Andri Snær og Bryndís tilkynna á næstu dögum

Andri Snær Magnason rithöfundur og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari eru bæði á lokametrunum varðandi ákvörðunartöku um forsetaframboð. Bakland Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, vinnur nú að mælingum á möguleikum hans til framboðs.

Andri Snær Magnason og Bryndís Hlöðversdóttir ætla að tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Fjölmargir aðrir þekktir Íslendingar liggja enn undir feldi.
Andri Snær Magnason og Bryndís Hlöðversdóttir ætla að tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Fjölmargir aðrir þekktir Íslendingar liggja enn undir feldi.
Auglýsing

Andri Snær Magna­son rit­höf­undur ætlar að til­kynna ákvörðun sína um for­seta­fram­boð í næstu viku. Andri Snær hefur verið orð­aður við fram­boð í marga mán­uði en hefur verið að hugsa mál­ið. „Það er fullt af öfl­ugu fólki sem vill vera með mér í liði og það kemur eitt­hvað í ljós eftir helg­i,” segir Andri Snær í sam­tali við Kjarn­ann. 

Sækir um launa­laust leyfi fari hún fram

Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, rík­is­sátta­semj­ari og fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætlar að til­kynna ákvörðun sína á næstu dög­um. 

„Ég hef ekki gefið mér tóm vegna anna í öðru til að ígrunda þessa ákvörð­un. Það eru margar stórar spurn­ingar sem maður þarf að svara áður en hún liggur fyr­ir, meðal ann­ars hvort ég telji mig þess verð­uga að sinna þessu mik­il­væga emb­ætti. Eins hvort ég eigi það brýnt erindi við þjóð­ina í að ég sé til­búin í þennan leið­ang­ur, meðal ann­ars með því að hverfa úr því krefj­andi og skemmti­lega starfi sem ég sinni í dag,” segir hún. 

Auglýsing

Bryn­dís varð rík­is­sátta­semj­ari fyrir tíu mán­uð­um, í lok maí 2015. Spurð hvort hún ætli að segja starfi sínu lausu fari hún í fram­boð seg­ist hún ætla að óska eftir launa­lausu leyfi á meðan á kosn­inga­bar­áttu stend­ur, verði ákvörð­unin sú.  

For­dæmi eru fyrir slíku, en Guð­laugur Þor­valds­son fór í for­seta­fram­boð árið 1980 eftir fjóra mán­uði í starfi sem rík­is­sátta­semj­ari. Hann tók sér leyfi í kosn­inga­bar­átt­unni og hélt svo áfram starfi sínu sem rík­is­sátta­semj­ari 15 ár eftir að henni lauk. 

Dav­íðar hugsa málin

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans vinnur bak­land Dav­íðs Odds­son­ar, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, nú að því að láta mæla fylgi hans við mögu­legt for­seta­fram­boð. Davíð lét líka mæla fylgi sitt fyrir kosn­ing­arnar 1996, þegar Ólafur Ragnar Gríms­son bauð sig fyrst fram, en fór ekki á móti hon­um. 

Verið er að mæla möguleika Davíðs Oddssonar til forsetaframboðs

Nafni hans, Davíð Þór Jóns­son, prest­ur, grínisti og rit­höf­und­ur, seg­ist í sam­tali við Mbl.is í dag að lík­urnar séu að aukast að hann bjóði sig fram. Hann ætlar að til­kynna ákvörðun sína á næstu vik­um. 

Sam­fylk­ing­ar­súpa

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ingar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefur ekki viljað tjá sig um um fram­boð sitt við fjöl­miðla, en hann skrif­aði grein í Frétta­blaðið á dög­unum þar sem hann fór ítar­lega yfir hug­myndir sínar um for­seta­emb­ætt­ið. 

Það má telj­ast lík­legt að eitt­hvað verði að frétta þaðan á næst­unni, en leiða má líkur að því að hann bíði fregna frá Bryn­dísi, sem kemur úr Sam­fylk­ing­unni eins og hann og er bak­land þeirra svip­að. Mikið ákall hefur verið eftir konu í for­seta­emb­ættið og eftir að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, gaf út að hún ætl­aði ekki fram, hefur það ákall orðið áþreif­an­legra. Stefán Jón Haf­stein, umdæm­is­stjóri Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar í Úganda og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur einnig verið sterk­lega orð­aður við fram­boð þó lítið hafi heyrst frá honum varð­andi það annað en almennar hug­leið­ingar um emb­ætt­ið.

Fjöldi kvenna undir feldi

Guðrún Nordal, Linda Pétursdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, íhugar einnig fram­boð sem og Guð­rún Nor­dal, for­stöðu­maður Árna­stofn­un­ar. Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, for­seti hug- og félags­vís­inda­sviðs Háskól­ans á Akur­eyri, er líka að íhuga fram­boð sem og Linda Pét­urs­dótt­ir, athafna­kona og fyrr­ver­andi feg­urð­ar­drottn­ing. 

Ekk­ert hefur heyrst frá Ólafi Jóhanni Ólafs­syni, rit­höf­undi og aðstoð­ar­for­stjóra Time Warner sam­steypunn­ar, varð­andi fram­boð, en hann hefur ítrekað verið orð­aður við emb­ættið og mælst hátt í skoð­ana­könn­un­um. 

Ólafur Jóhann Ólafsson

Á annan tug fram­bjóð­enda hafa nú þegar komið fram og ætla sér að taka bar­átt­una um Bessa­staði. Kosn­ingar fara fram þann 25. júní næst­kom­andi og rennur fram­boðs­frestur út um miðjan maí. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None