Breytt heimsmynd

Ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu er mikil heimspólitísk tíðindi. Fjárfestar hafa brugðist við tíðindunum með neikvæðum hætti. Óvissan um hvað sé framundan er algjör.

Brexit á mörkuðum
Auglýsing

„Hvað eru Bretar að hugs­a?“ sagði einn pabb­inn, þegar við ­feðgar vorum að koma í skól­ann í morg­un, við 109. stræti, milli Broa­d­way og Am­ster­dam, vest­an­megin á Man­hatt­an. Nem­endur í skól­anum þar koma frá yfir 90 lönd­um. Skóla­sam­fé­lagið í PS 165 er því eins og þver­skurður af alþjóða­vædd­um heimi.

Pabb­inn, sem sjálfur kemur frá Egypta­landi, var að velta ­fyrir sér nið­ur­stöð­unni úr Brex­it-­kosn­ing­unum svo­nefndu, en eins og kunn­ugt er, og fjallað hefur verið um ítar­lega í dag á vef Kjarn­ans og ann­ars stað­ar, þá kusu Bretar gegn á­fram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Leið­togar ESB hafa þrýst á Breta um að flýta form­legri útgöngu og eyða óvissu um hvernig staðið verður að því. Da­vid Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra, hefur þegar til­kynnt um afsögn sína. 

„Ég fæ í mag­ann. Sáu þið töl­urnar frá­ ­mörk­uð­unum í morg­un?“ sagði annar pabb­inn, þegar við gengum til baka frá stof­unni þar ­sem börnin hitt­ast í Pre-K. Sá kemur frá Hollandi, og hefur oft í vetur minnst á það, hversu slæmt er að finna fyrir upp­gangi for­dóma, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Honum finnst þetta sýni­legra, en áður. Hann er ekki einn um það.

AuglýsingSögu­legir tímar

Stutt sam­töl sem þessi, hafa örugg­lega verið mörg hjá fólki víða um heim í dag. Hvað þýðir Brexit fyrir póli­tísk lands­lag í heim­in­um, og þar með talið Ís­land? Engin skýr svör liggja fyr­ir, en sé mið tekið af fyrstu við­brögðum á fjár­magns­mörk­uð­um, hér í hjarta hinnar kapa­tal­ísku ver­aldar í New York, þá virð­ist sem nið­ur­staðan í kosn­ing­unum hafi komið mörgum fjár­festum á óvart. Það er eitt að vita af mögu­leik­an­um, en annað að reikna með því í fjár­fest­ing­um. Strax við opnun fyrstu mark­aða var ljóst að það stefndi í svartan föstu­dag. Í Asíu opn­uðu mark­aðir með bólgnum rauðum tölum lækk­un­ar. Nikkei vístalan í Jap­an ­féll um 7,8 pró­sent, og hluta­bréf skráð í kaup­höll­inni í Shang­hai féllu um þrjú ­pró­sent. Þá var aug­ljóst á fyrstu merkjum frá mark­aðn­um, að fjár­munir voru að ­fær­ast hratt yfir í banda­rísk rík­is­skulda­bréf og gull, að því er fram kom í morg­un­póst­i Bloomberg í morg­un. 

Markaðir hafa orðið fyrir áfalli í dag, og hefur virði hlutabréfa í fyrirtækjum hrunið. Einkum í breskum fjármálafyrirtækjum. Mynd: EPA.Á Íslandi sást þetta meðal ann­ars á því, að gengi punds­ins veikt­ist um 6,16 pró­sent gagn­vart krón­unni, og kost­aði pundið tæp­lega 170 krón­ur eftir lokun mark­aða. Á sama tíma styrkt­ist gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart krón­unni um 1,9 pró­sent, og kost­aði dal­ur­inn um 125 krónur við lok­un.

Mikil áhrif, en hvaða á­hrif?

Fleira mætti telja til, sem sýnir glögg­lega við­brögð fjár­festa við þessum tíð­ind­um. Þannig lækk­aði verð á hrá­olíu í verði um tæp­lega fimm pró­sent. Tunnan kostar nú 48 Banda­ríkja­dali á mark­aði í Banda­ríkj­um. Hluta­bréf hafa fallið mikið í verði um nær allan heim. Hluta­bréf í bönkum hafa lækkað enn meira, eða um allt að 30 pró­sent. Mesta lækk­unin var hjá Royal Bank of Scotland, sem breska ríkið á meiri­hluta í, og Barclays, en þessi bresku bankar lækk­uðu um ríf­lega 20 pró­sent að mark­aðsvirði í dag.

