Lagt til að 25 prósent tekna erlendra sérfræðinga verði skattfrjálsar í þrjú ár

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp með ýmiskonar breytingum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Hann vill veita erlendum sérfræðingum ákveðið skattfrelsi og auka endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar.

Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarpið.
Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarpið.
Auglýsing

Erlendir sérfræðingar sem ráðnir verða til starfa hér á landi munu einungis þurfa að greiða skatta af 75 prósent af tekjum sínum í þrjú ár verði nýtt frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti að lögum. Fjórðungur tekna þeirra verður því skattfrjálsar og undanþegnar staðgreiðslu skatta í umrædd þrjú ár. Í frumvarpinu er einnig lagt til að núgildandi skattaívilnanir til nýsköpunarfyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar verði hækkaðar verulega. Hámark slíks kostnaðar til almennrar viðmiðunar á frádrætti á að hækka úr 100 milljónum króna í 300 milljónir króna og úr 150 í 450 milljónir króna þegar um aðkeypta rannsóknar- og þróunarþjónustu er að ræða frá ótengdu fyrirtæki, háskóla eða rannsóknastofnun.

Auk þess gerir frumvarpið ráð fyrir að breytingu á skattalegri meðferð tekna vegna kaupa manns á hlutabréfum samkvæmt kauprétti sem hann hefur öðlast vegna starfa fyrir anna aðila með þeim hætti að tekjurnar verða skattlagðar við sölu bréfanna í stað afhendingardags eins og nú er. Þá er lagt til að hagnaður eigenda breytilegra skuldabréfa, sem breytt er í hlutabréf á lægra verði en gildir almennt á markaði, verði skattlagður við sölu skuldabréfanna í stað nýtingar breytiréttarins, að einstaklingar sem kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem falla undir frumvarpið geti fengið skattaafslátt vegna þeirra kaupa og að veltuviðmið við skilgreiningu lítilla fyrirtækja verði leiðrétt með tilvísun tilvísun í nýja reglugerð í lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi. 

Frumvarpinu var dreift 4. apríl síðastliðinn, daginn eftir frægan Kastljósþátt sem opinberaði aflandsfélagatengsl íslenskra ráðamanna. Það vakti því litla athygli þegar því var dreift. Fyrsta umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi í dag.

Auglýsing

Á að laða erlenda sérfræðinga til landsins

Sú breyting að veita erlendum sérfræðingum sem ráða sig til starfa á Íslandi skattaafslátt er í samræmi við það sem gert hefur verið víða í löndunum í kringum okkur til að tryggja aukna samkeppnishæfni. Í frumvarpinu segir: „ Með þeirri breytingu sem hér er lögð til er stefnt að því að greiða fyrir og laða að landinu erlenda sérfræðinga til starfa hér á landi, ekki hvað síst í íslenskum tækni- og rannsóknarfyrirtækjum og háskólasamfélaginu. Margir telja að á Íslandi vanti fólk með sérfræðiþekkingu á vissum sviðum, svo sem tæknimenntað starfsfólk, starfsfólk með hugbúnaðarþekkingu og þekkingu á markaðssetningu á stórum erlendum mörkuðum auk sérfræðinga til kennslu í háskólasamfélaginu. Ákvæðinu er þar með ekki ætlað að taka til íþróttamanna eða þjálfara sem ekki eru beinir þátttakendur í atvinnulífinu.

Tillagan er að mestu að sænskri fyrirmynd og hvetur fyrirtæki til að koma á fót hágæðastarfsemi innan lands sem geri þeim auðveldara fyrir að fá til sín aðila sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi. „Mikil verðmæti geta verið fólgin í því að fá sérfræðiþekkingu til landsins þar sem þekking er af skornum skammti. Vegna þessa hafa lönd eins og t.d. Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Holland og Kanada sett reglur um skattalega hvata til að laða til sín erlenda sérfræðinga og eru þær mikilvægur liður í að tryggja samkeppnishæfni í við­skipta­um­hverfi viðkomandi landa. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur lögfest ákvæði sem ætlað er að bæta um­hverfi erlendra sérfræðinga, svo sem sérfræðinga í rannsóknum og þróun, framleiðslu, stjórnun, skipulagningu, markaðssetningu, verkfræði, fjármálum, upplýsingatækni, samskiptatækni og kennslu, svo eitthvað sé nefnt.

Kallaði eftir breytingum

Kjarninn birti viðtal við Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical í lok síðasta mánaðar, örfáum dögum áður en frumvarpinu var dreift. Þar sagði hann meðal annars að Ísland væri ekki sam­keppn­is­hæft eins og er þeg­ar kemur að upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja eins og Nox Med­ical. Hvat­arnir og tæki­færin séu ein­fald­lega meiri ann­ars stað­ar. Það þurfi þó ekki að vera þannig. Ákvörð­un­in sé ein­fald­lega póli­tísk og snúist um vilja.
Pétur Már Halldórsson og gínan Bob. Mynd:Birgir Þór Harðarson.Pétur sagði að hækka þyrfti þakið á endurgreiðslum ríkisins vegna fjárfestingar í rannsóknum og þróun, sem er í dag þannig að ríkið greiðir 20 prósent til baka fyrir allt að 100 milljónum króna sem settar eru í slíkt. Hann benti á að Nox Medical væri til að mynda ða fjárfesta fyrir 300 milljónir króna á ári í rannsóknum og þróun og væri því komið langt umfram endurgreiðsluhámarkið í þeirri viðleitni sinni að þróa nýjar vörur og stækka umfang reksturs síns.  Ef Nox Med­ical væri stað­sett til dæmis í Ástr­al­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­ili fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­festi, væri end­ur­greiðslan 45 pró­sent af öllu sem eytt væri í rann­sóknir og þróun og hámarks­greiðslur eru bundnar við tekj­ur, ekki fasta upp­hæð.„Hvar er þá skyn­sam­legt fyrir okkur að fara í upp­bygg­ing­u? Því miður er svarið ekk­ert flókið og reikn­ings­dæmið ekki held­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­sam­ara og hag­kvæmara fyr­ir­ okkur að byggja þennan hluta starf­sem­inn­ar, rann­sóknir og þró­un, upp í til­ ­dæmis Ástr­al­íu,“ sagði Pétur.

Í viðtalinu sagði hann einnig frá þv´iað erfitt væri að manna fyrirtæki á borð við Nox Medical á meðan að það væri með starfsemi sína hérlendis. „ Ef Nox Med­ical væri stað­sett til dæmis í Ástr­al­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­ili fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­festi, væri end­ur­greiðslan 45 pró­sent af öllu sem eytt væri í rann­sóknir og þróun og hámarks­greiðslur eru bundnar við tekj­ur, ekki fasta upp­hæð.

„Hvar er þá skyn­sam­legt fyrir okkur að fara í upp­bygg­ing­u? Því miður er svarið ekk­ert flókið og reikn­ings­dæmið ekki held­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­sam­ara og hag­kvæmara fyr­ir­ okkur að byggja þennan hluta starf­sem­inn­ar, rann­sóknir og þró­un, upp í til­ ­dæmis Ástr­al­íu.“

Frumvarpið sem rætt verður um í dag gerir ráð fyrir að þetta breytist.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None