Lagt til að 25 prósent tekna erlendra sérfræðinga verði skattfrjálsar í þrjú ár

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp með ýmiskonar breytingum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Hann vill veita erlendum sérfræðingum ákveðið skattfrelsi og auka endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar.

Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarpið.
Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarpið.
Auglýsing

Erlendir sér­fræð­ingar sem ráðnir verða til starfa hér á landi munu ein­ungis þurfa að greiða skatta af 75 pró­sent af tekjum sínum í þrjú ár verði nýtt frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um breyt­ingar á ýmsum lögum til að styðja við fjár­mögnun og rekstur nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og smærri fyr­ir­tækja í vexti að lög­um. Fjórð­ungur tekna þeirra verður því skatt­frjálsar og und­an­þegnar stað­greiðslu skatta í umrædd þrjú ár. Í frum­varp­inu er einnig lagt til að núgild­andi skattaí­viln­anir til­ ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði hækk­að­ar­ veru­lega. Hámark slíks kostn­aðar til almennrar við­mið­unar á frá­drætti á að hækk­a úr 100 millj­ónum króna í 300 millj­ónir króna og úr 150 í 450 millj­ónir króna þegar um aðkeypta rann­sókn­ar- og ­þró­un­ar­þjón­ustu er að ræða frá ótengdu fyr­ir­tæki, háskóla eða rann­sókna­stofn­un.

Auk þess gerir frum­varpið ráð fyrir að breyt­ingu á skatta­legri með­ferð tekna vegna kaupa manns á hluta­bréfum sam­kvæmt kaup­rétt­i ­sem hann hefur öðl­ast vegna starfa fyrir anna aðila með þeim hætti að tekj­urn­ar verða skatt­lagðar við sölu bréf­anna í stað afhend­ing­ar­dags eins og nú er. Þá er lagt til að hagn­aður eig­enda breyti­legra skulda­bréfa, sem breytt er í hluta­bréf á lægra verði en gildir almennt á mark­aði, verði skatt­lagður við sölu skulda­bréf­anna í stað nýt­ingar breytirétt­ar­ins, að ein­stak­lingar sem kaupa hluta­bréf í fyr­ir­tækjum sem falla undir frum­varpið geti fengið skatta­af­slátt ­vegna þeirra kaupa og að veltu­við­mið við skil­grein­ingu lít­illa fyr­ir­tækja verð­i ­leið­rétt með til­vísun til­vísun í nýja reglu­gerð í lögum um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og lögum um í­viln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi. 

Frum­varp­inu var dreift 4. apríl síð­ast­lið­inn, dag­inn eft­ir frægan Kast­ljós­þátt sem opin­ber­aði aflands­fé­laga­tengsl íslenskra ráða­manna. Það vakti því litla athygli þegar því var dreift. Fyrsta umræða um frum­varpið fer fram á Alþingi í dag.

Auglýsing

Á að laða erlenda sér­fræð­inga til lands­ins

Sú breyt­ing að veita erlendum sér­fræð­ingum sem ráða sig til­ ­starfa á Íslandi skatta­af­slátt er í sam­ræmi við það sem gert hefur verið víða í lönd­unum í kringum okkur til að tryggja aukna sam­keppn­is­hæfni. Í frum­varp­in­u ­seg­ir: „ Með þeirri breyt­ing­u ­sem hér er lögð til er stefnt að því að greiða fyrir og laða að land­inu erlenda ­sér­fræð­inga til starfa hér á landi, ekki hvað síst í íslenskum tækni- og ­rann­sókn­ar­fyr­ir­tækjum og háskóla­sam­fé­lag­inu. Margir telja að á Íslandi vant­i ­fólk með sér­fræði­þekk­ingu á vissum svið­um, svo sem tækni­menntað starfs­fólk, ­starfs­fólk með hug­bún­að­ar­þekk­ingu og þekk­ingu á mark­aðs­setn­ingu á stórum er­lendum mörk­uðum auk sér­fræð­inga til kennslu í háskóla­sam­fé­lag­inu. Ákvæð­inu er þar með ekki ætlað að taka til íþrótta­manna eða þjálf­ara sem ekki eru bein­ir þátt­tak­endur í atvinnu­líf­inu.

