Forseti neitar að svara fyrirspurn um skattamál

Kjarninn lagði fyrirspurn fyrir forseta Íslands um skattamál hans og eiginkonu hans fyrir tveimur mánuðum síðan. Embætti forseta hefur ekki viljað svarað fyrirspurninni né hvort til standi að gera það. Margt er á huldu um skattamál forsetahjónanna.

Ólafur Ragnar og Dorrit
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, og skrif­stofa for­seta­emb­ætt­is­ins hafa ekki viljað svara fyr­ir­spurn Kjarn­ans um skatta­mál for­set­ans og eig­in­konu hans, Dor­ritar Moussai­eff. Kjarn­inn beindi spurn­ingum í sjö liðum til skrif­stofu for­set­ans þann 5. maí 2016. For­seta­rit­ari stað­festi mót­t­töku fyr­ir­spurn­ar­innar tveimur dögum síðar og kom henni á fram­færi við for­seta.

Síðan þá hefur Kjarn­inn ítrekað verið í sam­bandi við for­seta­rit­ara og skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu for­seta Íslands til að reyna að fá fyr­ir­spurn sinni svar­að. Það hefur ekki tek­ist þrátt fyrir að í lið­inni viku hafi verið tveir mán­uðir verið liðnir frá því að þær voru send­ar. Auk þess hafa starfs­menn skrif­stofu for­seta Íslands ekki feng­ist til þess að svara hvort til standi að svara fyr­ir­spurn­inni eða ekki.

For­set­inn sem hætti við

Fyr­ir­spurnin var send eftir að Ólafur Ragnar til­kynnti að hann ætl­aði að bjóða sig aftur fram til emb­ættis for­seta Íslands en áður en hann dró þá ákvörðun til baka. Það gerði Ólafur Ragnar 9. maí 2016 í kjöl­far þess að Guðni Th. Jóhann­es­son og Davíð Odds­son til­kynntu um fram­boð sín. Í yfir­lýs­ingu sem Ólafur Ragnar sendi þá frá sér kom fram að með fram­boði þeirra ætti þjóðin nú „kost á að velja fram­­bjóð­endur sem hafa umfangs­­mikla þekk­ingu á eðli, sögu og verk­efnum for­­seta­emb­ætt­is­ins; nið­­ur­­staða kosn­­ing­anna gæti orðið áþekk­ur ­stuðn­­ingur við nýjan for­­seta og fyrri for­­setar fengu við sitt fyrsta kjör. Við þessar aðstæður er bæði lýð­ræð­is­­legt og eðli­­legt, eftir að hafa gegnt emb­ætt­inu í 20 ár, að fylgja í ljósi alls þessa rök­­semda­­færslu, grein­ingu og ­nið­­ur­­stöðu sem ég lýsti í nýársávarp­in­u. Ég hef því ákveðið að til­­kynna með þess­­ari yfir­­lýs­ingu þá ákvörðun mína að gefa ekki kost á mér til end­­ur­­kjör­s."

Auglýsing

Þær upp­lýs­ingar sem Kjarn­inn óskaði eftir voru eft­ir­far­andi:

1. Hafa for­seta­hjónin talið fram til skatts, saman eða í sitt hvoru lagi? Svar óskast sund­ur­liðað eftir árunum 2006-2015.

2. Hverjar voru fram­taldar tekjur for­seta­frú­ar­innar eft­ir­talin ár:

2006

2007

2008

2009

2010

2011 og

2012?

3. Hverjar voru eignir for­seta­frú­ar­innar sam­kvæmt skatt­fram­tölum árin 2006-2012?

4. Hver var reikn­aður stofn til greiðslu auð­legð­ar­skatts og við­bót­ar­auð­legð­ar­skatts fyrir eft­ir­talin ár:

2010

2011

2012?

5. Hversu mikið greiddi for­seta­frúin í auð­legð­ar­skatt og við­bót­ar­auð­legð­ar­skatt fyrir sömu ár?

6. Hafa skatta­mál for­seta og for­seta­frú­ar­innar verið til sér­stakrar skoð­unar skatta­yf­ir­valda á tíma­bil­inu 2006-2015? Hafa ein­hver sam­skipti verið við emb­ætti Rík­is­skatt­stjora eða Skatt­rann­sókn­ar­stjora á sama tíma?

