Engin eining um kosningar í haust

Margir þingmenn Framsóknarflokksins hefðu viljað og vilja enn að kosið verði á næsta ári. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja það hafa verið óþarft að flýta kosningum.

Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson sögðu strax að kjörtímabilið yrði stytt um eitt þing. Þeir eru enn á því.
Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson sögðu strax að kjörtímabilið yrði stytt um eitt þing. Þeir eru enn á því.
Auglýsing

Mjög skiptar skoð­anir eru meðal stjórn­ar­þing­manna um það hvort rétt hafi verið að boða til kosn­inga í haust. Eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lýsti efa­semdum sínum um kosn­ingar í haust hafa nokkrir fylgt í kjöl­farið á opin­berum vett­vangi. Kjarn­inn hafði sam­band við þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks um mál­ið. Flestir fram­sókn­ar­menn sem náð­ist í voru þeirrar skoð­unar að ekki hefði þurft að flýta kosn­ing­um. Sú ákvörðun hafi bara verið tekin til að róa ástandið í sam­fé­lag­inu á örlaga­ríkum tím­um. „Sterk löngun fram­sókn­ar­manna er að ljúka verk­inu sem sett var upp sem 4ja ára plan,“ segir Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra til dæm­is. 

Byrj­aði með Ásmundi 

Það hefur verið ljóst frá því skömmu eftir að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið var end­ur­nýjað í apríl að ekki eru allir í stjórn­ar­lið­inu ánægðir með þær mála­lyktir að boða til kosn­inga í haust. Ásmundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, byrj­aði þessa umræðu fyrir nokkrum vik­um. Ásmundur Einar hóf strax í apríl að tala um að verið væri að „skoða mögu­leik­ann“ á því að kjósa í haust. Svo sagði hann að það liggi í raun ekk­ert á að kjósa, og að kosn­ingar eigi ekki að fara fram fyrr en mik­il­vægum verk­efnum sé lok­ið. Til­gang­ur­inn var mögu­lega sá að kanna við­brögðin við því að hætta við að halda kosn­ing­arnar í haust. 

Bæði Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sögðu hins vegar strax í kjöl­farið að ekki stæði til að breyta þeim áætl­unum að kjósa í haust. Það voru jú líka þeir tveir sem kynntu þá fyr­ir­ætl­un, þegar þeir greindu frá áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starfi flokk­anna í byrjun apr­íl. 

Auglýsing

„Við ætlum að stíga við­bót­ar­skref til að mæta kröfum um að virkja lýð­ræðið í land­inu til þess að koma til móts við þá stöðu sem hefur myndast, og hyggj­umst stefna að því að halda kosn­ingar í haust, stytta kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­ar­þing. Nákvæm dag­setn­ing á kosn­ing­unum mun ráð­ast á fram­vindu þing­mála,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son þá. Þegar Sig­urður Ingi var spurður að því hvort ein­ing hafi verið um ákvarð­an­irnar sem teknar voru sagði hann „al­gjör­lega.“ Það virð­ist hins vegar ljóst að svo var ekki og svo er ekki. Þetta á ekki síst við í hans flokki. 

„Sterk löng­un“ að klára fjögur ár 

Sigrún segir að loforð um kosningar hafi verið gefið til að róa ákveðið andrúmsloft. Sig­mundur Davíð tók svo við kefl­inu af Ásmundi Ein­ari þegar hann steig aftur í sviðs­ljósið eftir sjö vikna frí um síð­ustu helgi. Hann tal­aði um að menn hefðu haft „ein­hverjar hug­mynd­ir“ um kosn­ingar í haust. „Það er rétt að þeir [Sig­urður Ingi og Bjarni] sögðu að þeir væru reiðu­búnir til að ræða það að kosn­ingar færu fram snemma og nefndu haustið í því sam­hengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og ein­ungis ef, að öll mál næðu að klár­ast.“ 

Fleiri tóku í sama streng og gera það í svörum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Þó má ljóst vera af orðum Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem vitnað er til hér að ofan, að því var alltaf lofað frá byrjun að það yrðu kosn­ingar í haust og kjör­tíma­bilið stytt um eitt lög­gjaf­ar­þing. Margir fyr­ir­var­anna sem settir hafa verið komu eftir á. 

Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sagði nán­ast um leið og Sig­mundur Dav­íð, bara í við­tali á öðrum fjöl­miðli, Hring­braut, að hann hafi alltaf verið og sé enn mót­fall­inn því að kjósa fyrr.

Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra segir það vera sterka löngun hjá fram­sókn­ar­mönnum „að ljúka verk­inu sem sett var upp sem 4ja ára plan.“ Hún segir að það hafi verið á örlaga­ríkum þremur dög­um, þegar mikið gekk á, sem sagt hafi verið að kosið verði í haust ef tak­ist að koma for­gangs­málum rík­is­stjórn­ar­innar í höfn. Þetta hafi verið sagt til að róa ákveðið and­rúms­loft. 

Hún segir að öll hennar vinna í ráðu­neyt­inu miði engu að síður við kosn­ingar í haust, en henni þyki sárs­auka­fullt að geta ekki fylgt úr hlaði verk­efnum eins og Ramma­á­ætl­un. 

