Átta prósent af auðæfum heimila í skattaskjólum

Áætlað hefur verið að lágmarki átta prósent af heildarauðæfum heimila í heiminum sé í skattaskjólum. Helstu einkenni skattaskjóla eru leynd og ógagnsæi. Vísindavefurinn tók saman grein um skattaskjól.

Verkamenn mótmæla við höfuðstöðvar lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama eftir að starfsemi hennar kom í ljós með umfangsmesta gagnaleka sögunnar.
Verkamenn mótmæla við höfuðstöðvar lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama eftir að starfsemi hennar kom í ljós með umfangsmesta gagnaleka sögunnar.
Auglýsing

Áætlað er að að minnsta kosti átta pró­sent af heild­ar­auð­æfum heim­ila heims­ins séu í skatta­skjól­um. Þetta eru um það bil 5.800 milj­arðar evra. Þar af er talið að í Sviss séu 1.800 milj­arðar evra. 5.800 millj­arðar evra eru um 820.000 millj­arðar íslenskra króna. Þó er afar erfitt að finna út þessar fjár­hæðir þar sem eitt helsta ein­kenni skatta­skjóla er leynd og ógagn­sæ­i. 

Leyndin innsta eðli skatta­skjóla

„Leyndin er innsta eðli skatta­skjóla en með auknu alþjóð­legu sam­starfi, kröf­unni um aukið gagn­sæi í við­skiptum og auk­inni rann­sókn­ar­blaða­mennsku hafa mynd­ast glufur í hana,” segir í nýju svari á Vís­inda­vef Háskóla Íslands. Vís­inda­vefnum hafa borist nokkrar spurn­ingar und­an­farna daga í tengslum við umræð­una um skatta­skjól og Panama­skjölin úr lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama.

Tvær spurn­ingar hljóð­uðu svo: 

Auglýsing

„Hvernig bý ég til aflands­fé­lag í skatta­skjóli án þess að nokkur kom­ist að því?“ og „Hvað getið þið sagt mér um alþjóð­legar skattaparadís­ir?”

Vís­inda­vef­ur­inn tók því saman svör og fróð­leik um þetta umtal­aða fyr­ir­bæri sem hefur fellt for­sæt­is­ráð­herra og afhjúpað fjölda íslenskra stjórn­mála­manna og við­skipta­jöfra. 

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði við HÍ, og Jóhannes Hraun­fjörð Karls­son hag­fræð­ing­ur, skrifa svar­ið.

Google greiddi ekki tekju­skatt

Þar kemur meðal ann­ars fram að á síð­ustu ára­tugum hafi stjórn­völd í nokkrum litlum eyríkjum nýtt sér hið síminnk­andi mark­aðs­kerfi heims­ins og boðið upp á hag­stætt skattaum­hverfi til að fá til sín auð­uga ein­stak­linga og fjöl­þjóð­leg fyr­ir­tæki sem skatt­greið­end­ur. Reuters greini til að mynda frá því að Google hafi talið um 11 millj­aðra evra fram sem hagnað í Bermúda árið 2014 og þannig kom­ist hjá að greiða tekju­skatt af þeirri upp­hæð. 

Vís­inda­vef­ur­inn til­greinir fjögur helstu ein­kenni skatta­skjóla sam­kvæmt OECD:

1. Eng­inn eða mjög lágur tekju­skatt­ur


2. Skortur á skil­virkum upp­lýs­inga­skipt­um


3. Skortur á gagn­sæi


4. Engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram


Ýta undir skattsvik, pen­inga­þvætti, mútur og spill­ingu

„Skatta­skjól gegna þrí­þættu hlut­verki: í fyrsta lagi eru þau aðsetur fyrir svokölluð skúffu­fyr­ir­tæki, það er engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram heldur er þar ein­göngu póst­fang, í öðru lagi útvega þau mögu­leika á að skrá og færa bók­hald eftir smekk við­kom­andi, en ekki við­ur­kenndum bók­halds­regl­um, og síð­ast en ekki síst koma þau í veg fyrir að skatt­yf­ir­völd geti rann­sakað banka­reikn­inga við­kom­and­i,” segir á Vís­inda­vefn­um. „Öll þessi atriði hafa áhrif á skatt­kerfi ann­arra ríkja en skatta­skjól­anna og ýta undir skattsvik, skatta­snið­göngu, pen­inga­þvætti, mútur og spill­ing­u.”

Sagan rakin til eft­ir­stríðs­ár­anna

Farið er stutt­lega yfir sögu skatta­skjóla á vefn­um, hvar segir að hana megi rekja til áranna eftir fyrri heims­styrj­öld­ina þegar ríki meg­in­lands Evr­ópu hækk­uðu skatta til að borga fyrir hörm­ungar stríðs­ins. 

„Yf­ir­stéttin vildi ekki greiða sinn hlut í upp­bygg­ing­unni og skattsvika­iðn­að­ur­inn varð til með flutn­ingi fjár­magns frá Frakk­landi til Svis­s,” segir Vís­inda­vef­ur­inn. „Á níunda ára­tugnum bætt­ust fleiri skatta­kjól í hóp­inn: London, Hong Kong, Singapúr, Jersey, Lúx­em­borg, Bahama­eyj­ar, Panama og svo fram­veg­is. Eins og áður segir hefur verið áætlað að lág­marki átta pró­sent af heild­ar­auð­æfum heim­ila heims séu í skatta­skjól­um, eða um það bil 5.800 milj­arðar evr­a. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None