tony blair eftirherma
Auglýsing

Nið­ur­staða Chilcot-­rann­sókn­ar­innar á þætti Breta í Íraks­s­tíð­inu er ljós. Tony Blair gerði mis­tök, hann leiddi Breta í stríð án þess að það væri orðið nauð­syn­legt og hann ýkti ógn­ina sem staf­aði af Saddam Hussein, þáver­andi ein­ræð­is­herra Íraks. 

John Chilcot, sem leiddi rann­sókn­ina, sagði í morgun að ljóst væri að þeirra mati að Bret­land hafi ákveðið að taka þátt í inn­rásinni í Írak áður en aðrar leiðir til lausnar máls­ins höfðu verið full­reynd­ar. Það var ekki síð­asta úrræðið að fara í stríð á þeim tíma­punkti sem það var gert. Chilcot segir einnig að Blair hafi vilj­andi gert meira úr ógn­inni sem staf­aði af ein­ræð­is­herr­anum þegar hann reyndi að afla stuðn­ings þing­manna við hern­að­ar­að­gerð­ir. Hann treysti um of á sjálfan sig og eigin sann­fær­ingu, frekar en að hlusta á sér­fræð­inga leyni­þjón­ust­unn­ar. Hann hafi hunsað við­var­anir um afleið­ing­arn­ar. 

Bush huns­aði ráð Breta 

George Bush, for­seti Banda­ríkj­anna, og stjórn­völd í Banda­ríkj­unum almennt huns­uðu ítrekað ráð­legg­ingar Breta um það hvernig ætti að með­höndla Írak eftir inn­rás­ina, þar með talið hvaða hlut­verk Sam­ein­uðu þjóð­irnar áttu að hafa og hvernig ætti að stjórna olíu­pen­ingum Íraka. Allri inn­rásinni er lýst í skýrsl­unni sem mis­heppn­aðri. Bret­land hafði að auki engin áhrif í Írak eftir inn­rás­ina. Banda­ríkja­menn skip­uðu sendi­herr­ann Paul Bremer til að leiða stjórn lands­ins eftir inn­rás­ina og Bret­land hafði eftir það nán­ast ekk­ert að segja, þrátt fyrir náið sam­band Blair og Bus­h. 

Auglýsing

Lof­aði að vera með Bush „sama hvað“

Minn­is­blöð sem Blair sendi Bush varpa ­ljósi á náið sam­band þeirra, en minn­is­blöðin voru birt ásam­t ­skýrsl­unni í morg­un. Þau sýna meðal ann­ars að Blair og Bush rædd­u op­in­skátt sín á milli um það að koma Saddam Hussein frá völd­um allt frá árinu 2001, aðeins mán­uði eftir árás­irnar 11. sept­em­ber.

„Ég efast ekki um að við þurf­um að takast á við Saddam. En ef við förum í Írak núna mynd­um við missa araba­heim­inn, Rúss­land, lík­lega hálft Evr­ópu­sam­band­ið og ég ótt­ast áhrifin af öllu þessu á Pakist­an. Engu að síð­ur­ er ég viss um að við getum búið til áætlun fyrir Saddam sem hægt er að fylgja eftir síð­ar,“ skrif­aði Blair í októ­ber 2001. Skömmu síð­ar, í des­em­ber 2001, skrifar hann að Írak sé vissu­lega ógn vegna þess að það hafi mögu­leika á að koma sér­ ­upp gjör­eyð­ing­ar­vopn­um. „En ein­hver tengsl við 11. sept­em­ber og AQ (Al-Kaída) eru í besta falli mjög hæp­in.“ Almenn­ings­á­lit­ið á alþjóða­vísu væri lík­lega ekki með þeim, utan Bret­lands og ­Banda­ríkj­anna, þar sem ekki væri stuðn­ingur við hernað þótt ­fólk vildi án efa losna við Saddam.



