Að breyta svínakótelettu í nautasteik

Fólk í Taívan varð mun meðvitaðra um innihald matvara eftir að mikið matarhneyksli skól landið 2014 einn stærsti matarolíuframleiðandinn var afhjúpaður fyrir að hafa endurnýtt notaða matarolíu og selt hana sem nýja.
Fólk í Taívan varð mun meðvitaðra um innihald matvara eftir að mikið matarhneyksli skól landið 2014 einn stærsti matarolíuframleiðandinn var afhjúpaður fyrir að hafa endurnýtt notaða matarolíu og selt hana sem nýja.
Auglýsing

Þegar pistla­skrif­ari var að alast upp var töfra­mað­ur­inn og búktal­ar­inn Baldur Georgs, ásamt dúkkunni Konna, vin­sæll skemmti­kraft­ur. Baldur töfraði kan­ínur úr hatti og sýndi ýmsa galdra svo áhorf­endur stóðu á önd­inni. Aldrei hefði þó hvarflað að Baldri (né Konna) að breyta svína­kótel­ettu í nauta­steik en það vefst hins­vegar ekki fyrir víetnömskum mat­vöru­svindl­ur­um. Nokk­urra mán­aða aðgerð Alþjóða­lög­regl­unnar Inter­pol og Evr­ópu­lög­regl­unnar Europol gegn svindli með mat­væli lauk fyrir nokkrum dög­um. 

Á und­an­förnum árum hafa margoft, víða um heim, komið upp mál sem tengj­ast svikum og prettum með mat­væli. Starf­semi af því tagi teng­ist nær und­an­tekn­ing­ar­laust þeirri áráttu, sem fylgt hefur mann­kyn­inu frá upp­hafi, að fá meira fyrir minna. Græða.

Síð­ast­lið­inn ára­tug hafa flest slík mál, í Evr­ópu, með einum eða öðrum hætti tengst nautum og hross­um. Í flest­um, eða öll­um, til­vikum hefur verið um það að ræða að hross hefur breyst í naut, gam­all drátt­ar­klár orð­inn að úrvals tudda. Iðu­lega hefur þetta gerst á leið­inni gegnum hakka­vélar kjöt­vinnslu­fyr­ir­tækja. Skýr­ingin á því að hross verður oft­ast að nauti en ekki öfugt liggur í því að nauta­kjöt er eft­ir­sótt vara, and­stætt því sem gildir um hrossa­kjöt. Þaraf leið­andi er verðið á nauta­kjöt­inu hærra, auk þess sem erfitt getur reynst að selja hrossa­kjöt því að í flestum Evr­ópu­löndum er ekki hefð fyrir neyslu þess.

Auglýsing

Findus málið

Í febr­úar 2013 var greint frá því í fjöl­miðlum víða um lönd að  mat­væla­fram­leið­and­inn Findus hefði orðið upp­vís að því að nota hrossa­kjöt í ýmsa til­búna rétti og ham­borg­ara, í stað nauta­kjöts eins og stóð á umbúð­un­um. Margt athygl­is­vert kom í ljós við rann­sókn þessa máls og leiðir hrossa­kjöts­ins á leið­inni í neyt­enda­pakkn­ingar Findus bæði langar og flókn­ar. Milli­lið­irnir reynd­ust margir og mjög flókið að kom­ast að upp­runa kjöts­ins, hvaðan gat allt þetta hrossa­kjöt kom­ið, var spurt. Grunur beind­ist að Rúm­eníu en nokkrum árum áður höfðu tekið þar gildi lög sem bönn­uðu hesta­kerrur á veg­um. Á árunum eftir að bannið tók gildi er talið að allt að sex hund­ruð þús­und kerru­klárum hafi verið slátrað og miklum fjölda asna sem höfðu verið not­aðir til drátt­ar. Rúm­enar harð­neit­uðu öllum slíkum ásök­unum og aldrei tókst að kom­ast til botns í mál­inu. Hrossa­kjötsskandall­inn (eins fjöl­miðlar komust að orði) vakti mikla athygli og olli Findus fyr­ir­tæk­inu, sem er sænskt og með fram­leiðslu í mörgum lönd­um, miklum skaða. Þótt Findus yrði að eins konar sam­nefn­ara fyrir þetta umfangs­mikla mál tengd­ust því mörg önnur fyr­ir­tæki, í mörgum lönd­um. Þetta mál hefur iðu­lega verið kallað stærsta mat­væla­hneyksli Evr­ópu. 

