Að vera utan lögheimilis

Dorrit Moussaieff er skráð utan lögheimilis í Bretlandi. Hún nýtir sér fyrirkomulagið, eins og yfir hundrað þúsund aðrir auðugir íbúar landsins. „Non-dom" hefur verið mikið gagnrýnt í Bretlandi, enda verður þjóðarbúið af miklum skatttekjum vegna þess.

Talið er að um 114.000 manns sem búa í Bretlandi séu skráðir utan lögheimilis. Það gera þeir til að borga lægri skatta.
Talið er að um 114.000 manns sem búa í Bretlandi séu skráðir utan lögheimilis. Það gera þeir til að borga lægri skatta.
Auglýsing

Hug­takið „utan lög­heim­il­is” (e. non-domici­le, eða „non-dom“) hefur und­an­farið verið tölu­vert í umræð­unni í breskum stjórn­mál­um. Fyr­ir­bærið þekk­ist hvergi annar staðar í heim­inum en í Bret­landi og gerir auð­ugu fólki kleift að borga lægri skatta þó að það sé búsett þar í land­i. 

Dæmi­saga

Tökum dæmi. Auðug mann­eskja flytur til Bret­lands og til­kynnir yfir­völdum í land­inu sem hún flytur frá að það megi ekki rukka hana um skatt, þar sem hún sé nú orðin „skatt­greið­andi” í Bret­landi og búsett þar. Mann­eskjan til­kynnir líka breskum yfir­völdum hún sé nú skatt­greið­andi þar í landi. Undir venju­legum kring­um­stæðum verður Bret­land þá ábyrgt fyrir að inn­heimta skatt­tekjur henn­ar. 

En mann­eskjan til­kynnir líka til breskra yfir­valda að hún líti á sig sem ein­stak­ling „utan lög­heim­il­is”. Ef hún upp­fyllir þau skil­yrði, getur hún farið fram á að skatt­greiðsl­urnar verði líka þess eðl­is. Og það þýðir að hún þarf að greiða skatt af öllum tekjum sem hún þénar þar í landi og öllum tekjum sem hún kemur með inn í land­ið. En það er hængur á. Mann­eskja „utan lög­heim­il­is“ þarf hins vegar ekki að greiða skatt af auð­æfum eða tekjum sem eru erlend­is, hvort sem það er í formi fyr­ir­tækja, aflands­fé­laga, eigna eða sjóða. Það er allt skatt­frjálst. 

Auglýsing

Dor­rit er „non-dom“

The Guar­dian greindi frá því í vik­unni að Dor­rit Moussai­eff væri utan lög­heim­ilis í Bret­landi. Hún flutti lög­heim­ili sitt frá Íslandi í lok árs 2012 og það var ekki fyrr en íslenskir fjöl­miðlar komust að því sem hún svar­aði fyrir það, hálfu ári síð­ar. Hún leið­rétti aldrei ítrek­aðan frétta­flutn­ing af heim­il­is­að­stæðum henn­ar, en allir gengu út frá því að hið nýja lög­heim­ili for­seta­frú­ar­innar væri í Bret­landi, þar sem hún er skráð þar sam­kvæmt Þjóð­skrá. En Þjóð­skrá til­greinir ein­ungis dval­ar­stað (e. res­idence) og gerir ekki ráð fyrir breska „utan lög­heim­il­is­-­mögu­leik­an­um“. Tugir frétta voru fluttar af því að lög­heim­ili Dor­ritar væri í Bret­landi og hún gekkst einnig við því í við­tölum að hún væri að flytja til Bret­lands, en þegar nánar er að gáð sagði hún aldrei að lög­heim­ili hennar verði fram­vegis í Bret­landi. Skatt­leg heim­il­is­festi Dor­ritar er nefn­in­lega í heima­landi henn­ar, Ísr­a­el. 

Heit kartafla í Bret­landi

Eins og áður segir skap­ast reglu­lega umræða í Bret­landi um hvort tími sé til kom­inn að afnema „non-dom“ fyr­ir­komu­lag­ið. Talið er að um 114.000 Bretar séu skráðir utan lög­heim­ilis og í raun er engin leið að finna út hversu miklum skatt­tekjum breska þjóð­ar­búið verður af á ári hverju vegna fyr­ir­komu­lags­ins. Sér­stak­lega í ljósi þess að aflands­fé­lög í skatta­skjólum eru jafn algeng og raun ber vitni. Og þar er for­seta­frúin ekki und­an­skil­in.  

For­seta­hjónin svara ekki 

Hvorki Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, né Dor­rit hafa svarað fyr­ir­spurnum fjöl­miðla um málið eftir að það var upp­lýst. Einu upp­lýs­ing­arnar sem fást frá emb­ætt­inu eru þær að Ólafur hafi ekki vitað neitt um fjár­hags­fyr­ir­komu­lag eig­in­konu sinn­ar. Kjarn­inn hefur óskað eftir við­brögðum und­an­farnar vik­ur, en engin svör borist önnur en þau fyrr­greindu. Og þar við sit­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None