Sundrað Bretland: Mjög líklegt að Skotar kjósi aftur um sjálfstæði

Bretar hafa ákveðið að segja sig úr Evrópusambandinu. Skotar hyggjast krefjast nýrrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt frá Bretum. Þjóðin er klofin í tvennt því 51,9% kusu úrsögn í þjóðarkvæðagreiðslunni í gær. 48,1% kusu með áframhaldandi aðild.

Bretland hættir í ESB
Auglýsing

Bretar kusu með því að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið í sögu­legri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um málið í gær. Úrslitin urðu ljós í morgun og sýna gríð­ar­lega skipt­ingu milli svæða í Bret­landi. Í öllu Skotlandi, á Norð­ur­-Ír­landi og í höf­uð­borg­inni London var yfir­gnæf­andi meiri­hluti kjós­enda fylgj­andi því að halda áfram í ESB, en fyrir utan London var meiri­hluti fyrir útgöngu úr ESB víð­ast hvar í Englandi. 62% Skota vildu halda áfram í ESB, 55,8% N-Íra og 59,9% íbúa London. Ann­ars staðar í Englandi vildur 57% yfir­gefa ESB og 52,5% íbúa í Wales. 

Á end­anum voru þeir sem vildu áfram­hald­andi veru Bret­lands í ESB rétt undir 48% og þeir sem vildu yfir­gefa ESB rétt undir 52%. 

Það er ekki hægt að segja annað en að Bret­land sé sundrað. Mjög skiptar skoð­anir voru um þetta risa­stóra mál, ekki aðeins eftir svæð­um, heldur líka eftir aldri, menntun og tekj­um. Um það bil þrír af hverjum fjórum kjós­endum í yngsta kjós­enda­hópnum vildu áfram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu á meðan meiri­hlut­inn í elsta kjós­enda­hópnum vildu yfir­gefa það. 

Stóru flokk­arnir eru líka sundraðir eftir harða kosn­inga­bar­áttu þar sem skoð­anir voru skiptar innan flokka.

Úrslitin komu veru­lega á óvart þar sem skoð­ana­kann­anir höfðu bent til þess í gær að Bretar myndu kjósa með áfram­hald­andi veru sinni í ESB.

Auglýsing

Kosn­inga­þátt­takan í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni í gær var með mesta móti, og hefur ekki verið meiri í nokkrum kosn­ingum und­an­farna ára­tugi. 72,2% kjör­sókn var, sem er samt lægra en í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu Skota árið 2014 þegar þeir ákváðu að vera áfram hluti af Bret­landi. Þá fór kjör­sókn í 84,6%. 

Mjög lík­legt að Skotar kjósi aft­ur 

Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, segir að henni finn­ist mjög lík­legt að þess verði kraf­ist að skoska þingið hafi mögu­leik­ann á því að boða til ann­arrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands. Það gæti gerst innan tveggja ára, á sama tíma­bili og samið verður um sam­band Bret­lands við Evr­ópu­sam­bna­d­ið. Hún sagði þó nauð­syn­legt að stíga var­lega til jarð­ar, hún ætl­aði að byrja á því að ræða við Evr­ópu­sam­bandið um alla mögu­leika á því að halda Skotlandi innan ESB. Það væri skýr vilji Skota að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Alex Salmond, fyrr­ver­andi fyrsti ráð­herra Skotlands og núver­andi þing­maður fyrir Skoska þjóð­ar­flokk­inn, hefur sagt að nú verði Skotar að halda aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði sitt. 

Svartur föstu­dagur á mörk­uð­um 

Þessi óvæntu úrslit höfðu strax veru­leg áhrif á mark­aði. Sterl­ingspundið hefur hrunið og er nú lægra en verið hefur í yfir 30 ár. Hluta­bréfa­verð hefur einnig hrun­ið, og áhrif­anna gætir á mörk­uðum um allan heim. 

Eftir að Mark Car­ney seðla­banka­stjóri gaf frá sér yfir­lýs­ingu fyrir skömmu hefur ástandið róast eitt­hvað og verð hækkað á ný. Þó er það enn þannig að FTSE 100 vísi­talan er 274 stigum lægri en í gær, eða 4,3%, sem er gríð­ar­leg lækkun og þurrkar út um 70 millj­arða króna. Heims­mark­aðs­verð á olíu lækk­aði um 4,8 pró­sent. 

