Hvað liggur að baki hjá skipuleggjendum mótmæla?

Mótmæli síðustu daga og vikna hafa ekki farið fram hjá neinum en þátttakan náði hámarki 4. apríl, daginn eftir Kastljósþáttinn fræga. En hvað rekur fólk áfram til að mótmæla og standa fyrir mótmælum viku eftir viku?

Mótmæli-Austurvöllur
Auglýsing

Stærstu mót­mæli Íslands­sög­unnar fóru fram á Aust­ur­velli mánu­dag­inn 4. apríl 2016. Myndir af mót­mæl­unum hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim og umfjöll­unin hefur verið mik­il. Talið er að um 22.000 manns hafi mætt. En það eru margir ein­stak­lingar sem leggja hönd á plóg við skipu­lagn­ingu mót­mæla sem þess­ara. Kjarn­inn tal­aði við nokkra skipu­leggj­endur úr Jæj­a-hópnum og við Skilta­karl­ana og kann­aði hvað liggur að baki.

Einn af þeim mót­mæl­enda­hópum sem hefur verið áber­andi er svo­kall­aður Jæj­a-hóp­ur. Hann var stofn­aður í októ­ber 2014 en fyrstu mót­mælin voru 4. nóv­em­ber sama ár. Síðan þá hefur hóp­ur­inn staðið fyrir tugum við­burða en með­limir hóps­ins vilja þó árétta að þeir séu aðeins skipu­leggj­endur og að það sé fólkið sem mæti sem haldi starf­inu uppi. Kjarni hóps­ins sam­anstendur af í kringum tíu manns, konum og körlum úr ólíkum átt­u­m. Allt kostar þetta pen­inga og hefur fólk, sem tekið hefur þátt í skipu­lagn­ingu mót­mæla, unnið í sjálf­boða­vinnu til þess að gera við­burð­ina mögu­lega. Mikil vinna getur legið að baki og ýmiss konar redd­ing­ar. 

Leit á Ísland sem para­dís til að ala upp börnin sín

Sara OskarssonSara Oskars­son lista­kona kemur úr sjálf­stæð­is­fjöl­skyldu og hugs­aði lítið um póli­tík sem ung­lingur og ung mann­eskja. Hún ólst upp í Skotlandi en faðir hennar var í lækn­is­námi þar. Hún flutti níu til tíu ára aftur heim til Íslands en fór aftur út um leið og hún gat og mennt­aði sig. Eftir að hún eign­að­ist fjöl­skyldu kom hún aftur end­an­lega heim til Íslands árið 2012. Hún seg­ist hafa viljað ala upp börnin sín á Íslandi. „Ég sá fyrir mér ákveðna para­dís að vera hér. Svo flytjum við hingað og í lok 2012 er ég orðin ófrísk og fæ meiri áhuga fyrir stjórn­mál­u­m.“ 

Auglýsing

Árið 2013 var hún ófrísk og því nýtti hún sér mikið heil­brigð­is­þjón­ust­una á Íslandi. Faðir hennar er læknir og því var hún mjög með­vituð um lækn­is­fræði og starfs­hætti lækna og hvað þyrfti til til að það gengi vel að vinna á spít­ala. „Ég hafði einnig við­mið við lækn­is­þjón­ustu í Bret­landi. Ég var nýbúin að eiga barn þar úti,“ segir hún. Hún seg­ist hafa fundið mik­inn mun á lönd­unum tveimur varð­andi heil­brigð­is­þjón­ust­una. Allt væri ókeypis og hún upp­lifði meira öryggi sem sjúk­lingur í Bret­landi.  

Eitt­hvað var ekki eins og það átti að vera

Í enda árs 2014 var hún aftur byrjuð að mála eftir barns­eign­ar­leyfi og fylgd­ist með fréttum og umræðum í sam­fé­lag­inu. Hún segir að þátta­skilin fyrir hana hafi verið þegar læknar byrj­uðu í kjara­bar­áttu. „Ég er lækn­is­dóttir og ég vissi að það þyrfti gríð­ar­lega mikið til að lækn­ar, sem væru búnir að skrifa undir Hip­pokrates­areið­inn, do no harm, færu út í svona,“ segir Sara. Hún spurði sjálfa sig á þessum tíma hvað væri eig­in­lega í gangi í íslensku sam­fé­lagi. „Þetta átti að vera hreiðrið fyrir börnin mín. Ísland átti að vera svo æðis­leg­t,“ segir hún. Eitt­hvað hafi ekki verið eins og það átti að ver­a. 

