Reynsluboltar hætta á þingi

Forseti Alþingis, einn núverandi ráðherra og tveir fyrrverandi ráðherrar ætla að hætta þingsetu eftir þetta kjörtímabil. Enn er ekki komin dagsetning fyrir haustkosningar.

Katrín Júlíusdóttir (13 ár á þingi), Einar K. Guðfinnsson (25 ár á þingi), Ögmundur Jónasson (20 ár á þingi), Páll Jóhann Pálsson (3 ár á þingi) og Sigrún Magnúsdóttir (3 ár á þingi) ætla að róa á önnur mið á næsta kjörtímabili.
Katrín Júlíusdóttir (13 ár á þingi), Einar K. Guðfinnsson (25 ár á þingi), Ögmundur Jónasson (20 ár á þingi), Páll Jóhann Pálsson (3 ár á þingi) og Sigrún Magnúsdóttir (3 ár á þingi) ætla að róa á önnur mið á næsta kjörtímabili.
Auglýsing

Ekki er komin dag­setn­ing á kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar. Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hafa báðir full­yrt að kosið verði í haust. Framundan eru for­seta­kosn­ing­ar, sem stefna í að verða sögu­leg­ar, 25. júní og strax í kjöl­farið má búast við að kosn­inga­bar­átta flokk­anna fari á fullt. Sam­fylk­ing og Fram­sókn­ar­flokkur eru í for­manns­vand­ræð­um, en kosið verður um nýja for­ystu í Sam­fylk­ing­unni á aðal­fundi í byrjun júní. Ekki liggur fyrir hvernig málum verður háttað hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur nú verið í fríi í þrjár vikur og ekki liggur fyrir hvenær, eða hvort, hann snýr aftur á Alþing­i. 

Kveðja Alþingi

Ögmundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna og fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, gaf út í fyrra­dag að hann ætli að hætta á þingi eftir 20 ára þing­setu. Ögmundur sett­ist fyrst á þing árið 1995 og hefur verið full­trúi Alþýðu­banda­lags­ins og óháðra, Óháðra og síð­ast Vinstri grænna. Hann sat fyrir Reykja­vík, Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og síð­ast fyrir Krag­ann. Ögmundur sagði á síðu sinni í gær að tími væri til kom­inn að breyta um umhverfi. Hann ætli að halda áfram á þingi út kjör­tíma­bilið og taka svo að sér önnur verk­efn­i. Hann er fæddur árið 1948 og verður 68 ára 17. júlí næst­kom­andi.  

Fleiri þing­menn, þar af tveir reynslu­miklir og einn núver­andi ráð­herra, ætla að hætta eftir þetta kjör­tíma­bil, eins og fram kom í úttekt Kjarn­ans í apr­íl. 

Auglýsing

Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþingis og fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ætlar að hætta eftir 25 ára þing­setu. Einar var þing­maður Vest­fjarða árin 1991 til 2003 og síðan fyrir Norð­vest­ur­kjör­dæmi síðan 2003. Einar var vara­þing­maður Vest­fjarða fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn árið 1980, 1984, 1985, 1988, 1989 og 1990. Hann var sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra árin 2005 til 2007, jafn­framt land­bún­að­ar­ráð­herra  árið 2007 og síðan sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra árin 2008 til 2009. Einar var for­maður þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna árin 2003 til 2005 og var svo settur for­seti Alþingis eftir síð­ustu kosn­ing­ar, vorið 2013. Hann er fæddur 1955 og verður 61 árs 2. des­em­ber.

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og fyrr­ver­andi þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks, ætlar að láta gott heita. Sig­rún hefur setið á þingi fyrir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í þrjú ár, síðan 2013, og verið ráð­herra frá 2014. Sig­rún var vara­þing­maður Reyk­vík­inga frá mars til apríl 1980 og frá apríl til maí árið 1982. Sig­rún er fædd 1944 og verður 72 ára þann 15. júní.  

Katrín Júl­í­us­dótt­ir, vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi iðn­að­ar­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ætlar einnig að snúa sér að öðrum verk­efnum eftir þrettán ára þing­setu. Katrín hefur verið þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Krag­anum síðan árið 2003. Hún er fædd árið 1974 og verður 42 ára þann 23. nóv­em­ber.  

Páll Jóhann Páls­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist hafa fengið nóg af þing­mennsku og ætlar að róa á önnur mið eftir kjör­tíma­bil­ið. Páll sett­ist á þing 2013 fyrir Suð­ur­kjör­dæmi, eftir síð­ustu kosn­ing­ar, og hefur setið í þrjú ár. Hann er fæddur árið 1957 og verður 59 ára 25. nóv­em­ber.  

Þá má nefna að tveir reynslu­miklir þing­menn féllu frá á kjör­tíma­bil­inu. Pétur Blön­dal hafði setið á þingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Reykja­vík síðan árið 1995 og sat í 20 ár. Pét­ur fædd­ist 24. júní árið 1944 og lést 26. júní 2015, 71 árs að aldri. Guð­bjartur Hann­es­son sett­ist á þing fyrir Sam­fylk­ing­una í Norð­vest­ur­kjör­dæmi árið 2007 og var þing­maður í sjö ár. Hann var for­seti Alþingis árið 2009, félags- og trygg­inga­mála­ráð­herra og heil­brigð­is­ráð­herra árið 2010 og vel­ferð­ar­ráð­herra árin 2011 til 2013. Guð­bjartur fædd­ist 3. júní 1950 og lést 23. októ­ber í fyrra, 65 ára að aldri. 

Margir óákveðnir með fram­haldið

Í könnun Kjarn­ans voru allir sitj­andi þing­menn spurðir hvort þeir hyggð­ust gefa kost á sér áfram til Alþingis í kom­andi kosn­ing­um. Flestir sögðu já, en þó nokkuð margir voru enn óákveðnir eða vildu ekki svara. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, og Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ingar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, vildu ekki gefa upp afstöðu sína í könn­un­inni, en Össur sagði skömmu síðar í við­tali við Eyj­una að hann ætli sér að halda áfram á þingi og það sama gerði Katrín skömmu síðar á Hring­braut. 

Fleiri þing­menn sem vildu ekki svara hvort þeir hyggð­ust halda áfram á þingi voru Har­aldur Ein­ars­son Fram­sókn­ar­flokki, Krist­ján L. Möller Sam­fylk­ingu og Vil­hjálmur Bjarna­son Sjálf­stæð­is­flokki.

Þeir sem voru óákveðnir varð­andi fram­haldið voru Birgir Ármanns­son, Brynjar Níels­son og Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir Sjálf­stæðs­flokki, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir Vinstri græn­um, Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, Guð­mundur Stein­gríms­son og Róbert Mars­hall hjá Bjartri fram­tíð, Karl Garð­ar­son og Lilja Alfreðs­dóttir Fram­sókn­ar­flokki. Ekki náð­ist í Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, Ill­uga Gunn­ars­son, Jóhönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur, Ragn­heiði Elínu Árna­dótt­ur, Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni eða Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dóttur í könnun Kjarn­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None