Trump einu skrefi frá Hvíta húsinu

Það er raunveruleg ástæða að hafa áhyggjur af því að Trump gæti orðið forseti þó flest bendi til þess að Hillary Clinton muni hafa sigur úr bítum í nóvember.

Donald Trump
Auglýsing

Það ríkir væg­ast sagt algjör upp­lausn í banda­rískum stjórn­málum þessa dag­ana eftir að Don­ald Trump náði að tryggja sér útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins í vik­unni. Valda­mesti maður Repúblikana­flokks­ins og leið­togi flokks­ins í þing­inu treystir sér ekki til að styðja for­seta­fram­bjóð­anda flokks­ins. 

Á hinum væng stjórn­mál­anna hefur Hill­ary Clinton tryggt sér útnefn­ing­una ef litið er til þess að Sand­ers þyrfti að vinna nær 100% af þeim atkvæðum sem eftir eru í pott­inum til að sigra og engar líkur eru á að svo verði. Sand­ers er þó hvergi nærri hættur og segir að þeg­ar, og ef, hann tapi þá krefj­ist hann þess að fá að hafa mikil áhrif á stefnu­mótun flokks­ins á flokks­þingi sem haldið verður í júlí. Sand­ers er auk þess ekki til­bú­inn enn að lofa stuðn­ingi við Clint­on.

En hjá báðum flokkum hefur flest allt snú­ist um and­stöð­una við Trump og í umræð­unni í fjöl­miðlum má greina að það er að verða mönnum ljóst að sigri Clinton ekki, verði Trump for­seti með fing­ur­inn á kjarn­orku­sprengju ef honum sýn­ist svo - og er til alls vís.

Auglýsing

Við­brögð við sigri Trump meðal repúblik­ana

Í vik­unni sem leið, þegar úrslit úr stórum ríkjum eins og Pennsil­van­íu, Mar­yland, Conn­ect­icut og Indi­ana urðu ljós, stigu þeir Ted Cruz og John Kasich til hlið­ar, þó ekki án þess að eftir því var tek­ið. Eftir að Cruz hafði haldið hjart­næma ræðu eftir nið­ur­stöður þriðju­dags­kvölds­ins lágu fyrir náði hann óvart að gefa eig­in­konu sinni oln­boga­skot í and­litið í tvígang þegar hann faðm­aði mann á svið­inu. Atvikið fékk ómælda athygli og mun án efa vera það sem fólk man úr ræð­unni.





Bæði Cruz og Kasich hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki áhuga á því að verða vara­for­seta­efni Don­ald Trumps. Sama hafa margir aðrir lyk­il­menn og -konur innan flokks­ins gert síð­ustu daga og því leitar Trump nú ljósum logum að ein­hverjum sem getur mýkt ímynd hans. Jafn­vel að ein­hverjum sem hefur reynslu og gæti aðstoðað hann við að stjórna land­inu, eins og hann sjálfur orð­aði það.

Síð­ustu fjórir for­seta­fram­bjóð­endur flokks­ins (þar af tveir fyrr­ver­andi for­set­ar, þeir George Bush, George W. Bush, auk Mitt Rom­ney og John McCain) hafa sagt að þeir muni hvorki mæta á flokks­þingið né lýsa yfir stuðn­ingi við Trump. Þetta er í fyrsta sinni í sög­unni sem fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­endur hafa tekið svo harka­lega afstöðu gegn arf­taka sín­um.

En fjór­menn­ing­arnir eru ekki þeir einu sem ekki eru sáttir við stöðu mála en valda­mesti ein­stak­ling­ur­inn í flokknum er leið­togi flokks­ins í þing­inu, Paul Ryan. Hann fór í langt við­tal á CNN þar sem hann lýsti því yfir að hann treysti sé ekki til að lýsa yfir stuðn­ingi við Trump, í bili að minnsta kosti. Í við­tal­inu fór hann vel yfir þá þætti sem að hans mati flestum kjós­endum flokks­ins þætti Trump þyrfti að breyta svo hægt væri að sam­eina flokk­inn undir for­ystu Trump.

Paul Ryan er einn valdamesti maðurinn innan Repúblíkanaflokksins. MYND:EPAVið­talið við Ryan vakti ómælda athygli enda nær und­an­tekn­inga­laus hefð fyrir því að flokk­ur­inn fylki sér að baki þeim sem vinnur sér útnefn­ingu flokks­ins. Ryan reyndi að útskýra að hann von­að­ist til þess að hans armur flokks­ins, sem er sá íhaldsami, geti náð sáttum við Trump. Til þess að svo gæti orðið þyrfti Trump að vera til­bú­inn að draga í land í ýmsum mál­um.  Án þess að vera til­bú­inn að nefna nákvæm­lega hver þau mál væru, er ljóst að Trump greinir á við margt lyk­il­fólk í flokknum í málum eins og hvort banna eigi múslimum að ferð­ast til Banda­ríkj­anna, hvort senda eigi úr landi ell­efu millj­ónir ólög­legra inn­flytj­enda og hvort byggja eigi múr við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexíkó, svo fátt eitt sé nefnt.