Aðeins á dög­un­um æsi­legu, haustið 2008, hafa sést við­líka tölur á mörk­uð­um. Í Þýska­landi hafa hluta­bréf ­fallið um tæp­lega sjö pró­sent og vísi­tala Nas­daq í Banda­ríkj­unum hefur fall­ið um þrjú pró­sent, sem telst mikil dags­lækk­un.

Van­traust­ið, sem fjár­festar sýna breskum mark­aði, er því al­gjört í dag, og það sem verra er þá virð­ast ekki vera nein svör uppi um hvað sé framund­an. Ein­hverra hluta vegna, er ekk­ert plan um hvernig standa skuli að út­leið Bret­lands úr ESB. Hvað þýðir þetta fram­vegis fyrir atvinnu­frelsi, frjálsa för fólks og sam­eig­in­lega rann­sókn­ar­starf ESB-landa? Svörin við þessu eru eng­in, enn sem komið er, en aðlög­un­ar­tími að þessi ákvörðun er tvö ár ­sam­kvæmt lögum og reglum ESB.Talar fyrir sam­vinnu

Frá póli­tíska svið­inu héðan í Banda­ríkj­un­um, óma ólík­ar radd­ir, þegar Brex­it-­nið­ur­staðan er ann­ars veg­ar. Á sama tíma og Don­ald J. Trump, sem allt stefnir í að verði full­trúi Repúblik­ana í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber, fagnar nið­ur­stöð­unni – meira að segja í Bret­landi – þá hefur Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, talað fyrir mik­il­vægi þess að Evr­ópa sé í nán­u póli­tísku sam­starfi og að Bret­land sé hluti af ESB. Þetta hefur hann raun­ar marg­ít­rek­að, og gerði sér sér­stak­lega far um að fara til Bret­lands og ítreka þessa skoðun sína, í aðdrag­anda kosn­ing­anna. En það hafði ekki áhrif, frekar en varn­að­ar­orð fjöl­margra ann­arra þjóð­ar­leið­toga og tals­manna alþjóða­sam­starfs. Ein þeirra sem eyddi púðri í að skýra það fyrir umheim­in­um, að útganga Breta ­myndi hafa mikil alþjóða­póli­tísk og efna­hags­leg áhrif, var Christine Lag­ar­de, fram­kvæmd­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Hún og allir aðr­ir, sem tjáðu sig í að­drag­anda kosn­ing­anna, eiga það sam­eig­in­legt að geta ekki svarað því með­ ­neinni vissu hver áhrifin verða til lengri tíma, á efna­hag Breta.

Christine Lagarde, sem margir telja áhrifamestu konu heims, hefur eytt miklum tíma undanfarna mánuði, í að ræða um djúpar og miklar afleiðingar sem útleið Breta úr ESB kunni að hafa til framtíðar. Þar sé óvissan erfiðust. Mynd: EPA.

Ein­angr­un­ar­hag­kerf­ið?

Breska hag­kerfið er ólíkt flestum öðrum ESB-­ríkjum að því ­leyti að það er með breska pundið og sjálf­stæðan seðla­banka, Eng­lands­banka, sem bak­bein, ef svo má að orði kom­ast. Evran er ekki gjald­mið­ill þess, og í því liggur mik­ill mun­ur, sé mið tekið af efna­hag ríkja eins og Þýska­lands, Frakk­lands og Ítal­íu. Úrsögn Bret­lands mun hins vegar aug­ljós­lega veikja efna­hags­lega umgjörð á Evr­ópu­sam­bands­svæð­inu, að mati álit­gjafa helst­u á­lits­gjafa hér vestra. Meðal ann­ars þess vegna virð­ast stærst­u fjár­mála­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna hafa verið búin að búa sig undir mögu­lega úr­sagn­ar­nið­ur­stöðu. Þannig bár­ust fréttir af því í dag að Morgan Stanley væri þegar far­inn að und­ir­búa flutn­ing á starf­semi, sem væri með tvö þús­und störf und­ir, til Frank­furt og Dublin.

Staða efna­hags­mála í Bret­landi hefur farið batn­and­i und­an­farin miss­eri. Atvinnu­leysi er um fimm pró­sent, en hag­vöxtur hefur ver­ið ­lít­ill, eins og er víð­tækt vanda­mál í allri Evr­ópu. 

