Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi Alþingiskosningum. Flokkurinn leggur áherslu á herta innflytjendalöggjöf og bann við iðkun íslam. Formaður flokksins segist ekki vilja tvímenningu í landinu. Aðalfundur var í fyrradag.

Helgi Helgason formaður segir flokkinn hafa fengið fjölmargar stuðningsyfirlýsingar frá Íslendingum á Norðurlöndunum.
Helgi Helgason formaður segir flokkinn hafa fengið fjölmargar stuðningsyfirlýsingar frá Íslendingum á Norðurlöndunum.
Auglýsing

Íslenska þjóð­fylk­ingin (ÍÞ) ætlar að bjóða fram til Alþingis í næstu kosn­ingum og eru listar farnir að mynd­ast í öllum kjör­dæm­um. Flokk­ur­inn leggur mikla áherslu á herta inn­flytj­enda­lög­gjöf, bann við iðkun íslam og vill vinna gegn fjöl­menn­ing­u. 

Fjöl­mennur aðal­fundur

ÍÞ hélt aðal­fund í fyrra­dag á Café Cata­línu í Kópa­vogi þar sem for­maður og vara­for­maður var kos­inn. Að sögn Helga Helga­sonar for­manns mættu um 130 manns á fund­inn, þar af fóru 22 í flokks­stjórn. 

„Vísir af listum eru þegar byrj­aðir að mynd­ast í öllum kjör­dæm­um. Við vinnum að því í sumar og þeir verða til­búnir í haust. Þess vegna er það mjög ákveðið hjá okkur að klára það í sumar og setja upp kjör­dæm­is­ráð,“ segir Helgi í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir ákveðin grund­vall­ar­at­riði skilja ÍÞ frá stefnu­málum ann­arra flokka, eins og til dæmis að banna skóla­hald múslima, bygg­ingu moska og notkun búrka. 

Auglýsing

„Þessi stefna kemur fyrst og fremst fram vegna þess sem er að ger­ast í nágranna­lönd­un­um. Þar smygla blaða­menn sér inn í moskur og afhjúpa þar sjar­ía­ráð þar sem er predikað hvernig það eigi að hundsa danskt sam­fé­lag og hvernig eigi að grýta fólk,“ segir Helgi og bætir við að Íslend­ingar á Norð­ur­lönd­unum hafi sett sig í sam­band við flokk­inn og lýsa yfir stuðn­ingi við stefn­una. 

Vilja ekki tví­menn­ingu

Í stefnu­skránni segir að ÍÞ vilji ein­ungis styðja við þá inn­flytj­endur sem aðlag­ast íslensku sam­fé­lag­i. 

„Við erum fyrst og fremst að hugsa um fólk sem hefur fengið rík­is­borg­ara­rétt,“ segir Helgi. „Það var til dæmis flott stelpa frá Ísa­firði, inn­flytj­andi býst ég við, hvort hún dúxaði í skól­an­um, og fór í upp­hlut á útskrift­ina. Það er bara þetta sem við erum að tala um. Við viljum ekki tví­menn­ingu. Að hér búi tvær þjóðir með sitt­hvora menn­ing­una.“ 

Spurður hvort Helgi sé sam­mála ummælum Don­alds Trump, for­seta­fram­boðs­efni Repúblikana­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, um að meina múslimum aðgöngu í landið segir hann að það hafi ekki verið rætt. 

Það var til dæmis flott stelpa frá Ísa­firði, inn­flytj­andi býst ég við, hvort hún dúxaði í skól­an­um, og fór í upp­hlut á útskrift­ina. Það er bara þetta sem við erum að tala um. Við viljum ekki tví­menn­ingu.

Stór­efld lög­gæsla og aukin þátt­taka í varn­ar­málum

Flokk­ur­inn hafnar alfarið aðild Íslands að ESB og TISA og vill Ísland úr Schengen og EES. Þá styður ÍÞ „kristin gildi og við­horf.“ Þá seg­ist flokk­ur­inn virða trú­frelsi, en hafni þó trú­ar­brögðum sem séu and­stæð stjórn­ar­skrá, sem sé til dæmis islam. Flokk­ur­inn vill herta inn­flytj­enda­lög­gjöf og að hæl­is­leit­endur verði sendir úr landi innan tveggja sól­ar­hringa ef þeir fái ekki sam­þykkt hæli á þeim tíma. Lögð er áhersla á stór­eflda lög­gæslu í land­inu og þátt­taka Íslands í varna­málum verði auk­in. Flokk­ur­inn vill einnig að líf­eyr­is­sjóðs­kerfið verði end­ur­skoð­að, lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki breytt og per­sónu­af­sláttur hækk­að­ur.

Flug­völl­inn áfram í Vatns­mýri

Í grunn­stefnu ÍÞ segir að flokk­ur­inn „vilji standa vörð um full­veldi, sjálf­stæði og íslenska menn­ing­u.“ Áhersla er lögð á ein­stak­lings­frelsi, aukið beint lýð­ræði, tak­mörkun rík­is­af­skipta, nátt­úru­vernd, frið­söm og hafta­laus milli­ríkja­við­skipti. Flokk­ur­inn seg­ist ætla að beita sér fyrir aukni jafn­vægi í byggðum lands­ins, mál­efnum fjöl­skyldna og heim­ila. Þá eru mál­efni öryrkja og aldr­aðra í önd­vegi. Flokk­ur­inn vill skulda­leið­rétt­ingu íbúða­lána, nýjan gjald­miðil og hækkun per­sónu­af­slátt­ar. Flug­völl­inn vilja flokks­menn hafa áfram í Vatns­mýri. 

Hægri grænir urðu ÍÞ og Ásmundi boðið með

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hætti sem for­maður Hægri grænna eftir síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar og var Helgi kos­inn for­maður í kjöl­far­ið. Í febr­úar var það svo ákveðið að leggja þann flokk niður og stofna nýjan flokk á nýrri kenni­tölu, Íslensku þjóð­fylk­ing­una. 

Í mars bauð ÍÞ Ásmundi Frið­riks­syni, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að ganga til liðs við flokk­inn. Ásmundur hafði þá lýst þeirri skoðun sinni að hann vildi skoða alvar­lega að loka landa­mær­unum og senda flótta­fólk aftur til síns heima. Féllu þau orð á þingi í til­efni þess að hæl­is­leit­andi hót­aði að kveikja í sér vegna óánægju með afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á hæl­is­um­sókn hans.

Með hlið­sjón af því að for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins leyfir ekki skoð­ana­frelsi og hefur for­dæmt eðli­leg og öfga­laus var­úð­ar­sjón­ar­mið Ásmund­ar, þá hvetur stjórnin Ásmund að ganga í okkar raðir og býður hann vel­kom­inn,“ sagði Helgi í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í kjöl­far­ið. 

Face­book­hópur ÍÞ hefur rúm­lega 1.000 með­limi. Þar inni tjáir fólk sig mest um mál­efni tengd inn­flytj­end­um, hæl­is­leit­endum eða islam. Útganga Bret­lands úr ESB er líka rædd þar og skoð­anir gegn Evr­ópu­sam­band­inu almennt eru áber­andi.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None