Bolshoi-leikhúsið í 240 ár

„Bolshoi leikhúsið er jafn mikið tákn fyrir Rússland og Kalashnikov-rifflar,” segir í nýlegri heimildarmynd, Bolshoi Babylon, sem skyggnist á bak við tjöldin hjá Bolshoi ballettinum. Ómar Þorgeirsson, sagn- og markaðsfræðingur í Moskvu, kynnti sér söguna.

Bolshoi
Auglýsing

Bols­hoi leik­húsið í Moskvu hef­ur ­lengi talist á meðal fremstu ball­et- og óperu­húsa heims en leik­húsið fagn­aði í vik­unni 240 ára starfs­af­mæli sínu. Til­urð leik­húss­ins má rekja til 28. mars árið 1776 þegar keis­ara­ynj­an Katrín mikla veitti prins­inum Pyotr Urusov leyfi til að setja á lagg­irn­ar einka­rekið leik­hús í mið­borg Moskvu. Í upp­hafi sam­an­stóð leik­húsið af 43 ­starfs­mönnum og boðið var upp á ball­ett, leik­rit og óperu. Urusov fékk svo enska leik­hús frum­kvöðul­inn Mich­ael Maddox í lið með sér og afrakstur sam­vinn­u þeirra var leik­húsið sem síðar varð þekkt um víða ver­öld undir nafn­in­u “­Bols­hoi”. 

Bols­hoi tekur á sig mynd

Árið 1780 var leik­húsið alfar­ið komið í eigu Maddox og sama ár flutti það í nýtt hús­næði við Petr­ovka götu en ­leik­húsið dró eftir það nafn sitt af stað­setn­ing­unni og kall­að­ist jafn­an “Petr­ov­sky” leik­hús­ið. Húsa­kynni Petr­ov­sky leik­húss­ins skemmd­ust í brunum árið 1805 og svo aftur árið 1812 - þegar her Napól­e­ons Bónap­arte réðst inn í Moskvu.

End­ur­bygg­ing Petr­ov­sky leik­húss­ins var fram­kvæmd á árunum 1820-1824 og þar sem nýja leik­húsið var mun stærra og glæsi­legra en fyrri húsa­kynni þess, þá var það kall­að “­Bols­hoi” (eða “Stóra”) Petr­ov­sky leik­hús­ið. Sú bygg­ing brann svo reyndar einnig til grunna árið 1853 en upp úr ösku­tónni reis ný og end­ur­bætt bygg­ing Bols­hoi leik­húss­ins árið 1856.

Auglýsing

Bols­hoi leik­húsið hýst­i krýn­ing­ar­at­höfn keis­ar­ans Alex­and­ers II. sama ár en leik­húsið hafði þá ver­ið undir stjórn keis­ara­veld­is­ins síðan árið 1792. Bols­hoi leik­húsið hefur raun­ar alla tíð síðan verið heima­völlur valda­stétt­ar­innar og efna­fólks­ins í Rúss­land­i. ­Leik­húsið gekk því í gegnum reglu­legar end­ur­bætur til að tryggja að bygg­ing­in ­upp­fyllti ströng­ustu aðbún­að­ar- og örygg­is­kröf­ur.  

Stalín dyggur aðdá­andi

Starf­semi Bols­hoi leik­húss­ins ­sveifl­að­ist einnig með póli­tískum hent­ug­leika og vilja hæst­ráð­enda í Rúss­land­i á hverjum tíma fyrir sig. Fram­tíð Bols­hoi leik­húss­ins hékk til að mynda á blá­þræði í kjöl­far Októ­ber­bylt­ing­ar­innar í Rúss­landi árið 1917. Sjálf­ur Vla­dimír Lenín, fyrsti leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, á þannig að hafa lagt til árið 1918 að Bols­hoi leik­húsið yrði ein­fald­lega jafnað við jörðu.