Cameron segir af sér 

David Cameron til­kynnti snemma í morgun að hann ætlar að hætta störfum eftir að ­ljóst varð að hans mál­staður varð undir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um áfram­hald­andi veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Camer­on hélt blaða­manna­fund þar sem hann sagði að Bret­ar ættu að vera stoltir af því að í Bret­landi væri almenn­ing­i ­treyst fyrir því að taka ákvörðun af þessu tagi. Það yrð­i að virða vilja meiri­hlut­ans, og nú ættu allir að leggj­ast á eitt til að láta þetta ganga upp. Hann óskaði and­stæð­ing­un­um til ham­ingju með vel heppn­aða kosn­inga­bar­áttu og þakk­aði þeim ­sem unnu að bar­átt­unni fyrir því að vera áfram í ESB.

David Cameron barðist fyrir veru Bretlands í ESB en Boris Johnson barðist fyrir úrsögn.

Þá ­gerði hann líka til­raun til að róa mark­aði og sagði efna­hag Breta mjög sterkan og það hefði ekki breyst. Pundið hefur fall­ið veru­lega það sem af er morgni og sömu sögu er að segja af hluta­bréfa­verði. Hann reyndi líka að róa ein­stak­linga sem eru í ó­vissu með sína stöðu, Breta sem búa í öðrum ­Evr­ópu­sam­bands­ríkjum og Evr­ópu­búa sem búa í Bret­landi, og sagð­i að á næst­unni yrði engin breyt­ing á þeirra hög­um. 

Camer­on ­sagði nauð­syn­legt að fá nýja for­ystu til þess að fylgja eft­ir þess­ari breyttu stöðu Bret­lands. Hann ætli þó að starfa áfram í milli­tíð­inni og muni fara á fund Evr­ópu­sam­bands­ins í næst­u viku. Miða ætti við að nýr for­sæt­is­ráð­herra sé kom­inn til­ ­starfa eftir nokkra mán­uði, helst fyrir lands­fund Íhalds­flokks­ins í októ­ber. 

Leið­togar í Evr­ópu í sjokki

Leið­togar hinna 27 aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins hafa allir lagt áherslu á sam­stöðu Evr­ópu­ríkja í kjöl­far Brex­it. Evr­ópu­sam­bandið megi ekki lið­ast í sundur heldur þurfi að gera úrsögn Breta að tæki­færi fyrir sam­bandið að breyt­ast. Don­ald Tusk, for­seti Evr­ópu­ráðs­ins, sagði að þessi 27 ríki væru ákveðin í að standa saman þó Bretar hætti. Tusk sat svo neyð­ar­fund eins og Martin Schulz, for­seti Evr­ópu­þings­ins, og Jean Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB.

Jean Claude Junker talaði við fjölmiðla í dag.

Leið­togar stærstu Evr­ópu­ríkja sátu neyð­ar­fundi með sínum helstu ráð­gjöfum í morg­un. Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, sat þannig fund í Berlín og Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, í Par­ís. Þau gáfu sér svo tíma til að upp­lýsa fjöl­miðla í kjöl­far­ið.

Merkel lagði áherslu mik­il­vægi sterkrar Evr­ópu. Evr­ópu­sam­bandið hafi verið stofnað til það halda frið í stríðs­hrjáðri álfu. Hún sagði mik­il­vægt að standa við þessi sömu gildi í dag og fyrir um 70 árum þegar Evr­ópu­sam­run­inn hófst. „Það er engin leið að snúa þessu við. Þetta er mikið högg fyrir Evr­ópu,“ sagði Merkel. Það skipti hins vegar máli hvað ríkin 27 sem eftir standa gera á næstu dög­um, mán­uðum og árum.

Á Ítalíu lagði Matteo Renzi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, áherslu á að ESB þyrfti að verða „mann­legra og rétt­lát­ara“. Utan­rík­is­ráð­herrar sex stofn­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins munu hitt­ast í Berlín á morg­un, laug­ar­dag og ræða stöð­una. Stofn­ríkin eru Þýska­land, Frakk­land, Holland, Ítal­ía, Belgía og Lúx­emburg. Þá hefur Evr­ópu­þingið veirð kallað saman á sér­stakan þing­fund á þriðju­dag til að ræða nið­ur­stöður atkvæða­greiðsl­unnar í Bret­landi.

Frétta­skýr­ingin verður upp­færð eftir því sem frek­ari tíð­indi ber­ast. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None