Réttlætið sigraði að lokum

Aðgerðir og aðgerðaleysi lögreglunnar á Hillsborogh vellinum í Sheffield, 15. apríl 1989, leiddu til dauða 96 stuðningsmanna Liverpool. Þetta var staðfest með dómi í dag.

Hills
Auglýsing

Nið­ur­staða dóm­stóla í Bret­landi, eftir lengstu máls­með­ferð í sögu breska rétt­ar­kerf­is­ins, er sú að lög­regla í Bret­landi hafi brugð­ist í öllum meg­in­at­rið­um, og gripið til ólög­legra aðgerða sem leiddu til aðstæðna sem drógu 96 áhorf­endur Liver­pool til dauða á Hills­borough vell­inum í Sheffi­eld, 15. a­príl 1989. Þá átt­ust Liver­pool og Nott­ing­ham Forrest við í und­an­úr­slitum FA bik­ar­keppn­inn­ar.

Með tárin í aug­unum

Eftir 27 ára bar­áttu aðstand­enda þeirra sem létu­st, er skýr ­nið­ur­staða komin í þennan hrika­lega atburð, sem er þrykktur í minni íbú­a Li­ver­pool. „Rétt­lætið sigr­að­i,“ sagði Marg­aret Aspinall, tals­maður aðstand­enda, ­fyrir utan dóms­hús­ið, með tárin í aug­un­um. Hún hefur sjálf leitt bar­átt­u að­stand­enda, og meðal ann­ars hafa Liver­pool borg og knatt­spyrnu­fé­lög­in Li­ver­pool og Everton stutt dyggi­lega við bar­áttu þeirra, með ýmsum hætti.

Stefnu­breyt­ing

Árið 2014 varð stefnu­breyt­ing í mál­inu, þegar dóm­stól­ar ­felldu úr gildi fyrri nið­ur­stöðu í mál­inu, þess efnis að stuðn­ings­menn­irn­ir hefðu farist af slys­för­um. Dán­ar­dóm­stjóri hóf þá rann­sókn á mál­inu á nýj­an ­leik. Eftir vitna­leiðslur og efn­is­mikil rétt­ar­höld, lýsti kvið­dómur í mál­in­u af­stöðu sinni til fjórtán spurn­inga sem dán­ar­dóm­stjór­inn hafði lagt fyrir hann að svara. Meg­in­nið­ur­staðan var sú, að lög­reglan í Sheffi­eld var sek um van­rækslu sem leiddi til dauða fólks­ins, og var það enn fremur stað­fest að ekki hefði verið hægt að kenna stuðn­ings­mönnum Liver­pool um hvernig fór.

Auglýsing

Yfir­maður ber ábyrgð

Sér­stak­lega beindust spjótin að yfir­manni lög­reglu­að­gerða á vett­vangi, David Duc­ken­fi­eld hjá lög­regl­unni í Suð­ur­-Yorks­hire, en í nið­ur­stöðu kvið­dóms­ins var kom­ist að því, að hann bæri ábyrgð á dauða ­stuðn­ings­mann­anna með ábyrgð­ar­lausum ákvörð­un­um, meðal ann­ars um að fyr­ir­skipa opnun á hliði inn á völl­inn, sem leiddi til mik­ils þrýst­ings meðal áhorf­enda. Þeir köfn­uðu margir hverjir við girð­ingu á vall­ar­svæð­inu, eða urðu undir hópi fólks.Tals­menn lög­reglu létu hafa eftir sér skömmu eftir slysið, að ­stuðn­ings­menn­irnir hefðu sjálfir komið sér í þessar aðstæð­ur, með því að fara ólög­lega inn á völl­inn. Voru meðal ann­ars margir fjöl­miðlar sem fluttu af þessu frétt­ir, þar á meðal The Sun, sem gekk lengra en allir aðrir miðl­ar, og birt­i frá­sagnir af drykkjulátum stuðn­ings­manna Liver­pool, þvert ofan í hörm­ung­arn­ar, og að dauði fólks­ins hefði verið vegna hegð­unar stuðn­ings­manna. Blaðið hef­ur op­in­ber­lega beðist afsök­unar á blaða­mennsk­unni.

Sjúkra­flutn­inga­menn of seinir til

Kvið­dómur komst einnig af því, að sjúkra­bílar hefðu ver­ið alltof seinir á vett­vang þar sem lög­regla hefði verið of sein að greina að­stæður og fyr­ir­skipa taf­ar­laust alls­herj­ar­út­kall. Þetta hefði leitt til verri að­stæðna en ann­ars hefðu skapast, og gert bráða­að­gerðir erf­ið­ari.

Margir hafa fagnað nið­ur­stöð­unni í dag, og bent á hið aug­ljósa og mik­il­væga, að rétt­lætið hefði sigrað að lok­um. Á meðal þeirra sem ­fylgst hefur grannt með mál­inu í 27 ár, og stutt dyggi­lega við bakið á aðstand­end­um, ­fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­stjór­inn og leik­mað­ur­inn Kenny Dal­gl­ish, lét hafa eft­ir ­sér í dag, að sann­leik­ur­inn hefði verið leiddur fram, þökk sé hug­rekki að­stand­enda þeirra sem létu líf­ið.

Steven Gerr­ard, fyrr­ver­andi leik­maður og fyr­ir­liði Liver­pool, birti á Instagram síð­unni sinni mynd til heið­urs fjöl­skyldum fórn­ar­lambanna. Frændi hans, Jon-Paul Gil­hoo­ley, var yngsta fórn­ar­lambið, en hann var tíu ára. Sjálfur var Gerr­ard níu ára gam­all þegar atburð­ur­inn átti sér stað.David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, fagn­aði nið­ur­stöð­unn­i og sagði hana mik­il­væga fyrir fjöl­skyldur þeirra sem létu líf­ið, eft­ir­lif­end­ur úr harm­leiknum en einnig breskt sam­fé­lag­ið. Loka­punkt­ur­inn í þessu skelfi­lega ­máli hefði verið langsótt­ur, en náðst fram að lok­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None