Afstaða Leníns mun hafa ver­ið eitt­hvað á þá leið “að leik­húsið væri of dýrt í rekstri og að lista­menn þess væru ekk­ert annað en hroka­fullir aura­púkar,” ef ­marka má frá­sögn Lidiu Khar­ina, fram­kvæmd­ar­stjóra Bols­hoi safns­ins. Eftir nokk­urra ára óvissu­á­stand komst stjórn­ ­Bol­sé­víka  hins vegar að þeirri ­nið­ur­stöðu að Bols­hoi leik­húsið fengi að halda áfram starf­semi sinni. Jós­ef Sta­lín er þar sagður hafa talað máli Bols­hoi leik­húss­ins og náð á end­anum að sann­færa Lenín. En Stalín var einmitt tíður gestur leik­húss­ins á tíma sínum sem ein­ræð­is­herra Sov­ét­ríkj­anna.

Til merkis um aðdáun Stalíns á Bols­hoi leik­hús­inu þá gaf hann lista­mönnum þess und­an­þág­u frá því að sinna her­skyldu, jafn­vel á tíma seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Þess í stað var reynt eftir fremsta ­megni að halda úti sýn­ingum í leik­hús­inu. Loft­árásir nas­ista á Moskvu settu þó vit­an­lega strik í reikn­ing­inn. Jafn­vel við­leitni Rússa við að dul­búa Bols­hoi leik­húsið að ut­an­verðu kom ekki í veg fyrir að Þjóð­verjar næðu að varpa sprengju við and­dyr­i ­leik­húss­ins 22. októ­ber árið 1941. Spreng­ingin olli ekki mann­tjóni en tölu­vert tjón varð á fram­hlið leik­húss­ins og því var lokað á meðan á við­gerðum stóð. Starfs­fólk ­Bols­hoi leik­húss­ins sat þó ekki auðum höndum á þessum óvissu­tíma. Sumir lista­menn­irnir heim­sótt­u ­reglu­lega víg­stöðv­arnar til þess að skemmta her­mönnum Rauða hers­ins á með­an aðrir gerð­ust sjálf­boða­liðar í hern­um. 

Jósef Stalín tekur á móti blómum í tilefni af afmælishátíð sem haldin var honum til heiðurs í Bolshoi leikhúsinu í byrjun árs árið 1950. Stalín var jafnframt tíður gestur á sýningum í leikhúsinu. Mynd: EPA.  

Orð­sporið bíður hnekki

Óhætt er að segja að Bols­hoi ­leik­húsið sé búið að setja sterkan svip á menn­ingu og sögu Rússa í gegn­um ­tíð­ina. Hin síð­ari ár hafa þó komið upp nokkur mál sem hafa án vafa orðið til­ þess að sverta orð­spor leik­húss­ins. Eitt af þessum málum varð­aði afar umdeild­ar­ end­ur­bætur sem Bols­hoi leik­húsið gekk í gegnum á árunum 2005-2011. Heim­ild­ir eru fyrir því að end­an­legur kostn­aður fram­kvæmd­anna hafi verið sext­án sinnum hærri en upp­haf­leg ­kostn­að­ar­á­ætlun hafi gert ráð fyr­ir. Ásak­anir um fjár­drátt og spill­ingu fóru því óum­flýj­an­lega á kreik í kjöl­farið og vöktu reiði almenn­ings í Rúss­landi.

