Réttlætið sigraði að lokum

Aðgerðir og aðgerðaleysi lögreglunnar á Hillsborogh vellinum í Sheffield, 15. apríl 1989, leiddu til dauða 96 stuðningsmanna Liverpool. Þetta var staðfest með dómi í dag.

Hills
Auglýsing

Nið­ur­staða dóm­stóla í Bret­landi, eftir lengstu máls­með­ferð í sögu breska rétt­ar­kerf­is­ins, er sú að lög­regla í Bret­landi hafi brugð­ist í öllum meg­in­at­rið­um, og gripið til ólög­legra aðgerða sem leiddu til aðstæðna sem drógu 96 áhorf­endur Liver­pool til dauða á Hills­borough vell­inum í Sheffi­eld, 15. a­príl 1989. Þá átt­ust Liver­pool og Nott­ing­ham Forrest við í und­an­úr­slitum FA bik­ar­keppn­inn­ar.

Með tárin í aug­unum

Eftir 27 ára bar­áttu aðstand­enda þeirra sem létu­st, er skýr ­nið­ur­staða komin í þennan hrika­lega atburð, sem er þrykktur í minni íbú­a Li­ver­pool. „Rétt­lætið sigr­að­i,“ sagði Marg­aret Aspinall, tals­maður aðstand­enda, ­fyrir utan dóms­hús­ið, með tárin í aug­un­um. Hún hefur sjálf leitt bar­átt­u að­stand­enda, og meðal ann­ars hafa Liver­pool borg og knatt­spyrnu­fé­lög­in Li­ver­pool og Everton stutt dyggi­lega við bar­áttu þeirra, með ýmsum hætti.

Stefnu­breyt­ing

Árið 2014 varð stefnu­breyt­ing í mál­inu, þegar dóm­stól­ar ­felldu úr gildi fyrri nið­ur­stöðu í mál­inu, þess efnis að stuðn­ings­menn­irn­ir hefðu farist af slys­för­um. Dán­ar­dóm­stjóri hóf þá rann­sókn á mál­inu á nýj­an ­leik. Eftir vitna­leiðslur og efn­is­mikil rétt­ar­höld, lýsti kvið­dómur í mál­in­u af­stöðu sinni til fjórtán spurn­inga sem dán­ar­dóm­stjór­inn hafði lagt fyrir hann að svara. Meg­in­nið­ur­staðan var sú, að lög­reglan í Sheffi­eld var sek um van­rækslu sem leiddi til dauða fólks­ins, og var það enn fremur stað­fest að ekki hefði verið hægt að kenna stuðn­ings­mönnum Liver­pool um hvernig fór.

Auglýsing

Yfir­maður ber ábyrgð

Sér­stak­lega beindust spjótin að yfir­manni lög­reglu­að­gerða á vett­vangi, David Duc­ken­fi­eld hjá lög­regl­unni í Suð­ur­-Yorks­hire, en í nið­ur­stöðu kvið­dóms­ins var kom­ist að því, að hann bæri ábyrgð á dauða ­stuðn­ings­mann­anna með ábyrgð­ar­lausum ákvörð­un­um, meðal ann­ars um að fyr­ir­skipa opnun á hliði inn á völl­inn, sem leiddi til mik­ils þrýst­ings meðal áhorf­enda. Þeir köfn­uðu margir hverjir við girð­ingu á vall­ar­svæð­inu, eða urðu undir hópi fólks.Tals­menn lög­reglu létu hafa eftir sér skömmu eftir slysið, að ­stuðn­ings­menn­irnir hefðu sjálfir komið sér í þessar aðstæð­ur, með því að fara ólög­lega inn á völl­inn. Voru meðal ann­ars margir fjöl­miðlar sem fluttu af þessu frétt­ir, þar á meðal The Sun, sem gekk lengra en allir aðrir miðl­ar, og birt­i frá­sagnir af drykkjulátum stuðn­ings­manna Liver­pool, þvert ofan í hörm­ung­arn­ar, og að dauði fólks­ins hefði verið vegna hegð­unar stuðn­ings­manna. Blaðið hef­ur op­in­ber­lega beðist afsök­unar á blaða­mennsk­unni.

Sjúkra­flutn­inga­menn of seinir til

Kvið­dómur komst einnig af því, að sjúkra­bílar hefðu ver­ið alltof seinir á vett­vang þar sem lög­regla hefði verið of sein að greina að­stæður og fyr­ir­skipa taf­ar­laust alls­herj­ar­út­kall. Þetta hefði leitt til verri að­stæðna en ann­ars hefðu skapast, og gert bráða­að­gerðir erf­ið­ari.

Margir hafa fagnað nið­ur­stöð­unni í dag, og bent á hið aug­ljósa og mik­il­væga, að rétt­lætið hefði sigrað að lok­um. Á meðal þeirra sem ­fylgst hefur grannt með mál­inu í 27 ár, og stutt dyggi­lega við bakið á aðstand­end­um, ­fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­stjór­inn og leik­mað­ur­inn Kenny Dal­gl­ish, lét hafa eft­ir ­sér í dag, að sann­leik­ur­inn hefði verið leiddur fram, þökk sé hug­rekki að­stand­enda þeirra sem létu líf­ið.

Steven Gerr­ard, fyrr­ver­andi leik­maður og fyr­ir­liði Liver­pool, birti á Instagram síð­unni sinni mynd til heið­urs fjöl­skyldum fórn­ar­lambanna. Frændi hans, Jon-Paul Gil­hoo­ley, var yngsta fórn­ar­lambið, en hann var tíu ára. Sjálfur var Gerr­ard níu ára gam­all þegar atburð­ur­inn átti sér stað.David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, fagn­aði nið­ur­stöð­unn­i og sagði hana mik­il­væga fyrir fjöl­skyldur þeirra sem létu líf­ið, eft­ir­lif­end­ur úr harm­leiknum en einnig breskt sam­fé­lag­ið. Loka­punkt­ur­inn í þessu skelfi­lega ­máli hefði verið langsótt­ur, en náðst fram að lok­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None