En Ryan sagði að það væri þó ákveð­inn lær­dómur fólg­inn í sigri Trump og hann væri sá að stjórn­mála­menn hefði misst sam­band við kjós­endur og þyrftu að hlusta betur á hvað kjós­endur vildu. Hann úti­lok­aði að reynt yrði að koma í veg fyrir að flokks­þingið myndi sam­þykkja útnefn­ingu Trump því hann hefði svo sann­ar­lega unnið og það yrði að virða. En Ryan er for­maður lands­fundar flokks­ins og ber sem slíkur ábyrgð á fram­gangi fund­ar­ins. Hann lagði áherslu á að Trump yrði að láta af tudda­skap sínum (e. Bullying)  og nú yrði að ein­beita sér að því að koma reiði kjós­enda í upp­byggi­legan far­veg, flokknum til heilla. Þá bað hann flokks­fólkið sitt sér­stak­leg um að ekki láta sér detta í hug að kjósa Hill­ary Clint­on.

Áhyggjur Ryan af stöðu mála eru ekki ein­vörð­ungu vegna þess að kann­anir benda til þess að Clinton muni að öllum lík­indum sigra Trump, heldur líka vegna þess að kosið er til bæði öld­unga­deild­ar­þings­ins og full­trúa­þings­ins sam­tímis og til for­seta. Reynslan sýnir að mun fleiri kjósa í for­seta­kosn­ingum en þau ár sem bara er kosið til þings. Algengt er að þau ár sem for­seta­fram­bjóð­andi demókrata sigr­ar, þá fylgir sigur í þing­deild­unum tveimur með. Í dag eru repúblikanar með meiri­hluta í báðum þing­deildum og óvin­sældir Trumps gætu hæg­lega orðið til þess að repúblikanar tapi meiri­hlut­un­um.

Mót­lætið

Áhuga­vert er að fylgj­ast með því hvernig Trump reyndir að spyrna sig saman við Bernie Sand­ers nú þegar hann er engin ógn við hann. Þó mikil munur sé á flestum skoð­unum Sand­ers og Trump eiga þeir það sam­merkt að vera í augum margra kjós­enda svar við von­lausum stjórn­mála­mönnum í Was­hington. Trump hefur ítrekað talað vel um Sand­ers, meðal ann­ars í tístum síð­ustu daga, en ólík­legt er að honum sé mik­ill greiði gerður með þvíþ Mögu­lega getur hann þó með þessu náð til kjós­enda Sand­ers sem gætu hugsað sér að snúa sér frekar að Trump en Clinton í kjör­klef­anum í nóv­em­ber.



Hæfi­leikar Trumps til að skapa sér óvild eru engin tak­mörk sett. Fyrr í vetur sendi hin magn­aða Adele frá sér til­kynn­ingu þar sem Trump var bannað að nota lög hennar á kapp­ræðu­fund­um. Nú í vik­unni bætt­ist Roll­ing Sto­nes á þann lista sem vill ekki að Trump noti tón­list sína.



Ógn sem stafar af Trump

Í vik­unni var rifjað upp þegar Don­ald Trump til­kynnti fram­boð sitt með því að renna sér niður rúllu­stiga í Trump bygg­ing­unni og til­kynna svo um fram­boð sitt. Fæstir höfðu nokkra trú á því að hann ætti mögu­leika á að sigra þá 17 fram­bjóð­endur sem tóku þátt í for­vali repúblik­ana. En nið­ur­staðan var þó sú að nú stendur hann uppi með pálmann í hönd­unum sem fær­ustu frétta­skýrendum lands­ins tókst ekki að sjá fyr­ir. Allt sem menn hafa talið að væri öruggt að virk­aði fyrir fram­bjóð­endur og allt það sem gæti eyði­lagt kosn­inga­bar­áttu hefur verið snúið á haus með fram­boði Trump. Stór hluti lands­manna kepp­ist við að lýsa óhug sínum á sam­fé­lags­miðlum yfir þeirri stað­reynd að nú sé maður með jafn öfga­fullar skoð­anir og Trump orð­inn for­seta­fram­bjóð­andi

