuðu.

Kristinn Haukur Guðnason
Benicio
Auglýsing

Þann 17. mars síðastliðinn lék Sinfóníuhljómsveit Íslands verk Jóhanns Jóhannssonar og fleiri þekktra kvikmyndatónlistarhöfunda fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu. Mikill áhugi var fyrir tónleikunum og fjöldi erlendra ferðamanna voru viðstaddir. Tónleikunum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 1 og eru nú aðgengilegir á Sarpinum á heimasíðu RÚV. Tónlistarstjórnandinn var Adrian Prabava frá Indónesíu sem stýrði hljómsveitinni í fyrsta sinn. Hann nam tónlist í Hollandi og Þýskalandi og hefur síðan stýrt hljómsveitum víða um heim. Stjórn hans þykir einstaklega lífleg og frumleg.

Jóhann Jóhannsson er einn virtasti tónlistarmaður heimsins á sviði kvikmyndatónlistar.

Í upphafi tónleikanna var einblínt á tónverk Jóhanns sem sinfónían var að flytja í fyrsta skipti. Fluttar voru svítur, eða samtíningur, úr þremur þekktustu verkum hans. Fyrsta svítan var úr kvikmyndinni Prisoners frá árinu 2013. Myndin er magnþrungin spennumynd sem fjallar um barnarán og róttækar aðgerðir örvæntingarfullra foreldra. Tónlist Jóhanns endurspeglar vel andrúmsloft myndarinnar og hún byggir mikið á einsleitum, köldum og tregafullum strengjahljómum. Það má segja að Prisoners hafi komið Jóhanni á kortið meðal kvikmyndatónlistarskálda og hann fékk verðlaun hjá ASCAP, félagi amerískra tónskáldarétthafa, fyrir vikið.

Auglýsing


Sicario frá árinu 2015 er spennumynd sem fjallar um eiturlyfjastríðið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Tónlistin í Sicario var tilnefnd til bæði óskars og BAFTA verðlauna. Hún grípur algerlega stemninguna í myndinni og manni er haldið í heljargreipum. Tónlistin byggir á endurtekningum, lágstemmdum trumbuslátti og drungalegum strengjaleik. Jóhann segir:

Ég vildi búa til tónlist sem hafði undirliggjandi spennu og þá tilfinningu að hún kæmi neðan úr jörðinni, eins og taktfastur púls sem hljómar neðanjarðar eða hjartsláttur villidýrs sem ræðst á mann. Ég vildi einnig kalla fram sorgina og depurðina frá landamærunum, landamæragirðingunum og þeim harmleik sem eiturlyfjastríðið er.” 

Jóhann notar elektróník að miklu leyti í verkum sínum, samtvinnaða við hefðbundin sinfóníuhljóðfæri. Sinfóníuhljómsveit  Íslands þurfti því að útfæra tónlistina á sérstakan hátt og gerði það meistaralega vel. Í Sicario voru t.a.m. kontrabassarnir nýttir á einstaklega skemmtilegan máta.


Þriðja svíta Jóhanns var úr kvikmyndinni The Theory of Everything. Myndin er ævisaga breska stjarneðlisfræðingsins Stephen Hawking og kom út árið 2014. Fyrir tónlistina í þeirri mynd var Jóhann tilnefndur til bæði óskars-og BAFTA verðlauna og vann Golden Globe verðlaun. Tónlistin í þeirri mynd er af allt öðrum og léttari toga en hin tvö verkin. Mætti segja að hún sé nokkuð hefðbundin kvikmyndatónlist með auðkennanlegu og léttu meginstefi og áherslu á píanóleik. Tónlistin verður svo hægari og látlausari eftir því sem líður á myndina, samfara því sem heilsu Hawkings hrakar.


Til viðbótar við þessi þrjú verk Jóhanns valdi tónskáldið sjálft verk eftir tvo aðra höfunda á efnisskrá tónleikanna. Það eru þau Mica Levi og Jonny Greenwood sem Jóhann hefur mikið dálæti á. Sinfónían flutti tónlist úr kvikmyndinni Under the Skin, breskri vísindaskáldsögu frá árinu 2013 en það er eina myndin sem Levi hefur samið tónlist fyrir. Einnig voru flutt nokkur lög úr kvikmyndinni There Will Be Blood frá 2007. Greenwood, sem er betur þekktur sem meðlimur hljómsveitarinnar Radiohead, vakti mikla athygli fyrir tónlistina úr þeirri mynd. Bæði verkin eru mjög óhefðbundin, nokkuð tregafull og einkennast af löngum og frekar óþægilegum strengjahljómum. Þegar hljómsveitin flutti There Will Be Blood fóru allir nema strengjasveitin og Frank Aarnink slagverksleikari af sviði. Aarnink spilaði á hið nýstárlega hljóðfæri ondes martenot [http://120years.net/wordpress/wp-content/uploads/ondes_martenot-01.jpg] sem er nokkurs konar blanda af hljómborði og þeramíni og gefur frá sér hrollvekjandi tóna. Greenwood hefur einmitt spilað sjálfur á þetta hljóðfæri með hljómsveitinni Radiohead. Hápunkturinn á þessum flutningi var þó án nokkurs vafa á laginu “Proven Lands” þar sem strengjasveitin lagði niður bogana og plokkaði allt saman.


Öll þessi ofangreindu verk eru í eðli sínu nokkuð þung áheyrnar þó að vissulega séu þau einstaklega falleg og flutningur Sinfóníuhljómsveitarinnar stórbrotinn. Því var það vel úthugsað að grípa til nokkurra gamalkunnra slagara kvikmyndatónskáldsins Johns Williams til að ljúka kvöldinu. Williams er einn af verðlaunuðustu listamönnum kvikmyndasögunnar og mörg af verkum hans þekkir hvert einasta mannsbarn. Tónlist hans er ákaflega hefðbundin kvikmyndatónlist þar sem öll hljómsveitin er nýtt og stefin eru mikilfengleg og ævintýraleg. Sérstaklega á það við verkin sem hann vann fyrir leikstjórann Steven Spielberg sem eru mýmörg.

Sinfónían hóf leik með aðalstefinu úr Jurassic Park frá árinu 1993. Hér fengu slagverksleikarararnir loks að njóta sín með symbölum og öllu. Þetta ógleymanlega stef skall á tónleikagestum eins og veggur af hljóði. Næst var komið að Schindler´s List frá sama ári og það var eini einleikur kvöldsins. Fiðluleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir túlkaði þetta þema, sem Itzhak Perlman gerði víðfrægt fyrir 23 árum síðan, stórkostlega og fékk mikið lófatak fyrir. Það var einn af hápunktum kvöldsins. Seinustu lög efnisskrárinnar voru úr kvikmyndunum E.T. frá 1982 og Superman frá 1978, bæði vel þekkt og upplífgandi stef. Gestir voru vitaskuld hæstánægðir og heimtuðu meira. Prabava taldi því inn í uppklappslagið, meginþemað úr Raiders of the Lost Ark frá 1981, eða betur þekkt sem Indiana Jones. Ekki amalegt að vera með það á heilanum á leiðinni heim.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None