Breytt heimsmynd

Ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu er mikil heimspólitísk tíðindi. Fjárfestar hafa brugðist við tíðindunum með neikvæðum hætti. Óvissan um hvað sé framundan er algjör.

Brexit á mörkuðum
Auglýsing

„Hvað eru Bretar að hugs­a?“ sagði einn pabb­inn, þegar við ­feðgar vorum að koma í skól­ann í morg­un, við 109. stræti, milli Broa­d­way og Am­ster­dam, vest­an­megin á Man­hatt­an. Nem­endur í skól­anum þar koma frá yfir 90 lönd­um. Skóla­sam­fé­lagið í PS 165 er því eins og þver­skurður af alþjóða­vædd­um heimi.

Pabb­inn, sem sjálfur kemur frá Egypta­landi, var að velta ­fyrir sér nið­ur­stöð­unni úr Brex­it-­kosn­ing­unum svo­nefndu, en eins og kunn­ugt er, og fjallað hefur verið um ítar­lega í dag á vef Kjarn­ans og ann­ars stað­ar, þá kusu Bretar gegn á­fram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Leið­togar ESB hafa þrýst á Breta um að flýta form­legri útgöngu og eyða óvissu um hvernig staðið verður að því. Da­vid Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra, hefur þegar til­kynnt um afsögn sína. 

„Ég fæ í mag­ann. Sáu þið töl­urnar frá­ ­mörk­uð­unum í morg­un?“ sagði annar pabb­inn, þegar við gengum til baka frá stof­unni þar ­sem börnin hitt­ast í Pre-K. Sá kemur frá Hollandi, og hefur oft í vetur minnst á það, hversu slæmt er að finna fyrir upp­gangi for­dóma, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Honum finnst þetta sýni­legra, en áður. Hann er ekki einn um það.

AuglýsingSögu­legir tímar

Stutt sam­töl sem þessi, hafa örugg­lega verið mörg hjá fólki víða um heim í dag. Hvað þýðir Brexit fyrir póli­tísk lands­lag í heim­in­um, og þar með talið Ís­land? Engin skýr svör liggja fyr­ir, en sé mið tekið af fyrstu við­brögðum á fjár­magns­mörk­uð­um, hér í hjarta hinnar kapa­tal­ísku ver­aldar í New York, þá virð­ist sem nið­ur­staðan í kosn­ing­unum hafi komið mörgum fjár­festum á óvart. Það er eitt að vita af mögu­leik­an­um, en annað að reikna með því í fjár­fest­ing­um. Strax við opnun fyrstu mark­aða var ljóst að það stefndi í svartan föstu­dag. Í Asíu opn­uðu mark­aðir með bólgnum rauðum tölum lækk­un­ar. Nikkei vístalan í Jap­an ­féll um 7,8 pró­sent, og hluta­bréf skráð í kaup­höll­inni í Shang­hai féllu um þrjú ­pró­sent. Þá var aug­ljóst á fyrstu merkjum frá mark­aðn­um, að fjár­munir voru að ­fær­ast hratt yfir í banda­rísk rík­is­skulda­bréf og gull, að því er fram kom í morg­un­póst­i Bloomberg í morg­un. 

Markaðir hafa orðið fyrir áfalli í dag, og hefur virði hlutabréfa í fyrirtækjum hrunið. Einkum í breskum fjármálafyrirtækjum. Mynd: EPA.Á Íslandi sást þetta meðal ann­ars á því, að gengi punds­ins veikt­ist um 6,16 pró­sent gagn­vart krón­unni, og kost­aði pundið tæp­lega 170 krón­ur eftir lokun mark­aða. Á sama tíma styrkt­ist gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart krón­unni um 1,9 pró­sent, og kost­aði dal­ur­inn um 125 krónur við lok­un.

Mikil áhrif, en hvaða á­hrif?

Fleira mætti telja til, sem sýnir glögg­lega við­brögð fjár­festa við þessum tíð­ind­um. Þannig lækk­aði verð á hrá­olíu í verði um tæp­lega fimm pró­sent. Tunnan kostar nú 48 Banda­ríkja­dali á mark­aði í Banda­ríkj­um. Hluta­bréf hafa fallið mikið í verði um nær allan heim. Hluta­bréf í bönkum hafa lækkað enn meira, eða um allt að 30 pró­sent. Mesta lækk­unin var hjá Royal Bank of Scotland, sem breska ríkið á meiri­hluta í, og Barclays, en þessi bresku bankar lækk­uðu um ríf­lega 20 pró­sent að mark­aðsvirði í dag.

