Danski herinn
Auglýsing

Rúg­brauð og rauð­kál, ban­anar og brenni­vín, majo­nes og mjólk, kaffi og kótel­ett­ur, tómat­ar­ og tarta­lett­ur, núðlur og nauta­steik­ur. Allt þetta og ótal­margt annað blasir dag­lega við blaða­les­endum í heil­síðu­aug­lýs­ingum danskra versl­ana. Allt á til­boði auð­vit­að. Und­an­farna daga hefur hins­vegar birst á síðum blað­anna, í bið­skýlum stræt­is­vagna, á Metro­stöðv­unum í Kaup­manna­höfn og víð­ar, óvenju­leg aug­lýs­ing frá Boeing flug­véla­verk­smiðj­un­um. Eins og geta má nærri er þar ekki verið að aug­lýsa kjöt og nýlendu­vörur heldur orustu­vél. F 18 Super Hornet. Verðið kemur ekki fram í aug­lýs­ing­unni en hins­vegar full­yrt að með því að velja þessa gerð orustu­vélar fremur en vél frá ”keppi­naut­un­um” spari danska þjóð­in allt að 20 millj­örðum króna (ca. 380 millj­arðar íslenskir) á næstu 30 árum. Ekki er útskýrt hvernig þessi nið­ur­staða er feng­in.

Til­efn­i aug­lýs­ing­ar­innar er flestum Dönum kunn­ugt og kemur reyndar fram í text­an­um: til­ stendur að kaupa nýjar orustu­vél­ar.

Flug­flot­inn orð­inn aldr­aður

Danski flug­her­inn ræður yfir 30 orustu­þot­um, þær eru af gerð­inni F16 (Fight­ing Falcon) frá Lock­heed Mart­in.

Auglýsing

Þot­urn­ar eru allar orðnar gaml­ar, flestar frá því um 1980. Þótt þær hafi á sínum tíma verið meðal þeirra full­komn­ustu sem völ var á, og enn not­hæf­ar, þurfa þær mik­ið við­hald og tækni­bún­að­ur­inn, að sögn, ekki lengur í sam­ræmi við kröfur nútím­ans.

Margra ára vanga­veltur       

Mörg ár eru ­síðan umræður um end­ur­nýjun flug­flot­ans hófust. Þing­menn og yfir­menn hers­ins eru sam­mála um að það sem sumir þeirra hafa kallað ”við­skipti ald­ar­inn­ar” þurf­i ­vand­aðan und­ir­bún­ing og ekki megi hrapa að ákvörð­un­um. Nokkrar nefndir hafa, í gegnum árin unnið að und­ir­bún­ingn­um, vegið og metið kosti og galla ein­stakra flug­véla­gerða, reynt að leggja mat á þarfir danska flug­hers­ins á kom­andi árum o.s.frv. Mik­il­vægt er að vandað sé til verka, áður en ákvörðun er tek­in. Fjár­fest­ingin er mik­il, vél­arnar þurfa að henta verk­efnum danska flug­hers­ins, ­tryggt þarf að vera að vara­hlutir verði fáan­legir næstu ára­tugi svo fátt eitt sé nefnt.

Verk­efnin

Í dag ­skipt­ast verk­efni flug­hers­ins í þrjá meg­in­flokka.+

1.     Eft­ir­lit með danskri loft­helgi. Þessu ­sinna að jafn­aði tvær vél­ar. Verk­efnið er að fylgj­ast með umferð erlendra flug­véla, ann­arra en far­þega­véla. Umferð erlendra flug­véla um danska loft­helg­i, einkum rúss­neskra, hefur auk­ist mikið að und­an­förnu. Danir hafa harð­lega ­gagn­rýnt Rússa fyrir að virða allar reglur að vettugi og í fyrra mun­aði minnstu að far­þega­vél frá SAS og rúss­nesk flug­vél (sögð njósn­a­vél) rækjust saman yfir­ Eyr­ar­sund­i. 

2.    Loft­rým­is­eft­ir­lit á veg­um Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, NATO. Gæslan nær til Íslands og Eystra­salts­land­anna þriggja en þessi lönd ráða ekki yfir flug­her. Samn­ing­ur­inn um eft­ir­litið er frá árinu 2004 og hern­að­ar­brölt Rússa, ekki síst á Krím­skaga, hefur orðið til að aukin nauð­syn er talin á slíku eft­ir­liti.

