Bráðabirgðaklósett fyrir sumarið slegin út af borðinu

Ekki þótti fýsilegt að koma upp bráðabirgðasalernum á fjölsóttum ferðamannastöðum í sumar. Meðal annars er ástæðan sú að það er ekki tími til þess.

ferðamenn í reykjavík
Auglýsing

Mikill skortur er á boðlegum almenningssalernum um allt land, og ekki er útlit fyrir að það breytist mikið í sumar. Stjórnstöð ferðamála ætlaði upphaflega að vera tilbúin með tillögur um forgangsröðun staða þar sem nauðsynlegt þykir að fjölga salernum fyrir ferðamenn í apríl síðastliðnum. Nú er stefnt að því að ljúka því verkefni í júní, en ljóst er að lítið mun gerast til viðbótar í salernismálum fyrir ferðamenn í sumar þar sem það tekur langan tíma að koma upp viðunandi aðstöðu, jafnvel þó hún eigi bara að vera til bráðabirgða.

Stjórnstöð ferðamála hóf vinnu tengda salernismálum í febrúar síðastliðnum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, sagði frá því í skýrslu um ferðamál sem hún lagði fyrir Alþingi í apríl síðastliðnum að síðar í þeim mánuði væru áætluð verklok. Af því varð hins vegar ekki. 

Hluti af þessu verkefni er skýrsla sem verkfræðistofan EFLA gerði fyrir Stjórnstöð ferðamála um stöðu og uppbyggingu salernismála á ferðamannastöðum á Íslandi. Sú skýrsla var kynnt fyrir nokkrum dögum og er fyrsta áfangaskýrsla af þremur sem birtar verða um þessi mál.

Auglýsing

Slæmt ástand víðast hvar

EFLA gerði úttekt á 66 vinsælum ferðamannastöðum um allt land, sem allir eru annað hvort innan þjóðgarðs, fólkvangs, friðlands, friðlýst náttúruvætti eða friðlýstar náttúruminjar. „Því er mikilvægt að byggja upp aðstöðu á þessum stöðum sem tekið getur á móti þeim fjölda ferðamanna sem staðina sækja og er viðunandi salernisaðstaða nauðsynlegur hluti þeirrar uppbyggingar,“ segir EFLA í skýrslu sinni. 

„Við marga af helstu ferðamannastöðum landsins er salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar,“ segir ennfremur í samantekt EFLU. „Þar sem hún er til staðar er hún oft á höndum einkaaðila sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini, t.d. bensínstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir.“ Allir sem rætt var við fyrir skýrsluna voru sammála um að mikill skortur sé um allt land á boðlegum almenningssalernum, sem séu undir eftirliti þjónustuaðila og opin eru allan sólarhringinn alla daga ársins. 

Bráðabirgðasalerni slegin út af borðinu

Í skýrslunni sem EFLA gerði fyrir Stjórnstöð ferðamála kemur fram að kannað hafi verið hvort fýsilegt væri að koma upp bráðabirgðasalernum frá og með sumrinu í sumar til þess að takast á við ástandið þar sem það er hvað verst. Haft var samráð við Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, skipulagsfulltrúa, Ferðamálastofu og fleiri en niðurstaðan var sú að það væri ekki fýsilegt að koma upp bráðabirgðasalernum þar sem þörfin er mest. 

Margar ástæður voru nefndar fyrir því að fara ekki í gerð bráðabirgðasalerna. Segja má að margar þeirra eigi það sameiginlegt að einfaldlega hafi ekki verið ráðist í verkefnið nógu snemma. Það þurfi framkvæmdaleyfi til að setja niður rotþrær og ekki sé tími til að sækja um öll leyfi fyrir sumarið. Sömu sögu er að segja af sjálfum klósettunum, því bestu bráðabirgðaklósettin eru með fjögurra mánaða afhendingartíma og væru því aldrei tilbúin fyrr en eftir sumarið. 

Þá ríkir óvissa um reksturinn á salernunum auk þess sem deilur við landeigendur koma sums staðar í veg fyrir alla uppbyggingu. Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa settu sig líka öll upp á móti bráðabirgðalausnum vegna þess að þær töldu hættu á að slíkar lausnir myndu hægja á eða stöðva uppbyggingu á varanlegum lausnum. 

Hundruðum milljóna úthlutað í salernismál

Af þessum 66 stöðum sem skoðaðir voru þóttu aðeins 19 þeirra vera í lagi. Allir aðrir staðir voru ýmist við þolmörk, aðstöðu ábótavant eða ástandið talið slæmt. Níu staðir komu verst út allra, þar sem talið er nauðsynlegt að ráðast í úrbætur á klósettmálum. Það eru Jökulsárlón, Goðafoss, Dettifoss, Seljalandsfoss, Grábrók, Látrabjarg, Hjálparfoss, Dyrhóley og Kerið. 

Við Hjálparfoss og Dyrhólaey verður bætt úr í sumar með styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Í Dyrhólaey á að koma upp aðstöðu í sumar. Við Seljalandsfoss sótti sveitarfélagið þar um styrk í sama sjóð til að geta stækkað salernisaðstöðu, en fékk ekki styrk til þess. 

Búið er að úthluta um 300 milljónum króna í úrbætur í salernismálum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári og síðasta. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None