Réttlætið sigraði að lokum

Aðgerðir og aðgerðaleysi lögreglunnar á Hillsborogh vellinum í Sheffield, 15. apríl 1989, leiddu til dauða 96 stuðningsmanna Liverpool. Þetta var staðfest með dómi í dag.

Hills
Auglýsing

Nið­ur­staða dóm­stóla í Bret­landi, eftir lengstu máls­með­ferð í sögu breska rétt­ar­kerf­is­ins, er sú að lög­regla í Bret­landi hafi brugð­ist í öllum meg­in­at­rið­um, og gripið til ólög­legra aðgerða sem leiddu til aðstæðna sem drógu 96 áhorf­endur Liver­pool til dauða á Hills­borough vell­inum í Sheffi­eld, 15. a­príl 1989. Þá átt­ust Liver­pool og Nott­ing­ham Forrest við í und­an­úr­slitum FA bik­ar­keppn­inn­ar.

Með tárin í aug­unum

Eftir 27 ára bar­áttu aðstand­enda þeirra sem létu­st, er skýr ­nið­ur­staða komin í þennan hrika­lega atburð, sem er þrykktur í minni íbú­a Li­ver­pool. „Rétt­lætið sigr­að­i,“ sagði Marg­aret Aspinall, tals­maður aðstand­enda, ­fyrir utan dóms­hús­ið, með tárin í aug­un­um. Hún hefur sjálf leitt bar­átt­u að­stand­enda, og meðal ann­ars hafa Liver­pool borg og knatt­spyrnu­fé­lög­in Li­ver­pool og Everton stutt dyggi­lega við bar­áttu þeirra, með ýmsum hætti.

Stefnu­breyt­ing

Árið 2014 varð stefnu­breyt­ing í mál­inu, þegar dóm­stól­ar ­felldu úr gildi fyrri nið­ur­stöðu í mál­inu, þess efnis að stuðn­ings­menn­irn­ir hefðu farist af slys­för­um. Dán­ar­dóm­stjóri hóf þá rann­sókn á mál­inu á nýj­an ­leik. Eftir vitna­leiðslur og efn­is­mikil rétt­ar­höld, lýsti kvið­dómur í mál­in­u af­stöðu sinni til fjórtán spurn­inga sem dán­ar­dóm­stjór­inn hafði lagt fyrir hann að svara. Meg­in­nið­ur­staðan var sú, að lög­reglan í Sheffi­eld var sek um van­rækslu sem leiddi til dauða fólks­ins, og var það enn fremur stað­fest að ekki hefði verið hægt að kenna stuðn­ings­mönnum Liver­pool um hvernig fór.

Auglýsing

Yfir­maður ber ábyrgð

Sér­stak­lega beindust spjótin að yfir­manni lög­reglu­að­gerða á vett­vangi, David Duc­ken­fi­eld hjá lög­regl­unni í Suð­ur­-Yorks­hire, en í nið­ur­stöðu kvið­dóms­ins var kom­ist að því, að hann bæri ábyrgð á dauða ­stuðn­ings­mann­anna með ábyrgð­ar­lausum ákvörð­un­um, meðal ann­ars um að fyr­ir­skipa opnun á hliði inn á völl­inn, sem leiddi til mik­ils þrýst­ings meðal áhorf­enda. Þeir köfn­uðu margir hverjir við girð­ingu á vall­ar­svæð­inu, eða urðu undir hópi fólks.Tals­menn lög­reglu létu hafa eftir sér skömmu eftir slysið, að ­stuðn­ings­menn­irnir hefðu sjálfir komið sér í þessar aðstæð­ur, með því að fara ólög­lega inn á völl­inn. Voru meðal ann­ars margir fjöl­miðlar sem fluttu af þessu frétt­ir, þar á meðal The Sun, sem gekk lengra en allir aðrir miðl­ar, og birt­i frá­sagnir af drykkjulátum stuðn­ings­manna Liver­pool, þvert ofan í hörm­ung­arn­ar, og að dauði fólks­ins hefði verið vegna hegð­unar stuðn­ings­manna. Blaðið hef­ur op­in­ber­lega beðist afsök­unar á blaða­mennsk­unni.

Sjúkra­flutn­inga­menn of seinir til

Kvið­dómur komst einnig af því, að sjúkra­bílar hefðu ver­ið alltof seinir á vett­vang þar sem lög­regla hefði verið of sein að greina að­stæður og fyr­ir­skipa taf­ar­laust alls­herj­ar­út­kall. Þetta hefði leitt til verri að­stæðna en ann­ars hefðu skapast, og gert bráða­að­gerðir erf­ið­ari.

Margir hafa fagnað nið­ur­stöð­unni í dag, og bent á hið aug­ljósa og mik­il­væga, að rétt­lætið hefði sigrað að lok­um. Á meðal þeirra sem ­fylgst hefur grannt með mál­inu í 27 ár, og stutt dyggi­lega við bakið á aðstand­end­um, ­fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­stjór­inn og leik­mað­ur­inn Kenny Dal­gl­ish, lét hafa eft­ir ­sér í dag, að sann­leik­ur­inn hefði verið leiddur fram, þökk sé hug­rekki að­stand­enda þeirra sem létu líf­ið.

Steven Gerr­ard, fyrr­ver­andi leik­maður og fyr­ir­liði Liver­pool, birti á Instagram síð­unni sinni mynd til heið­urs fjöl­skyldum fórn­ar­lambanna. Frændi hans, Jon-Paul Gil­hoo­ley, var yngsta fórn­ar­lambið, en hann var tíu ára. Sjálfur var Gerr­ard níu ára gam­all þegar atburð­ur­inn átti sér stað.David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, fagn­aði nið­ur­stöð­unn­i og sagði hana mik­il­væga fyrir fjöl­skyldur þeirra sem létu líf­ið, eft­ir­lif­end­ur úr harm­leiknum en einnig breskt sam­fé­lag­ið. Loka­punkt­ur­inn í þessu skelfi­lega ­máli hefði verið langsótt­ur, en náðst fram að lok­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka ríkissjóð til að aðstoða launþega í yfirstandandi kreppu. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None