Eitt af því sem Brex­it-­nið­ur­staðan sýnir glögg­lega er mik­ill skoð­ana­munur ungra og gam­alla kjól­senda. Þannig vildu 73 pró­sent þeirra sem eru í yngsta kjós­enda­hópn­um, 18 til 24 ára, að Bret­land yrði áfram í ESB, en 60 pró­sent 45 ára og eldri vildu að Bret­land færi úr sam­band­inu.

Hér sést glögglega munur á milli viðhorfa ungra og eldri kjósenda. Mynd: BBC.

Bret­land er þjón­ustu­stór­veldi, sem hag­kerfi, en um 78 ­pró­sent af störfum í land­inu eru tengd þjón­ustu af ýmsum toga. Í höf­uð­borg­inn­i London hefur fjár­mála­þjón­usta – í City hverf­inu svo­nefnda – vaxið hratt á und­an­förnum árum, en blikur eru nú á lofti, þar sem stærstu fjá­mála­stofn­an­ir heims­ins þurfa að spyrja sig að því, hvort sé rétt að stýra starf­semi frá land­i ­sem hefur valið að ein­angra sig póli­tískt frá innri mark­aði Evr­ópu. Svo virð­is­t ­sem Morgan Stanley hafi svarað þessu neit­andi, en ekki er víst að allir ger­i það. Með útgöngu Bret­lands fer þriðja fjöl­menn­asta ríki ESB úr sam­band­inu, og þar með 65 millj­ónir manna. Þýska­land er fjöl­menn­ast með 81 milljón íbúa og Frakk­land er álíka stórt og Bret­land, með 66 millj­ón­ir. Ítalía er með tæp­lega 61 milljón íbúa. Þessi ríki hafa verið hryggjar­stykkið í Evr­ópu­sam­band­in­u ára­tugum sam­an, og úrsögn Bret­lands er ein­stök og sögu­leg, á nán­ast alla mælikvarða.

Vita það ekki sjálfir

Pabb­inn frá Egypta­landi spurði í morg­un, hvað Bretar væru að hugsa, og þó hann hafi gert þetta á hlaup­um, þá er þetta lyk­il­spurn­ing, sem þeir virð­ast ekki vera með svarið við sjálf­ir. Í það minnsta ekki strax. Staða ­Banda­ríkj­anna, sem efna­hags­veld­is, gæti styrkst við þetta, en það gæti verið á kostnað póli­tískrar sam­vinnu, þvert á landa­mæri. Það eru svörin sem flest­ir á­lits­gjafar hafa komið með fram í umræð­una, á þessum örlaga­ríka degi.

Hvað Ísland varð­ar, eru miklir hags­munir í húfi. Um 19 ­pró­sent erlendra ferða­manna koma frá Bret­landi, og hefur vöxt­ur­inn í ferð­u­m þaðan verið með ólík­indum síð­ustu ár. Þá seljum við vörur og þjón­ustu fyrir um 120 millj­arða á ári til Bret­lands, og flytjum inn vörur og þjón­ustu fyrir um 90 millj­arða. Við­skipta­sam­bandið er sterkt og byggir á ára­tuga­sögu, ekki síst þegar kemur að við­skiptum með þorsk. Þessa hags­muni þurfa íslensk stjórn­völd að ­leggj­ast yfir, og reyna að finna leiðir til að verja þá, og hugs­an­lega nýta tæki­færi sem geta falist í því að Bretar hafi valið að standa utan ESB eins og Ís­land, Nor­egur og Sviss gera. Ein­hvers­konar hags­muna­banda­lag ríkja, sem eru utan ESB, gæti orðið sterkara við þetta, þó erfitt sé að segja til um það. Inn­viðir Bret­lands gætu líka tekið breyt­ing­um, einkum ef Skotland end­ur­metur stöðu sína og stendur sjálf­stætt eft­ir. 

Margir fá vafa­lítið „í mag­ann“, eins og hol­lenski pabb­inn, en nú mun reyna á að ný rík­is­stjórn í Bret­landi, sem tekur við stjórn­ar­taumunum á næstu mán­uð­um, leiði landið inn í nýjan veru­leika sem í augna­blik­inu er hul­inn óvissu­skýi. Heims­myndin er breytt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None