Að vera utan lögheimilis

Dorrit Moussaieff er skráð utan lögheimilis í Bretlandi. Hún nýtir sér fyrirkomulagið, eins og yfir hundrað þúsund aðrir auðugir íbúar landsins. „Non-dom" hefur verið mikið gagnrýnt í Bretlandi, enda verður þjóðarbúið af miklum skatttekjum vegna þess.

Talið er að um 114.000 manns sem búa í Bretlandi séu skráðir utan lögheimilis. Það gera þeir til að borga lægri skatta.
Talið er að um 114.000 manns sem búa í Bretlandi séu skráðir utan lögheimilis. Það gera þeir til að borga lægri skatta.
Auglýsing

Hug­takið „utan lög­heim­il­is” (e. non-domici­le, eða „non-dom“) hefur und­an­farið verið tölu­vert í umræð­unni í breskum stjórn­mál­um. Fyr­ir­bærið þekk­ist hvergi annar staðar í heim­inum en í Bret­landi og gerir auð­ugu fólki kleift að borga lægri skatta þó að það sé búsett þar í land­i. 

Dæmi­saga

Tökum dæmi. Auðug mann­eskja flytur til Bret­lands og til­kynnir yfir­völdum í land­inu sem hún flytur frá að það megi ekki rukka hana um skatt, þar sem hún sé nú orðin „skatt­greið­andi” í Bret­landi og búsett þar. Mann­eskjan til­kynnir líka breskum yfir­völdum hún sé nú skatt­greið­andi þar í landi. Undir venju­legum kring­um­stæðum verður Bret­land þá ábyrgt fyrir að inn­heimta skatt­tekjur henn­ar. 

En mann­eskjan til­kynnir líka til breskra yfir­valda að hún líti á sig sem ein­stak­ling „utan lög­heim­il­is”. Ef hún upp­fyllir þau skil­yrði, getur hún farið fram á að skatt­greiðsl­urnar verði líka þess eðl­is. Og það þýðir að hún þarf að greiða skatt af öllum tekjum sem hún þénar þar í landi og öllum tekjum sem hún kemur með inn í land­ið. En það er hængur á. Mann­eskja „utan lög­heim­il­is“ þarf hins vegar ekki að greiða skatt af auð­æfum eða tekjum sem eru erlend­is, hvort sem það er í formi fyr­ir­tækja, aflands­fé­laga, eigna eða sjóða. Það er allt skatt­frjálst. 

Auglýsing

Dor­rit er „non-dom“

The Guar­dian greindi frá því í vik­unni að Dor­rit Moussai­eff væri utan lög­heim­ilis í Bret­landi. Hún flutti lög­heim­ili sitt frá Íslandi í lok árs 2012 og það var ekki fyrr en íslenskir fjöl­miðlar komust að því sem hún svar­aði fyrir það, hálfu ári síð­ar. Hún leið­rétti aldrei ítrek­aðan frétta­flutn­ing af heim­il­is­að­stæðum henn­ar, en allir gengu út frá því að hið nýja lög­heim­ili for­seta­frú­ar­innar væri í Bret­landi, þar sem hún er skráð þar sam­kvæmt Þjóð­skrá. En Þjóð­skrá til­greinir ein­ungis dval­ar­stað (e. res­idence) og gerir ekki ráð fyrir breska „utan lög­heim­il­is­-­mögu­leik­an­um“. Tugir frétta voru fluttar af því að lög­heim­ili Dor­ritar væri í Bret­landi og hún gekkst einnig við því í við­tölum að hún væri að flytja til Bret­lands, en þegar nánar er að gáð sagði hún aldrei að lög­heim­ili hennar verði fram­vegis í Bret­landi. Skatt­leg heim­il­is­festi Dor­ritar er nefn­in­lega í heima­landi henn­ar, Ísr­a­el. 

Heit kartafla í Bret­landi

Eins og áður segir skap­ast reglu­lega umræða í Bret­landi um hvort tími sé til kom­inn að afnema „non-dom“ fyr­ir­komu­lag­ið. Talið er að um 114.000 Bretar séu skráðir utan lög­heim­ilis og í raun er engin leið að finna út hversu miklum skatt­tekjum breska þjóð­ar­búið verður af á ári hverju vegna fyr­ir­komu­lags­ins. Sér­stak­lega í ljósi þess að aflands­fé­lög í skatta­skjólum eru jafn algeng og raun ber vitni. Og þar er for­seta­frúin ekki und­an­skil­in.  

For­seta­hjónin svara ekki 

Hvorki Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, né Dor­rit hafa svarað fyr­ir­spurnum fjöl­miðla um málið eftir að það var upp­lýst. Einu upp­lýs­ing­arnar sem fást frá emb­ætt­inu eru þær að Ólafur hafi ekki vitað neitt um fjár­hags­fyr­ir­komu­lag eig­in­konu sinn­ar. Kjarn­inn hefur óskað eftir við­brögðum und­an­farnar vik­ur, en engin svör borist önnur en þau fyrr­greindu. Og þar við sit­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None