Andri Snær og Bryndís tilkynna á næstu dögum

Andri Snær Magnason rithöfundur og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari eru bæði á lokametrunum varðandi ákvörðunartöku um forsetaframboð. Bakland Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, vinnur nú að mælingum á möguleikum hans til framboðs.

Andri Snær Magnason og Bryndís Hlöðversdóttir ætla að tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Fjölmargir aðrir þekktir Íslendingar liggja enn undir feldi.
Andri Snær Magnason og Bryndís Hlöðversdóttir ætla að tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Fjölmargir aðrir þekktir Íslendingar liggja enn undir feldi.
Auglýsing

Andri Snær Magna­son rit­höf­undur ætlar að til­kynna ákvörðun sína um for­seta­fram­boð í næstu viku. Andri Snær hefur verið orð­aður við fram­boð í marga mán­uði en hefur verið að hugsa mál­ið. „Það er fullt af öfl­ugu fólki sem vill vera með mér í liði og það kemur eitt­hvað í ljós eftir helg­i,” segir Andri Snær í sam­tali við Kjarn­ann. 

Sækir um launa­laust leyfi fari hún fram

Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, rík­is­sátta­semj­ari og fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætlar að til­kynna ákvörðun sína á næstu dög­um. 

„Ég hef ekki gefið mér tóm vegna anna í öðru til að ígrunda þessa ákvörð­un. Það eru margar stórar spurn­ingar sem maður þarf að svara áður en hún liggur fyr­ir, meðal ann­ars hvort ég telji mig þess verð­uga að sinna þessu mik­il­væga emb­ætti. Eins hvort ég eigi það brýnt erindi við þjóð­ina í að ég sé til­búin í þennan leið­ang­ur, meðal ann­ars með því að hverfa úr því krefj­andi og skemmti­lega starfi sem ég sinni í dag,” segir hún. 

Auglýsing

Bryn­dís varð rík­is­sátta­semj­ari fyrir tíu mán­uð­um, í lok maí 2015. Spurð hvort hún ætli að segja starfi sínu lausu fari hún í fram­boð seg­ist hún ætla að óska eftir launa­lausu leyfi á meðan á kosn­inga­bar­áttu stend­ur, verði ákvörð­unin sú.  

For­dæmi eru fyrir slíku, en Guð­laugur Þor­valds­son fór í for­seta­fram­boð árið 1980 eftir fjóra mán­uði í starfi sem rík­is­sátta­semj­ari. Hann tók sér leyfi í kosn­inga­bar­átt­unni og hélt svo áfram starfi sínu sem rík­is­sátta­semj­ari 15 ár eftir að henni lauk. 

Dav­íðar hugsa málin

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans vinnur bak­land Dav­íðs Odds­son­ar, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, nú að því að láta mæla fylgi hans við mögu­legt for­seta­fram­boð. Davíð lét líka mæla fylgi sitt fyrir kosn­ing­arnar 1996, þegar Ólafur Ragnar Gríms­son bauð sig fyrst fram, en fór ekki á móti hon­um. 

Verið er að mæla möguleika Davíðs Oddssonar til forsetaframboðs

Nafni hans, Davíð Þór Jóns­son, prest­ur, grínisti og rit­höf­und­ur, seg­ist í sam­tali við Mbl.is í dag að lík­urnar séu að aukast að hann bjóði sig fram. Hann ætlar að til­kynna ákvörðun sína á næstu vik­um. 

Sam­fylk­ing­ar­súpa

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ingar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefur ekki viljað tjá sig um um fram­boð sitt við fjöl­miðla, en hann skrif­aði grein í Frétta­blaðið á dög­unum þar sem hann fór ítar­lega yfir hug­myndir sínar um for­seta­emb­ætt­ið. 

Það má telj­ast lík­legt að eitt­hvað verði að frétta þaðan á næst­unni, en leiða má líkur að því að hann bíði fregna frá Bryn­dísi, sem kemur úr Sam­fylk­ing­unni eins og hann og er bak­land þeirra svip­að. Mikið ákall hefur verið eftir konu í for­seta­emb­ættið og eftir að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, gaf út að hún ætl­aði ekki fram, hefur það ákall orðið áþreif­an­legra. Stefán Jón Haf­stein, umdæm­is­stjóri Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar í Úganda og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur einnig verið sterk­lega orð­aður við fram­boð þó lítið hafi heyrst frá honum varð­andi það annað en almennar hug­leið­ingar um emb­ætt­ið.

Fjöldi kvenna undir feldi

Guðrún Nordal, Linda Pétursdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, íhugar einnig fram­boð sem og Guð­rún Nor­dal, for­stöðu­maður Árna­stofn­un­ar. Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, for­seti hug- og félags­vís­inda­sviðs Háskól­ans á Akur­eyri, er líka að íhuga fram­boð sem og Linda Pét­urs­dótt­ir, athafna­kona og fyrr­ver­andi feg­urð­ar­drottn­ing. 

Ekk­ert hefur heyrst frá Ólafi Jóhanni Ólafs­syni, rit­höf­undi og aðstoð­ar­for­stjóra Time Warner sam­steypunn­ar, varð­andi fram­boð, en hann hefur ítrekað verið orð­aður við emb­ættið og mælst hátt í skoð­ana­könn­un­um. 

Ólafur Jóhann Ólafsson

Á annan tug fram­bjóð­enda hafa nú þegar komið fram og ætla sér að taka bar­átt­una um Bessa­staði. Kosn­ingar fara fram þann 25. júní næst­kom­andi og rennur fram­boðs­frestur út um miðjan maí. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None