Annað mál sem komst í heims­frétt­irnar var fólsku­leg sýru­árás sem Sergei Fil­in, þáver­andi list­rænn ­stjórn­andi Bols­hoi ball­etts­ins, varð fyrir í byrjun árs 2013. Síðar kom í ljós að Pavel Dmitrichen­ko, dans­ari hjá Bols­hoi ball­ett­in­um, hafði skipu­lag­t árás­ina og var hann dæmdur í sex ára fang­elsi fyrir vik­ið. Heim­ild­ar­myndin Bols­hoi Babylon fjall­ar ­náið um atvikið en þar kemur fram að kveikjan að árásinni hafi verið ákvörð­un Filin að veita ekki kær­ustu Dmitrichen­ko, sem einnig var dans­ari hjá Bols­hoi ball­ett­in­um, það hlut­verk sem hún sótt­ist eft­ir.Það var skammt stórra högga á milli hjá Bols­hoi leik­hús­inu á árinu 2013. Því skömmu eftir árás­ina á Filin lét Anastasía Volochkova, fyrrum ein skærasta stjarna Bols­hoi ball­etts­ins, stór orð ­falla í við­tali við rúss­nesku NTV sjón­varps­stöð­ina um að Bols­hoi ball­ett­inn væri “risa­stórt vænd­is­hús”. Volochkova hélt því fram að lágt settir dans­arar hefðu oft verið neyddir til­ þess að sofa hjá fjár­sterkum vel­gjörð­ar­mönnum leik­húss­ins, ann­ars væri fram­tíð þeirra hjá Bols­hoi ball­ett­inum í hættu. Anatoly Iksanov, þáver­andi fram­kvæmd­ar­stjóri ­Bols­hoi ball­etts­ins, vís­aði ásök­un­un­um al­farið á bug en var stutt­u ­síðar rek­inn úr starfi. Vla­dimír Urin, eft­ir­maður Iksanov í starfi, tal­ar tæpitungu­laust í við­tali í Bols­hoi Babylon heim­ild­ar­mynd­inni um vanda­mál ­Bols­hoi ball­etts­ins. “Við búum í landi þar sem spill­ingin dafn­ar. Það er ekk­ert ­leynd­ar­mál. Því þarf að breyta og það mun taka tíma. Þá mun allt falla á sinn rétta stað og hæfi­leika­mesti dans­ar­inn mun þá alltaf fá að dansa.”  

Íslend­ingur stelur sen­unni

Eng­inn Íslend­ingur er á með­al­ þeirra rúm­lega 3000 starfs­manna Bols­hoi leik­húss­ins í dag. Nokkur dæmi eru þó um að Íslend­ingar hafi orðið þess heið­urs aðnjót­andi að stíga á svið í Bols­hoi ­leik­hús­inu í gegnum árin, meðal ann­ars í danskeppnum og á verð­launa­há­tíð­u­m. 

Dans­ar­inn og dans­höf­und­ur­inn Erna Óm­ars­dóttir er í þeim hópi en hún dans­aði ein á sviði Bols­hoi leik­húss­ins árið 2002 þegar sýn­ing henn­ar, “My Movem­ents Are Alone Like Street­dogs”, var til­nefnd til Ben­ois de la danse verð­laun­anna. Dans­sýn­ingin þótti nokkuð djörf og óhefð­bundin til sýn­ingar í Bols­hoi leik­hús­inu og við­brögð sýn­ing­ar­gesta lét­u ekki á sér standa. “Áhorf­endur skipt­ust algjör­lega í tvo hópa, með og á mót­i mér þarna á svið­inu og hávað­inn og hrópin voru eins og á fót­bolta­leik,” sagð­i Erna í við­tali við Morg­un­blaðið og við­ur­kenndi enn fremur að sýn­ingin hefði verið erf­ið­asta reynsla sem hún­ hafi gengið í gegnum á svið­i. 

Rúss­neska dag­blaðið The Moscow Times fjall­aði um bæði dans­sýn­ing­una og frammi­stöðu Ernu á sínum tíma. Í umfjöllun blaðs­ins er dóm­nefnd verð­launa­há­tíð­ar­innar reyndar harð­lega gagn­rýnd fyrir að hafa yfir höf­uð til­nefnt svo “sví­virði­lega” dans­sýn­ingu. Ernu er aftur á móti hrósað í hástert ­fyrir að sýna “al­gjört sjálfs­ör­yggi og yfir­veg­un” við afar krefj­andi aðstæður - á sviði í sjálfu Bols­hoi leik­hús­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None