Vill skapa „undirliggjandi spennu“

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Jóhann Jóhannsson, sem tvö ár í röð hefur verið tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Kristinn Haukur Guðnason fylgdist með glæsilegum tónleikum, þar sem stórvirki kvikmyndatónlistar hljómuðu.

Kristinn Haukur Guðnason
Benicio
Auglýsing

Þann 17. mars síð­ast­lið­inn lék S­in­fón­íu­hljóm­sveit Íslands verk Jóhanns Jó­hanns­sonar og fleiri þekktra kvik­mynda­tón­list­ar­höf­unda fyrir fullu húsi í Eld­borg­ar­sal Hörpu. Mik­ill áhugi var fyrir tón­leik­unum og fjöldi erlendra ­ferða­manna voru við­stadd­ir. Tón­leik­unum var útvarpað í beinni útsend­ingu á Rás 1 og eru nú aðgengi­legir á Sarp­inum á heima­síðu RÚV. Tón­list­ar­stjórn­and­inn var Adrian Prabava frá Indónesíu sem stýrð­i hljóm­sveit­inni í fyrsta sinn. Hann nam tón­list í Hollandi og Þýska­landi og hefur síðan stýrt hljóm­sveitum víða um heim. Stjórn hans þykir ein­stak­lega líf­leg og frum­leg.

Jóhann Jóhannsson er einn virtasti tónlistarmaður heimsins á sviði kvikmyndatónlistar.

Í upp­hafi tón­leik­anna var ein­blínt á tón­verk Jóhanns sem sin­fón­ían var að flytja í fyrsta skipti. Fluttar voru svít­ur, eða sam­tín­ing­ur, úr þremur þekkt­ustu verkum hans. Fyrsta svítan var úr ­kvik­mynd­inni Pri­soners frá árin­u 2013. Myndin er magn­þrungin spennu­mynd sem fjallar um barna­rán og rót­tækar að­gerðir örvænt­ing­ar­fullra for­eldra. Tón­list Jóhanns end­ur­speglar vel and­rúms­loft ­mynd­ar­innar og hún byggir mikið á eins­leit­um, köldum og trega­full­u­m ­strengja­hljóm­um. Það má segja að Pri­soners hafi komið Jóhanni á kortið meðal kvik­mynda­tón­list­ar­skálda og hann fékk verð­laun hjá ASCAP, félagi amer­ískra tón­skálda­rétt­hafa, fyrir vik­ið.

AuglýsingSicario frá árinu 2015 er spennu­mynd sem fjallar um eit­ur­lyfja­stríðið á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Tón­listin í Sicario var til­nefnd til bæði ósk­ars og BAFTA verð­launa. Hún gríp­ur al­ger­lega stemn­ing­una í mynd­inni og manni er haldið í helj­ar­g­reip­um. Tón­list­in ­byggir á end­ur­tekn­ing­um, lág­stemmdum trumbu­slátti og drunga­legum strengja­leik. Jó­hann segir:

Ég vildi búa til tón­list sem hafði und­ir­liggj­and­i ­spennu og þá til­finn­ingu að hún kæmi neðan úr jörð­inni, eins og takt­fastur púls ­sem hljómar neð­an­jarðar eða hjart­sláttur villi­dýrs sem ræðst á mann. Ég vild­i einnig kalla fram sorg­ina og dep­urð­ina frá landa­mær­un­um, landamæra­girð­ing­un­um og þeim harm­leik sem eit­ur­lyfja­stríðið er.” 

