Átta prósent af auðæfum heimila í skattaskjólum

Áætlað hefur verið að lágmarki átta prósent af heildarauðæfum heimila í heiminum sé í skattaskjólum. Helstu einkenni skattaskjóla eru leynd og ógagnsæi. Vísindavefurinn tók saman grein um skattaskjól.

Verkamenn mótmæla við höfuðstöðvar lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama eftir að starfsemi hennar kom í ljós með umfangsmesta gagnaleka sögunnar.
Verkamenn mótmæla við höfuðstöðvar lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama eftir að starfsemi hennar kom í ljós með umfangsmesta gagnaleka sögunnar.
Auglýsing

Áætlað er að að minnsta kosti átta pró­sent af heild­ar­auð­æfum heim­ila heims­ins séu í skatta­skjól­um. Þetta eru um það bil 5.800 milj­arðar evra. Þar af er talið að í Sviss séu 1.800 milj­arðar evra. 5.800 millj­arðar evra eru um 820.000 millj­arðar íslenskra króna. Þó er afar erfitt að finna út þessar fjár­hæðir þar sem eitt helsta ein­kenni skatta­skjóla er leynd og ógagn­sæ­i. 

Leyndin innsta eðli skatta­skjóla

„Leyndin er innsta eðli skatta­skjóla en með auknu alþjóð­legu sam­starfi, kröf­unni um aukið gagn­sæi í við­skiptum og auk­inni rann­sókn­ar­blaða­mennsku hafa mynd­ast glufur í hana,” segir í nýju svari á Vís­inda­vef Háskóla Íslands. Vís­inda­vefnum hafa borist nokkrar spurn­ingar und­an­farna daga í tengslum við umræð­una um skatta­skjól og Panama­skjölin úr lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama.

Tvær spurn­ingar hljóð­uðu svo: 

Auglýsing

„Hvernig bý ég til aflands­fé­lag í skatta­skjóli án þess að nokkur kom­ist að því?“ og „Hvað getið þið sagt mér um alþjóð­legar skattaparadís­ir?”

Vís­inda­vef­ur­inn tók því saman svör og fróð­leik um þetta umtal­aða fyr­ir­bæri sem hefur fellt for­sæt­is­ráð­herra og afhjúpað fjölda íslenskra stjórn­mála­manna og við­skipta­jöfra. 

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði við HÍ, og Jóhannes Hraun­fjörð Karls­son hag­fræð­ing­ur, skrifa svar­ið.

Google greiddi ekki tekju­skatt

Þar kemur meðal ann­ars fram að á síð­ustu ára­tugum hafi stjórn­völd í nokkrum litlum eyríkjum nýtt sér hið síminnk­andi mark­aðs­kerfi heims­ins og boðið upp á hag­stætt skattaum­hverfi til að fá til sín auð­uga ein­stak­linga og fjöl­þjóð­leg fyr­ir­tæki sem skatt­greið­end­ur. Reuters greini til að mynda frá því að Google hafi talið um 11 millj­aðra evra fram sem hagnað í Bermúda árið 2014 og þannig kom­ist hjá að greiða tekju­skatt af þeirri upp­hæð. 

Vís­inda­vef­ur­inn til­greinir fjögur helstu ein­kenni skatta­skjóla sam­kvæmt OECD:

1. Eng­inn eða mjög lágur tekju­skatt­ur


2. Skortur á skil­virkum upp­lýs­inga­skipt­um


3. Skortur á gagn­sæi


4. Engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram


Ýta undir skattsvik, pen­inga­þvætti, mútur og spill­ingu

„Skatta­skjól gegna þrí­þættu hlut­verki: í fyrsta lagi eru þau aðsetur fyrir svokölluð skúffu­fyr­ir­tæki, það er engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram heldur er þar ein­göngu póst­fang, í öðru lagi útvega þau mögu­leika á að skrá og færa bók­hald eftir smekk við­kom­andi, en ekki við­ur­kenndum bók­halds­regl­um, og síð­ast en ekki síst koma þau í veg fyrir að skatt­yf­ir­völd geti rann­sakað banka­reikn­inga við­kom­and­i,” segir á Vís­inda­vefn­um. „Öll þessi atriði hafa áhrif á skatt­kerfi ann­arra ríkja en skatta­skjól­anna og ýta undir skattsvik, skatta­snið­göngu, pen­inga­þvætti, mútur og spill­ing­u.”

Sagan rakin til eft­ir­stríðs­ár­anna

Farið er stutt­lega yfir sögu skatta­skjóla á vefn­um, hvar segir að hana megi rekja til áranna eftir fyrri heims­styrj­öld­ina þegar ríki meg­in­lands Evr­ópu hækk­uðu skatta til að borga fyrir hörm­ungar stríðs­ins. 

„Yf­ir­stéttin vildi ekki greiða sinn hlut í upp­bygg­ing­unni og skattsvika­iðn­að­ur­inn varð til með flutn­ingi fjár­magns frá Frakk­landi til Svis­s,” segir Vís­inda­vef­ur­inn. „Á níunda ára­tugnum bætt­ust fleiri skatta­kjól í hóp­inn: London, Hong Kong, Singapúr, Jersey, Lúx­em­borg, Bahama­eyj­ar, Panama og svo fram­veg­is. Eins og áður segir hefur verið áætlað að lág­marki átta pró­sent af heild­ar­auð­æfum heim­ila heims séu í skatta­skjól­um, eða um það bil 5.800 milj­arðar evr­a. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None