Blair lagði til að málið yrð­i ­byggt upp á lengri tíma, og í milli­tíð­inni ætti að grafa und­an­ Saddam.  

Í minn­is­blaði í júlí 2002 seg­ist Blair svo vera með Bush, sama hvað, og leggur áherslu á að það að koma Saddam frá sé það rétta í stöð­unn­i. 

Hann sagð­ist ekki geta verið viss um stuðn­ing þings­ins, flokks­ins síns, almenn­ings eða einu sinni allrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann leggur til að þeir end­ur­flytji sönn­un­ar­gögnin um að Írak hafi gjör­eyð­ing­ar­vopn, og bæti við til­raunum Sadd­ams til að koma sér upp kjarn­orku­vopnum og bæti við tengslum við Al-Kaída. Tengslin við Al-Kaída séu mögu­leg, og þau myndu hafa mikil og sann­fær­andi áhrif í Bret­land­i. 

Her­inn var illa búinn 

Þá segir í skýrsl­unni að breski her­inn hafi verið illa búinn og illa hafi verið staðið að allri skipu­lagn­ingu. Varn­ar­mála­ráðu­neyti Bret­lands hafi skipu­lagt inn­rás­ina í flýti og hafi svo verið lengi að bregð­ast við ógnum í Írak, eins og notkun betri sprengja, sem urðu mjög mörgum her­mönnum að bana. 

Að auki er leyni­þjón­usta Bret­lands harð­lega gagn­rýnd og sögð hafa gert mörg mis­tök. Upp­lýs­ingar um ætluð ger­eyð­ing­ar­vopn Sadd­ams Hussein hafi verið gall­að­ar, en þær voru not­aðar til grund­vallar ákvörð­un­inni um að fara í stríð­ið. Gengið var út frá því alla tíð að ger­eyð­ing­ar­vopnin væru til staðar en aldrei skoðað hvort Saddam hefði losað sig við þau, sem var svo raun­in. 

Engu að síður var það mat leyni­þjón­ust­unnar að Írak væri ekki mikil eða yfir­vof­andi ógn. Íran, Norð­ur­-Kórea og Líbýa voru öll talin stærri öryggisógnir bæði þegar kom að kjarn­orku­vopnum og efna­vopn­um. Leyni­þjón­ustan taldi að það myndi taka Írak fimm ár að búa til vopn af þessu tag­i. 

Blair biðst afsök­unar en samt ekki 

Tony Blair hélt blaða­manna­fund í dag þar sem hann útskýrði sína hlið á mál­inu. Hann sagði að skýrslan sýndi að hann hafi tekið allar ákvarð­anir í góðri trú, og það yrði líka að horfa til þess hvort heim­ur­inn væri betri í dag ef Saddam hefði ekki verið komið frá völd­um. Hann sjálfur væri þeirrar skoð­unar að svo væri ekki. Hann myndi ekki biðj­ast afsök­unar á því að Saddam Hussein hafi verið komið frá völd­um. Hann myndi heldur aldrei við­ur­kenna að þeir fjöl­mörgu her­menn sem lét­ust í stríð­inu hafi dáið án til­gangs. 

Þetta var „erf­iðasta, eft­ir­minni­leg­asta og kvala­fyllsta ákvörðun sem ég tók á mínum tíu árum sem for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands.“ Hann sagði að mat á ýmsu hafi reynst vera rangt eftir á, eft­ir­leik­ur­inn af inn­rásinni hafi verið erf­ið­ari en búist var við, og bæði blóð­ugri og lengri. Hann lýsti yfir sorg, eft­ir­sjá og baðst afsök­un­ar. „Ákvarð­an­irnar sem ég tók hef ég borið með mér í 13 ár og mun gera það áfram svo lengi sem ég lifi. Það verður ekki dagur í lífi mínu sem ég end­ur­upp­lifi ekki og hugsi aftur um það sem gerð­is­t.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None