Greina­höf­undur New York Times, Eric Brook lýsti ástand­inu í sam­fé­lag­inu ágæt­lega í grein fyrr í vik­unni, en þar bendir hann á að sagan muni dæma fólk eftir því hvort það stóð með eða á móti Trump og sagði að um væri að ræða annað ,,McCarthy moment”. Jos­eph McCarthy var öld­unga­deilda­þing­maður frá Wisconsin sem stýrði ofsóknum gegn fólki sem starf­aði fyrir stjórn­völd og var grunað um að vera komm­ún­istar og sitt­hvað fleira sem þótti grun­sam­legt í því ofsókn­ar­brjál­æði sem greip um sig í kringum kalda­stríð­ið. Í grein­inni bendir hann á að 75% kjós­enda Trumps þykir lífs­bar­átta fólks hafi versnað síð­ustu hálfa öld­ina, að tölur sýna að sjálfs­morð­s­tíðni er í sögu­legu hámarki. Fáir trú lengur á amer­íska draum­inn og traust á kerf­inu er í algjöru lág­marki hjá ungu fólki. Stað­reyndin sé sú að vel­gengni Trumps er vegna þess að fólk er reitt og upp­lifir að það eigi ekki málsvara í stjórn­málamönnum. Hins vegar sé Trump alls ekki rétta svarið við þess­ari upp­lausn, og verk­efnið sé að finna út úr því hvað annað getur svarað þessu kalli, svo ekki illa fari.

Kann­anir sýna að 5-10 pró­sentu­stigs­mun á Clinton og Trump, Clinton í vil. Bernie Sand­ers hefur mælst mun sterk­ari gegn Trump en þó hann ætli sér að klára for­valið sem enn eru nokkrar vikur eftir af, þá er úti­lokað fyrir hann að fá útnefn­ing­una, nema Clinton hrein­lega hætti. Vanga­veltur um mögu­leika hans á að snúa nægi­lega mörgum ofur­kjör­mönnum fyrir lands­fund flokks­ins í júlí eru óraun­hæf­ar. Það er því alveg ljóst að Hill­ary Clinton og Don­ald Trump munu vera for­seta­fram­bjóð­endur flokk­anna tveggja. Flestar kann­anir benda til þess að Clinton muni sigra kosn­ing­arnar með tölu­verðum mun, því ekki er um hefð­bundna hlut­falls­kosn­ingu að ræða heldur snýst kosn­inga­kerfið um að sigra ríki. Í flestum ríkjum fær sá sem sigrar ríkið öll atkvæðin (winner takes it all).  

Í ár bendir allt til þess að Nevada, Colora­do, Iowa, Wiscons­in, Pennsil­van­ía, Virg­in­ía, Norður Kar­ólína, Flór­ída og New Hamps­hire verði þau ríki sem óvíst er hvort muni kjósa Clinton eða Trump. Það er því vert að fylgj­ast með þessum ríkjum næstu mán­uð­ina.

Hvað nú?

Næstu vikur og mán­uði mætti búast við því að Trump reyni að tempra skap sitt og dragi í land með öfga­fyllstu yfir­lýs­ingar sínar til þess að sýn­ast for­seta­legri. Hann þarf að breikka þann hóps sem hann nær til ætli hann að eiga mögu­leika að sigra, og ekki verður nóg að taka mynd af sér borða tacos eins og hann reyndi í vik­unni á Cico de mayo og segj­ast elska þá sem eru af rómönsk amer­ískum upp­runa.



Það er heldur ekki nóg að fá útnefn­ingu flokks­ins, því nú þarf Trump að fara að safna fé fyrir bar­átt­una, og ekki dugar lengur að reiða sig á sína eigin fjár­muni, því upp­hæð­irnar sem þarf til að keyra for­seta­fram­boðs­kosn­inga­bar­áttu eru engir smá­aur­ar. Það er því ljóst að Trump þarf að fara að hringja í fjár­sterka aðila, suma sem hann hefur gagn­rýnt harka­lega fyrir hitt og þetta í gegnum tíð­ina. Lík­legt er að nú þurfi hann líka að þola meiri hörku frá blaða­mönnum en Trump hefur margoft verið stað­inn af því að segja ósatt í fjöl­miðl­um. Nýverið var bent á að hann hafi sagst hafa verið á móti inn­rásinni í Írak frá upp­hafi en til eru við­töl við hann frá þeim tíma sem ákveðið var að ráðst inn og þar styður hann það ein­dreg­ið. Slíkt hefði í venju­legum kosn­ingum orðið til þess að fram­bjóð­andi þyrfti að draga sig í hlé, en svo virð­ist sem ekki séu gerðar eru sömu kröfur til Trump og annarra.