Mótmæli í nóvemver 2014Hún tók sig því til og skrif­aði pistil á Face­book og nokkrum dögum seinna komst hún í sam­band við fólk sem var að skipu­leggja mót­mæli á Aust­ur­velli. Þannig komst hún inn í Jæj­a-hóp­inn og hefur verið virk í skipu­lagn­ingu síðan í nóv­em­ber 2014. 

„Fal­legur dagur í hug­sjón­inni“

Sara skráði niður öll gögn frá fyrsta degi og kall­aði verk­efnið „Fal­legur dagur í hug­sjón­inn­i.“ Hún segir að núna sé þetta verk­efni orðið 1.200 blað­síður að lengd. „Ég fann það á fyrsta fund­inum að þetta væru allt stórir karakt­er­ar,“ segir hún. 

Rætt samanSíðan þá hefur hóp­ur­inn staðið fyrir fjöl­mörgum mót­mælum og við­burð­um. „Við leggjum gríð­ar­lega áherslu á það atriði að reiðin eða mót­mæl­in, radd­irnar eða kvart­an­irnar bein­ist að þeim sem eiga það skil­ið. Ekki að lög­reglu­þjóni sem er í starf­inu sínu. Líka er mik­il­vægt að leyfa ekki atburðum sem gætu reynst órétt­látir að tefla fólki eða hópum sam­an. Að tefla ekki saman almenn­ingi og lög­reglu eða fylk­ingum á meðal mót­mæl­enda,“ bendir Sara á. Þau tóku strax ákvörðun um að hafa mót­mælin frið­sam­leg og geta hugsað sér að fara út í borg­ara­lega óhlýðn­i. 

Upp­lifði vald­níðslu

Sara man bara eftir einu atviki þar sem henni fannst vegið að hópn­um. „Mér blöskrar enn þá þegar ég hugsa um þetta. Hversu alvar­legt þetta var. Þetta hefur setið í mér og kemur oft upp í hug­ann,“ segir hún. Þann 15. apríl 2015 lentu mót­mæl­endur í ein­kenni­legri aðstöðu fyrir framan Alþing­is­húsið þar sem þing­vörður lenti í stimp­ingum við einn úr hópn­um. 888 dagar voru liðnir frá því þings­á­lykt­un­ar­till­laga var sam­þykkt um að rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna ætti að fara fram en ekk­ert bólaði á þess­ari rann­sókn. 

888

Þetta end­aði þannig að þau voru fjögur til fimm með krítar að kríta á stétt­ina á Aust­ur­velli og sér­sveitin mætti á svæð­ið. Einn úr hópnum var hand­tek­inn og Jæj­a-hóp­ur­inn ákvað að fara með málið í fjöl­miðla og deila mynd­bandi af atburð­in­um. Sara segir að hún hafi upp­lifað við­brögð þingvarð­ar­ins sem vald­níðslu. „Þetta var góð leið til segja: Þú mátt ekki rífa kjaft,“ segir hún. 

Margir ótta­slegnir við að segja skoðun sína

Fyrst þegar þau voru að byrja að skipu­leggja mót­mæli var fólk mjög hrætt við að segja skoð­anir sín­ar, segir Sara. „Við vorum að fá skila­boð frá fólki sem sagð­ist ætla að mæta en það vildi ekki að vinnu­veit­endur þeirra myndu sjá það eða vita af því,“ segir Sara. „Þetta sló mig rosa­lega. Þetta er ekk­ert annað en kúgun af mjög stórri gráðu.“ Hún segir að þetta hafi aðeins lag­ast en að enn séu sumir ótta­slegnir við að segja skoð­anir sínar af ótta við að t.d. missa vinn­una. Sumir skráðu sig líka á við­burð­ina á Face­book eftir á. 

