Sundrað Bretland: Mjög líklegt að Skotar kjósi aftur um sjálfstæði

Bretar hafa ákveðið að segja sig úr Evrópusambandinu. Skotar hyggjast krefjast nýrrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt frá Bretum. Þjóðin er klofin í tvennt því 51,9% kusu úrsögn í þjóðarkvæðagreiðslunni í gær. 48,1% kusu með áframhaldandi aðild.

Bretland hættir í ESB
Auglýsing

Bretar kusu með því að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í gær. Úrslitin urðu ljós í morgun og sýna gríðarlega skiptingu milli svæða í Bretlandi. Í öllu Skotlandi, á Norður-Írlandi og í höfuðborginni London var yfirgnæfandi meirihluti kjósenda fylgjandi því að halda áfram í ESB, en fyrir utan London var meirihluti fyrir útgöngu úr ESB víðast hvar í Englandi. 62% Skota vildu halda áfram í ESB, 55,8% N-Íra og 59,9% íbúa London. Annars staðar í Englandi vildur 57% yfirgefa ESB og 52,5% íbúa í Wales. 

Á endanum voru þeir sem vildu áframhaldandi veru Bretlands í ESB rétt undir 48% og þeir sem vildu yfirgefa ESB rétt undir 52%. 

Það er ekki hægt að segja annað en að Bretland sé sundrað. Mjög skiptar skoðanir voru um þetta risastóra mál, ekki aðeins eftir svæðum, heldur líka eftir aldri, menntun og tekjum. Um það bil þrír af hverjum fjórum kjósendum í yngsta kjósendahópnum vildu áframhaldandi veru í Evrópusambandinu á meðan meirihlutinn í elsta kjósendahópnum vildu yfirgefa það. 

Stóru flokkarnir eru líka sundraðir eftir harða kosningabaráttu þar sem skoðanir voru skiptar innan flokka.

Úrslitin komu verulega á óvart þar sem skoðanakannanir höfðu bent til þess í gær að Bretar myndu kjósa með áframhaldandi veru sinni í ESB.

Auglýsing

Kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær var með mesta móti, og hefur ekki verið meiri í nokkrum kosningum undanfarna áratugi. 72,2% kjörsókn var, sem er samt lægra en í þjóðaratkvæðagreiðslu Skota árið 2014 þegar þeir ákváðu að vera áfram hluti af Bretlandi. Þá fór kjörsókn í 84,6%. 

Mjög líklegt að Skotar kjósi aftur 

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir að henni finnist mjög líklegt að þess verði krafist að skoska þingið hafi möguleikann á því að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Það gæti gerst innan tveggja ára, á sama tímabili og samið verður um samband Bretlands við Evrópusambnadið. Hún sagði þó nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar, hún ætlaði að byrja á því að ræða við Evrópusambandið um alla möguleika á því að halda Skotlandi innan ESB. Það væri skýr vilji Skota að vera áfram í Evrópusambandinu. 

Alex Salmond, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands og núverandi þingmaður fyrir Skoska þjóðarflokkinn, hefur sagt að nú verði Skotar að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. 

Svartur föstudagur á mörkuðum 

Þessi óvæntu úrslit höfðu strax veruleg áhrif á markaði. Sterlingspundið hefur hrunið og er nú lægra en verið hefur í yfir 30 ár. Hlutabréfaverð hefur einnig hrunið, og áhrifanna gætir á mörkuðum um allan heim. 

Eftir að Mark Carney seðlabankastjóri gaf frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu hefur ástandið róast eitthvað og verð hækkað á ný. Þó er það enn þannig að FTSE 100 vísitalan er 274 stigum lægri en í gær, eða 4,3%, sem er gríðarleg lækkun og þurrkar út um 70 milljarða króna. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 4,8 prósent. 

Cameron segir af sér 

David Cameron tilkynnti snemma í morgun að hann ætlar að hætta störfum eftir að ljóst varð að hans málstaður varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. 

Cameron hélt blaðamannafund þar sem hann sagði að Bretar ættu að vera stoltir af því að í Bretlandi væri almenningi treyst fyrir því að taka ákvörðun af þessu tagi. Það yrði að virða vilja meirihlutans, og nú ættu allir að leggjast á eitt til að láta þetta ganga upp. Hann óskaði andstæðingunum til hamingju með vel heppnaða kosningabaráttu og þakkaði þeim sem unnu að baráttunni fyrir því að vera áfram í ESB.

David Cameron barðist fyrir veru Bretlands í ESB en Boris Johnson barðist fyrir úrsögn.

Þá gerði hann líka tilraun til að róa markaði og sagði efnahag Breta mjög sterkan og það hefði ekki breyst. Pundið hefur fallið verulega það sem af er morgni og sömu sögu er að segja af hlutabréfaverði. Hann reyndi líka að róa einstaklinga sem eru í óvissu með sína stöðu, Breta sem búa í öðrum Evrópusambandsríkjum og Evrópubúa sem búa í Bretlandi, og sagði að á næstunni yrði engin breyting á þeirra högum. 

Cameron sagði nauðsynlegt að fá nýja forystu til þess að fylgja eftir þessari breyttu stöðu Bretlands. Hann ætli þó að starfa áfram í millitíðinni og muni fara á fund Evrópusambandsins í næstu viku. Miða ætti við að nýr forsætisráðherra sé kominn til starfa eftir nokkra mánuði, helst fyrir landsfund Íhaldsflokksins í október. 

Leiðtogar í Evrópu í sjokki

Leiðtogar hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins hafa allir lagt áherslu á samstöðu Evrópuríkja í kjölfar Brexit. Evrópusambandið megi ekki liðast í sundur heldur þurfi að gera úrsögn Breta að tækifæri fyrir sambandið að breytast. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að þessi 27 ríki væru ákveðin í að standa saman þó Bretar hætti. Tusk sat svo neyðarfund eins og Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Jean Claude Junker talaði við fjölmiðla í dag.

Leiðtogar stærstu Evrópuríkja sátu neyðarfundi með sínum helstu ráðgjöfum í morgun. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sat þannig fund í Berlín og Francois Hollande, forseti Frakklands, í París. Þau gáfu sér svo tíma til að upplýsa fjölmiðla í kjölfarið.

Merkel lagði áherslu mikilvægi sterkrar Evrópu. Evrópusambandið hafi verið stofnað til það halda frið í stríðshrjáðri álfu. Hún sagði mikilvægt að standa við þessi sömu gildi í dag og fyrir um 70 árum þegar Evrópusamruninn hófst. „Það er engin leið að snúa þessu við. Þetta er mikið högg fyrir Evrópu,“ sagði Merkel. Það skipti hins vegar máli hvað ríkin 27 sem eftir standa gera á næstu dögum, mánuðum og árum.

Á Ítalíu lagði Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, áherslu á að ESB þyrfti að verða „mannlegra og réttlátara“. Utanríkisráðherrar sex stofnríkja Evrópusambandsins munu hittast í Berlín á morgun, laugardag og ræða stöðuna. Stofnríkin eru Þýskaland, Frakkland, Holland, Ítalía, Belgía og Lúxemburg. Þá hefur Evrópuþingið veirð kallað saman á sérstakan þingfund á þriðjudag til að ræða niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi.

Fréttaskýringin verður uppfærð eftir því sem frekari tíðindi berast. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None