En stóra verk­efni hjá bæði Trump og Clinton er val þeirra á vara­for­seta­efn­um, með því reyna fram­bjóð­endur oft að velja ein­hvern sem getur breikkað hóp­inn sem þau ná til.  Mörg nöfn hafa verið rædd en í til­felli Trumps eins og fyrr seg­ir, og virð­ist leitin verða erf­ið­ari en venja er þar sem margir lík­legir kandi­datar hafa þver­neitað að hafa áhuga og sá listi leng­ist með hverjum deg­in­um. Svör tals­manna þeirra sem leitað hefur verið til hafa verið á þessa leið: 

,,Aldrei, ekki séns,” sagði tals­maður John Kasich, 

,,Hahahahahahahaha,” sagði tals­kona Jeb Bus­h, 

,,Eins og að kaupa miða um borð á Titan­ic,” var svar öld­unga­deild­ar­þing­mans­ins Lindsey Gra­ham. 

Rick Perry, fyrrum rík­is­stjóri Texas og fyrrum for­seta­fram­bjóð­andi, er einn fárra sem hefur lýst áhuga sínum á að vera vara­for­seta­efni Trumps.  Margt óvenju­legt hefur komið fram í umræð­unni eftir að Trump nældi sér í útnefn­ing­una og eitt af því er mikil umræða um hvort hægt verði að deila með Trump trún­að­ar­gögnum um hern­að­ar­má,l en hefð er að þeir sem fá útnefn­ingu flokk­anna fái inn­sýn inn í þann veru­leika sem annað þeirra er að fara að búa í eftir kosn­ing­arn­ar. Nú stígur fram hver fyrr­ver­andi leyni­þjón­ustu­yf­ir­mað­ur­inn fram og varar við því að Trump fái slíkar upp­lýs­ingar af ótta við að hann leki þeim til að bæta stöðu sína. For­set­inn er sá sem tekur end­an­lega ákvörðun um hversu miklar upp­lýs­ingar fram­bjóð­endur fá.

Á hinum enda stjórn­mál­anna er meiri ró þó enn sé staðan þannig að Sand­ers hefur ákveðið að keyra sína kosn­inga­bar­áttu þar til búið er að kjósa í öllum ríkj­um. Hann hefur haft uppi miklar kröfur um að fá að hafa áhrif á nið­ur­stöður álykt­anna sem lands­fundur demókrata skilar af sér sem fara svo inn í stefnu­skránna sem Clinton fer með út í sjálfar kosn­ing­arn­ar. Í raun er ekki mjög óvenju­legt að sá aðili sem tapar fari fram á að hafa áhrif á stefnu­mál flokks­ins, það sama gerð­ist árið 2008 þegar Clinton tap­aði. Hún hafði tölu­verð áhrif á álykt­anir flokks­ins sér­stak­lega varð­andi mál­efni sem snertu kon­ur. Hins vegar hefur Sand­ers gert lítið sem ekk­ert í því að safnað fé fyrir þing­menn né flokk­inn og hann hefur ekki gefið það til kynna að hann muni standa að baki Clinton að loknu for­val­inu, en hefð er fyrir því að sá sem tapi láti svo flokks­hags­muni á þennan hátt ganga fyrir og sjái til þess að kjósendur sínir skili sér til þess sem vann. Talið er þó  að þessi kergja muni batna með tím­anum og Sand­ers bakki Clinton upp að lok­um.

Clinton og Trump

Síð­ustu daga hefur Trump ráð­ist með harka­legum hætti að Hill­ary Clinton og lét meðal ann­ars hafa eftir sér í vik­unni að ef hún ekki væri kona þá væri hún kannski með 5% atkvæða. Að hún spil­aði kvenna­kort­inu (e. Woman Card) ítrekað til að fá atkvæði. Ummælin fóru væg­ast sagt mjög illa í konur sem styðja Hill­ary Clinton í miklum mæli, og brást kosn­inga­bar­áttan hennar skjótt við og lét fram­leiða konu­kortið í snatri. Kortið hefur selst eins og heitar lummur og hefur hún safnað tveimur og hálfri milljón doll­arar á sölu korts­ins.

Hún hefur nýtt sér kvenn­fyr­ir­litn­ingu hans óspart og getur með því dregið mjög skýra línu sem sýnir hvers ólík þau eru.  Þá hefur hún líka safnað saman ummælum ann­arra repúblik­ana um Trump og hefur það mynd­skeið farið víða síð­ustu daga.

Búist er við því að kapp­ræður á milli fram­bjóð­end­anna og kosn­inga­bar­áttan verði blóð­ugri en venja er, og þó er ekki venja að sýna nein vett­linga­tök. Það er raun­veru­leg ástæða að hafa áhyggjur af því að Trump gæti orðið for­seti þó flest bendi til þess að Hill­ary Clinton  muni hafa sigur úr bítum í nóv­em­ber. Eins og ein­hver orð­aði það, þá eru Banda­ríkja­menn bara einum Clint­on-skandal frá því að Trump verði for­seti Banda­ríkj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None