Bráðabirgðaklósett fyrir sumarið slegin út af borðinu

Ekki þótti fýsilegt að koma upp bráðabirgðasalernum á fjölsóttum ferðamannastöðum í sumar. Meðal annars er ástæðan sú að það er ekki tími til þess.

ferðamenn í reykjavík
Auglýsing

Mik­ill skortur er á boð­legum almenn­ings­sal­ernum um allt land, og ekki er útlit fyrir að það breyt­ist mikið í sum­ar. Stjórn­stöð ferða­mála ætl­aði upp­haf­lega að vera til­búin með­ ­til­lögur um for­gangs­röðun staða þar sem nauð­syn­legt þykir að ­fjölga sal­ernum fyrir ferða­menn í apríl síð­ast­liðn­um. Nú er ­stefnt að því að ljúka því verk­efni í júní, en ljóst er að ­lítið mun ger­ast til við­bótar í sal­ern­is­málum fyrir ferða­menn í sumar þar sem það tekur langan tíma að koma upp við­un­and­i að­stöðu, jafn­vel þó hún eigi bara að vera til bráða­birgða.

Stjórn­stöð ferða­mála hóf vinnu tengda sal­ern­is­málum í febr­ú­ar ­síð­ast­liðn­um. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, ráð­herra ­ferða­mála, sagði frá því í skýrslu um ferða­mál sem hún­ lagði fyrir Alþingi í apríl síð­ast­liðnum að síðar í þeim ­mán­uði væru áætluð verk­lok. Af því varð hins vegar ekki. 

Hlut­i af þessu verk­efni er skýrsla sem verk­fræði­stofan EFLA gerð­i ­fyrir Stjórn­stöð ferða­mála um stöðu og upp­bygg­ing­u sal­ern­is­mála á ferða­manna­stöðum á Íslandi. Sú skýrsla var kynnt fyrir nokkrum dögum og er fyrsta áfanga­skýrsla af þrem­ur ­sem birtar verða um þessi mál.

Auglýsing

Slæmt ástand víð­ast hvar

EFLA gerði úttekt á 66 vin­sælum ferða­manna­stöðum um allt land, sem allir eru annað hvort innan þjóð­garðs, fólk­vangs, friðlands, frið­lýst nátt­úru­vætti eða frið­lýstar nátt­úru­minj­ar. „Því er mik­il­vægt að byggja upp aðstöðu á þessum stöðum sem tekið getur á móti þeim fjölda ferða­manna sem stað­ina sækja og er við­un­andi sal­ern­is­að­staða nauð­syn­legur hluti þeirrar upp­bygg­ing­ar,“ segir EFLA í skýrslu sinn­i. 

„Við marga af helstu ferða­manna­stöðum lands­ins er sal­ern­is­að­staða mjög fátæk­leg og sum­staðar hrein­lega ekki til stað­ar,“ segir enn­fremur í sam­an­tekt EFLU. „Þar sem hún er til staðar er hún oft á höndum einka­að­ila sem bjóða upp á sal­erni fyrir sína við­skipta­vini, t.d. bens­ín­stöðv­ar, mat­sölu­staðir og minja­gripa­búð­ir.“ Allir sem rætt var við fyrir skýrsl­una voru sam­mála um að mik­ill skortur sé um allt land á boð­legum almenn­ings­sal­ern­um, sem séu undir eft­ir­liti þjón­ustu­að­ila og opin eru allan sól­ar­hring­inn alla daga árs­ins. 

Bráða­birgðasal­ern­i ­s­legin út af borð­inu

Í skýrsl­unni sem EFLA gerði fyrir Stjórn­stöð ferða­mála kemur fram að kannað hafi verið hvort fýsi­legt væri að koma upp bráða­birgðasal­ernum frá og með sumr­inu í sumar til þess að takast á við ástandið þar sem það er hvað verst. Haft var sam­ráð við Skipu­lags­stofn­un, Umhverf­is­stofn­un, skipu­lags­full­trúa, Ferða­mála­stofu og fleiri en nið­ur­staðan var sú að það væri ekki fýsi­legt að koma upp bráða­birgðasal­ernum þar sem þörfin er mest. 

Margar ástæður voru nefndar fyrir því að fara ekki í gerð bráða­birgðasal­erna. Segja má að margar þeirra eigi það sam­eig­in­legt að ein­fald­lega hafi ekki verið ráð­ist í verk­efnið nógu snemma. Það þurfi fram­kvæmda­leyfi til að setja niður rot­þrær og ekki sé tími til að sækja um öll leyfi fyrir sum­ar­ið. Sömu sögu er að segja af sjálfum kló­sett­un­um, því bestu bráða­birgða­kló­settin eru með fjög­urra mán­aða afhend­ing­ar­tíma og væru því aldrei til­búin fyrr en eftir sum­ar­ið. 

Þá ríkir óvissa um rekst­ur­inn á sal­ern­unum auk þess sem deilur við land­eig­endur koma sums staðar í veg fyrir alla upp­bygg­ingu. Skipu­lags­stofn­un, Umhverf­is­stofnun og Ferða­mála­stofa settu sig líka öll upp á móti bráða­birgða­lausnum vegna þess að þær töldu hættu á að slíkar lausnir myndu hægja á eða stöðva upp­bygg­ingu á var­an­legum lausn­um. 

Hund­ruð­u­m millj­óna úthlutað í sal­ern­is­mál

Af þessum 66 stöðum sem skoð­aðir voru þóttu aðeins 19 þeirra vera í lagi. Allir aðrir staðir voru ýmist við þol­mörk, aðstöðu ábóta­vant eða ástandið talið slæmt. Níu staðir komu verst út allra, þar sem talið er nauð­syn­legt að ráð­ast í úrbætur á kló­sett­mál­um. Það eru Jök­ulsár­lón, Goða­foss, Detti­foss, Selja­lands­foss, Grá­brók, Látra­bjarg, Hjálp­ar­foss, Dyr­hóley og Ker­ið. 

Við Hjálp­ar­foss og Dyr­hólaey verður bætt úr í sumar með styrk frá Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða. Í Dyr­hólaey á að koma upp aðstöðu í sum­ar. Við Selja­lands­foss sótti sveit­ar­fé­lagið þar um styrk í sama sjóð til að geta stækkað sal­ern­is­að­stöðu, en fékk ekki styrk til þess. 

Búið er að úthluta um 300 millj­ónum króna í úrbætur í sal­ern­is­málum úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða á þessu ári og síð­asta. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None