Lagt til að 25 prósent tekna erlendra sérfræðinga verði skattfrjálsar í þrjú ár

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp með ýmiskonar breytingum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Hann vill veita erlendum sérfræðingum ákveðið skattfrelsi og auka endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar.

Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarpið.
Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarpið.
Auglýsing

Erlendir sérfræðingar sem ráðnir verða til starfa hér á landi munu einungis þurfa að greiða skatta af 75 prósent af tekjum sínum í þrjú ár verði nýtt frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti að lögum. Fjórðungur tekna þeirra verður því skattfrjálsar og undanþegnar staðgreiðslu skatta í umrædd þrjú ár. Í frumvarpinu er einnig lagt til að núgildandi skattaívilnanir til nýsköpunarfyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar verði hækkaðar verulega. Hámark slíks kostnaðar til almennrar viðmiðunar á frádrætti á að hækka úr 100 milljónum króna í 300 milljónir króna og úr 150 í 450 milljónir króna þegar um aðkeypta rannsóknar- og þróunarþjónustu er að ræða frá ótengdu fyrirtæki, háskóla eða rannsóknastofnun.

Auk þess gerir frumvarpið ráð fyrir að breytingu á skattalegri meðferð tekna vegna kaupa manns á hlutabréfum samkvæmt kauprétti sem hann hefur öðlast vegna starfa fyrir anna aðila með þeim hætti að tekjurnar verða skattlagðar við sölu bréfanna í stað afhendingardags eins og nú er. Þá er lagt til að hagnaður eigenda breytilegra skuldabréfa, sem breytt er í hlutabréf á lægra verði en gildir almennt á markaði, verði skattlagður við sölu skuldabréfanna í stað nýtingar breytiréttarins, að einstaklingar sem kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem falla undir frumvarpið geti fengið skattaafslátt vegna þeirra kaupa og að veltuviðmið við skilgreiningu lítilla fyrirtækja verði leiðrétt með tilvísun tilvísun í nýja reglugerð í lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi. 

Frumvarpinu var dreift 4. apríl síðastliðinn, daginn eftir frægan Kastljósþátt sem opinberaði aflandsfélagatengsl íslenskra ráðamanna. Það vakti því litla athygli þegar því var dreift. Fyrsta umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi í dag.

Auglýsing

Á að laða erlenda sérfræðinga til landsins

Sú breyting að veita erlendum sérfræðingum sem ráða sig til starfa á Íslandi skattaafslátt er í samræmi við það sem gert hefur verið víða í löndunum í kringum okkur til að tryggja aukna samkeppnishæfni. Í frumvarpinu segir: „ Með þeirri breytingu sem hér er lögð til er stefnt að því að greiða fyrir og laða að landinu erlenda sérfræðinga til starfa hér á landi, ekki hvað síst í íslenskum tækni- og rannsóknarfyrirtækjum og háskólasamfélaginu. Margir telja að á Íslandi vanti fólk með sérfræðiþekkingu á vissum sviðum, svo sem tæknimenntað starfsfólk, starfsfólk með hugbúnaðarþekkingu og þekkingu á markaðssetningu á stórum erlendum mörkuðum auk sérfræðinga til kennslu í háskólasamfélaginu. Ákvæðinu er þar með ekki ætlað að taka til íþróttamanna eða þjálfara sem ekki eru beinir þátttakendur í atvinnulífinu.

Tillagan er að mestu að sænskri fyrirmynd og hvetur fyrirtæki til að koma á fót hágæðastarfsemi innan lands sem geri þeim auðveldara fyrir að fá til sín aðila sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi. „Mikil verðmæti geta verið fólgin í því að fá sérfræðiþekkingu til landsins þar sem þekking er af skornum skammti. Vegna þessa hafa lönd eins og t.d. Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Holland og Kanada sett reglur um skattalega hvata til að laða til sín erlenda sérfræðinga og eru þær mikilvægur liður í að tryggja samkeppnishæfni í við­skipta­um­hverfi viðkomandi landa. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur lögfest ákvæði sem ætlað er að bæta um­hverfi erlendra sérfræðinga, svo sem sérfræðinga í rannsóknum og þróun, framleiðslu, stjórnun, skipulagningu, markaðssetningu, verkfræði, fjármálum, upplýsingatækni, samskiptatækni og kennslu, svo eitthvað sé nefnt.

Kallaði eftir breytingum

Kjarninn birti viðtal við Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical í lok síðasta mánaðar, örfáum dögum áður en frumvarpinu var dreift. Þar sagði hann meðal annars að Ísland væri ekki sam­keppn­is­hæft eins og er þeg­ar kemur að upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja eins og Nox Med­ical. Hvat­arnir og tæki­færin séu ein­fald­lega meiri ann­ars stað­ar. Það þurfi þó ekki að vera þannig. Ákvörð­un­in sé ein­fald­lega póli­tísk og snúist um vilja.
Pétur Már Halldórsson og gínan Bob. Mynd:Birgir Þór Harðarson.Pétur sagði að hækka þyrfti þakið á endurgreiðslum ríkisins vegna fjárfestingar í rannsóknum og þróun, sem er í dag þannig að ríkið greiðir 20 prósent til baka fyrir allt að 100 milljónum króna sem settar eru í slíkt. Hann benti á að Nox Medical væri til að mynda ða fjárfesta fyrir 300 milljónir króna á ári í rannsóknum og þróun og væri því komið langt umfram endurgreiðsluhámarkið í þeirri viðleitni sinni að þróa nýjar vörur og stækka umfang reksturs síns.  Ef Nox Med­ical væri stað­sett til dæmis í Ástr­al­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­ili fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­festi, væri end­ur­greiðslan 45 pró­sent af öllu sem eytt væri í rann­sóknir og þróun og hámarks­greiðslur eru bundnar við tekj­ur, ekki fasta upp­hæð.„Hvar er þá skyn­sam­legt fyrir okkur að fara í upp­bygg­ing­u? Því miður er svarið ekk­ert flókið og reikn­ings­dæmið ekki held­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­sam­ara og hag­kvæmara fyr­ir­ okkur að byggja þennan hluta starf­sem­inn­ar, rann­sóknir og þró­un, upp í til­ ­dæmis Ástr­al­íu,“ sagði Pétur.

Í viðtalinu sagði hann einnig frá þv´iað erfitt væri að manna fyrirtæki á borð við Nox Medical á meðan að það væri með starfsemi sína hérlendis. „ Ef Nox Med­ical væri stað­sett til dæmis í Ástr­al­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­ili fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­festi, væri end­ur­greiðslan 45 pró­sent af öllu sem eytt væri í rann­sóknir og þróun og hámarks­greiðslur eru bundnar við tekj­ur, ekki fasta upp­hæð.

„Hvar er þá skyn­sam­legt fyrir okkur að fara í upp­bygg­ing­u? Því miður er svarið ekk­ert flókið og reikn­ings­dæmið ekki held­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­sam­ara og hag­kvæmara fyr­ir­ okkur að byggja þennan hluta starf­sem­inn­ar, rann­sóknir og þró­un, upp í til­ ­dæmis Ástr­al­íu.“

Frumvarpið sem rætt verður um í dag gerir ráð fyrir að þetta breytist.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None