Til­lagan er að ­mestu að sænskri fyr­ir­mynd og hvetur fyr­ir­tæki til að koma á fót hágæða­starf­sem­i innan lands sem geri þeim auð­veld­ara fyrir að fá til sín aðila sem búa yfir­ ­nauð­syn­legri þekk­ingu og hæfni svo að ekki þurfi að fara með við­kom­and­i ­starf­semi úr land­i. „­Mikil verð­mæti geta verið fólgin í því að fá ­sér­fræði­þekk­ingu til lands­ins þar sem þekk­ing er af skornum skammti. Vegna þessa hafa lönd eins og t.d. Dan­mörk, Sví­þjóð, Nor­eg­ur, Finn­land, Hol­land og Kanada sett reglur um skatta­lega hvata til að laða til sín erlenda sér­fræð­inga og eru þær mik­il­vægur liður í að tryggja sam­keppn­is­hæfni í við­­skipta­um­hverf­i við­kom­andi landa. Ísland er eina Norð­ur­landa­þjóðin sem ekki hefur lög­fest á­kvæði sem ætlað er að bæta um­hverfi erlendra sér­fræð­inga, svo sem sér­fræð­inga í rann­sóknum og þró­un, fram­leiðslu, stjórn­un, skipu­lagn­ingu, mark­aðs­setn­ing­u, verk­fræði, fjár­mál­um, upp­lýs­inga­tækni, samskipta­tækni og kennslu, svo eitt­hvað sé nefnt.

Kall­aði eftir breyt­ingum

Kjarn­inn birti við­tal við Pétur Már Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóra ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Nox Med­ical í lok síð­asta mán­að­ar, örfáum dögum áður en frum­varp­inu var dreift. Þar sagði hann meðal ann­ars að Ísland væri ekki sam­keppn­is­hæft eins og er þeg­ar kemur að upp­­­bygg­ing­u ­fyr­ir­tækja eins og Nox Med­ical. Hvat­­arnir og tæki­­færin séu ein­fald­­lega ­meiri ann­­ars stað­­ar. Það þurfi þó ekki að vera þannig. Ákvörð­un­in sé ein­fald­­lega póli­­tísk og snú­ist um vilja.

Pétur Már Halldórsson og gínan Bob. Mynd:Birgir Þór Harðarson.Pétur sagði að hækka þyrfti þakið á end­ur­greiðsl­u­m ­rík­is­ins vegna fjár­fest­ingar í rann­sóknum og þró­un, sem er í dag þannig að ­ríkið greiðir 20 pró­sent til baka fyrir allt að 100 millj­ónum króna sem sett­ar eru í slíkt. Hann benti á að Nox Med­ical væri til að mynda ða fjár­festa fyr­ir­ 300 millj­ónir króna á ári í rann­sóknum og þróun og væri því komið langt umfram end­ur­greiðslu­há­markið í þeirri við­leitni sinni að þróa nýjar vörur og stækka umfang ­rekst­urs síns.  Ef Nox Med­ical væri stað­­sett til dæmis í Ástr­al­­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­il­i ­fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­­festi, væri end­­ur­greiðslan 45 pró­­sent af öllu sem eytt væri í rann­­sóknir og þróun og hámarks­­greiðslur eru bundnar við ­tekj­­ur, ekki fasta upp­­hæð.„Hvar er þá skyn­­sam­­legt fyrir okkur að fara í upp­­­bygg­ing­u? Því miður er svarið ekk­ert flókið og reikn­ings­­dæmið ekki held­­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­­sam­­ara og hag­­kvæmara ­fyr­ir­ okkur að byggja þennan hluta starf­­sem­inn­­ar, rann­­sóknir og þró­un, ­upp í til­ ­dæmis Ástr­al­­íu,“ sagði Pét­ur.

Í við­tal­inu sagði hann einnig frá þv´iað erfitt væri að manna fyr­ir­tæki á borð við Nox Med­ical á með­an að það væri með starf­semi sína hér­lend­is. „ Ef Nox Med­ical væri stað­­sett til dæmis í Ástr­al­­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­il­i ­fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­­festi, væri end­­ur­greiðslan 45 pró­­sent af öllu sem eytt væri í rann­­sóknir og þróun og hámarks­­greiðslur eru bundnar við ­tekj­­ur, ekki fasta upp­­hæð.

„Hvar er þá skyn­­sam­­legt fyrir okkur að fara í upp­­­bygg­ing­u? Því miður er svar­ið ekk­ert flókið og reikn­ings­­dæmið ekki held­­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­­sam­­ara og hag­­kvæmara fyr­ir­ okkur að ­byggja þennan hluta starf­­sem­inn­­ar, rann­­sóknir og þró­un, upp í til­ ­dæm­is­ Ástr­al­­íu.“

Frum­varpið sem rætt verð­ur­ um í dag gerir ráð fyrir að þetta breyt­ist.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None