tony blair eftirherma
Auglýsing

Nið­ur­staða Chilcot-­rann­sókn­ar­innar á þætti Breta í Íraks­s­tíð­inu er ljós. Tony Blair gerði mis­tök, hann leiddi Breta í stríð án þess að það væri orðið nauð­syn­legt og hann ýkti ógn­ina sem staf­aði af Saddam Hussein, þáver­andi ein­ræð­is­herra Íraks. 

John Chilcot, sem leiddi rann­sókn­ina, sagði í morgun að ljóst væri að þeirra mati að Bret­land hafi ákveðið að taka þátt í inn­rásinni í Írak áður en aðrar leiðir til lausnar máls­ins höfðu verið full­reynd­ar. Það var ekki síð­asta úrræðið að fara í stríð á þeim tíma­punkti sem það var gert. Chilcot segir einnig að Blair hafi vilj­andi gert meira úr ógn­inni sem staf­aði af ein­ræð­is­herr­anum þegar hann reyndi að afla stuðn­ings þing­manna við hern­að­ar­að­gerð­ir. Hann treysti um of á sjálfan sig og eigin sann­fær­ingu, frekar en að hlusta á sér­fræð­inga leyni­þjón­ust­unn­ar. Hann hafi hunsað við­var­anir um afleið­ing­arn­ar. 

Bush huns­aði ráð Breta 

George Bush, for­seti Banda­ríkj­anna, og stjórn­völd í Banda­ríkj­unum almennt huns­uðu ítrekað ráð­legg­ingar Breta um það hvernig ætti að með­höndla Írak eftir inn­rás­ina, þar með talið hvaða hlut­verk Sam­ein­uðu þjóð­irnar áttu að hafa og hvernig ætti að stjórna olíu­pen­ingum Íraka. Allri inn­rásinni er lýst í skýrsl­unni sem mis­heppn­aðri. Bret­land hafði að auki engin áhrif í Írak eftir inn­rás­ina. Banda­ríkja­menn skip­uðu sendi­herr­ann Paul Bremer til að leiða stjórn lands­ins eftir inn­rás­ina og Bret­land hafði eftir það nán­ast ekk­ert að segja, þrátt fyrir náið sam­band Blair og Bus­h. 

Auglýsing

Lof­aði að vera með Bush „sama hvað“

Minn­is­blöð sem Blair sendi Bush varpa ­ljósi á náið sam­band þeirra, en minn­is­blöðin voru birt ásam­t ­skýrsl­unni í morg­un. Þau sýna meðal ann­ars að Blair og Bush rædd­u op­in­skátt sín á milli um það að koma Saddam Hussein frá völd­um allt frá árinu 2001, aðeins mán­uði eftir árás­irnar 11. sept­em­ber.

„Ég efast ekki um að við þurf­um að takast á við Saddam. En ef við förum í Írak núna mynd­um við missa araba­heim­inn, Rúss­land, lík­lega hálft Evr­ópu­sam­band­ið og ég ótt­ast áhrifin af öllu þessu á Pakist­an. Engu að síð­ur­ er ég viss um að við getum búið til áætlun fyrir Saddam sem hægt er að fylgja eftir síð­ar,“ skrif­aði Blair í októ­ber 2001. Skömmu síð­ar, í des­em­ber 2001, skrifar hann að Írak sé vissu­lega ógn vegna þess að það hafi mögu­leika á að koma sér­ ­upp gjör­eyð­ing­ar­vopn­um. „En ein­hver tengsl við 11. sept­em­ber og AQ (Al-Kaída) eru í besta falli mjög hæp­in.“ Almenn­ings­á­lit­ið á alþjóða­vísu væri lík­lega ekki með þeim, utan Bret­lands og ­Banda­ríkj­anna, þar sem ekki væri stuðn­ingur við hernað þótt ­fólk vildi án efa losna við Saddam.Blair lagði til að málið yrð­i ­byggt upp á lengri tíma, og í milli­tíð­inni ætti að grafa und­an­ Saddam.  