Þetta hefur reynt mikið á

Sara segir að þetta hafi verið mjög erfitt og að fyrst núna sé vinnan hennar við­ur­kennd í fjöl­skyld­unni henn­ar. „Sumir hafa upp­lifað þetta sem eitt­hvað óhreint. Að mót­mæla og standa upp á móti þeim sem eru með vald­ið, “ segir hún. „Ég segi bara eins og er, það var ekk­ert sér­stak­lega vel tekið í það í byrj­un.“ Hún segir að mað­ur­inn sinn hafi staðið við hlið hennar eins og klettur en að þetta hafi reynt gíf­ur­lega mikið á hana. 

Sara segir að við­brögð almenn­ings við mót­mæl­unum hafi verið alla­jafna góð. Aftur á móti man hún eftir einu skipti sem reyndi mikið á Jæj­a-hóp­inn og var það 17. júní í fyrra.  Mörgum fannst óvið­eig­andi að mót­mæla á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn. Henni fannst meira en í lagi að mót­mæla þennan dag en segir þó að þau hafi gert mis­tök að gera ekki hlé á mót­mælum þegar Mótettukór­inn söng og þegar þjóð­söng­ur­inn var sung­inn. 

Af hverju heldur hún áfram?

Svarið er ein­falt: „Ég get ekki ann­að!“

„Hvað ef ég sit bara heima? Ég verð svo sár og hrædd ef ég geri ekki neitt. Gera bara eitt­hvað, betra en að vera bara heima. Jú, jú, þetta er álag en ég þoli það alveg nún­a,“ segir hún. Hún segir líka að stuðn­ingur frá hinum ýmsu aðilum í sam­fé­lag­inu með mikla rétt­læt­is­kennd hafi drifið hana til að halda áfram. „Ég virki­lega trúi því að ástandið muni breyt­ast ein­hvern tím­ann,“ segir hún að lok­um.  

Stemn­ingin í sam­fé­lag­inu kyndir undir þörf fyrir mót­mæli

Andri SigurðssonAndri Sig­urðs­son, hönn­uður og for­rit­ari og eig­andi Vef­stof­unn­ar, er einn þeirra sem stendur fyrir Jæj­a-hópn­um. „Fyrstu mót­mælin sem við héldum voru almenns eðl­is. Við gerðum skoð­ana­könnun og spurðum hverju ætti að mót­mæla,“ segir hann. Mörg mál­efni bar á góma, meðal ann­ars afnám veiði­gjalds og leka­mál­ið. Andri telur að stemn­ing­in, sem byrjuð var að mynd­ast á þessum tíma í sam­fé­lag­inu í lok árs 2014, hafi kynt undir þörf­ina fyrir mót­mæli. 

Von um að hægt sé að breyta sam­fé­lag­inu til hins betra

„Ég er búinn að vera að mót­mæla síðan í hrun­inu. Ég var t.d. í hópi í Bús­á­halda­bylt­ing­unni sem skipu­lagði mót­mæli,“ segir Andri. „Það er ein­hvers konar rétt­læt­is­kennd og von um að hægt sé að breyta hlut­unum sem rekur mann út í svona hluti. Löngun til að breyta sam­fé­lag­inu og von um að það þró­ist áfram.“

Andri segir að það séu neyð­ar­við­brögð þegar fólk mætir á Aust­ur­völl. Fólki finn­ist eins og það geti ekki gert neitt ann­að. Full­trúar okkar á Alþingi séu ekki að hlusta á okkur og þá fari fólk niður á Aust­ur­völl og berji í grind­verk.

Mótmæli á Austurvelli

„Ég átt­aði mig á því að eitt­hvað merki­legt hefði ger­st“

„Þegar maður er sjálfur inni í storm­inum er erfitt að meta stemn­ing­una eða hversu margir mæta,“ segir Andri. Hann seg­ist hafa áttað sig á afleið­ing­unum eftir á. „Ég átt­aði mig á því að eitt­hvað merki­legt hefði gerst.“ Hann segir að reiði­aldan í sam­fé­lag­inu hafi valdið því að svo mik­ill fjöldi fólks hafi safn­ast saman 4. apr­íl. „Þetta æxl­að­ist þannig að við, Jæj­a-hóp­ur­inn og Skilta­karl­arn­ir, vorum búin að ákveða fyrir páska að halda þennan fund, áður en þessar upp­lýs­ingar fóru að leka út,“ segir Andri. Þar á hann við upp­lýs­ingar um eignir Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, í aflands­fé­lög­um. Hann segir að þau hafi ekki haft hug­mynd um Kast­ljós­þátt­inn eða gagna­lek­ann. „Ég var bara í sum­ar­bú­stað uppi í Hval­firði með dætrum mínum tveimur að hlusta á Sprengisand þegar Sig­mundur kemur í við­talið og þá vorum við búin að ákveða að halda þessi mót­mæli.“ 