7. Hefur for­seti ein­hvern tíma nýtt sér ónýttan per­sónu­af­slátt maka síns, á tíma­bil­inu 2006-2012?

Færði lög­heim­ili sitt

Skatta­mál Dor­ritar hafa lengi verið óljós og tölu­verð umræða farið fram um þau í íslenskum fjöl­miðl­um. Dor­­rit og Ólafur Ragnar giftu sig þann 14. maí 2003. Ólafur hafði þá verið for­­set­i Ís­lands í sjö ár. Á heima­­síðu for­­seta­emb­ætt­is­ins segir að Dor­­rit hafi um „ára­bil feng­ist við skart­­gripa­við­­skipti með áherslu á sjald­­gæfa steina og einnig stundað ýmis önnur við­­skipt­i."

Tæpum níu árum síð­­­ar, þann 27. des­em­ber 2012, flutti Dor­­rit lög­­heim­ili sitt frá Bessa­­stöðum til Bret­lands. Sá ­gjörn­ingur vakti mikla athygli og umræður á Íslandi þar sem íslensk lög ger­a ráð fyrir því að hjón eigi að hafa lög­­heim­ili í sama landi. Eftir að Frétta­­blaðið greindi frá þessu í júní 2013 sendi Dor­­rit frá sér yfir­­lýs­ingu þar ­sem hún sagði meðal ann­­ars:

„Þegar horfur voru á að eig­in­­maður minn yrði ekki lengur for­­set­i ­gerði ég ráð­staf­­anir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að for­eldrar mín­ir, sem stjórnað hafa ­fjöl­­skyld­u­­fyr­ir­tæk­inu, eru nú háaldr­að­­ir.“ Færslan á lög­­heim­ili hafi verið gerð á grund­velli skatta­laga og í sam­ræmi við ráð­­gjöf sér­­fræð­inga.

Dorrit Moussaeiff færði lögheimili sitt í lok árs 2012. Skömmu síðar ákvað Ólafur Ragnar að bjóða sig aftur fram til forseta.Í nýj­ársávarpi sínu 2012 til­­kynnti Ólafur Ragnar að hann ætl­­aði ekki að bjóða sig fram aft­ur til emb­ættis for­­seta Íslands. Honum snérist síðar hugur og sigr­aði í kosn­­ing­um það sum­­­ar, nokkrum mán­uðum áður að Dor­­rit færði lög­­heim­ili sitt.

Ólafur Ragn­ar til­­kynnti síðan í síð­­asta nýj­ársávarpi að hann ætl­­aði ekki að bjóða sig aftur fram til for­­seta. Hann hefur gegnt emb­ætt­inu frá árinu 1996. Þann 18. apríl boð­að­i hann skynd­i­­lega til blaða­­manna­fundar og greindi frá því að honum hafi aft­ur snú­ist hugur og ætli að sækj­­ast eftir því að sitja sem for­­seti í fjögur ár til­ við­­bót­­ar. Hann hætti síðan við að hætta við að hætta við 9. maí, líkt og áður sagði.

Nokkrum dögum áður hafði dag­blaðið The Guar­dian greint frá því að Dor­rit væri ekki með skráð lög­heim­ili í Bret­landi líkt og fyrri yfir­lýs­ingar hennar hefðu bent til, heldur væri hún skráð án lög­heim­ilis eða heim­il­is­festu í Bret­landi vegna skatta­mála.

Fjöl­skylda Dor­ritar í Panama­skjöl­unum

Vik­urnar á undan hafði verið fjallað um aflands­fé­lög í eigu fjöl­skyldu Dor­ritar í íslenskum og erlendum fjöl­miðl­um. Kjarn­inn og Reykja­vík Grapevine greindu frá því þann 25. apríl að félag í eigu fjöl­skyldu hennar hafi átt skráð félag á Bresku Jóm­frú­­areyj­unum frá árinu 1999 til árs­ins 2005. Félag­ið, sem heitir Lasca Fin­ance Limited, er að finna í  gögnum frá­ panamísku lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­­seca. Árið 2005 seld­i ­fjöl­­skyld­u­­fyr­ir­tækið Moussa­i­eff Jewell­ers Ltd. tíu pró­­senta hlut sinn í Lasca F­in­ance til hinna tveggja eig­enda þess. Þeir voru S. Moussa­i­eff og „Mr­s." Moussa­i­eff.