Aðeins á dög­un­um æsi­legu, haustið 2008, hafa sést við­líka tölur á mörk­uð­um. Í Þýska­landi hafa hluta­bréf ­fallið um tæp­lega sjö pró­sent og vísi­tala Nas­daq í Banda­ríkj­unum hefur fall­ið um þrjú pró­sent, sem telst mikil dags­lækk­un.

Van­traust­ið, sem fjár­festar sýna breskum mark­aði, er því al­gjört í dag, og það sem verra er þá virð­ast ekki vera nein svör uppi um hvað sé framund­an. Ein­hverra hluta vegna, er ekk­ert plan um hvernig standa skuli að út­leið Bret­lands úr ESB. Hvað þýðir þetta fram­vegis fyrir atvinnu­frelsi, frjálsa för fólks og sam­eig­in­lega rann­sókn­ar­starf ESB-landa? Svörin við þessu eru eng­in, enn sem komið er, en aðlög­un­ar­tími að þessi ákvörðun er tvö ár ­sam­kvæmt lögum og reglum ESB.Talar fyrir sam­vinnu

Frá póli­tíska svið­inu héðan í Banda­ríkj­un­um, óma ólík­ar radd­ir, þegar Brex­it-­nið­ur­staðan er ann­ars veg­ar. Á sama tíma og Don­ald J. Trump, sem allt stefnir í að verði full­trúi Repúblik­ana í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber, fagnar nið­ur­stöð­unni – meira að segja í Bret­landi – þá hefur Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, talað fyrir mik­il­vægi þess að Evr­ópa sé í nán­u póli­tísku sam­starfi og að Bret­land sé hluti af ESB. Þetta hefur hann raun­ar marg­ít­rek­að, og gerði sér sér­stak­lega far um að fara til Bret­lands og ítreka þessa skoðun sína, í aðdrag­anda kosn­ing­anna. En það hafði ekki áhrif, frekar en varn­að­ar­orð fjöl­margra ann­arra þjóð­ar­leið­toga og tals­manna alþjóða­sam­starfs. Ein þeirra sem eyddi púðri í að skýra það fyrir umheim­in­um, að útganga Breta ­myndi hafa mikil alþjóða­póli­tísk og efna­hags­leg áhrif, var Christine Lag­ar­de, fram­kvæmd­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Hún og allir aðr­ir, sem tjáðu sig í að­drag­anda kosn­ing­anna, eiga það sam­eig­in­legt að geta ekki svarað því með­ ­neinni vissu hver áhrifin verða til lengri tíma, á efna­hag Breta.

Christine Lagarde, sem margir telja áhrifamestu konu heims, hefur eytt miklum tíma undanfarna mánuði, í að ræða um djúpar og miklar afleiðingar sem útleið Breta úr ESB kunni að hafa til framtíðar. Þar sé óvissan erfiðust. Mynd: EPA.

Ein­angr­un­ar­hag­kerf­ið?

Breska hag­kerfið er ólíkt flestum öðrum ESB-­ríkjum að því ­leyti að það er með breska pundið og sjálf­stæðan seðla­banka, Eng­lands­banka, sem bak­bein, ef svo má að orði kom­ast. Evran er ekki gjald­mið­ill þess, og í því liggur mik­ill mun­ur, sé mið tekið af efna­hag ríkja eins og Þýska­lands, Frakk­lands og Ítal­íu. Úrsögn Bret­lands mun hins vegar aug­ljós­lega veikja efna­hags­lega umgjörð á Evr­ópu­sam­bands­svæð­inu, að mati álit­gjafa helst­u á­lits­gjafa hér vestra. Meðal ann­ars þess vegna virð­ast stærst­u fjár­mála­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna hafa verið búin að búa sig undir mögu­lega úr­sagn­ar­nið­ur­stöðu. Þannig bár­ust fréttir af því í dag að Morgan Stanley væri þegar far­inn að und­ir­búa flutn­ing á starf­semi, sem væri með tvö þús­und störf und­ir, til Frank­furt og Dublin.

Staða efna­hags­mála í Bret­landi hefur farið batn­and­i und­an­farin miss­eri. Atvinnu­leysi er um fimm pró­sent, en hag­vöxtur hefur ver­ið ­lít­ill, eins og er víð­tækt vanda­mál í allri Evr­ópu. 