Mótmæli á Austurvelli 4. apríl 2016Andri segir að þegar Kast­ljós­þátt­ur­inn var sýndur þá hafi það virkjað fólk úr ýmsum átt­um. Hann telur einnig að veðrið hafi haft sitt að segja. Góða veðrið hafi hjálpað til og fólk hafi verið ennþá viljugra til að koma á mót­mælin þennan örlaga­ríka dag. „Það voru allir þessir sam­virk­andi þættir sem urðu til þess að allt þetta fólk kom,“ segir hann. Hann bætir við að veð­ur­farið og árs­tím­inn hafi alltaf haft áhrif á mót­mæli. Vor og sumar henti því vel til mót­mæla. 

Ákvarð­anir liggja hjá fólk­inu sem mót­mælir

„Ég hef fundið fyrir miklum stuðn­ingi og þakk­læt­i,“ segir Andri þegar talið berst að því hvernig við­brögð sam­fé­lags­ins, vina og fjöl­skyldu hafa ver­ið. Hann lítur á Jæj­a-hóp­inn sem skipu­leggj­endur og hann telur að ákvarð­anir liggi hjá fólk­inu sjálfu sem kemur á mót­mæl­in.

„Síð­asta vika var nátt­úru­lega geggj­uð,“ segir Andri. „Við reynum að hlusta á fólk og lesa í stöð­una í hvert skipti. Er t.d. stemn­ing fyrir að halda mót­mælum áfram?“ Hann seg­ist alla­vega per­sónu­lega líta þannig á skipu­lagn­ingu mót­mæl­anna. 

Ætla ekki að hætta að mót­mæla

Fólk heldur áfram að mæta á Aust­ur­völl, segir Andri. „Við viljum sýna alþing­is­mönnum að við séum enn þarna úti og að við séum enn að bíða eftir því að hlustað verði á okk­ur,“ bætir hann við. Hann segir að það sé ákveðið aðhald fyrir þing­menn að heyra í drun­unum og hávað­anum fyrir utan Alþing­is­hús­ið. „Við ætlum ekk­ert að hætta fyrr en við fáum það sem við vilj­u­m,“ bætir hann við. Mjög erfitt sé að segja til um fram­hald­ið, hversu lengi nákvæm­lega mót­mælin munu halda áfram og hvernig úthaldið verði hjá almenn­ing­i. 

Mótmæli á Austurvelli

Mikið sam­starf milli skipu­leggj­enda

Andri bendir á að margir hópar mót­mæl­enda séu að vinna saman en hver hafi sitt hlut­verk. Hann tekur sem dæmi telj­ar­ana, það er að segja fólkið sem sér um að telja þá sem koma á mót­mæl­in. „Það eru t.d. gaurar sem ákváðu upp á sitt eins­dæmi að koma og telja,“ segir Andri. Hann bendir líka á að annar hópur hafi komið með tunn­urnar og útvegað pall­bíl til að flytja þær. Mót­mæla­hald sé því sam­starfs­verk­efni margra ein­stak­linga og hópa sem láta sig málin varða. 

Talning 4. apríl Mynd: Daði IngólfssonMikið ósam­ræmi hefur verið milli taln­ingar mót­mæl­enda og lög­reglu. Til dæmis áætl­aði lög­reglan 9.000 manns á Aust­ur­velli mánu­dag­inn 4. apríl en sam­kvæmt taln­ingu mót­mæl­enda voru um 22.500 manns á svæð­inu þann dag­inn. 