Lýð­ræð­is­legra að kjósa á næsta ári

„Per­sónu­lega finnst mér ekki tíma­bært að ákveða kjör­dag,“ segir Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir. Hún segir að horfa þurfi til þeirra verk­efna sem rík­is­stjórnin var kosin til að vinna að, eins og hús­næð­is­mál, verð­trygg­ing­ar­mál og end­ur­bætur á almanna­trygg­ing­ar­kerf­inu og fæð­ing­ar­or­lofi. „Þetta eru þau brýnu verk­efni sem horfa þarf til og klára. Þegar þeim er lokið er tíma­bært að ganga til kosn­inga. Hvort sem það er í haust eða síð­ar.“

 Silja Dögg Gunn­ars­dóttir segir að hún hefði kosið að lof­orð um kosn­ingar í haust hefði ekki verið gefið á sínum tíma. Ástæð­an: „ár­angur rík­is­stjórn­ar­innar er fram­úr­skar­andi góður og ég hefði viljað sjá þessa rík­is­stjórn klára fjög­urra ára kjör­tíma­bil.“ 

Willum Þór Þórs­son segir að búið sé að bregð­ast mynd­ar­lega við upp­lýs­inga­leka Panama­skjal­anna, með starfs­hópi og skýrslu. „Þessi rík­is­stjórn hefur mynd­ar­legan meiri­hluta, rétt­kjör­inn, og er með fjöl­mörg mik­il­væg mál í far­vatn­inu. Tím­inn til þess að klára mik­il­væg mál er mjög knappur með til­liti til kosn­inga í haust.“ 

„Mér finnst það lýð­ræð­is­legra og eðli­legra að þessi meiri­hluti fái að klára þau verk­efni sem og þann tíma sem hann var kos­inn til,“ segir Har­aldur Ein­ars­son. Hins vegar sé búið að gefa vænt­ingar um kosn­ingar í haust. „Það var gert á örlaga­tímum og á miklu hrað­i,“ segir hann, en vegna vænt­ing­anna muni hann styðja kosn­ingar í haust. 

„Ég tel að rétt­ast væri að kjósa vorið 2017 eins og ráð var fyrir gert við síð­ustu kosn­ing­ar,“ segir Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir. Hún virði hins vegar það sam­komu­lag að ganga til kosn­inga í haust ef vel gangi að klára mál. 

Sjálf­stæð­is­menn vilja standa við lof­orð en fannst sumum óþarfi að gefa það

„Það hefur ekk­ert breyst varð­andi það sem við for­sæt­is­ráð­herra höfum áður sagt að stefnt er að kosn­ingum í haust,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í byrjun vik­unn­ar, spurður um málið á Alþing­i. „Ég tek hins vegar fram að ég skil vel að skiptar skoð­anir séu um þessi efni. Við sáum það líka á könn­unum sem gerðar voru á sínum tíma meðal lands­manna. Það voru skiptar skoð­anir í þjóð­fé­lag­inu hvort kjósa ætti núna í vor eða í haust eða síð­ar, þannig að það kemur út af fyrir sig ekki á óvart. En við lögðum af stað í þessu end­ur­nýj­aða stjórn­ar­sam­starfi með þá hugs­un. Það hefur ekki verið rætt okkar í milli og stendur ekki til að gera breyt­ingar á því.“ 

Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill líka standa við það að kosið verði í haust, og Har­aldur Bene­dikts­son sömu­leið­is. Jón Gunn­ars­son seg­ist ein­fald­lega styðja nið­ur­stöðu for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

,Ég er fylgj­andi því að ganga til kosn­inga í haust.  Ég tel að mínum flokki verði vel tekið í þeim kosn­ing­um,“ segir Elín Hirst um mál­ið. Vil­hjálmur Árna­son segir að að sjálf­sögðu eigi að kjósa í haust, enda hafi þing­störf gengið vel und­an­far­ið. „Rétt­kjörin stjórn­völd eiga að sitja út sitt kjör­tíma­bil en mið­að við þær aðstæður sem voru uppi tel ég að for­ustu­menn ­stjórn­ar­flokk­anna hafi tekið hár­rétta ákvörðun með því að ­boða til kosn­inga í haust og við þá ákvörðun á að standa.“ 

Brynjar Níels­son taldi á sínum tíma að það væri ekki nauð­syn­legt að flýta kosn­ing­um. Það hafi þó verið nið­ur­staðan og hann eigi ekki von á öðru en að við það verði stað­ið. Sig­ríður And­er­sen segir að það verði að vera mjög sér­stakar ástæður til að rjúfa þing áður en umboð þeirra sam­kvæmt stjórn­ar­skránni renni út. „Það er umhugs­un­ar­efni hvort að slíkar aðstæður hafi verið fyrir hendi þegar hug­mynd um kosn­ingar í haust var fyrst nefnd.“ 

Ásmundur Frið­riks­son seg­ist hafa viljað klára sína vakt til fjög­urra ára og að það hafi verið ástæðu­laust að boða til þing­kosn­inga í haust. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None