Í minn­is­blaði í júlí 2002 seg­ist Blair svo vera með Bush, sama hvað, og leggur áherslu á að það að koma Saddam frá sé það rétta í stöð­unn­i. 

Hann sagð­ist ekki geta verið viss um stuðn­ing þings­ins, flokks­ins síns, almenn­ings eða einu sinni allrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann leggur til að þeir end­ur­flytji sönn­un­ar­gögnin um að Írak hafi gjör­eyð­ing­ar­vopn, og bæti við til­raunum Sadd­ams til að koma sér upp kjarn­orku­vopnum og bæti við tengslum við Al-Kaída. Tengslin við Al-Kaída séu mögu­leg, og þau myndu hafa mikil og sann­fær­andi áhrif í Bret­land­i. 

Her­inn var illa búinn 

Þá segir í skýrsl­unni að breski her­inn hafi verið illa búinn og illa hafi verið staðið að allri skipu­lagn­ingu. Varn­ar­mála­ráðu­neyti Bret­lands hafi skipu­lagt inn­rás­ina í flýti og hafi svo verið lengi að bregð­ast við ógnum í Írak, eins og notkun betri sprengja, sem urðu mjög mörgum her­mönnum að bana. 

Að auki er leyni­þjón­usta Bret­lands harð­lega gagn­rýnd og sögð hafa gert mörg mis­tök. Upp­lýs­ingar um ætluð ger­eyð­ing­ar­vopn Sadd­ams Hussein hafi verið gall­að­ar, en þær voru not­aðar til grund­vallar ákvörð­un­inni um að fara í stríð­ið. Gengið var út frá því alla tíð að ger­eyð­ing­ar­vopnin væru til staðar en aldrei skoðað hvort Saddam hefði losað sig við þau, sem var svo raun­in. 

Engu að síður var það mat leyni­þjón­ust­unnar að Írak væri ekki mikil eða yfir­vof­andi ógn. Íran, Norð­ur­-Kórea og Líbýa voru öll talin stærri öryggisógnir bæði þegar kom að kjarn­orku­vopnum og efna­vopn­um. Leyni­þjón­ustan taldi að það myndi taka Írak fimm ár að búa til vopn af þessu tag­i. 

Blair biðst afsök­unar en samt ekki 

Tony Blair hélt blaða­manna­fund í dag þar sem hann útskýrði sína hlið á mál­inu. Hann sagði að skýrslan sýndi að hann hafi tekið allar ákvarð­anir í góðri trú, og það yrði líka að horfa til þess hvort heim­ur­inn væri betri í dag ef Saddam hefði ekki verið komið frá völd­um. Hann sjálfur væri þeirrar skoð­unar að svo væri ekki. Hann myndi ekki biðj­ast afsök­unar á því að Saddam Hussein hafi verið komið frá völd­um. Hann myndi heldur aldrei við­ur­kenna að þeir fjöl­mörgu her­menn sem lét­ust í stríð­inu hafi dáið án til­gangs. 

Þetta var „erf­iðasta, eft­ir­minni­leg­asta og kvala­fyllsta ákvörðun sem ég tók á mínum tíu árum sem for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands.“ Hann sagði að mat á ýmsu hafi reynst vera rangt eftir á, eft­ir­leik­ur­inn af inn­rásinni hafi verið erf­ið­ari en búist var við, og bæði blóð­ugri og lengri. Hann lýsti yfir sorg, eft­ir­sjá og baðst afsök­un­ar. „Ákvarð­an­irnar sem ég tók hef ég borið með mér í 13 ár og mun gera það áfram svo lengi sem ég lifi. Það verður ekki dagur í lífi mínu sem ég end­ur­upp­lifi ekki og hugsi aftur um það sem gerð­is­t.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None