Daði Ing­ólfs­son er einn þeirra sem sér um taln­ing­una og segir hann að ekki sé hægt að treysta á þær tölur sem í boði eru og að þær séu ekki til þess fallnar að auka traust fólks á þeim yfir­völdum sem gefa þær upp. Þannig að ekki væri annað í stöð­unni fyrir telj­ar­ana en að gera þetta sjálf­ir. „Mér mis­bauð sú útgáfa af raun­veru­leik­anum sem ráða­menn þessa lands buðu okkur að trúa og bjóða enn,“ segir hann um ástæður þess að taka þátt í mót­mæl­un­um. Hann seg­ist ætla að halda áfram að mót­mæla þangað til stjórn­völd axli ábyrgð á þeim trún­að­ar­bresti sem orðið hef­ur. 

„Gamlir karl­ar“ að berj­ast fyrir betra lífi

Ólafur Sig­urðs­son, eða Óli eins og hann er kall­að­ur, er einn Skilta­karl­anna sem staðið hafa fyrir hinum ýmsu mót­mælum og verið í sam­starfi við Jæj­a-hóp­inn og fleiri. Hann segir að hann vilji kosn­ingar strax vegna þess að hann telur að rík­is­stjórnin sé umboðs­laus stjórn sem búin sé að vera stöðugt undir kjör­fylgi í eitt ár. Hann segir að Skilta­karl­arnir séu gamlir karlar sem berj­ist fyrir því að fólk geti búið á Íslandi með börn­unum sín­um.

Vildi láta í sér heyra

„Ég er hefð­bund­inn Íslend­ingur sem var rænd­ur,“ segir Leifur Bene­dikts­son sem er annar Skilta­karl og skipu­leggj­andi mót­mæla. Hann segir að eftir hrunið hafi nokkrum millj­ónum verið stolið af honum af Lands­bank­an­um. Hann ákvað því að láta í sér heyra og seg­ist hafa elt alla úti­fundi sem hann fann. Hann seg­ist einnig hafa mót­mælt vinstri stjórn­inni og því sé þetta ekki póli­tískt. 

Þeir Óli kynnt­ust þegar þeir fóru í fram­boð fyrir Lýð­ræð­is­vakt­ina en þegar það gekk ekki upp þá spurðu þeir sjálfa sig hvernig þeir gætu sýnt and­stöðu. Úr varð að þeir byrj­uðu að setja upp skilti hér og þar, á umferð­ar­eyjar og þar sem fólk gæti séð þau. 

Mótmælin við LandsbankannSkilta­karl­arnir stóðu fyrir mót­mælum fyrir framan Lands­bank­ann í Aust­ur­stræti vegna sölu bank­ans á hlut sínum í Borg­un. Yfir­skrift mót­mæl­anna var „Lokað vegna spill­ing­ar“ en RÚV fjall­aði meðal ann­ars um mót­mæl­in. Leifur segir að mikil reiði hafi verið í fólki og að þeir hafi ákveðið að gefa út ákeðna yfir­lýs­ingu. Hann seg­ist hafa farið einn í Borgun og beðið þá um að skila þýf­in­u. 

Tók sér frí í viku til að mót­mæla

Atburðir síð­ustu vikna hafa elft Skilta­karl­ana og tók Leifur sér til að mynda viku­frí frá vinnu til þess að geta ein­beitt sér að mót­mæl­un­um. Þeir voru búnir að plana að halda mót­mæli 4. apríl tveimur vikum áður og því hitti sú dag­setn­ing ræki­lega í mark. 

Leifur segir að þeir hafi kynnst Jæj­a-hópnum meðal ann­ars í gegnum ESB-­mót­mælin í fyrra og síðan þá hefur ákveðið sam­starf verið á milli hópanna. Hann segir að það sé gott að vinna með þessu unga fólki og að þau bæti hvort annað upp ef svo mætti að orði kom­ast. Hann og Óli séu með margs konar reynslu eftir lengra líf sem hægt er að nýta með hug­sjónum þeirra í Jæj­a-hópn­um. 

„Það sem ég vil sjá út úr þessum mót­mæl­um, sem pabbi og maður á sex­tugs­aldri, er að við stöðvum ránið og stoppum spill­ing­una. Ég vil fá kosn­ingar strax,“ segir Leifur að lok­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None