3.    Alþjóð­leg verk­efni. D­an­mörk hefur skuld­bundið sig til að taka þátt í alþjóð­legum verk­efnum NATO og ­leggja þar til að minnsta kosti fjórar vél­ar, með fullri áhöfn og þeirri ­þjón­ustu, t.d flug­virkj­um, sem slíkum verk­efnum til­heyra. Danir hafa sömu­leið­is ­tekið þátt í verk­efnum ein­stakra NATO landa. Fyrstu verk­efni af þessu tagi vor­u í Kosovu á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Danskar orustu­vélar tóku einnig þátt í árásum í Afganistan 2002-2003, í Líbíu árið 2011 og í Írak í fyrra og hitteð­fyrra.  

Val­kost­irnir

Nú stytt­ist í að ákvörðun verði tekin um hvaða orustu­vélar eigi að kaupa. Eftir að hafa kannað alla kosti sem í boði eru stendur valið á milli þriggja ­véla. Tvær þeirra eru fram­leiddar í Banda­ríkj­un­um, sú þriðja í Evr­ópu.

Banda­rísku vél­arn­ar eru:  F- 35 Joint Strike Fighter. Þetta er ný vél fram­leidd af Lock­heed Mart­in. Þessi vél er ekki komin í notk­un, byggir að hluta á tækni frá­ eldri vélum fram­leið­and­ans. Eins og áður sagði eru núver­andi orustu­þotur danska flug­hers­ins frá sömu verk­smiðj­um.

F 18 Super Hornet. Fram­leidd hjá Boeing verk­smiðj­un­um.Var í upp­hafi hönnuð og smíðuð hjá MCDonn­ell Douglas, sem síðar sam­ein­að­ist Boeing, árið 1995 en hefur margoft ver­ið ­tækni­lega end­ur­bætt. Banda­ríski her­inn hefur notað þessa vél árum sam­an.

Þriðja ­vélin er frá Air­bus í Evr­ópu: Eurofighter ­Typhoon. Þessi vél var tekin í notkun árið 2003 en hefur verið end­ur­bætt í takt við aukna og bætta tækni síðan þá.

All­ir ­þrír fram­leið­end­urnir telja vita­skuld sinn fugl feg­urst­an. Nú er það þings­ins, varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins og hers­ins að taka ákvörðun um kaup­in. Sú ákvörðun á að liggja fyrir á næstu mán­uð­um, ekki síðar en í árs­lok. Boeing hefur eins og minnst var á í upp­hafi þessa pistils ræki­lega minnt á sig með aug­lýs­ing­um, það hafa hinir tveir fram­leið­end­urnir ekki gert. Ekki enn að minnsta kosti.

NATO hefur áhyggjur

Danski her­inn hefur á síð­ustu árum mátt sæta miklum nið­ur­skurði. Yfir­stjórn NATO ­fylgist grannt með fram­lögum aðild­ar­ríkj­anna til her- og varn­ar­mála og hefur í bréfi til dönsku stjórn­ar­innar lýst áhyggj­um. Í bréf­inu segir að ef í fjár­fram­lögum til hers­ins verði ekki tekið til­lit til þeirrar miklu fjár­fest­ingar sem fyr­ir­huguð sé með flug­véla­kaup­unum muni afleið­ingin verða sú að danski her­inn verði ófær um að sinna verk­efnum sín­um. Danski varn­ar­mála­ráð­herr­ann hefur ekki tjáð sig bein­línis um áhyggjur NATO en sagði í skrif­legu svari til fjöl­miðla að starf­semi hers­ins í heild sinni skuli rúmast innan heim­ilda. Þetta þótti fjöl­miðlum loðið svar.

Umræður á vettvangi NATO, eru oft spennuþrungnar. Mynd: EPA.

Mik­ill meiri­hluti þing­manna virð­ist sam­mála um að ­nauð­syn­legt sé að end­ur­nýja orustu­þotur hers­ins. Það hafi í raun dreg­ist of ­lengi. Þegar teknar eru stórar og kostn­að­ar­samar ákvarð­anir dugir ekki að ­stjórnin og stuðn­ings­flokkar hennar styðji mál­ið, í slíkum til­vikum þarf auk­inn ­meiri­hluta í þing­inu. Sumir í hópi þing­manna hafa þó spurt hvort nauð­syn­legt sé að kaupa 30 þot­ur, kannski sé það fullvel í lagt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None