Jóhann notar elektróník að miklu leyti í verkum sín­um, sam­tvinn­aða við hefð­bundin sin­fón­íu­hljóð­færi. Sin­fón­íu­hljóm­sveit  Ís­lands þurfti því að útfæra tón­list­ina á sér­stakan hátt og gerði það meist­ara­lega vel. Í Sicario voru t.a.m. kontra­bass­arnir nýttir á ein­stak­lega ­skemmti­legan máta.Þriðja svíta Jóhanns var úr kvik­mynd­inni The The­ory of Everyt­hing. Myndin er ævi­saga breska stjarneðl­is­fræð­ings­ins Stephen Hawk­ing og kom út árið 2014. Fyr­ir­ tón­list­ina í þeirri mynd var Jóhann til­nefndur til bæði ósk­ar­s-og BAFTA verð­launa og vann Golden Globe verð­laun. Tón­listin í þeirri mynd er af allt öðrum og létt­ari toga en hin tvö verk­in. Mætti segja að hún sé nokk­uð hefð­bundin kvik­mynda­tón­list með auð­kenn­an­legu og léttu meg­in­stefi og áherslu á pí­anó­leik. Tón­listin verður svo hæg­ari og lát­laus­ari eftir því sem líður á mynd­ina, sam­fara því sem heilsu Hawk­ings hrak­ar.Til við­bótar við þessi þrjú verk Jóhanns ­valdi tón­skáldið sjálft verk eftir tvo aðra höf­unda á efn­is­skrá tón­leik­anna. Það eru þau Mica Levi og Jonny Greenwood sem Jóhann hefur mik­ið dá­læti á. Sin­fón­ían flutti tón­list úr kvik­mynd­inni Under the Skin, breskri vís­inda­skáld­sögu frá árinu 2013 en það er eina myndin sem Levi hefur samið tón­list fyr­ir. Einnig voru flutt nokkur lög úr ­kvik­mynd­inni There Will Be Blood frá­ 2007. Greenwood, sem er betur þekktur sem með­limur hljóm­sveit­ar­innar Radi­ohea­d, vakti mikla athygli fyrir tón­list­ina úr þeirri mynd. Bæði verkin eru mjög ó­hefð­bund­in, nokkuð trega­full og ein­kenn­ast af löngum og frekar óþægi­leg­um ­strengja­hljóm­um. Þegar hljóm­sveitin flutti Ther­e Will Be Blood fóru allir nema strengja­sveitin og Frank Aarn­ink slag­verks­leik­ari af sviði. Aarn­ink spil­aði á hið nýstár­lega hljóð­færi ondes mart­enot [htt­p://120ye­ar­s.­net/wordpress/wp-content/uploads/ondes_mart­en­ot-01.jp­g] ­sem er nokk­urs konar blanda af hljóm­borði og þeramíni og gefur frá sér hroll­vekj­and­i tóna. Greenwood hefur einmitt spilað sjálfur á þetta hljóð­færi með­ hljóm­sveit­inni Radi­ohead. Hápunkt­ur­inn á þessum flutn­ingi var þó án nokk­ur­s vafa á lag­inu “Proven Lands” þar sem strengja­sveitin lagði niður bog­ana og plokk­aði allt sam­an.Öll þessi ofan­greindu verk eru í eðli sín­u nokkuð þung áheyrnar þó að vissu­lega séu þau ein­stak­lega fal­leg og flutn­ing­ur S­in­fón­íu­hljóm­sveit­ar­innar stór­brot­inn. Því var það vel úthugsað að grípa til­ nokk­urra gam­al­kunnra slag­ara kvik­mynda­tón­skálds­ins Johns Willi­ams til að ljúka kvöld­inu. Willi­ams er einn af verð­laun­uð­ustu lista­mönnum kvik­mynda­sög­unnar og mörg af verkum hans þekkir hvert ein­asta manns­barn. Tón­list hans er ákaf­lega hefð­bundin kvik­mynda­tón­list þar sem öll hljóm­sveitin er nýtt og stefin eru mik­il­feng­leg og ævin­týra­leg. ­Sér­stak­lega á það við verkin sem hann vann fyrir leik­stjór­ann Steven Spi­el­berg ­sem eru mýmörg.

Sin­fón­ían hóf leik með aðal­stef­inu úr Jurassic Park frá árinu 1993. Hér feng­u slag­verks­leik­ar­ar­arnir loks að njóta sín með sym­bölum og öllu. Þetta óg­leym­an­lega stef skall á tón­leika­gestum eins og veggur af hljóði. Næst var komið að Schindler´s List frá sama ári og það var eini ein­leikur kvölds­ins. Fiðlu­leik­ar­inn Sig­rún Eðvalds­dóttir túlk­aði þetta þema, sem Itzhak Perlman gerði víð­frægt fyrir 23 árum síð­an, stór­kost­lega og ­fékk mikið lófatak fyr­ir. Það var einn af hápunktum kvölds­ins. Sein­ustu lög­ efn­is­skrár­innar voru úr kvik­mynd­unum E.T. frá 1982 og Superman frá 1978, bæð­i vel þekkt og upp­lífg­andi stef. Gestir voru vita­skuld hæstá­nægðir og heimtuð­u ­meira. Prabava taldi því inn í upp­klappslag­ið, meg­in­þemað úr Raiders of the Lost Ark frá 1981, eða betur þekkt sem Indi­ana Jones. Ekki ama­legt að vera með það á heil­anum á leið­inni heim.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None