26 hand­tekn­ir 

Árið 2015, tveimur árum eftir að Findus málið komst upp voru 26 manns hand­teknir sem taldir voru tengj­ast umfangs­miklu smygli og svindli með hrossa­kjöt. Evr­ópska rétt­ar­að­stoðin (Euroju­st) og franska lög­reglan skipu­lögðu aðgerð­irnar en hand­tök­urnar fóru fram í sjö lönd­um. Í til­kynn­ingu Eurojust kom fram að Belgi væri höf­uð­paur máls­ins. 

Hér hafa aðeins verið nefnd tvö mál sem tengj­ast svindli með mat­væli. Ótal mál af svip­uðu tagi, ekki þó jafn umfangs­mik­il, væri hægt að nefna.

Stóra rassían

Fyrir nokkrum dögum sendu Alþjóða­lög­reglan Inter­pol og Evr­ópu­lög­reglan Europol frá sér frétta­til­kynn­ingu. Til­efnið var að lokið var nokk­urra mán­aða aðgerðum gegn ólög­legum mat­væla­iðn­aði. Aðgerðir lög­regl­unn­ar, sem lög­regla í 57 löndum tók þátt í, áttu sér langan adrag­anda, und­ir­bún­ing­ur­inn hafði staðið yfir í nokkur ár. Þótt margir hafi talið sig vita að víða væri maðkur í mat­væla­mys­unni hefur lík­lega fæsta grunað að svind­lið væri jafn umfangs­mikið og teygði anga sína jafn víða og rann­sóknin leiddi í ljós.  Hvat­inn í öllum til­vikum gróða­vonin og grun­laus almenn­ingur getur fátt gert annað en treysta á eft­ir­lit lög­reglu og eft­ir­lits­stofn­ana. Þessi ólög­lega starf­semi veltir árlega þús­undum millj­arða og hækk­andi mat­ar­verð víða um heim kyndir enn frekar undir gróða­von­ina. 

Hug­mynda­flugi þeirra sem þessa iðju stunda virð­ast lítil tak­mörk sett og margt af því sem nefnt er í til­kynn­ing­unni með hreinum ólík­ind­um.

Á Ítalíu lagði lög­regla hald á 85 tonn af ólífum sem höfðu verið bað­aðar í kop­ar­s­úlfati til að fá á þær sterk­ari grænan lit.

Í Belgíu gerði lög­reglan upp­tækt apa­kjöt sem hafði verið flutt til lands­ins, slíkt er ólög­legt og veiðar á öpum víð­ast hvar bann­að­ar. Belgíska og franska lög­reglan lögðu líka hald á engi­sprettur og lirfur, hvort tveggja ólög­legt og ekki vitað hver ætl­unin með inn­flutn­ingnum var. 

Í Bolívíu fann lög­reglan tug­þús­undir sard­ínu­dósa og jafn­framt lím­miða með nafni þekkts nið­ur­suðu­fyr­ir­tækis í Perú. Eig­andi sard­ínulagers­ins hafði vandað til prent­un­ar­innar á mið­unum því þeir voru nákvæm­lega eins og fyr­ir­mynd­in.

Gríska lög­reglan fann þrjú ólög­leg vín­gerð­ar­hús, þarsem fram­leiðsla var í fullum gangi. Þar fund­ust 7400 flöskur með merki­miðum þekktra fram­leið­enda og sömu­leiðis tappar og merki­miðar í tug­þús­unda­tali, ásamt tómum flöskum undir fram­leiðsl­una.