Nokkrum dögum áður hafði Ólafur Ragn­ar ­farið í við­­tal til frétta­­kon­unar Christ­i­ane Aman­po­­ur, á banda­rísku ­sjón­varps­­stöð­inni CNN. Aman­pour spurði Ólaf Ragnar um Pana­ma­skjölin og hreint út hvort hann eða fjöl­­skylda hans væri tengd aflands­­fé­lög­um:

„Átt þú ein­hverja aflands­­reikn­inga? Á eig­in­­kona þín ein­hverja aflands­­reikn­inga? Á eitt­hvað eftir að koma í ljós varð­andi þig og fjöl­­skyld­u þína?” spurði hún. Ólafur var afdrátt­­ar­­laus í svörum: „Nei, nei, nei, nei, ­nei. Það verður ekki þannig.”

Fyr­ir­tæki Moussa­i­eff ­fjöl­­skyld­unnar heitir Moussa­i­eff Jewell­ers Limited. Í árs­­reikn­ingum félags­­ins frá árunum 1999 til­ 2005 kemur fram að fyr­ir­tæki Moussa­i­eff-­­fjöl­­skyld­unnar ætti hlut í félagi sem heitir Lasca Fin­ance Limited, sem sett var á fót árið 1999. Eig­end­ur ­fyr­ir­tæk­is­ins voru S. Moussa­i­eff og A. Moussa­i­eff, sem áttu ráð­andi hlut og Moussa­i­eff Jewell­ers Limited sem átti tíu pró­­sent.

Lasca Fin­ance er með heim­il­is­­fest­i á Bresku Jóm­frú­­areyj­un­­um. Í skjölum sem Kjarn­inn hefur undir höndum kemur fram að félagið var á þeim tíma í umsjón panamísku lög­­fræð­i­­stof­unnar Mossack Fon­­seca og greiddi árgjald fyrir þá þjón­ust­u.  Í árs­­reikn­ingum Moussa­i­eff Jewell­ers Limited, sem skilað var til fyr­ir­tækja­­skrá­ar í Bret­landi, kemur fram að Lasca Fin­ance fái greitt umtals­verðar fjár­­hæðir í vexti á hverju ári (e. inter­est receivable), sem gefur til kynna að Lasca hafi lánað ein­hverjum fé. Sam­an­lögð fjár­­hæð þeirra vaxta sem Lasca átti að fá greitt frá árinu 2000 til 2005 er tæp­­lega sjö millj­­ónir punda. Á gengi dags­ins í dag er sú upp­­hæð jafn­­virð­i 1.262 millj­­ónum íslenskra króna.

Á árinu 2005 seldi Moussa­i­eff Jewell­ers Ltd. tíu pró­­sent hlut sinn í Lasca Fin­ance. Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi Moussa­i­eff Jewell­ers Limited voru kaup­end­­urnir S. Moussa­i­eff og „Mr­s." Moussa­i­eff. Kaup­verðið var 375 þús­und pund, eða 68 millj­­ónir íslenskra króna. Eftir þann tíma er félagið ekki lengur skráð í bókum Moussa­i­eff Jewell­ers Limited.

Annar leki

Viku síð­ar, 2. maí, birt­ust fréttir víða í heims­press­unni um að Dor­rit tengd­ist að minnsta kosti fimm banka­reikn­ingum í Sviss í gegnum fjöl­skyldu sína og að minnsta kosti tveimur aflands­fé­lög­um. Þetta kom fram í gögnum em upp­­­ljóstr­­arar létu Le Monde, Südd­eutshe Zeit­ung og ICJ fá og kall­­ast Swiss Leaks og Panama Papers. Greint frá mál­inu í frétt á heima­­síðu Reykja­vik Media.

Þar sagði einnig að Dor­rit hafi ekki viljað svara spurn­ingum um hvort hún tengd­ist félög­unum þegar eftir því var leit­að. Við­skipti sín hefðu alltaf verið í sam­ræmi við lög og að þau væru einka­­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None