Átta prósent af auðæfum heimila í skattaskjólum

Áætlað hefur verið að lágmarki átta prósent af heildarauðæfum heimila í heiminum sé í skattaskjólum. Helstu einkenni skattaskjóla eru leynd og ógagnsæi. Vísindavefurinn tók saman grein um skattaskjól.

Verkamenn mótmæla við höfuðstöðvar lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama eftir að starfsemi hennar kom í ljós með umfangsmesta gagnaleka sögunnar.
Verkamenn mótmæla við höfuðstöðvar lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama eftir að starfsemi hennar kom í ljós með umfangsmesta gagnaleka sögunnar.
Auglýsing

Áætlað er að að minnsta kosti átta pró­sent af heild­ar­auð­æfum heim­ila heims­ins séu í skatta­skjól­um. Þetta eru um það bil 5.800 milj­arðar evra. Þar af er talið að í Sviss séu 1.800 milj­arðar evra. 5.800 millj­arðar evra eru um 820.000 millj­arðar íslenskra króna. Þó er afar erfitt að finna út þessar fjár­hæðir þar sem eitt helsta ein­kenni skatta­skjóla er leynd og ógagn­sæ­i. 

Leyndin innsta eðli skatta­skjóla

„Leyndin er innsta eðli skatta­skjóla en með auknu alþjóð­legu sam­starfi, kröf­unni um aukið gagn­sæi í við­skiptum og auk­inni rann­sókn­ar­blaða­mennsku hafa mynd­ast glufur í hana,” segir í nýju svari á Vís­inda­vef Háskóla Íslands. Vís­inda­vefnum hafa borist nokkrar spurn­ingar und­an­farna daga í tengslum við umræð­una um skatta­skjól og Panama­skjölin úr lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama.

Tvær spurn­ingar hljóð­uðu svo: 

Auglýsing

„Hvernig bý ég til aflands­fé­lag í skatta­skjóli án þess að nokkur kom­ist að því?“ og „Hvað getið þið sagt mér um alþjóð­legar skattaparadís­ir?”

Vís­inda­vef­ur­inn tók því saman svör og fróð­leik um þetta umtal­aða fyr­ir­bæri sem hefur fellt for­sæt­is­ráð­herra og afhjúpað fjölda íslenskra stjórn­mála­manna og við­skipta­jöfra. 

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði við HÍ, og Jóhannes Hraun­fjörð Karls­son hag­fræð­ing­ur, skrifa svar­ið.

Google greiddi ekki tekju­skatt

Þar kemur meðal ann­ars fram að á síð­ustu ára­tugum hafi stjórn­völd í nokkrum litlum eyríkjum nýtt sér hið síminnk­andi mark­aðs­kerfi heims­ins og boðið upp á hag­stætt skattaum­hverfi til að fá til sín auð­uga ein­stak­linga og fjöl­þjóð­leg fyr­ir­tæki sem skatt­greið­end­ur. Reuters greini til að mynda frá því að Google hafi talið um 11 millj­aðra evra fram sem hagnað í Bermúda árið 2014 og þannig kom­ist hjá að greiða tekju­skatt af þeirri upp­hæð. 

Vís­inda­vef­ur­inn til­greinir fjögur helstu ein­kenni skatta­skjóla sam­kvæmt OECD:

1. Eng­inn eða mjög lágur tekju­skatt­ur


2. Skortur á skil­virkum upp­lýs­inga­skipt­um


3. Skortur á gagn­sæi


4. Engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram


Ýta undir skattsvik, pen­inga­þvætti, mútur og spill­ingu

„Skatta­skjól gegna þrí­þættu hlut­verki: í fyrsta lagi eru þau aðsetur fyrir svokölluð skúffu­fyr­ir­tæki, það er engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram heldur er þar ein­göngu póst­fang, í öðru lagi útvega þau mögu­leika á að skrá og færa bók­hald eftir smekk við­kom­andi, en ekki við­ur­kenndum bók­halds­regl­um, og síð­ast en ekki síst koma þau í veg fyrir að skatt­yf­ir­völd geti rann­sakað banka­reikn­inga við­kom­and­i,” segir á Vís­inda­vefn­um. „Öll þessi atriði hafa áhrif á skatt­kerfi ann­arra ríkja en skatta­skjól­anna og ýta undir skattsvik, skatta­snið­göngu, pen­inga­þvætti, mútur og spill­ing­u.”

Sagan rakin til eft­ir­stríðs­ár­anna

Farið er stutt­lega yfir sögu skatta­skjóla á vefn­um, hvar segir að hana megi rekja til áranna eftir fyrri heims­styrj­öld­ina þegar ríki meg­in­lands Evr­ópu hækk­uðu skatta til að borga fyrir hörm­ungar stríðs­ins. 

„Yf­ir­stéttin vildi ekki greiða sinn hlut í upp­bygg­ing­unni og skattsvika­iðn­að­ur­inn varð til með flutn­ingi fjár­magns frá Frakk­landi til Svis­s,” segir Vís­inda­vef­ur­inn. „Á níunda ára­tugnum bætt­ust fleiri skatta­kjól í hóp­inn: London, Hong Kong, Singapúr, Jersey, Lúx­em­borg, Bahama­eyj­ar, Panama og svo fram­veg­is. Eins og áður segir hefur verið áætlað að lág­marki átta pró­sent af heild­ar­auð­æfum heim­ila heims séu í skatta­skjól­um, eða um það bil 5.800 milj­arðar evr­a. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None