Í Indónesíu lagði lög­reglan hald á margs­konar mat­vör­ur, bæði eft­ir­lík­ingar þekktra vöru­merkja og ýmis­konar ólög­legan varn­ing. Sumt af þeim varn­ingi hættu­legt heilsu manna, þar á meðal 70 kíló af kjúklinga­görn­um, sem geymdar voru í forma­líni.  

Í Bret­landi fann lög­regla 10 þús­und lítra af sterku ólög­lega fram­leiddu víni sem blandað hafði verið með enn ódýr­ari vökva. Á vef breska útvarps­ins BBC segir að alls hafi í þess­ari aðgerð víða um lönd fund­ist ólög­legt vín sem dugi til að fylla 10 þús­und bað­ker. Ekki algeng mæli­ein­ing enda fremur óná­kvæm!

Í Ung­verja­landi, Lit­há­en, Rúm­eníu og á Ítalíu fann lög­reglan tugi tonna af súkkulaði og kexi, pakkað í nákvæmar eft­ir­lík­ingar þekktra fram­leið­enda. Á Ítalíu fannst einnig, og ekki í fyrsta sinn, ólífu­olía á flöskum merktum þekktum fram­leið­end­um. Fyrir þremur árum kom upp hlið­stætt mál, lög­regla taldi þá að allt að 80 pró­sent af því sem selt væri sem ólífu­olía í hæsta gæða­flokki væri ódýrt sull. 

Þótt svindl­arar um allan heim séu hug­vits­samir slá lík­lega fáir þeim tælensku við. Þar greip lög­reglan nokkra menn sem voru að dunda sér við að breyta svína­kótel­ettum í nauta­steik­ur. Kótel­ett­unum var dýft í pott með nauta­blóði sem natr­íumblöndu hafði verið bætt í. Eftir ferð­ina í pott­inn voru kótel­ett­urnar blóð­rauðar en líkt­ust kannski ekki, af myndum að dæma, að öðru leyti nauta­kjöti. Af því hvernig þessar lit­breyttu svína­kótel­ettur smökk­uð­ust fer ekki sög­um. Tælenska lög­reglan gerði auk þess upp­tæka tugi tonna af nauta­kjöti sem talið var óhæft til mann­eld­is, en var eigi að síður á leið í versl­an­ir.

Í Dan­mörku fann Mat­væla­eft­ir­litið 81 tonn af sírópi sem eftir „lag­fær­ing­ar” er selt sem hun­ang. Eitt stærsta fyr­ir­tækið á þessu sviði  í Dan­mörku er nú til sér­stakrar skoð­unar þar sem ætl­unin er að kom­ast að hvort ”breyt­ingin úr sírópi í hun­ang” hefur farið fram í Dan­mörku eða Kína en þaðan kemur stór hluti þess hun­angs sem selt er í dönskum versl­un­um.

Hér hefur ein­ungis fátt eitt verið nefnt af því sem fannst í rassíu Inter­pol og Europol. Einn af yfir­mönnum Europol sagði í við­tali að þótt mörgum blöskr­aði eflaust það mikla umfang sem getið væri um í til­kynn­ingu Inter­pol og Europol væri það því miður aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um. 

Á allra síð­ustu árum hafa stjórn­völd víða um heim aukið mjög eft­ir­lit með öllu því sem við kemur mat­væla­iðn­að­in­um. Það gildir bæði um fram­leiðslu og sölu, merk­ingar og geymslu­þol svo eitt­hvað sé nefnt. Evr­ópu­sam­bandið hefur lagt mikla áherslu á þessi mál, stundum svo mikla að ýmsir hafa kallað ofur­eft­ir­lit. Miðað við nið­ur­stöð­urnar úr rassíu Alþjóða­lög­regl­unnar og Evr­ópu­lög­regl­unnar er ekki van­þörf á slíku eft­ir­liti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent
None