Eitt af því sem Brex­it-­nið­ur­staðan sýnir glögg­lega er mik­ill skoð­ana­munur ungra og gam­alla kjól­senda. Þannig vildu 73 pró­sent þeirra sem eru í yngsta kjós­enda­hópn­um, 18 til 24 ára, að Bret­land yrði áfram í ESB, en 60 pró­sent 45 ára og eldri vildu að Bret­land færi úr sam­band­inu.

Hér sést glögglega munur á milli viðhorfa ungra og eldri kjósenda. Mynd: BBC.

Bret­land er þjón­ustu­stór­veldi, sem hag­kerfi, en um 78 ­pró­sent af störfum í land­inu eru tengd þjón­ustu af ýmsum toga. Í höf­uð­borg­inn­i London hefur fjár­mála­þjón­usta – í City hverf­inu svo­nefnda – vaxið hratt á und­an­förnum árum, en blikur eru nú á lofti, þar sem stærstu fjá­mála­stofn­an­ir heims­ins þurfa að spyrja sig að því, hvort sé rétt að stýra starf­semi frá land­i ­sem hefur valið að ein­angra sig póli­tískt frá innri mark­aði Evr­ópu. Svo virð­is­t ­sem Morgan Stanley hafi svarað þessu neit­andi, en ekki er víst að allir ger­i það. Með útgöngu Bret­lands fer þriðja fjöl­menn­asta ríki ESB úr sam­band­inu, og þar með 65 millj­ónir manna. Þýska­land er fjöl­menn­ast með 81 milljón íbúa og Frakk­land er álíka stórt og Bret­land, með 66 millj­ón­ir. Ítalía er með tæp­lega 61 milljón íbúa. Þessi ríki hafa verið hryggjar­stykkið í Evr­ópu­sam­band­in­u ára­tugum sam­an, og úrsögn Bret­lands er ein­stök og sögu­leg, á nán­ast alla mælikvarða.

Vita það ekki sjálfir

Pabb­inn frá Egypta­landi spurði í morg­un, hvað Bretar væru að hugsa, og þó hann hafi gert þetta á hlaup­um, þá er þetta lyk­il­spurn­ing, sem þeir virð­ast ekki vera með svarið við sjálf­ir. Í það minnsta ekki strax. Staða ­Banda­ríkj­anna, sem efna­hags­veld­is, gæti styrkst við þetta, en það gæti verið á kostnað póli­tískrar sam­vinnu, þvert á landa­mæri. Það eru svörin sem flest­ir á­lits­gjafar hafa komið með fram í umræð­una, á þessum örlaga­ríka degi.

Hvað Ísland varð­ar, eru miklir hags­munir í húfi. Um 19 ­pró­sent erlendra ferða­manna koma frá Bret­landi, og hefur vöxt­ur­inn í ferð­u­m þaðan verið með ólík­indum síð­ustu ár. Þá seljum við vörur og þjón­ustu fyrir um 120 millj­arða á ári til Bret­lands, og flytjum inn vörur og þjón­ustu fyrir um 90 millj­arða. Við­skipta­sam­bandið er sterkt og byggir á ára­tuga­sögu, ekki síst þegar kemur að við­skiptum með þorsk. Þessa hags­muni þurfa íslensk stjórn­völd að ­leggj­ast yfir, og reyna að finna leiðir til að verja þá, og hugs­an­lega nýta tæki­færi sem geta falist í því að Bretar hafi valið að standa utan ESB eins og Ís­land, Nor­egur og Sviss gera. Ein­hvers­konar hags­muna­banda­lag ríkja, sem eru utan ESB, gæti orðið sterkara við þetta, þó erfitt sé að segja til um það. Inn­viðir Bret­lands gætu líka tekið breyt­ing­um, einkum ef Skotland end­ur­metur stöðu sína og stendur sjálf­stætt eft­ir. 

Margir fá vafa­lítið „í mag­ann“, eins og hol­lenski pabb­inn, en nú mun reyna á að ný rík­is­stjórn í Bret­landi, sem tekur við stjórn­ar­taumunum á næstu mán­uð­um, leiði landið inn í nýjan veru­leika sem í augna­blik­inu er hul­inn óvissu­skýi. Heims­myndin er breytt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None