Guðni með mest fylgi í kosningaspánni fyrir kosningar

Guðni Th. Jóhannesson mun standa uppi sem sigurvegari forsetakosninganna samkvæmt kosningaspánni. Hann mælist með 45,8 prósent fylgi. Kjörsókn getur skekkt niðurstöður kosningaspárinnar miðað við úrslit kosninga.

Guðni Th. Jóhannesson hefur mælst með mest fylgi allra níu frambjóðenda síðan kosningaspáin var gerð fyrst 13. maí.
Guðni Th. Jóhannesson hefur mælst með mest fylgi allra níu frambjóðenda síðan kosningaspáin var gerð fyrst 13. maí.
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son mælist með 45,8 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­inga­spánni sem gerð er fyrir for­seta­ko­sn­ign­arnar á morg­un. Halla Tóm­as­dóttir mælist nú með 18,2 pró­sent fylgi og hefur síðan kosn­inga­spáin var birt síð­ast, 16. júni, bætt við sig rúm­lega sex pró­sentu­stigum á kostnað Guðna.

Davíð Odds­son og Andri Snær Magna­son eru með nán­ast jafn mik­inn stuðn­ing í emb­ætti for­seta. Davíð mælist nú með 15,7 pró­sent og Andri Snær með 15,2 pró­sent. Mun­ur­inn á milli þeirra er innan vik­marka.

Í kosn­ing­unum á morgun benda allar vís­bend­ingar sem finna má í kosn­inga­spánni til þess að Guðni Th. Jóhann­es­son verði kjör­inn for­seti. Stærsta spurn­inga­merkið er hins vegar við kosn­inga­þátt­tök­una. Kjör­sóknin mun að öllum lík­indum skekkja kosn­inga­spána í sam­an­burði við kosn­inga­úr­slitin sem kynnt verða á sunnu­dags­morg­un.

Auglýsing

Erfitt er að áætla hversu margir muni skila sér á kjör­stað. Sé sögu­leg kosn­inga­þátt­taka í for­seta­kosn­ingum skoðuð sést að þegar val­inn hefur verið nýr for­seti þá hefur þátt­takan verið nokkuð góð eða yfir 82 pró­sent. Í þau þrjú skipti sem for­seti hefur verið end­ur­kjör­inn hefur kosn­inga­þátt­takan hins vegar verið minni.

Kjörsókn í forsetakosningum 1952 til 2012.

Í for­seta­kosn­ing­unum árið 2012 var kjör­sókn 69,3 pró­sent og árið 2004 var hún 62,9 pró­sent. Í bæði skiptin var Ólafur Ragnar Gríms­son end­ur­kjör­inn for­seti Íslands. Þegar hann sótt­ist eftir emb­ætt­inu í fyrsta sinn árið 1996 greiddu 85,9 pró­sent kosn­inga­bærra íslend­inga atkvæði. Áður hafði Vig­dís Finn­boga­dóttir sóst eftir end­ur­kjöri árið 1988. Kosn­inga­þátt­takan var þá 72,8 pró­sent.

Í nýlegum rann­sóknum hefur verið sýnt fram á að kosn­inga­þátt­taka ungs fólks hefur minnkað hraðar á und­an­förnum árum en meðal þeirra sem eldri eru. Séu nið­ur­stöður íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar á kos­inga­hegðun Íslend­inga í síð­ustu fjórum Alþing­is­kos­ing­unum skoð­að­ar, þá sést að yngstu ald­urs­hóp­arnir draga kjör­sókn­ar­hlut­fallið nið­ur.

Í kosn­ing­unum á morgun verður sjötti for­seti Íslands kjör­inn. Sveinn Björns­son rík­is­stjóri var fyrst kjör­inn af Alþingi árið 1944. Ásgeir Ásgeirs­son banka­stjóri var kjör­inn í fyrstu almennu for­seta­kosn­ing­unum árið 1952. Árið 1968 var Krist­ján Eld­járn þjóð­minja­vörður kjör­inn. Vig­dís Finn­boga­dóttir leik­hús­stjóri tók við emb­ætt­inu 1980 og var end­ur­kjörin 1988. Ólafur Ragnar Gríms­son alþing­is­maður var kjör­inn árið 1996 og end­ur­kjör­inn 2004 og 2012.

Fjórir turnar skipta með sér 94%

Fylgi við fram­boð Guðna, Höllu, Davíð og Andra Snæ er sam­tals 94,4 pró­sent í kosn­inga­spánni sem gerð var í dag. Aðrir fram­bjóð­endur skipta rest­inni með sér. Sturla Jóns­son mælist með 2,5 pró­sent fylgi, Ást­þór Magn­ús­son er með 1,1 pró­sent og Elísa­bet Jök­uls­dóttir er með eitt pró­sent. Guð­rún Mar­grét Páls­dóttir og Hildur Þórð­ar­dóttir eru með 0,3 pró­sent og 0,2 pró­sent fylgi, sam­kvæmt kosn­inga­spánni.

Áhuga­vert er að líta á þróun fylgis fram­bjóð­end­anna. Þar ber helst að nefna ris Höllu Tóm­as­dóttur úr tveimur pró­sentum um miðjan síð­asta mán­uð. Á rúmum mán­uði hefur stuðn­ingur við hana auk­ist gríð­ar­lega og er hún nú með 18,2 pró­sent. Guðni Th. Jóhann­es­son var með 66 pró­sent fylgi þegar kosn­inga­spáin var gerð fyrst fyrir for­seta­kosn­ing­arnar þann 13. maí. Hann hefur síðan tapað nokkuð miklu og mælist nú með 45,8 pró­sent.

Kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar er gerð í fyrsta sinn fyrir for­seta­kosn­ingar í ár. Í þess­ari síð­ustu spá fyrir kosn­ingar þá voru þrjár nýj­ustu kann­an­irnar vegn­ar:

  • Skoð­ana­könnun Gallup fyrir RÚV 20. til 24. júní (vægi 52,9%)
  • Skoð­ana­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 19. til 22. júní (vægi 28,3%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 21. júní (vægi 18,8%)

Hvað er kosn­­­­­inga­­­­­spá­in?

Kosn­­­­­­inga­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­lýs­ing­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­inga­­­­­­spá Bald­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­ar­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­kosn­­­­­­ing­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­­­­inga­­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­­ur­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­leiki könn­un­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None